Rice og Guantanamo

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að stjórnarskrá landsins gildi í Guantanamo og að fangar þar eigi rétt á að áfrýja sínum málum til hefðbundinna dómstóla.

Þar með hefur stjórn Bush verið veitt alvarleg áminning um að hún geti ekki "kveikt og slökkt" á mannréttindum á þeim svæðum sem hún ræður yfir, svo orðrétt sé vísað í dóminn.

Bandaríkjaþing hefur ítrekað samþykkt lög sem ætlað var að vera afturvirk og taka áfrýjunarréttindi af Guantanamo-föngum.  Hæstiréttur tekur af tvímæli um að slík lög fara í bága við stjórnarskrána.

Þetta er mikill áfellisdómur yfir framferði forsetans og þingsins.

Skemmst er að minnast þess þegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði áskorun Alþingis um lokun Guantanamo með skætingi og hroka.  Nú hefur sjálfur Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfest að stjórnvöld brutu mannréttindi fanga.

Það verður góður dagur í mannkynssögunni þegar Bush-stjórnin fer frá völdum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt en athyglisvert hvað þetta var naumt.  5 af 9 voru á þessari skoðun og 4 á móti.  Niðurstaðan valt því á einum manni og sýnir klofning í hæstarétt í þessu máli. 

En eins og maðurinn sagði - we need a fool proof system because fools can be elected as presidents. 

Jon Helgi (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband