26.4.2007 | 21:32
Allt of strangar reglur
Reglurnar um dvalarleyfi og atvinnuleyfi fólks utan EES, svo og ríkisfang, eru að mínu mati allt of strangar og í reynd mannfjandsamlegar. En það er þá einmitt því verra ef stjórnmálamenn og æðstu embættismenn geta treyst á hjáleiðir sem ekki standa öllum til boða, þvert á gegnsæja stjórnsýslu, og þurfa ekki að lifa sjálfir við hinar ofurströngu reglur þegar á reynir. Auðvitað vill enginn vera undirseldur þessum reglum þegar þær bitna á eigin skinni, þetta eru einmitt reglur sem fólki finnst allt í lagi að gildi um aðra en ekki t.d. tilvonandi tengdabörn þess sjálfs.
Sem sagt: aðalatriði málsins er að það þarf að losa um og einfalda allt regluverk í kring um það kjarkaða fólk sem langar til að flytja til Íslands. Við erum rík þjóð í fámennu og dreifbýlu landi og ef einhver getur tekið við nýju fólki, þá erum það við.
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2007 kl. 00:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.