Sýndaröryggi í flugi

Verð að benda á þessa frábæru grein úr New York Times um hina svokölluðu öryggisleit sem flugfarþegar þurfa að undirgangast.  Það er löngu kominn tími til að draga verulega úr því sjónarspili sem viðgengst á flugvöllum í nafni öryggis og gerir ekkert gagn, nema sem yfirvarp ("cover your ass") fyrir ráðamenn og til að viðhalda andrúmslofti hræðslu og óöryggis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Frábær grein, takk fyrir linkinn. Skil reyndar ekki af hverju fólk lætur þetta yfir sig ganga. Er ekki tími til að fara að gera eitthvað í þessu rugli. Skil til dæmis ekki af hverju ég má ekki fara með óopnaða flösku af segjum kristal í gegnum öryggisdæmið, en ég má kaupa mér alveg eins flöksu af gosi um leið og ég er búin að labba í gegnum öryggishliðið. Það kemur líka greinilega í ljós í greininni að það er nákvæmlega enginn hætta á að einhverjum jólasveinum tækist að búa til sprengju úr fljótandi efni inn á klósetti um borð í flugvél og þessi ógn var í raun aldrei til staðar, heldur voru þetta rangar upplýsingar frá upphafi. Og enn þarf maður að fórna tannkremi og gamla fólkið sem er að ferðast að fara á límingunum af hræðslu um að taka eitthvað "ólöglegt" í handfarangur eins og til dæmis lyfin sín.

Birgitta Jónsdóttir, 30.12.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Hvumpinn

Takk fyrir þetta.  Starfandi í flugi í á Íslandi veit ég vel hvernig þetta er hér hjá okkur og það eru til nákvæmlega jafn undarlegir einstaklingar í "security" hér og í USA.  Þeir starfa hjá Flugmálastjórn og Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli.

Hvumpinn, 31.12.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: haraldurhar

    Sammála og þakka þér fyrir að vekja athygli á þessum fáránleik sem á sér stað á Keflavíkurflugvelli.  Þetta er eins og kalda stríðið, til að valda ótta og öryggisleysi farþega, svo maður tali ekki um kostnaðinn  og tímasógunina  sem af þessu hlýst.  Það verður að snúa af þessari braut, og skapa eðlilegt andrúmsloft í flugstöðinni.

haraldurhar, 31.12.2007 kl. 02:27

4 identicon

Það besta við þetta svokallaða sýndaröryggi er sú staðreind að það virkar og illhuga menn forðast að reina á það.   - Vissulega eru glopur í þessu öryggi og ef að maður ætlaði sér að taka með sér hníf um borð í flugvél þá er það leikur einn. (hef sjálfur reint það... óvart).    Reindin er sú að fólk hræðist það sýnilega yfirvald sem öryggisleit á flugvöllum er.   

steini (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 07:14

5 Smámynd: Einar Karl

Vona að sem flestir lesi þetta. Hef einmitt verið á þeirri skoðun að þetta vökvabann sé alveg sérstaklega heimskulegt og tilgangslaust. Það er skrýtið hvernig samfélagið allt hefur tamið sér að líta á sem eðileg þessi óþægindi og þann aukna tíma sem "aukið öryggi" flugsamgangna kostar, á meðan deyja um allan heim tugir þúsunda í bílaumferð á ári hverju. 

Einar Karl, 31.12.2007 kl. 10:12

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo má ekki gleyma hálfvitaskapnum sem toppar allt á Keflavíkurflugvelli.  Farþegar sem koma til landsins frá Bandaríkjunum, þar sem öryggiseftirlit er hvað öfgafyllst, þurfa að fara í gegn um vopnaleit aftur þegar komið er til Íslands. Þar eru menn greinilega ekki með fullu viti.   

Ágúst H Bjarnason, 31.12.2007 kl. 11:26

7 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ferðafélagi minn frá Bandaríkjunum nýlega hafði keypt rándýrt ilmkrem handa konunni sinni í verslun á JFK flugvelli í New York.  Þegar við komum í Leifsstöð var kremið tekið af honum, jafnvel þótt hann hlyti augljóslega að hafa keypt það á JFK og hann væri klárlega að fara heim til sín í Kópavoginn en ekki um borð í aðra flugvél.  Það var engu tauti við öryggisverðina komandi.

Í æsku minni var vikulegur dálkur í Morgunblaðinu með ýmsum fáránleikasögum frá kommúnistaríkjum, sem áttu að sýna hversu galið það stjórnkerfi væri.  Sögur fólks af öryggismálum flugvalla á Vesturlöndum í dag hefðu sómt sér vel í þessum dálki.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 1.1.2008 kl. 20:44

8 Smámynd: Kári Harðarson

Það sem mér finnst merkilegast er hvað fólk lætur yfir sig ganga.  Þegar ég var lítill og las um útrýminguna á gyðingum spurði ég alltaf:  Af hverju gerðu gyðingarnir ekki neitt?  Núna veit ég svarið.  Fólk lætur ráðskast með sig út í það óendanlega.

Maðurinn sem missti kremið var beittur svo yfirgengilegum órétti að ég verð orðlaus.  Samt ypptir fólk öxlum og segir "þetta var nú bara krem".

Hefði hann brugðist við ef yfirvöld hefðu káfað á konunni hans að honum ásjáandi eins og í bíómyndinni "Crash"?  Hvar liggja mörkin?

Kári Harðarson, 4.1.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband