Setjum rétt fólk á rétta stađi

Ţađ hefur aldrei veriđ jafn mikilvćgt ađ vanda til stjórnar landsins eins og núna, nćstu vikur og mánuđi.  Ađ mínu mati ţarf ađ líta á verkefniđ međ ferskum hćtti, án kredda og fordóma.

Ég tel ađ fjármálaráđherra og viđskiptaráđherra eigi ađ ţessu sinni ekki ađ velja úr röđum ţingmanna, heldur verđi fengiđ fagfólk í ţessi störf.  Ţá á ég viđ fólk međ ţekkingu á og reynslu af fjármálum, flóknum rekstri og verkstjórn, og sem nýtur trausts innan lands sem utan.  Međ allri virđingu fyrir stjórnmálamönnum, ţá eru ţađ ekki endilega sömu hćfileikar sem ţarf til framgangs í stjórnmálum og ţeir sem lykilráđherrar ţurfa ađ hafa núna á ögurstundu.  Einnig er líklegra til árangurs, og vćnlegra til samstöđu, ađ framkvćmdavaldiđ sé ađ nokkru aftengt flokkapólitík međan brotsjóirnir ríđa yfir. 

Ađ sjálfsögđu á ađ velja nýja Seđlabankastjórn og jafnvel fćkka bankastjórum niđur í einn. Bankaráđ Seđlabankans ţarf ađ skipa ađ nýju, og ađ ţessu sinni faglega fćrum ráđgjöfum, innlendum og erlendum, međ bakgrunn í hagfrćđi, lögfrćđi og alţjóđaviđskiptum.  Bankaráđiđ yrđi ríkisstjórn og Seđlabankastjóra til ađstođar viđ hagstjórn, mótun peningamálastefnu, í gjaldeyrismálum, samskiptum viđ AGS, samningum viđ önnur ríki, og endurskipulagningu bankakerfisins.

Forsćtisráđherra ţarf ađ hafa tvo öfluga ráđgjafa: efnahagsráđgjafa (sem gćti jafnframt veriđ formađur bankaráđs Seđlabanka) og samskiptaráđgjafa.  Hinn síđarnefndi sjái til ţess ađ ţjóđin sé upplýst jafnóđum um áćtlun stjórnvalda, verkefnin framundan, ţćr fórnir sem fćra ţarf, og framgang mála.  Ađeins međ upplýstri ţátttöku ţjóđarinnar verđur unnt ađ sigrast á vandanum.

Of lengi hefur íslensk pólitík og stjórnsýsla komist upp međ viđvaningshátt, ófaglegheit, hroka, klíkuskap, smákóngaveldi og skjallbandalög.  Nú hefur ţetta allt komiđ í bakiđ á ţjóđinni međ afdrifaríkum hćtti.  Nýtt Ísland verđur ekki byggt međ sömu vinnubrögđum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sćll Villi,

Tek undir ţessa skođun eins og svo margar ađrar sem birst hafa á blogginu ţínu.  Gylfason brćđur hafa líka allir sem einn á sinn hátt mótađ lífstíl, skođanir og menntun mína í nokkra áratugi.  Er bjartsýn fyrir hönd Íslands ef ráđamenn taka undir ţína áskorun.

Kćr kveđja

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.1.2009 kl. 02:29

2 identicon

Sammála, nú vantar bara ađ gott fólk gefi kost á sér. 

Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráđ) 26.1.2009 kl. 07:59

3 identicon

Í dag ţćtti ţađ nú ekkert sérstaklega intresant ađ fara í ţessar stöđur og ţví spurning hverjir myndu gefa kost á sér.  En ţađ ţarf ađ vinna leiđinlega vinnu eins og skemmtilega. 

Ţó er ég algjörlega sammála ţér og mynda ţar međ skjallbandalag, sem er í fínu lagi í bloggheimum :-)  En ljóst er ađ ţađ ţarf fagmenn til stjórnunar, ţađ ţarf ekki "útbrunna" pólitíkusa og vini ţeirra.

Árni (IP-tala skráđ) 26.1.2009 kl. 09:33

4 Smámynd: Vilhjálmur Ţorsteinsson

Ţakka jákvćđ viđbrögđ.  Til ađ sjá glögglega hvađ ég á viđ, ţarf ađeins ađ rifja upp hver er formađur bankaráđs Seđlabankans.  Međ allri virđingu fyrir ţeim ágćta blađamanni, stúdent frá MA, og stjórnmálamanni, ţá bera svona ákvarđanir fyrst og fremst ţví vitni ađ viđ búum í bananalýđveldi.

Vilhjálmur Ţorsteinsson, 26.1.2009 kl. 11:41

5 identicon

Hjartanlega sammála

 b

frú Birna (IP-tala skráđ) 26.1.2009 kl. 14:20

6 identicon

Jćja, núna verđur ţá vćntanlega gerđ "hreinsun" út úr Seđlabankanum. 

Varstu örugglega ekki búinn ađ senda Frú Ingibjörgu ađgerđaráćtlunina

Árni (IP-tala skráđ) 26.1.2009 kl. 14:45

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.1.2009 kl. 17:01

8 identicon

Eins og talađ úr mínu hjarta. Góđar hugmyndir.

Ég hef verulegar áhyggjur af ţví hvernig málin eru ađ ţróast. Flokkarnir strax komnir í skotgrafirnar og skjóta miskunnarlaust hver á annan.

Viđ ţurfum raunverulega endurnýjun lýđrćđis í anda vinar ţíns Vilmundar.

annag (IP-tala skráđ) 26.1.2009 kl. 17:22

9 identicon

LS (IP-tala skráđ) 26.1.2009 kl. 17:41

10 Smámynd: Jón Ađalsteinn Jónsson

Kolbrúnu sem heilbrigđisráđherra svo ađ hún geti lagfćrt klćđnađ nýbura

Jón Ađalsteinn Jónsson, 26.1.2009 kl. 20:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband