Erlendar fyrirmyndir í stjórnarskrá Stjórnlagaráđs

Die Würde des Menschen ist unantastbar. Sie zu achten und zu schützen ist Verpflichtung aller staatlichen Gewalt.

(Mannleg göfgi er friđhelg. Ađ virđa hana og vernda er skylda alls ríkisvalds.)

Ţessi málsgrein, úr 1. gr. ţýsku stjórnarskrárinnar, finnst mér vera fallegasta stjórnarskrárgrein sem ég hef séđ. Ég er ekki einn um ţá skođun ađ ţykja ţessi grein til fyrirmyndar, enda hefur hún veriđ tekin upp í stjórnarskrám víđa um lönd og m.a. í réttindaskrá Evrópusambandsins sem 1. gr.

Ţađ er međ hliđsjón af ţessum fyrirmyndum sem sagt er í 8. gr. frumvarps Stjórnlagaráđsöllum [skuli] tryggđur réttur til ađ lifa međ reisn, og í 10. gr. ađ öllum [skuli] tryggđ mannhelgi.

Margt annađ í nýju stjórnarskránni byggir á erlendum fyrirmyndum. Međal annars leitađi Stjórnlagaráđ, og Stjórnlaganefnd sem undirbjó tillögur og dćmi fyrir ráđiđ, í smiđju Finna, Svía, Ţjóđverja, Norđmanna, Svisslendinga og Keníubúa. Núgildandi stjórnarskrá lýđveldisins byggir einkum á danskri fyrirmynd; mér telst til ađ 62 greinar af 80 í ţeirri íslensku eigi sér beina samsvörun í ţeirri dönsku.

Finnar endurskođuđu stjórnarskrá sína rćkilega áriđ 1999 og er nýja plaggiđ 131 grein. Ţýska stjórnarskráin er 147 greinar auk stutts viđauka. Svissneska sambandsstjórnarskráin er 197 greinar, og sú hollenska 142 plús 28 viđaukagreinar. Stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráđs er hins vegar 114 greinar og yrđi í hópi styttri stjórnarskráa í Evrópu.

Nefnt hefur veriđ í umrćđu ađ nýja stjórnarskráin segi alloft ađ setja eigi tiltekin lög eđa ađ kveđa eigi nánar á um tiltekin réttindi eđa skyldur í lögum. Ţetta er alţekkt í stjórnarskrám. Til dćmis eru lög frá ţinginu nefnd 174 sinni í hollensku stjórnarskránni, sem er eins og áđur sagđi 142 greinar. Finnska stjórnarskráin nefnir útfćrslur í lögum 106 sinnum í 131 greinum.

Ţá hafa heyrst ţćr raddir ađ sum ákvćđi nýja stjórnarskrárfrumvarpsins séu erfiđ í túlkun og framkvćmd. Nefnd hefur veriđ sem dćmi 17. gr. um frelsi menningar og mennta, ţar sem segir ađ tryggja skuli međ lögum frelsi vísinda, frćđa og lista. Ţessi grein á sér ţó hliđstćđur í erlendum stjórnarskrám á borđ viđ ţá svissnesku, sem kveđur á um akademískt frelsi í 20. gr. og um frelsi listrćnnar tjáningar í 21. gr., og ţá ţýsku, sem kveđur á um frelsi lista, vísinda, rannsókna og kennslu í 3. mgr. 5. gr.

Annađ ákvćđi sem sagt hefur veriđ "óframkvćmanlegt" er í 14. gr. frumvarps Stjórnlagaráđs ţar sem segir ađ stjórnvöld skuli tryggja ađstćđur til opinnar og upplýstrar umrćđu. Ţar endurspeglast t.d. orđalag úrsćnsku stjórnarskránni frá 1974 sem endurskođuđ var 2010. Í henni er mikil áhersla lögđ á frjálsa skođanamyndun, tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi. Fjalla raunar tveir af fjórum bálkum sćnsku stjórnarskrárinnar um prent- og tjáningarfrelsi, enda eru ţađ grundvallaratriđi í lýđrćđisţjóđfélagi sem ćtlar ađ standa undir nafni. Má fćra fyrir ţví rök ađ greinar um vernd tjáningarfrelsis og skođanamyndunar hefđu átt ađ vera yfirgripsmeiri í nýju stjórnarskránni, fremur en hitt.

Ţví hefur veriđ haldiđ fram ađ mannréttindakafli frumvarpsins sé of ítarlegur og leggi stjórnvöldum of víđfeđmar skyldur á hendur. Eru ţar jafnvel nefnd til sögu réttindi sem Ísland hefur skuldbundiđ sig ađ ţjóđarétti til ađ virđa og innleiđa međ virkum hćtti í landsrétt. Má í ţví sambandi til dćmis minna á Alţjóđasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi frá 1966 sem Ísland hefur fullgilt, sbr. sérstaklega 2. gr. hans. Í 7. gr. samningsins viđurkenna ađildarríki rétt sérhvers manns til sanngjarnra og hagstćđra vinnuskilyrđa, sem innifela m.a. sanngjörn laun. Ţađ er međ hliđsjón af ţessu orđalagi sem 2. mgr. 25. gr. frumvarps Stjórnlagaráđs tiltekur m.a. ađ öllum skuli tryggđur réttur til sanngjarnra launa.

Ţá hefur vel ţekktur fyrrverandi stjórnmálafrćđiprófessor tjáđ sig um stjórnarmyndunarferli nýju stjórnarskrárinnar og taliđ ţađ fćra forseta lýđveldisins aukin völd. Ferliđ er ţó engin nýjung heldur nánast samhljóđa ţví ferli sem lýst er í finnsku stjórnarskránni og keimlíkt ţví sem tíđkast í Svíţjóđ og Ţýskalandi. Um er ađ rćđa beint, jákvćtt ţingrćđi ţar sem ţingiđ velur og kýs forsćtisráđherrann - en ţjóđhöfđingi kemur ađ málinu sem verkstjóri og málamiđlari.

Enn má nefna ákvćđi um jákvćtt vantraust á forsćtisráđherra, ţar sem tilnefna ţarf eftirmann í tillögu um vantraust. Ţetta kom hćstaréttarlögmanni nokkrum á óvart ţrátt fyrir ađ vera vel ţekkt úr stjórnmálafrćđum og stjórnarskrá Ţýskalands, Spánar og Ungverjalands svo nokkrar séu nefndar.

Eins og sjá má af ţessari upptalningu, sem er engan veginn tćmandi, er erlend fordćmi og fyrirmyndir víđa ađ finna í frumvarpi Stjórnlagaráđs. Ţessu er lýst nánar í greinargerđ međ frumvarpinu, sem er fróđleg lesning - og ein af ástćđum ţess ađ nýja skráin verđur ţegar fram í sćkir mun haldbetri og skýrari réttarheimild en sú gamla.

Mér finnst ađ ţegar lögfrćđingar og ađrir sérfrćđingar tjá sig um frumvarp Stjórnlagaráđs sem slíkir, eigi ađ gera ţá kröfu ađ ţeir séu vel lesnir og hafi kynnt sér ţćr erlendu fyrirmyndir sem byggt er á og vísađ til. Ţar međ mćtti forđast ađ ţeir beini spjótum ađ orđalagi og eiginleikum sem eru vel ţekktir annars stađar frá og ţykja fullbođlegir í stjórnskipunar- og stjórnmálafrćđikređsum heimsins. Nú má vel vera ađ eitthvađ af ţessum erlendu fyrirmyndum eigi ekki viđ á Íslandi, en ţá ţarf ađ greina hvađa ótvírćđa "sérstađa Íslands" eigi ţar í hlut - og helst ađ rökstyđja hvađa ađrar lausnir henti ţá betur "séríslenskum ađstćđum" og af hverju.

Ađ öđrum kosti getur gagnrýnin hljómađ eins og kjánalegur, og amatöralegur, heimóttarskapur.

[Ţessi fćrsla birtist á bloggi mínu á Eyjunni 5. desember 2011.]


« Síđasta fćrsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband