Morten Lund stofnaði ekki Skype

Smá leiðrétting við tuggu sem fjölmiðlar éta upp hver eftir öðrum:  Morten Lund stofnaði ekki Skype og kom aðeins á takmarkaðan hátt að því félagi.  Stofnendur Skype voru Niklas Zennström og Janus Friis, sem nú reka fjárfestingarfélagið Atomico ásamt fleirum.  Hr. Lund kom að félaginu á seinni stigum og þá einkum sem ráðgjafi í markaðsmálum og þáði fyrir það þóknun, sem kann að hafa verið að hluta í hlutabréfum.

Morten Lund hefur sérhæft sig í því sem hann kallar "Venture Capital without the Capital", þ.e. hann kemur að sprotafyrirtækjum með ráðgjöf í markaðs- og ímyndarmálum og þiggur þóknun fyrir. 


mbl.is Aðaleigandi Nyhedsavisen segist blankur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þessi frétt segir ekkert um að hann hafi stofnað Skype. Bara að hann hafi auðgast á að selja það.

Er kanski búið að breyta fréttinni?

Landfari, 10.9.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Myndatextinn með fréttinni er eftirfarandi:

Morten Lund varð milljarðamæringur þegar netsímafyrirtækið Skype, sem hann tók þátt í að stofna, var selt.

Það er rangt að Morten Lund hafi tekið þátt í að stofna Skype, og sú rangfærsla hefur ítrekað birst í fjölmiðlum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 10.9.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Landfari

Fyrirgefðu vinur. Las ekki myndatextann. Ekki í fyrsta skipti sem athugasemd er gerð við eitthvað í myndatexta sem ekki er getið um í sjálfri fréttinni, án þess að fram komi að athugasemdin eigi við smáa letrið.

Það er með þetta eins og svo margt annað að þegar það er einu sini komið á prent getur verið erfitt að breytia því.

Landfari, 11.9.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Lund er vissulega oft ruglað saman við landa sinn Friis. A.m.k. hér á landi. Minnist t.d. viðtals við hann í Kastljósinu fyrir all nokkru, þar sem sami ruglingur virtist í gangi.

Lund mun hafa átt um 1-1,5% hlut í Skype, eftir því sem ég kemst næst. Og fékk því dágóða summu í sinn hlut þegar Skype var selt.

Rétt er að Lund var ekki stofnandi Skype, heldur kom inn nokkru síðar.

Söluverðið á Skype mun hafa verið rúmir 2,5 milljarðar USD. Þ.a. Lund hefur væntanlega fengið a.m.k. 25 milljónir USD fyrir sinn hlut. Sem í dag eru vel yfir 2 milljarðar ISK. Í dönskum fjölmiðlum hef ég séð fullyrt að hlutur Lund hafi numið um 100 milljónum DKK. Þannig að nákvæm tala er nokkuð á reiki. En a.m.k. fékk Lund talsverðan pening í hendurnar. Sem hann setti m.a. í fjölmörg sprotafyrirtæki. En vissulega er hann bara smápeð m.v. Friis. Loks má nefna að Lund mun vera kvæntur íslenskri konu. Íslandsvinur?

Ketill Sigurjónsson, 20.9.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband