Ábyrgð á innistæðum

Innistæðuábyrgð banka, tryggingasjóðs og ríkis virkar svona:

1. Þrotabú banka ber ábyrgð á innistæðum með eignum sínum.  Fyrir neyðarlögin voru innistæður venjulegar kröfur í þrotabúið, en með neyðarlögunum var þeim breytt í forgangskröfur.  Það þýðir að eignir bankans (þrotabúsins) fara fyrst til þess að greiða innistæðueigendum, en afgangur að því loknu fer til almennra kröfuhafa - þ.e. eigenda skuldabréfa og víxla bankans auk annarra (frægu fimm prósentin hans Davíðs).

2. Þetta ferli getur tekið langan tíma og óvíst er fyrirfram hversu mikið innistæðueigendur fá fyrir sinn snúð.  Þess vegna er til Tryggingarsjóður innstæðueigenda, sem stofnaður var skv. ESB/EES tilskipun.  Bankarnir leggja honum til 1% af innlánum sínum.  Sjóðurinn greiðir hverjum reikningseiganda í gjaldþrota banka sem óskar eftir því allt að sirka 20.800 EUR, en eignast á móti kröfu í þrotabú bankans að sömu upphæð.  Það flækir síðan málið að sjóðurinn er fjarri því að geta greitt þessa umræddu tryggingaupphæð, er reyndar nánast hlægilega lítill.

3. Til viðbótar (1) og (2) hér að ofan þá hefur ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún ábyrgist innistæður í íslenskum útibúum banka og sparisjóða að fullu.  Í samræmi við það hafa flestar eignir gömlu bankanna verið sjanghæjaðar yfir í nýju bankana sem taka að sér innlend innlán, en nýju bankarnir skulda þeim gömlu mun yfirtekinna eigna og skulda.  Ef til þess kæmi að ríkisstjórnin þyrfti sérstaklega að standa við þessa innistæðuábyrgð (sem er ólíklegt en gæti gerst ef eignir banka hafa rýrnað mikið) þá eru vitaskuld engir peningar til í dag sem nota mætti í því skyni.  En í stað þess að skerða innistæður, sem væri svo óvinsæl aðgerð að hún er í reynd ófær, myndi Seðlabankanum vera skipað að "prenta peninga" og leggja inn í bankana til að unnt sé að láta fólk eiga jafnmargar krónur og það lagði inn.  Hugsanlegt er að af því hlytist verðbólga en það er þó engann veginn víst, því svo miklir peningar hafa horfið út úr hagkerfinu undanfarið að allnokkur viðbót þyrfti ekki að hafa veruleg áhrif.

Samtal Árna Mathiesen við Alistair Darling þurfti að mínu mati að gera það alveg skýrt að ferli skv. (1) og (2) hér að ofan væru hlutlaus gagnvart landamærum og þjóðerni í samræmi við EES, þannig að Bretar og Hollendingar sætu við sama borð og Íslendingar.  Nr (3) er annars eðlis og þarf e.t.v. ekki að vera hlutlaust, enda hafa ríkisstjórnir einstakra aðildarríkja ESB verið að koma með eigin yfirlýsingar um ríkistryggingar innistæðna.  Aðgerðin sem færir innlendar innistæður í nýju bankana er þó umdeilanleg gagnvart EES hlutleysi, en neyðarréttur kann einnig að vera fyrir hendi.

"Plottið" kann að vera hugsað alla leið eftir þessum nótum, en það þarf a.m.k. að útskýra það vel, bæði innanlands og erlendis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá í einu blogginu að ábyrgðum hafi verið breytt fyrir íslenska Banka og Fjárm. stofnanir með starfsemi erlendis. Þetta á að hafa gerst í júní 2006 á Alþingi að frumvarpið fór í gegn.Þetta þyrfti að kanna.Var venjuleg„ lobbý sjálfafgreiðsla„ í gangi.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 12:19

2 identicon

Ekki er vist að neyðarlögin haldi hvað varðar forgangskröfur innstæðueiganda

gegn  lánadrottnum bankanna. Þau eru aftruvirk !! Gæti skapað risvandræði

Johann Petursson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:18

3 identicon

Sæll, 

Lagalegar flækjur í kjölfar neyðarlaga munu án efa halda  "háu atvinnustigi" meðal lögfræðinga hér á landi (og víðar?) næstu misserin. Varðandi tryggingasjóðinn þá er hann greinilega skapaður til þess að verja innistæðueigendur þegar lítill banki fer á hausinn, hann virðist ekki miðaður við hrun reikninga á þeim skala sem Icesave  var orðinn miðaður við  íslenskt bankaumhverfi.

Kollkeyrslan mikla

Hinsvegar gera lögin ráð fyrir þeim möguleika að sjóðinn þverri: 

Í 10. gr. laganna segir m.a.: "Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. króna (með verðbótum miðað við Evru) er bætt að fullu, en allt sem umfram er þessa fjárhæð, skal bætthlutfallsega jafnt eftir því sem eignir hvorar deildar hrökkva til. Sjóðsstjórninni er heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum, hrökkvi eignir sjóðsins ekki til. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu, þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu."


Það er athyglisvert að þetta er heimildar en ekki skyldu ákvæði, og það er engin ábyrgð á ríkið.

Það er svo annað mál hvort upp gangi að meðhöndla Íslendinga öðruvísi en Breta og Hollendinga, auk þess sem við erum búin að semja við Hollendinga nú þegar....

Að lokum er það sitt hvort siðferðilega og lagaleg ábyrgð, það kann að vera ósiðlegt að ábyrgjast ekki trygginguna, þegar fulltrúar ríkisins voru búnir að segja að allt væri í lagi.

Varðandi syndaregistur Seðlabankans þá er áhugavert að skoða margumrædda skýrslu sem var "stóluð" í vor. Sjá  http://www.nber.org/~wbuiter/iceland.pdf

Höfundar segja í ítarlega ágripskaflanum:

The central bank does not hold enough foreign

currency to do this and it is unable to issue more. This means that, ultimately, a large
internationally exposed banking sector is not viable in Iceland. Either the country must join
the EU and become a full participant in the Eurosystem, so that its banks have borrowing
privileges from the ECB, or its banks will almost surely eventually fail or move the bulk of
their operations outside of Iceland.       

In the short run, the Icelandic private banks might respond to their perilous situation
by having their subsidiaries borrow from their host central banks. The government of Iceland
might acquire contingent access to a sizable amount of liquid foreign assets by arranging
swaps with foreign central banks, arranging a contingent credit line with the IMF or by
mobilising collateral that would allow it to borrow from the market.

Annað þessara atriða hefur þú þegar sett á listann þinn (EU & Evran), en hitt atriðið, - að leita til IMF áður en til vandræða kom var líka hunsað. SÍ var lengst af mjög fráhverfur því að leita til IMF jafnvel þó þeim væri oft bennt á þennan möguleika.

Halldór (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:48

4 identicon

Smá viðbót....ég var að rekast á eftirfarandi. Þetta er bréfið sem þeir Árni og Ástungur  (Darling) ræddu í viðtalinu. 

http://www.mbl.is/media/44/1044.pdf

Manni virðist að það sé býsna ljóst að Íslendingar hafi gengist í ábyrg langt umfram lagalegri skyldu okkar.  Þetta er skrítið. Árni vitnar í bréf þar sem sagt er að við munum verja þennan sjóð. Hverju reiddist Darling?  

Halldór (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:24

5 identicon

þú þarft að lesa bréf viðskiptaráðherra, dags. 5. október 2008, sem bent er á hér að ofan.

Haltu þér nú fast!

 Þar segir:

If needed the Icelandic Government will support the Depositors' and Investors' Guarantee Fund in raising the necessary funds, so that the Fund would be able to meet the minimum compensation limits in the event of a failure of Landsbanki and its UK branch.

 http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/27/sogdust_myndu_stydja_tryggingasjod_innlana/

Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:30

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Já, þetta er voðalegt bréf.  Og úr því það var fyrir hendi var ennþá mikilvægara að vinna með breska fjármálaeftirlitinu að því að koma Icesave-ábyrgðum úr landi.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 10:17

7 identicon

Mér krossbrá líka þegar ég sá bréfið, en svo fór ég að lesa samtal Árna og Darling m.t.t. þess. 

Ef þessi texti er skoðaður og borinn saman við samtal Árna og Darling

(sjá  enskan  (orginal?) texta á:

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1080649/Horrified-Darling-knew-Icelandic-banks-trouble-secret-tape-reveals.html)

 þá virðist túlkun ríkisstjórnarinnar vera sú að þeirra stuðningur sé falinn í því að setja kröfur innistæðueigenda í forgang.  Þetta kemur m.a. fram hjá Árna þar sem hann segir:

"Yes, this was explained in a letter we sent the night
before last from the Trade Ministry. Since then, we have set out a new
legislation where we are prioritising the deposits..."

Síðar segir Árni um sama bréf:

"We have the insurance fund according to the Directive and
how that works is explained in this letter and the pledge of support
from the government to the fund."

 Mér virðist að ríkisstjórnin hafi hugsað sér að þetta "pledge of support" séu ekki bein fjárútlát, heldur breytt málsmeðferð. 

Það 'voðalega' við bréfið kann að reynast þær lagaflækjur sem því geta fylgt. 

Ég skil engan veginn hvernig þetta  allt  passar inn  í lagaramman um sjóðinn. Þar er ekkert rætt um aðkomu ríkisins.

Er einhver lögfróður aðili í bloggheimum? 

Halldór (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband