19.1.2009 | 12:23
Nýtt lýðveldi og hugmyndir Vilmundar
Um daginn skrifaði ég um 25 ára gamlar hugmyndir Vilmundar Gylfasonar um róttækar breytingar á stjórnkerfinu, sem eiga ekki síður við í dag en þá. Svo virðist sem margt af þessu sé að festa rætur í umræðu dagsins og það er vel.
Í þessu sambandi langar mig að benda á góðan og tímabæran Krossgötuþátt á Rás 1 þar sem Hjálmar Sveinsson fjallar m.a. um Vilmund og hugmyndir Bandalags jafnaðarmanna, og fræg 17 mínútna þingræða Vilmundar er endurflutt - alveg mögnuð.
Jafnframt bendi ég á sérlega fína grein Jóns Kalmans Stefánssonar úr Fréttablaðinu 15. janúar sl., "Nýtt Ísland; nýtt lýðveldi". Jón rekur orsakir vanda okkar réttilega til bresta í stjórnkerfinu og gallaðs lýðræðis.
Nýtt lýðveldi hlýtur að læra af mistökunum og verða reist á traustari stoðum en hið fyrra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér er ræða Vilmundar á vef Alþingis.
Sigurður Ingi Jónsson, 19.1.2009 kl. 12:47
Já það er margt og mikið að þessu svokallaða lýðræði - ekki síst hér á landi. Ég hef bent á það og verð að halda því áfram, þangað til fólk heyrir en það er beint lýðræði í stað fulltrúalýðræðis. Ég ætla ekki að taka hér of mikið pláss til að fara nánar út í það hér en bendi á síðustu bloggfærslu mína.
Við getum og EIGUM að breyta þessu meingallaða kerfi sem við búum við og nú er hvort eð er hrunið. Verum vakandi yfir því hvað við fáum í staðinn. Látum ekki bjóða okkur kúk fyrir skít - krefjumst lýðræðis, beins lýðræðis, allt annað er blekkingarleikur og leiðir til þess sama og við höfum búið við; þ.e. atvvinnustjórnmálamennsku og hagsmunapots.
Krefjumst lýðræðis.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 19.1.2009 kl. 17:54
Ég hlustaði á þessa ræðu Vilmundar á rás 2 í dag. Þessi samhljómur við það sem hann var að boða 1982 er athyglisverður. Kannski væri landið öðruvísi ef hans hefði notið við lengur. Raunar kaus ég Bandalag Jafnaðarmanna á þessum tíma en það var sorglega innlimað eftir daga hans. Spurningin er nú hvort að grasrótarhreyfingar hafi úthald og getu til að breyta hreiðrum stjórnmálaflokkanna úr varanlegri byggð yfir í byggð í umboði kjósenda. Vilmundi tókst það ekki og sennilega tekst okkur það ekki. En við hljótum að reyna.
Ævar Rafn Kjartansson, 19.1.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.