Sjálfstæður eða fjölþjóðlegur gjaldmiðill: hvað hentar Íslendingum best?

Því er gjarnan haldið fram að gott sé fyrir hagkerfi að hafa sinn eigin gjaldmiðil.  Ýmis rök og sjónarmið eru nefnd því til stuðnings, en álitamálin eru mörg.

Til að varpa frekara ljósi á þetta mál þarf lengri texta en rúmast í bloggfærslu eins og þessari.  Ég tók mig því til og skrifaði grein sem nálgast má hér fyrir neðan á PDF formi, þar sem ég lýsi stöðunni eins og hún kemur mér fyrir sjónir.

Í henni er fjallað um sjálfvirka sveiflujöfnun utanríkisviðskipta, temprun verðlags með hjálp stýrivaxta, vaxtastig almennt, kosti og ókosti peningaprentunar, og ýmis önnur atriði sem umfjöllunarefninu tengjast. Færð eru rök fyrir því að eigin gjaldmiðill sé vandmeðfarið verkfæri, og að gallar þess vegi þyngra en kostirnir í þeirri stöðu sem Íslendingar eru þessa dagana.

Greinin er hugsuð sem framlag til rökræðunnar, og gagnrýni og athugasemdir eru vel þegnar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála því að skipta krónuni fyrir evru. Hef samt heyrt að það taki tíma fyrir okkur að uppfylla Mastrict skilyrðin til þess að svo verði. Hvernig væri í millitíðinni að taka stefnu á rafvæðingu bíla og fiskiskipaflota íslendinga til þess að minnka oliuinnkaup og laga viðskiptahallann við útlönd. Rafmagn á íslandi er ódýrt og co2 vænt. Þannig getum við unnið okkur út úr þessari kreppu og gert okkur vel undirbúin fyrir þá næstu sem verður oliukreppa.

jon eggert (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Jón: Við verðum reyndar ekki endilega lengi að uppfylla verðbólgu- og vaxtaskilyrðin (þökk sé "blessaðri kreppunni") en fjárlagahallaskilyrðið er erfiðara.  Það eru þó fordæmi fyrir undanþágum frá því.

Varðandi rafvæðingu samgangna, sem er að mörgu leyti athyglisvert svið, þá eru það stór þróunarverkefni sem krefjast mikillar fjárfestingar og við þurfum erlenda fjárfesta með okkur í það.  Með gjaldeyrishöftunum er það handleggur að sannfæra nokkurn mann um að koma með gjaldeyri inn í landið (sem má bara í formi hlutafjár en ekki lána) því það má ekki taka hann út aftur.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 22.5.2009 kl. 21:54

3 identicon

Selja oliu og bensínrifna bila úr landi og nota lágt gengi krónunnar. Kaupa fyrir þann pening rafmagnsbíla. Fólk leigir síðan bílana. Svipað og gert var þegar við lögðum hitaveitu í stað þess að hita húsin okkar með oliu. Þetta mun fljótlega muna miklu í efnahagi heimila. Og laga fjárlagahallann sem flýtir inngöngu í ESB og upptöku evru.

jon eggert (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 22:49

4 identicon

Éggat ekki opnað skjaliðsem þú vísaðir í og því get ég ekki kommentað á að. En það sem ég sé í innlegginu þínu þá get ég aðeins sagt það að það skiptir ekki máli hvort gjaldmiðilinn okkar heitir króna eða evra.

Það er rétt hjá þér að mjög vandasamt er aðstýra efnahag-og peningamálum hér á landi. En við skipti á gjaldmiðli mun það verð einning vandasamt og í raun sama vandamálið. Auðveldara er að stýra peningamálum innanlands með eigin gjaldmiðli heldur en gjaldmiðli sem við höfum enga stjórn á. 

Þegar menn eru að vilja aðra mynt, þá eru þeir að biðja um að stjórn efnahags-og peningamála sé ekki í lengur höndum Íslendinga,þ.e.a.s. Íslendskum stjórnvöldum er ekki treystandi til að stjórna sínum eigin efnahagslífi.

Það hafa verið tímabil í okkar nýaldarsögu að gjaldmiðisll okkar hafi verið eftirsóttur vegna styrkleika hans. Við getum farið aftur til 1978 og borið gjaldmiðil okkar saman við enska pundið, dollarann o.sfr. Íslenska krónan hefur verið sterk frá því að evran var sett út sem pólitísk mynt í aldar byrju. Gengi evru var sett þá 100 Isk = 1 Evra.  Þau ár sem liðin eru hefur evran verið veikari en íslenska krónan fram til dagsins í dag. 

Það má heldur ekki líta frá því að kaupmáttur íslendinga hefur farið stigvaxandi síðustu 15 ár., og það með íslenskri krónu og þeirri efnahagsstefnu og stjórn peningamála sem nú varð fyrir falli.

Varðandi erlenda fjárfesta sem vilja koma hingað til lands, þá skiptir þá engu máli hvað gjaldmiðillinn okkar heitir. Erlendir fjárfestar horfa á efnahagslífið í heild sinni. Þeir horfa á vaxtastig, inn-útflutning, menntun, stöðuleika í stjórnmálum, og í ljósi þessa skoða þeir möguleikann á því að fá fjárfestingu sína ávaxtaða. Fjárfestar til langtíma vita að gjaldeyrishöft eru hér aðeins í stuttan tíma. Höftin eru afleiðing nokkura manna, sem orsökuðu  hrun gjaldmiðilsins. Þeir vita að Ísland verður fyrst á lappirnar með þá innviði og vaxtarmöguleika sem eru hér til staðar.

Í ljósi þessa er afar óskimsamlegt að vera tala efnahagslíf íslendinga niður eins og margir stjórnmálamenn hafa verið að gera, því gjaldmiðillinn okkar (krónan) er einungis spegill(mælikvarði) á stjórn okkar í þeim málum.  Hvort við gætum náð betri stjórn á efnahagsmálum okkar með nýrri mynt(og umleið missa stjórnina) læt ég stjórnmála menn sem tala íslenska krónu niður, svara því.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 01:10

5 identicon

Alltaf mögnuð, þessi retórík um að 'tala krónuna niður.'

Ég leyfi mér að fullyrða að ef Guð almáttugur stigi niður af himnum og skipaði drynjandi röddu að hver sá sem svo mikið sem snertir íslenskar krónur héðan af skuli bíða eilífa vítisvist, þá mundi gengi hennar breytast mest lítið.

Hún er á botninum. Það er ekki hægt að tala hana niður.

Þorsteinn Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 03:41

6 identicon

vandinn með krónuna verður alltaf að hún er of lítil. Hún er enginn almennilegur þrautavari. Ef við viljum eignast alþjóðleg fyrirtæki af góðri stærðagráðu þá dugar ísenska krónan ekki ef þau lenda í vanda. Þess vegna varð bankahrunið. Ef við erum í esb þá erum við með þrautarvara hjá evrópska seðlabankanum í evrum sem er sterkari og getur bjargað stórum fyrirtækjum í neyð. Eina skynsama leiðin fyrir íslendinga er að fara í evru.

jon eggert (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 07:07

7 identicon

Takk fyrir þessa ágætu grein, Vilhjálmur. Niðurstaðan af svona hugleiðingum vill oft verða sú sama: engin.

Þú segir, væntanlega réttilega, að utanríkisviðskipti okkar í US$ sé um einungis um 10%.  Ég hef í mörg ár verið á þeirrar skoðunnar að við höfum vannýtt tækifæri okkar til líklega hagkvæmustu viðskipta sem bjóðast. Þegar við gengum í EFTA felldum við niður tolla af öllum vörum framleiddum í Evrópu. Ekki var svo t .d. gagnvart bandarískum vörum. Þær bera flestar 10% toll sem skekkir samkeppnishæfni þeirra veruega.

Sem sjálfstætt ríki (utan ESB) gerðum við fyrr í þessum mánuði viðskiptasamning við Kanada. Ég tel það hið besta mál og ætti það að skapa innflytjendum hér ný tækifæri. USA og Mexikó eru með viðskiptasamning sem heitir NAFTA. Auðvitað eigum við strax að reyna að komast þar inn líka og ef það gengur hægt, getum við einhliða fellt niður allar viðskiptahindranir við USA, þessa gömlu vinarþjóð okkar. Slík aðgerð gæti reynst heimilinum hér mikil búbót, í lækkuðu vöruverði, því sannleikrinn er sá að framleiðslukostnaður í Evrópu er mun hærri en í USA.

Hver vill nú bretta upp ermarnar og vinna að miklu hagsmunamáli ?

Örn Johnson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 09:49

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er góð grein og skýr Viljálmur eins og vænta má frá þér. Og með honum upplýsir þú um að þú skilur mæta vel um hvað þú ert að tala, en það gera fæstir sem tjá sig um þetta. Það sem mér finnst furðulegast er að þú vilt samt hætta að gefa út krónur og rétta brussel lyklana að stjórarráðinu. (Eða er það ef til vill rétt skilið hjá mér að þú sért aðeins að draga í land með það eftir að hafa unnið þessa grein.)

Guðmundur Jónsson, 23.5.2009 kl. 10:46

9 identicon

Sæll Vilhjálmur.

Ég var að enda við að lesa greinina þína. Virkilega góð greining á þeim valkostum sem við stöndum frammi fyrir. Frábært framtak.

Elvar Örn Arason (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 11:09

10 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þakka góð orð, Örn, Guðmundur og Elvar.  Ég er ekki endilega að reyna að sannfæra neinn með þessari grein, heldur frekar að leggja stöðuna á borðið og kalla eftir uppástungum um leiðir og valkosti.  Sjá menn eitthvað sem ég sé ekki um hvernig hægt væri að stýra krónunni í framhaldinu?  Þarna er "tradeoff", eitthvað vinnst og eitthvað þarf að gefa eftir, en því ljósari sem valkostirnir eru, því betri ákvörðun verður tekin.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 23.5.2009 kl. 11:30

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hérna er textabútur úr þessu sem mér finnst þú ættir að laga.  

“”

Nútímaútgáfa peningaprentunar felst í að seðlabanki kaupir ríkisskuldabréf, og jafnvel skuldabréf einkabanka („ástarbréf"), fyrir nýtt („nýprentað") reiðufé. Með peningaprentun er ríkið að notfæra sér þann eiginleika gjaldmiðilsins, að byggjast á tiltrú einni saman (fiat currency), til að örva hagkerfið eða til að breiða yfir hagstjórnarmistök og fjárlagahalla. Engin ný verðmæti verða til með þessu, heldur er verið að þynna út verðgildi þeirra peninga sem fyrir eru í kerfinu, og vísa á sömu raunverðmæti og fyrr.

“” 

Þetta er röng fullyrðing. Því með því að örva hagkerfið verða til verðmæti sam annars hefðu ekki orðið til.

Guðmundur Jónsson, 23.5.2009 kl. 13:47

12 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þetta er reyndar ágæt ábending hjá þér Guðmundur, og ég er þarna kominn í vissa mótsögn við eigin orð í athugasemd á þessu bloggi fyrir alllöngu þar sem ég talaði jákvætt um peningaprentun sem valkost í stöðunni.

Peningaprentun kann að eiga rétt á sér ef rétt og vel er að henni staðið, og ef öll skilyrði eru til staðar, t.d. djúpt frost (verðhjöðnun) sem veldur skaða á raunhagkerfinu.  En sérstaklega á Íslandi þarf að fara mjög varlega, vegna þess hversu stórt verðtryggða skuldafjallið er.  Í greininni er ég að tala almennar um peningaprentun sem freistingu stjórnmálamanna í stað eðlilegs hagstjórnaraga.

Ég tek það til athugunar að skýra orðalagið þarna.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 23.5.2009 kl. 23:48

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Sem sjálfstætt ríki (utan ESB) gerðum við fyrr í þessum mánuði viðskiptasamning við Kanada."

Það var EFTA sem gerði samninginn.  Búið að taka 10 ár aðkomast niðrá þennan blessaða samning.   Svo á að fylgja á eftir frjáls þjónustusamningur.

Annars er ESB í viðræðum um svipað við Kanada.

En með verslun íslendinga yfirleitt - þá stundum skil ég ekki íslendinga.  Hér eru eitthvað 300.000 hræður og þá ætla sumir bara að semja hingað og þangað fríverslunarsamninga.  Kína og Mexíkó og ég veit ekki hvað.

En að eiga samstraf um sameiginlega hagsmuni með frænd og vinaþjóðum í evrópu og öðlast þar margmilljóna markað - Nei það má helst ekki.  Það er eitur.

Eg hef nefnilega komist aðþví uppá síðkastið að sumir íslendingar eru afskaplega óraunsæir og draumórakenndir.

En með pdf skjalið sem vísað er í um gjaldmiðla þá er ekkert nema gott um það að segja.  Kostir sameiginlegs gjaldmiðils eru ótvíræðir.  Það verður síaugljósara með tímanum. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2009 kl. 00:07

14 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það eru reyndar fleiri atriði sem hægt er að prenta peninga út á án beinna veða Vilhjálmur.  Þar er ber fyrst að telja fólksfjölgun. Þegar fólki fjölgar þá skapast þörf fyrir meira fjármagn sem ekki er hægt að binda við bein veð, þetta er fjármagn sem þarf að stærstum hluta að komast í umferð um það bil þegar þessi fólksfjölgun fer út á vinnumarkað sem leifir þá prentum peninga 10 til 20 árum á eftir fjölguninni ef hún er til kominn vegna tímgunar en mun fyrr ef hún er vegna innflytjenda.
Náttúruauðlyndir eins og olía á drekasvæðinu er auðlynd sem er að verða fyrirsjáanlega nýtanleg en hún var það ekki, þetta þýðir í raun að grun hagkerfið stækkar án þess að nokkuð annað gerist og út á þetta er því hægt að prenta peninga án beina veða til dæmis með því að veita opinberu fé í rannsóknir á svæðinu.

Guðmundur Jónsson, 25.5.2009 kl. 09:39

15 identicon

þakka þér Vilhjálmur fyrir afar greinargóðan pistil. Ég er einn af þeim sem les bloggið þitt reglulega og finnst þitt innlegg í umræðuna afar gott og nauðsynlegt. Ég hef hinsvegar aldrei kommentað.

Af gefnu tilefni vil ég því koma þeirri beiðni minni á framfæri við nafna minn "jon eggert" að kommenta undir fullu nafni, þ.e. bæta við föðurnafni. Með því er ég alls ekki að leggja dóm á innihald kommenta nafna míns, heldur hefur það ósjaldan komið fyrir að menn úti í bæ hafa spurt mig hvort ég sé duglegur í kommentakerfinu á þessari síðu. Credit should be given where credit is due og allt það.

virðingarfyllst,
Jón Eggert Hallsson

Jón Eggert Hallsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 12:58

16 identicon

Frábær grein Villi. Tveir punktar sem ég vil aðeins höggva í:

1) Punkturinn með að íslenska krónan sé nú aðeins 1/2300-asti af þeirri dönsku en hafi áður verið á pari er býsna mikið notuð í umræðunni og mér finnst þú gefa henni full mikla vigt í greininni. Þetta hlutfall er nefnilega bara mælikvarði á óstöðugleika - og engum dylst að hann hefur verið mikill. Hins vegar hafa lífskjör og kaupmáttur Íslendinga á þessum sama tíma farið úr því að vera margalt lakari og lægri en Dana í að komast upp að hlið og jafnvel framúr þeim. Það hlýtur að vera hinn eiginlegi mælikvarði, nema menn vilji halda því fram að MEÐ dönsku krónuna áfram væri kaupmáttur hér nú 2300 sinnum hærri en í Danmörku :)  Minni á það sem ég hef oft sagt áður í okkar spjalli að "stöðnun er eitt form stöðugleika".

2) Ég held að okkur hætti til að vanmeta möguleikana sem felast í "íslenskum krónum sem íslendingar skulda íslendingum". Krónan er jú bara verkfæri. Ríkið stýrir þessu verkfæri og á að auki orðið meira og minna allt hér á landi - það eru stór tækifæri í að hugsa út fyrir boxið í lausnum á skuldum og eignum í íslenskum krónum. Það sem raunverulega skiptir máli fyrir þjóðarbúið eru a) erlendar skuldir, b) vöruskiptajöfnuður í erlendri mynt.

Hjálmar Gíslason (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband