Katla - endanlegt portrett

Fyrir tæpu ári síðan bloggaði ég um tilurð portrettmálverks af Kötlu fyrrum bekkjarsystur minni í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Ég átti alltaf eftir að klára myndina endanlega, en hafði m.a. kreppuna sem (lélega) afsökun.

Um daginn dreif ég mig í að ljúka henni enda ekki seinna vænna, viðfangsefnið átti afmæli 20. janúar sl. og það voru síðustu forvöð.  Það átti eftir að vinna í ýmsum smáatriðum, m.a. munni, augum og kjálka.

Hér er svo myndin:

Endanleg endanleg mynd

(Olía á striga, 55 x 50 cm.  Sumir vefráparar sýna litina of sterka, þeir eru tiltölulega dempaðir.)

Fleiri portrett má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

flott!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:01

2 identicon

Villi! Ég hafði ekki hugmynd um þetta blogg þitt!

Myndin af Kötlu er æðisleg! Þú ert náttúrulega svo ótrúlega klár að það er ekki með orðum lýst!

Arna Rut Thorleifsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:10

3 identicon

Vá flott mynd! Kveðja frá Svíþjóð

Öddi (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:24

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Gaman að heyra frá ykkur, Arna Rut og Öddi!  Þessa dagana er það mjög góð útrás að mála, þarf að gera meira af því.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.1.2009 kl. 14:31

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Flott Katla. Ábyggilega líka vel gerð

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 18:44

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Hreint glæsileg mynd hjá þér!
Af þvi að þetta er svona vel gert hjá þér þá leyfi ég mér að gagnrýna myndina pínulítið af því að ég er nokuð viss um að enginn annar geri það.
Það er smá svæði þar sem hárið mætir enninu fyrir ofan og hægra megin við ljósa blettinn. Þú verður ekki í vandræðum með að laga þetta. Mér finnst þetta svæði dál. "flatt" og gerir hárið hárkollulegt (var hún annars nokkuð með kollu?)

Júlíus Valsson, 24.1.2009 kl. 21:07

7 Smámynd: Júlíus Valsson

ps
á mínum skjá er skugginn á hálsinum aðeins of dökkur
hættur í bele

Júlíus Valsson, 24.1.2009 kl. 21:18

8 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Takk fyrir ábendinguna Júlíus, það er sem betur fer ekki of seint að laga þetta.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.1.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband