Eddu Rós sem fjármálaráðherra

Sú venja að skipa ráðherra úr röðum alþingismanna er barn síns tíma.  Áður fyrr voru alþingismenn hvort eð er í hópi best menntuðu og reyndustu dætra og sona landsins.  Nú er þjóðfélagið mikið breytt, sérhæfing allt önnur og meiri, og hæfileikar sem nýtast fólki til metorða innan stjórnmálaflokka og síðan í þingkosningum eru ekki endilega þeir sömu og gagnast stjórnendum framkvæmdavaldsins til góðra verka fyrir land og lýð.

Ég tel til dæmis að fjarskiptamálum hefði getað verið betur sinnt í tíð undanfarinna ríkisstjórna ef ráðherrar samgöngumála, Halldór Blöndal og Sturla Böðvarsson, hefðu haft meiri faglega nasasjón af því út á hvað Internetið og fjarskiptabyltingin ganga.

Nú legg ég til í anda þess sem á undan er sagt, og í hæfilegum hálfkæringi, að Samfylkingin tilnefni Eddu Rós Karlsdóttur yfirmann greiningardeildar Landsbankans í starf fjármálaráðherra.  Þar er afar frambærilegur kandídat í starfið, sem skilur gangverk íslenska hagkerfisins, hefur góð tengsl við verkalýðshreyfinguna og nýtur trausts á fjármálamörkuðum.  Þar væri flott byrjun á nýrri ríkisstjórn fyrir Samfylkinguna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Helga Jónsdóttir fyrrum borgarritari og núverandi bæjarstjóri í Fjarðabyggð yrði fínn ráðherra. Myndi vilja sjá hana t.d. sem Iðnaðar - og viðskiptaráðherra. Fleiri ráðherrastólar kæmu einnig til greina fyrir svo hæfa konu.

Viðar Eggertsson, 20.5.2007 kl. 18:43

2 identicon

Vel mælt...nýjir timar krefjast nýrra viðhorfa. Hef trú á að ný ríkisstjórn hafi það að leiðarljósi

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Alveg er ég þér hjartanlega sammála!

Var einmitt um daginn að fara yfir þá sem gætu orðið fjármálaráðherra fyrir Samfylkinguna. Hafði þá á orði að það hefðu verið mistök hjá Samfylkingunni að kalla Eddu Rós ekki til - hún hefði allt í starfið!

Hygg hins vegar að hún sé ekki til í þetta núna - enda kasólétt sýndist mér síðast þegar ég sá hana.

Vænti þess að þú hafir verið að tala um Jón Sigurðsson krata - en ekki formann Framsóknarflokksins. Hins vegar væri Jón Sigurðsson Framsóknarmaður ekki síðri. :)

Hallur Magnússon, 20.5.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hjartanlega sammála þér frændi sæll. Því miður er staðan orðin sú í stjórnmálunum að það eru fáir heiðvirðir landsfeðurslegir einstaklingar sem hafa áhuga á að fara í þennan grautarpott sem stjórnmálin eru núna. Starfsumhverfið er þannig. Fyrst að fara í gegnum bakstungur í eigin flokki í gegnum prófkjör og svo að sanna sig eitt tvö kjörtímabil á Alþingi þangað til að menn fá að njóta starfskrafta viðkomandi einstaklinga á ráðherrastóli. Það má alveg spyrja sig þeirrar spurningar hvort hið pólitíska umhverfi hefði kannski ekki bara gott af því að forsætisráðherra væri kosinn beinni kosningu og skipað svo sjálfur sitt ráðuneyti, svipað og gert er í Bandaríkjunum. Það hefur marga ókosti í för með sér en einnig kosti.

Gestur Guðjónsson, 21.5.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband