Nýtt portrett

Hér er portrettið sem ég hef verið að vinna í undanfarið.  Ný mynd af Kötlu (sem ég hef áður málað), í þetta sinn stærri.  Reyndar stærsta portrett sem ég hef gert til þessa, olía á striga, 60x70 cm.

Katla - nýtt portrett

Ég er að spá í að halda áfram með jakkann o.fl. smáatriði.  Set væntanlega endanlega útgáfu á bloggið!  (Athugið að litir verða því miður ekki endilega réttir á öllum skjám og vefrápurum.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Virkilega flott portrett hjá þér Vilhjálmur, frjálslegt hárið á Kötlu gefur myndinni  ákveðið kontrast við fullkomna andlitsdrætti og vel mótaðar augnabrúnir.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.5.2009 kl. 04:41

2 identicon

Þetta er bara alveg nákvæmlega eins og ljósmynd af Kötlu! Rosalega flott mynd :)

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Takk fyrir, Jenný og Halldóra.  Ég sé - eftir að hafa skoðað ljósmyndina af málverkinu á fleiri skjám - að hún sýnist of appelsínugul, miðað við frummyndina.  Þarf að laga það.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 12.5.2009 kl. 11:22

4 identicon

Mjög vel gert hjá þér, skemmtilegur svipurinn á henni.  Það kæmi kannski vel út að ná einhverri dýpt í bakgrunninn.

Maddý (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:35

5 identicon

Þetta er orðið ekkert smá flott hjá þér!

Nathan (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband