Hruniđ og stjórnarskráin

Ég var spurđur ađ ţví í viđtali á RÚV, Rás 1, um daginn hvernig stjórnarskráin tengdist hruninu. Ţađ er góđ spurning sem ástćđa er til ađ svara međ skipulegum hćtti.

Stjórnarskráin skilgreinir stjórnskipun landsins og setur henni ramma. Í ţeim ramma felast hvatar til ákveđinnar breytni og glufur sem leyfa annarri breytni ađ viđgangast. Ţessir hvatar og glufur hafa í för međ sér afleiđingar, sem síđan valda annars stigs afleiđingum og svo koll af kolli. Sterkur og ţéttur rammi gefur rétta hvata og felur ekki í sér alvarlegar glufur. Afleiđingar verđa ţar međ ađrar og betri en ţćr sem fást međ gömlum, fúnum, óskýrum og götóttum ramma - eins og okkar gamla danskćttađa stjórnarskrá er.

Hér eru nokkur dćmi um grundvallaratriđi í stjórnskipaninni sem er illa fyrir komiđ í núverandi stjórnarskrá, og afleiđingar ţeirra í samhengi viđ hruniđ.

Ţingmenn sitja í skjóli flokka fremur en kjósenda. Flokkar ráđa uppstillingu á frambođslistum, ţó eftir atvikum međ prófkjörum, og ţingmenn sćkja umbođ sitt fremur til flokksapparatanna en beint til kjósenda. Ţeir hafa sterkari hvata til ţess ađ verja stöđu sína innan flokksins en ađ gegna ábyrgđ gagnvart kjósendum. Ţetta eflir flokksaga en veikir varđstöđu ţingmanna um hag almennings. Ţeir sinna ţví ekki eftirlitshlutverki sínu gagnvart framkvćmdarvaldinu og áhćttuţáttum í samfélaginu eins og skyldi. Sem dćmi var sjálfstćtt eftirlit ţingsins međ fjármálastöđugleika og áhćttu ríkisins vegna innistćđutrygginga ófullnćgjandi í ađdraganda hrunsins.

Ráđherrar eru jafnframt ţingmenn. Í ţingrćđisfyrirkomulagi sitja ríkisstjórn og einstakir ráđherrar í umbođi ţingsins. Ţingiđ á engu ađ síđur ađ hafa öflugt og gagnrýniđ eftirlit međ framkvćmdarvaldinu. Ţingmenn eiga ađ vera fulltrúar kjósenda og gćta ađ ţví ađ ađgerđir ríkisstjórnar séu í ţeirra ţágu. Hér er grundvallaratriđi ađ löggjafarvald og framkvćmdarvald sé ađgreint eins og kostur er innan marka ţingrćđisins. Ţađ gengur ekki ađ ráđherrar sitji jafnframt í ţingflokkum og ađ félagar ţeirra ţar eigi ađ sýna ţeim gagnrýniđ ađhald. Slíkt eftirlit verđur óhjákvćmilega í skötulíki. Ţá er óeđlilegt ađ framabraut ţingmanna felist í ţví ađ verđa ráđherrar og ţá oft á öđrum forsendum en faglegri hćfni. Sem dćmi hefđi getađ skipt sköpum ađ hafa ráđherra međ fagţekkingu á fjármálum og hagfrćđi í lykilembćttum í ađdraganda hrunsins og strax eftir ţađ.

Ábyrgđ ráđherra er óskýr. Upplifun og skilningur almennings á ábyrgđ ráđherra er allt önnur en reyndin er. Ráđherrar bera skv. gömlu stjórnarskránni og gildandi lögum og stjórnskipunarvenjum lagalega ábyrgđ á sínum málaflokkum einum međ mjög sjálfstćđum hćtti. Forsćtisráđherra ber litla sem enga formlega ábyrgđ á verkstjórn eđa samhćfingu á störfum ríkisstjórnarinnar sem heildar. Lagaleg ábyrgđ ţarf ađ fara saman viđ skilning almennings á stjórnskipaninni, annars myndast tortryggni og traust ţverr. Sem dćmi var samhćfingu ráđherra ábótavant og ţeir tóku fram fyrir hendur hvers annars, ţvert á lagalega ábyrgđ, í ađdraganda og eftirmálum hrunsins.

Ríkisstjórn ţarf ađ geta tekiđ ákvarđanir sameiginlega. Í mikilvćgum eđa stefnumarkandi málum ţarf ríkisstjórnin ađ geta tekiđ ákvarđanir sem heild (fjölskipađ stjórnvald), en á slíkum ákvörđunum bera allir ráđherrar sameiginlega ábyrgđ, lagalega og pólitískt. Međ ţví er hjá ţví komist ađ einstakir ráđherrar taki afdrifaríkar ákvarđanir án samráđs og ţannig ađ pólitísk og lagaleg ábyrgđ sé á skjön, eins og tíđkast hefur í svokölluđu oddvitarćđi. Sem dćmi hefđi ríkisstjórnin átt ađ taka ákvarđanir sameiginlega, sem hefđu veriđ betur ígrundađar vegna sameiginlegrar lagalegrar ábyrgđar ráđherra, um ýmsa ţćtti í hruninu, svo sem um björgunarađgerđir gagnvart bönkum, međferđ innistćđutrygginga o.m.fl.

Ţingiđ vantar verkfćri til ađhalds međ ráđherrum og ríkisstjórn. Til ađ ţingiđ geti veitt lýđrćđislegt og lagalegt ađhald ţarf stjórnarskrárbundnar stofnanir á borđ viđ Umbođsmann Alţingis, rannsóknarnefndir og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem getur kannađ athafnir og athafnaleysi ráđherra, og tekiđ ákvörđun um rannsókn á meintum embćttisbrotum. Efla ţarf möguleika minnihlutans á ţingi til ađ tempra vald meirihlutans, bćđi viđ lagasetningu og á vettvangi ríkisstjórnar.Sem dćmi hefđi Landsdómsmáliđ gagnvart Geir Haarde og öđrum ráđherrum getađ boriđ ađ međ allt öđrum, málefnalegri og viđsćttanlegri hćtti en ţađ gerđi.

Embćtti eru ekki veitt á grundvelli hćfni og málefnalegra sjónarmiđa. Mikilvćgara er nú en nokkru sinni ađ lykilembćtti, og reyndar öll embćtti, séu veitt á grundvelli faglegrar hćfni og málefnalegra sjónarmiđa. Heimurinn verđur ć flóknari og réttar ákvarđanir verđa ekki teknar nema á grundvelli víđtćkrar ţekkingar og góđra upplýsinga. Flokks- eđa fjölskyldutengsl mega ekki ráđa ţví hverjir veljast í krítísk embćtti á borđ viđ Seđlabankastjóra eđa Hćstaréttardómara. Sem dćmi hefđi skipt verulegu máli ađ hafa fagmann í embćtti Seđlabankastjóra árin fyrir hrun.

Allt ofangreint, og margt fleira af sama toga, má rekja til galla eđa vöntunar í núgildandi stjórnarskrá og stjórnskipan. Nýja stjórnarskráin tekur hins vegar á ţessum atriđum, m.a. međ hliđsjón af bestu fyrirmyndum erlendis frá. Ţađ varđar okkur miklu, ef viđ ćtlum ađ lćra af mistökum fortíđar og gera betur í framtíđinni, ađ taka upp hina nýju stjórnarskrá. Hún er ţá sú fyrsta sem viđ sem byggjum landiđ semjum handa sjálfum okkur. Róum ađ ţví öllum árum í haust og vetur ađ svo megi verđa.

[Ţessi pistill birtist á Eyjunni 26. ágúst sl.]


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Ţađ má draga ţetta saman í eina setningu: Ríkisvaldiđ er í höndunum á klíku.

Ţessi klíka missti ríkisvaldiđ úr höndum sínum, verkalýđshreyfingin hirti ţađ upp og hefur ţađnúna óskipt í hendi sér á grundvelli 74. gr Sts. Á grunvelli 74. gr. innheimtir verkalýđshreyfingin meira fé í sjóđi sína af launţegum en ríkissjóđur án ţess ađ lúta neinni ađhalds eđa eftirlitsskyldu frá nokkrum ađila.

Almenni löggjafinn hefur međ lögum fćrt verkalýđshreyfingunni eftirlits og lögregluvald til ađ fylgja ţessari innheimtu eftir.

Stjórnlagaráđ lagđi til ađ ţessu eignarhaldi á ríkisvaldinu yrđi ekki haggađ međ  falsrökum.

Vilhjálmur! Til hvers ertu ađ skrifa og hugsa?

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 5.11.2011 kl. 16:54

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minn byrjađaur ađ spinna á fullu. 

Haltu ţig viđ ađ prédíka fyrir kórinn á Eyjuni. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 17:24

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hruniđ kom stjórnarskránni ekkert viđ og orsaka ţess er ekki ađ leita ţar, ţađ veistu. Tilgangur stjórnlagaráđs var einn frá sjónarmiđi Samfylkingarinnar, en ţađ var ađ heimila framsal valds til útlanda.

Ţ.e.  Liđur sjö í pöntunarlista Jóhönnu í lögum um stjórnlagaţing. Allt annađ er reykur og speglar, enda hefur ţú mikla reynslu í sýndarveruleika ađ mér skilst og réttur mađur á réttum stađ í ţví samhengi. 

Stjórnlagaráđ var ólöglegt, ţú varst ólöglegur ţar.  Ţessi ţvćla verđur aldrei samţykkt, ţví ţađ vita allir til hvers ţessi sirkus var gerđur. Ţetta er ekkert minna en međvituđ tilraun til landráđa.

Ţađ hlustar enginn á ţig Villi. Ţú ert í besta falli sorglegur.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 17:50

4 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Ţetta er nokkuđ undarlegur pistill, Vilhjálmur, svo mađur taki varlega til orđa.

Margt af ţví sem ţú segir hefur nokkur sannindi ađ baki sér, en kemur ţó hruninu lítiđ viđ. Ţá eiga flest ţeirra atriđa sem ţú nefnir og einhver glóra er í, ekki erindi í stjórnarskrá.

Ţađ er tvennt ađ núverandi stjórnarskrá. Skilgreiningar eru ekki nógu skýrar, eins og ţú nefnir og engin viđurlög eđa ráđ ertu til, ef brotiđ er gegn henni. Hvorugu ţessara atriđa er ţó tekiđ á í tillögu ykkar til ţingsins.

Sú tillaga sem ţiđ leggiđ fyrir ţingiđ er ekki hćf sem stjórnarskrá. Ţar kemur fyrst og fremst til ađ hún er allt of víđfermd, tekiđ inn í stjórnarskránna ýmis atriđi sem ekki eiga heima ţar. Einnig eru sumar greinar tillögunnar í mótsögn viđ hverja ađra. Síđast en ekki síst sú stađreynd ađ ţegar er fariđ ađ deila um túlkun ýmissa greina tillögunnar. Stjórnarskrá á ađ vera stutt og skorinorđ og ekki á ađ vera möguleiki ađ mistúlka einu einustu grein hennar!!

Ég efast ekki um ađ hugur ykkar til tillögunnar er eins, ađ mestu. En ţađ er eitt ađ hugsa og annađ ađ tjá. Ykkur mistókst algerlega ađ koma hugsunum ykkar fram svo ekki fćri á milli mála hver meiningin vćri. Ţví er ţessi tillaga ykkar til Alţngis jafn lođin og sú stjórnarskrá sem í gildi er.

Mestu skiptir ţó ađ tekiđ sé á ţví hvernig fara skal međ ţá sem taldir eru brjóta gegn stjórnarskránni. Ţađ má vissulega deila um hvort stjórnvöld hafi brotiđ gegn stjórnarskránni fyrir hrun og međ ţví átt ţátt í ţví.  Ţađ ţarf hins vegar ekki ađ deila um ađ eftir hrun hefur veriđ marg brotiđ á stjórnarskránni, í ţađ minnsta fariđ verulega á svig viđ hana.

Eitt dćmi ţess er ţegar stjórnvöld tóku ţá ákvörđun ađ hundsa niđurstöđu ćđsta dómstigs landsins og setja á stofn stjórnlagaráđ í stađ ţess ađ kjósa aftur til stjórnlagaţings!!

Annađ dćmi var ţegar ákvörđun Alţingis lá fyrir um ađildarumsókn í ESB, voru einungis tveir ráđherrar sem undirrituđu umsóknarblađiđ. Skýrt kemur fram í núverandi stjórnarskrá ađ forseta beri ađ stađfesta öll lög og undirrita međ ráđherra allar stjórnvaldsađgerđir!!

Ađ öđru leiti tek ég undir orđ Jóns Steinars, hér fyrir ofan.

Gunnar Heiđarsson, 5.11.2011 kl. 20:03

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Vönduđ samantekt hjá ţér Vilhjálmur. Ég held hins vegar ekki ađ stjórnarskráin hafi ekki orsakađ hruniđ, en vissulega tengist hún hruninu. En ţađ er eitt ađ tengjast og annađ ađ vera orsakavaldur. Nú eru Afganar t.a.m. međ mjög ítarlega, langa og vandađa stjórnarskrá en ég held ađ enginn muni halda ţví fram ađ hún per se hafi eđa muni bćta stjórnarfariđ sem ţar er í dag. 

Jón Baldur Lorange, 5.11.2011 kl. 22:06

6 Smámynd: Jón Baldur Lorange

...einu ekki ţarna ofaukiđ ... átti ađ vera ,,Ég held hins vegar ekki ađ stjórnarskráin hafi orsakađ hruniđ, ..." 

Jón Baldur Lorange, 5.11.2011 kl. 22:08

7 Smámynd: Vilhjálmur Ţorsteinsson

Kristján: Ég hef aldrei náđ ţví hvađ ţú ert ađ fara međ ţínum fjölmörgu og ítrekuđu athugasemdum viđ 74. gr. um félagafrelsi. Get eiginlega ekki svarađ ţér nema ađ fá skýran og skipulegan texta um hvert vandamáliđ nákvćmlega er, stutt tölum og rökum.

Jón Steinar: Í núgildandi stjórnarskrá stendur ekkert um framsal ríkisvalds. Til dćmis virđist ekkert í henni útiloka ađ Alţingi geti framselt ríkisvald, eins og ţađ gerđi t.d. međ EES-samningnum og međ ađild Íslands ađ Mannréttindasáttmála Evrópu (og ţar međ Mannréttindadómstólnum). Í nýju stjórnarskránni er skýrt (sbr. 3. mgr. 111. gr.) ađ ríkisvald verđur ekki framselt nema ađ undangenginni ţjóđaratkvćđagreiđslu, ţ.e. sömu ađferđ og ţarf til ađ breyta stjórnarskránni (nýju) sjálfri.

Stjórnlagaráđ var ađ sjálfsögđu ekki "ólöglegt", ţađ var skipađ međ ályktun Alţingis og skilađi sínu áliti og frumvarpi til ţess til frekari málsmeđferđar. Alţingi hefur svo síđasta orđiđ eins og núgildandi stjórnarskrá gerir ráđ fyrir.

Gunnar: Ég hef kynnt mér fjölmargar stjórnarskrár en enga séđ sem hefur í sér fólgin refsiákvćđi. Ef ţú finnur eina slíka máttu benda mér á hana. Refsingar eru jafnan ákveđnar í sérstakri refsilöggjöf, sem ađ sjálfsögđu verđur ađ vera í samrćmi viđ stjórnarskrána.

Nýja stjórnarskráin er svipuđ eđa minni ađ umfangi og stjórnarskrár ýmissa helstu nágrannalanda, t.d. Finnlands, Svíţjóđar og Ţýskalands. Danska stjórnarskráin sem sú íslenska byggir á er í hópi stystu stjórnarskráa, ásamt ţeirri norsku, enda eru ţćr lítiđ breyttar úr gömlum hefđum.

Ákvörđun um ađ sćkja um ađild ađ ESB var í formi ţingsályktunar, ekki lagafrumvarps. Engan atbeina forseta ţarf til í ţví tilviki.

Jón Baldur: Ég held ţví ekki fram ađ stjórnarskráin hafi orsakađ hruniđ, en hún og stjórnskipanin sem hún lýsir tengist ţví engu ađ síđur međ ýmsum hćtti.

Vilhjálmur Ţorsteinsson, 5.11.2011 kl. 23:31

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ţađ má gera ţví skóna ađ stjórnarskrá per se skifti ekki öllu máli ef enginn fer eftir henni. Ţađ má til dćmis halda ţví fram ađ margt sem ţó er í stjórnarskránni hefur ekki veriđ virkjađ eđa er svo óljóst orđađ ađ hver má halda ţví fram sem ţóknast. Vinnan viđ stjórnarskrárfrumvarpiđ er afrek af ţví einu ađ hún fór fram og skilađi afurđ sem er tćk til afgreiđslu. Ţađ er afrek. Ţađ sem á vantar er ađ Sjálfstćđisflokkurinn stóđ gegn og styđur ekki frumvarpiđ ađ ţví mađur best veit. Sem sýnir hversu destrúktíft afl ţessi flokknefna er í samfélaginu og mun halda áfram ađ hunsa leikreglur sem henta honum ekki alveg í trássi viđ hvađ stendur í stjórnarskrá í dag eđa á morgun. Ţađ er međ ólíkindum hversu neikvćđur og niđurrífandi leiđtogar flokksins eru. Vonandi tekst ađ hnekkja frekar á FLokknum í nćstu kosningum. Ef ekki verđur ţađ mikiđ tjón fyrir land og lýđ.

Gísli Ingvarsson, 5.11.2011 kl. 23:42

9 identicon

Ţađ er gjörsamlega tilgangslaust ađ birta ţetta á moggablogginu... ţađ er dálítiđ eins og ađ senda grein um Karl Marx í málgagn nýnasista.

Ţorsteinn (IP-tala skráđ) 6.11.2011 kl. 13:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband