Allt sem þú hefur viljað vita um gagnaver...

... en ekki þorað að spyrja um?  Hér er ný grein úr New York Times Magazine sem fjallar ítarlega um gagnaverin sem hýsa Google, Facebook, Hotmail, Flickr, kauphallir, veðurlíkön, olíuleitarútreikninga, krítarkortafærslur, erfðamengi mannsins, og tölvurnar sem teiknuðu Wall*E.

Í greininni er minnst á marga þá þætti sem gera Ísland að frábærum stað fyrir gagnaver: gnótt af grænni orku, ódýr náttúruleg kæling, og staðsetning mitt á milli lykilmarkaða N-Ameríku og Evrópu.

Talið er að nálægt 2% af allri raforku sem notuð er í Bandaríkjunum fari til gagnavera, og hlutfallið fer hækkandi.  Í dæmigerðu gagnaveri í hlýju loftslagi þarf 80 W af raforku til að kæla niður hver 100 W sem notuð eru í tölvunum sjálfum.  Á Íslandi mun þurfa innan við 20 W í sama skyni, enda aðeins örfáa daga á ári sem nota þarf orku til að breyta hitastigi lofts úr umhverfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Flott grein og áhugaverð.

Marinó G. Njálsson, 11.6.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tækifærin okkar liggja víða og þetta er sannarlega eitt þeirra. Nú kemur sér vel að menntun þjóðarinnar er góð og við höfum á undanförnum áratugum verið eins nýjungagjörn og raun ber vitni. Þó svo að auramálin okkar séu í endurskoðun og yfirhalningu sem stendur, eru okkur allir vegir færir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.6.2009 kl. 21:24

3 identicon

Ein spurning sem ég hef lengi viljað fá svar við:  Skiptir engu máli að Ísland er jarðskjálftasvæði?

Þóra Dögg Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 11:11

4 identicon

Fyrst það skiptir mörg bandarísk fyrirtæki ekki tiltakanlega miklu máli að Silicon Valley, með öllum sínum tæknifyrirtækjum og gagnaverum sé staðsett steinsnar frá San Francisco með öllum sínum jarðskjálftasvæðum, ætti það ekki að skipta höfuðmáli þó Ísland sé jarðskjálftasvæði.

Kristinn Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 18:31

5 identicon

Ísland er afar mismikið jarðskjálftasvæði, hætta á jarðskjálftum sem eru líklegir til að valda tjóni er afar staðbundin. Hún er engin t.d. í Húnavatnssýslum eða á Héraði en þeir staðir hafa verið nefndir í þessu sambandi.

Bjarki (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 08:39

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Jarðskjálftavirkni kemur ekki í veg fyrir að menn byggi gagnaver, en þau verða dýrari fyrir bragðið.  En eins og fram kemur hér að ofan er tíðni og stærð jarðskjálfta mjög mismunandi eftir svæðum á Íslandi.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 18.6.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband