Tími krónunnar er liðinn

Skiptasamningar Seðlabankans við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar eru góð tíðindi út af fyrir sig.  Þeir sýna að minnsta kosti að stjórnvöld eru ekki sofandi við stýrið.

Krónan hefur í kjölfarið styrkst um rúm 4%.  Þó verður að hafa í huga að þar er einungis verið að taka til baka veikingu 2-3 vikna.

Til lengri tíma litið hefur staða krónunnar breyst með óafturkræfum hætti.  Sýnt hefur verið fram á hversu berskjölduð hún er í sveiflum alþjóðamarkaða.  Stærð bankakerfisins miðað við veikan Seðlabanka og smáan gjaldmiðil leiðir óhjákvæmilega til þess að "Íslandsálagið" er komið til að vera.  Það sýnir sig annars vegar í skuldatryggingarálögum banka og ríkis og hins vegar í hærri vöxtum í krónu en myntum grannlanda.  Engin ástæða er til þess fyrir íslenska frumkvöðla og fjárfesta að sætta sig við slíkt til lengdar.

Krónan mun héðan í frá verða rekstrarreikningsmynt en ekki mynt efnahagsreiknings.  Það mun enginn nema spákaupmenn vilja "taka stöðu" í krónu, né þurfa að viðhalda eigin fé í henni.

Þeir sem hyggjast varðveita verðmæti munu snúa sér annað, og er evran þá augljós kostur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Hér verða þrjú hagkerfi:

  • Óverðtryggð króna fyrir múginn
  • Verðtryggð króna fyrir banka og stofnanir
  • Evra fyrir aðra

Þetta er Kúbverskt ástand sem við verðum að komast úr.

Kári Harðarson, 18.5.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband