Allt of strangar reglur

Reglurnar um dvalarleyfi og atvinnuleyfi fólks utan EES, svo og ríkisfang, eru að mínu mati allt of strangar og í reynd mannfjandsamlegar.  En það er þá einmitt því verra ef stjórnmálamenn og æðstu embættismenn geta treyst á hjáleiðir sem ekki standa öllum til boða, þvert á gegnsæja stjórnsýslu, og þurfa ekki að lifa sjálfir við hinar ofurströngu reglur þegar á reynir.  Auðvitað vill enginn vera undirseldur þessum reglum þegar þær bitna á eigin skinni, þetta eru einmitt reglur sem fólki finnst allt í lagi að gildi um aðra en ekki t.d. tilvonandi tengdabörn þess sjálfs.

Sem sagt: aðalatriði málsins er að það þarf að losa um og einfalda allt regluverk í kring um það kjarkaða fólk sem langar til að flytja til Íslands.  Við erum rík þjóð í fámennu og dreifbýlu landi og ef einhver getur tekið við nýju fólki, þá erum það við.


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband