Vandasöm leið framundan

Því miður tók vor ágæta þjóð þá óskynsamlegu ákvörðun að hafna Buchheit-samkomulaginu við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins núna um helgina.

Þá er verkefnið að vinna úr stöðunni þannig að skaðinn verði sem minnstur.

Ef litið er yfir sviðið má sjá að fyrir framan okkur eru nokkrir dómínó-kubbar sem mega helst ekki byrja að falla.

  • Fyrsti kubbur: Við þurfum að sannfæra Svía, önnur Norðurlönd og Pólverja um að halda opnum lánalínum sem eru hluti af fjármögnun AGS-áætlunarinnar.  Þessar lánalínur voru okkur veittar upphaflega í trausti þess og með heitstrengingum af okkar hálfu um að við myndum semja um Icesave-skuldirnar. Þarna er um að ræða ca. 1,1 milljarð bandaríkjadala sem gott væri að hafa tiltæka til að mæta gjaldeyrisútstreymi, einkum ef byrja ætti afléttingu gjaldeyrishafta.  Sem betur fer eigum við nú þegar gjaldeyrisforða til að mæta ca. 170 milljarða gjalddögum á erlendum lánum ríkissjóðs í lok þessa árs og byrjun næsta, annars væri staðan bleksvört.
  • Annar kubbur: Að því gefnu að fyrsti kubburinn falli ekki, má reyna að sannfæra AGS um að halda áfram áætluninni og klára þær tvær endurskoðanir sem eftir eru, með tilheyrandi lánum frá sjóðnum sjálfum.  Þar munar líka um ráðgjöf sjóðsins og þann trúverðugleika sem hann ljær hagstjórninni í augum erlendra aðila.
  • Þriðji kubbur: Að því gefnu að annar kubburinn falli ekki, er von til þess að matsfyrirtækin (Moody's, Fitch, Standard & Poors) lækki ekki lánshæfismat ríkisins enn frekar (og þá í ruslflokk).  Best hefði verið að þau hækkuðu matið, og á því hefði verið von með samþykkt Buchheit-samningsins, en það er varla í spilunum alveg á næstunni.
  • Fjórði kubbur: Að því gefnu að lánshæfismatið lækki ekki og AGS áætlunin haldi áfram, er smá von, en reyndar lítil, að ríkissjóður gæti selt nýja skuldabréfaútgáfu erlendis þegar líður á 2011.  Að sama skapi er þá veik von til þess að Landsvirkjun gæti lokið fjármögnun Búðarhálsvirkjunar.
  • Fimmti kubbur: Ef fjórði kubbur fellur ekki og það tekst að selja skuldabréf, þ.e. fjármagna ríkið á markaði án þátttöku AGS, er möguleiki að byrja varlega afléttingu gjaldeyrishafta.

... en, þegar þarna er komið sögu, eru líkurnar í atburðarásinni því miður farnar að nálgast frostmark.

Já við Buchheit-samningnum hefði límt flesta eða alla kubbana við borðið, og leiðin var vörðuð framhjá þeim.  Það hefði þýtt aukna fjárfestingu, lægri fjármagnskostnað, aukinn hagvöxt og meiri atvinnu.  En af hverju að taka sátt þegar góður ófriður er í boði?  Við erum jú stoltir Íslendingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Nú er dómsdagur 2 liðinn og enn er  gengið stöðugt, lánshæfið óbreytt og umfjöllun allar stærstu viðskiptablaða heims jákvæð gagnvar niðurstöðu kosninganna. Allt á sama veg og í fyrra skiptið.

Dettur þér ekki eitt augnblik í hug að þú sért hugsanlega ekki að lesa rétt í stöðuna.

Guðmundur Jónsson, 11.4.2011 kl. 21:26

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þetta er mitt bjartsýnasta og uppbyggilegasta mat.  Ef við förum mjög varlega falla vonandi ekki nema 1-2 kubbar.  Nú þurfa Steingrímur J., Árni Páll og Már seðlabankastjóri allan okkar stuðning að spila úr þessari erfiðu stöðu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 11.4.2011 kl. 21:35

3 identicon

Samkvæmt upplýsingum Áfram Íslands þá verður þetta auðvelt. Þrotabúið á fyrir þessu öllu

Hver eru síðan top tíu heimaverkefnin sem hægt er að ná víðtækri samstöðu um? LÆKKA innlenda vexti um tvö prósentustig, eyða skuldaóvissu heimila og fyritækja, stöðva skuldasöfnun hins opinbera, minnka bankakerfið,  mánaðarleg uppboð SI á gjaldeyri, endurskoða AGS áætlun með lægri gjaldeyrisforð (óþarflega stór og dýr), framtíðar tekju- og kostnaðar módel fyrir ríkisútgjöld ... 

Komið nú með fleiri hugmyndir um forgangsverkefni. Áfam Ísland!

NN (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 22:13

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

NN: Þú gleymdir tveimur. Að EIGA kökuna, og að BORÐA kökuna. Það verður allt frekar auðvelt ef maður getur gert hvort tveggja í senn.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 11.4.2011 kl. 22:19

5 identicon

Með fullri virðingu fyrir þer og þinum skoðunum  Vilhjálmur , kæmust engir hlutir til að ganga til betri vegar á þessu landi með svona úrtölum eins og þú sendir frá þer bæði fyrir kosningr og nú aftur .Og það sem liggur mest á og er fyrsta verkefni er að losna við þá sem þú telur upp her á undan svo hægt se að hefjast handa við að byggja upp og lifa á ny , en ekki strá meiri neikvæðni og væli yfir land og þjóð i ykkar eigin ráðaleysi !!! ... plece   .

Ransý (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 22:24

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hélt að þú gengir með hauspoka og að maður væri laus við viðreksturinn....en viti menn....

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 22:37

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hingað til hefur ekki eitt einasta atriði, ekki eitt, í hrakspám þínum og oflátungsspeki fundið  sér stoð í raunveruleikanum.  Samt tekur þú ekki sönsum.  Hver borgar þér fyrir þetta Vilhjálmur?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 22:41

8 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Jón Steinar: Ég renndi í gegn um síðustu bloggfærslur mínar til að finna hrakspár (veit ekki um oflátungsspeki) og fann engar, þannig að ég geri ráð fyrir að þú meinir atriðin í þessari bloggfærslu.  Það er full snemmt að tala um "hingað til", það er liðinn einn virkur dagur. Svo held ég að þú misskiljir inntakið.  Ég er að útskýra þær hættur sem sjást framundan sem finna verður leiðir framhjá.  Ég fagna því eins og aðrir ef það tekst.  Og svo verðurðu að læra að þola lýðræðislega og gagnrýna umræðu.  Hún er til marks um styrk þjóðfélags en ekki veikleika.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 11.4.2011 kl. 22:51

9 identicon

Sæll Vilhjálmur. Og til hamingju með Icesafe III.

Enn og aftur ertu byrjaður á hræðsluáróðri þínum fyrir samspillinguna.

Eða ertu aftur að misskilja staðreyndir málssins.

Það eina sem Íslendingar þurfa að gera er að sýna alheiminum að við munum koma glæpa völdum þeim frá, sem hafa riðið hér húsum frá því langt fyrir hrun. Og voru þáttakendur í hruninu og makkerar banksteranna.

Nefnilega mútuþegum banksteranna. Þeim gjörspilltu pólitíkusum sem enn ganga erinda þeirra og ekki þjóðarinnar. Hrunapakkinu í ríkisstjórninni og á alþingi.

Og fá nýtt fólk inn í stjórnsýsluna sem neitar að hafa Bjöggana og hina úrásar dónana sem viðskiftafélaga sína. Og sver þess eið ( og stendur við hann) að koma lögum yfir þá sem sekir eru.

Þá munu okkur vera allar leiðir og lánalínur færar. Því frændur vorir á Norðurlöndum, sem og vinir okkar um gjörvallan heim. Eru ekki eins blankir og samspillti hluti þjóðarinnar er.

Þeir lána ekki samsekum þjófum!

Þeir þekkja keisara sem naktir eru. Og það er þessi ríkisstjórn svo sannarlega. Nakin og með alt niður um sig.

Ef hér hefði verið hreinsað til í raun. Og ábyrgir verið látnir sæta ábyrgð. Þá værum við ekki í þessari krísu. Nágrannar okkar allir sem einn.

Vita að sama spillingin er hér enn, og sömu aðilar við stjórn og stýrðu t.d. viðskiftaráðuneytinu til þeirra ógæfu samþykta sem fullkomnuðu Icesafe.

Og fríuðu síðan ráðherra sína frá ábyrgð í sýndarveruleika skuespili því sem Landsdósmálið var á Alþingi.

Og eftir þau ár og mánuði sem liðin eru frá hruni þá hefur þessi ríkisstjórn ekkert gert nema reynt að troða Icesafe og ESB upp á þjóðina, nauðuga.

Og vanrækt allar sínar frum skildur. Nefnilega við fólkið í landinu, kjósendur. Fyrir eiginhagsmuni og fárra útvalda.

Gef þess vegna ekkert fyrir kubbaspil þitt og áróður.

Og ítreka:

"Skora ég nú á þig enn og aftur og höfða til samvisku þinnar.

Segðu af þér öllum nefndar og ábyrgðarstörfum fyrir Samfylkinguna.

Á meðan þú ert nefndur sem stjórnarmaður eða samstarfsmaður Björgólfsfeðga og, eða annara úrásarvíkinga eða fyrirtækja þeirra, t.d. Straums, Verne, Exista, Auður capital, Íslensk afþreying, CCP og fl.

Átt þú ekkert erindi sem fulltrúi annars ríkisstjórnarflokksins.

MBK.

Arnór.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 22:52

10 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Arnór flugvirki og fastagestur: Ég var að vona að skapið hefði eitthvað batnað hjá þér við Nei-ið.  Það var reyndar einn af fáum ljósum punktum sem ég sá við úrslitin.  En sumir hlutir breytast greinilega ekki svo glatt.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 11.4.2011 kl. 22:58

11 identicon

Villi minn.

Ég er mjög geðprúður maður og kippi mér upp við fátt, en læt mér annt um margt. Eins og framtíð lands og þjóðar sem og barna okkar. En takk samt.

Var reyndar handviss um að NEIIð. Rétt eins og að réttlætið sigri að lokum.

Svo það hreyfði ekki skapi mínu.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 23:12

12 identicon

Æi Villi minn ertu nú farinn að ritskoða sannleikann? Hentirðu út Hvítbókinni?

En það sannast víst að "Sannleikanum er hver sárreiðastur".

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 23:14

13 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þjóðin ákvað að hlusta á Davíð Oddsson og segja nei. Væntanlega í ljósi góðrar frammistöðu hans í Seðlabankanum. Vonandi eru nágrannaþjóðir okkar búnar að gleyma því að Davíð lofaði fyrir okkar hönd að borga Icesave.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.4.2011 kl. 23:56

14 identicon

Heldurðu ekki að Bjöggi reddi þér samt vinnu áfram? Annars verðum við náttúrulega að samþykkja. Nema hvað!

Dagga (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 00:30

15 identicon

Hér eru einhverjar efasemdir í gangi um að heimabrúksrök ríkisstjórnarinnar og Já-sinna um gæði þrotabúsins dugi Múdis og hinum.

@22:19 - Þetta með kökuna sýnir enn eina "annað hvort eða" blinduna sem valdhafar eru slegnir. Hægt er að setja fjölmargar aðgerðir í gang til þess að bæta hagsvöxtinn. Ójafnvægi í ríkisrekstri er augljóst viðfangsefni. Stjórnarráðið og fjárveitingarvaldið er langt frá því að ná tökum á því verkefni.

Hávaxtastefna SI gerir áhættusöm erlend lán óþarflega aðlaðandi í augum SAASÍ og heimilstækjasala.  Lægri krónuvextir SI er því einn af augljósu kostunum. Einnig regluleg gjaldeyrisuppboð til þess að minnka +400 ma útflæðisstabbann, þegar ekki þarf að borga 20-25 ma vexti af Icesave III. 

Áætlun AGS er ekki að ganga eftir og nú vantar fleiri aðgerðir sem hægt er að ná samstöðu um. Vonandi að ríkisstjórnin og SAASÍ geti haft forystu um að hefja þá vinnu. Byrjum að baka fleiri kökur - Áfram Ísland!

NN (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 01:15

16 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er orðið deginum ljósara að þessir nei menn hér á blogginu  er einstaklega neikvæður hópur.        Skrítið að þeir skuli ekkert lagast eftir kosninguna.

Þórir Kjartansson, 12.4.2011 kl. 08:39

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg held þeir hafi nú bara versnað ef eitthvað er.

Hafa samt endurheimt sitt ,,lýðræðislega sjálfstraust".  Held eg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2011 kl. 10:22

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Neikvæðastir að mínu mati eru jásinnarnir sem geta ekki leynt gremju sinni og sumir víla ekki fyrir sér að níða niður land og þjóð til að refsa Neisinnum eins og hægt er til að upphefja sjálfa sig, svei mér ef þeir óska ekki landinu og íbúum þess alls ills svo þeir geti tekið gleði sína á ný.  Eins og til dæmis; versta mögulega niðurstaða. 

Í stað þess að skammast ykkar og bíða aðeins meðan svekkelsið sjatnar, þá ryðjist þið fram og beitið öllum ráðum og tækifærum til að tala þjóðina niður. Ykkar er skömmin, og það mun koma í ljós.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 13:36

19 Smámynd: Pétur Harðarson

Það er nú ekki beint auðvelt að finna jákvæðan punkt í þessari grein hjá Vilhjálmi heldur. Hann notar sömu aðferð og ríkisstjórnin við að búa sér til vandamál áður en þau koma upp. Það snertir okkur kannski lítið þó Vilhjálmur stundi slíkt hér á Moggablogginu en það hlýtur að teljast óþolandi af ríkisstjórn sem hefur úr nægum reunverulegum vandræðum að velja, eins og t.d. eigin tilveru. Ég held að það gerði mönnum gott að rifja upp vegferð þessa Icesave máls í gegnum alþingi Íslendinga. Þá komast menn fljótt að því að það er ekki Icesave sem hefur verið að draga okkur niður heldur fólkið sem rak málið áfram. Jóhann og Steingrímur verða að segja af sér vegna þessa máls. Þá fyrst fer eitthvað gott að gerast á Íslandi. Er það ekki jákvætt?

Pétur Harðarson, 12.4.2011 kl. 13:45

20 Smámynd: Pétur Harðarson

...Þetta átti auðvitað að vera "Jóhanna" og Steingrímur.

Pétur Harðarson, 12.4.2011 kl. 13:47

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála það er ekki hægt að treysta þeim til að vera okkar fulltrúar í viðræðum um framtíðina með þessi sjónarmið.  Útilokað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 14:18

22 identicon

Mér þykir þú þolinmóður maður Vilhjálmur, að nenna að svara þessum svívirðingum og vitleysu.

 En þetta mat þitt er alveg hárrétt en þú gleymir kannski stærsta Kubbnum, EFTA Dómsstólnum,  það er eins gott að Reymar hafi rétt fyrir sér og við vinnum það dómsmál.

Miðað við yfirlýsingarnar sem koma frá Hollandi held ég því miður að við þurfum að búa okkur undir erfiða tíma.

eða eins og nóbelsskáldið komst að orði.  "Vont er þeirra ranglæti,  Verra þeirra Réttlæti"

Björn (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:25

23 Smámynd: Þórir Kjartansson

Æi Ásthildur mín.  Leiðinlegt ef ég hef skemmt fyrir þér daginn. 

Þórir Kjartansson, 12.4.2011 kl. 15:40

24 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vilhjálmur - langt síðan ég hef sent þér línu, og voru þær þó margar áður.

En, ábending er sú að ef eins og þú segir að ef 1ma.$ er nýttur til að verja gengið falli, meðan einhverjir útvaldir fá að fara út með sína peninga - þá eyðist væntanlega það fé upp samfara því útstreymi.

Í reynd, munu borgara landsins með því, niðurgreiða það útstreymi - gefa þeim tilteknu heppnu útvöldu pólitískt vel tengdu sem komust að í þau gullsæti mjög umtalsverðar fjárhæðir, sem munu síðan lenda á skattborgurum landsins.

Gott plan :) Fyrir þá útvöldu.

Gaman að tilheyra elítunni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2011 kl. 17:12

25 identicon

Góð grein hjá þér Vilhjálmur! Það er aðdáunarvert hversu þolinmóður og geðprúður þú ert gagnvart þessum fíflum og dónum, sem vaða fram á ritvöllinn með alls konar vitleysu. Fremstur í flokki Jón Steinar Ragnarsson með sinn viðrekstur, hauspoka og ásakanir um að þér sé borgað fyrir að halda fram skoðunum, sem ekki eru þær sömu og hans eigin. Sérlega andstyggilegur og dónalegur bjálfi. Svo ekki sé minnst á hinn "geðrúða" Arnór!!

Þú ert sakaður um að búa til vandamál áður en þau koma upp, sért ofurneikvæður, vera ráðalaus, með áróður o.s.frv.!!!! Okkur er sennilega ekki viðbjargandi sem þjóð, þjóðrembingurinn er aftur kominn í hæstu hæðir, við Íslendingar ætlum að redda þessu öllu sjálfir, án nokkurrar hjálpar erlendis frá....því við erum, sem fyrr, lang- langbestir og flottastir og vitum alveg 100 % best hvernig við eigum að skera okkur úr snörunni. Sami söngurinn og fyrir hrun, bara með öðrum formerkjum. Nú vilja menn helst einangra landið frá vondu köllunum í útlandinu og koma hrunflokkunum í stjórn aftur!!

Einhver sagði: "Fólk er fífl".....kannske hafði hann rétt fyrir sér.....

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 17:23

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þórir ég elska þrætur, þú hefur ekki skemmt neitt. Ég er líka svo viss í minni sök um réttmæti niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að ég bíð bara eftir að geta sagt; I told you so. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 17:48

27 identicon

Skynsamleg grein. Þetta eru greinilega mestu áhætturnar sem þarf að stýra framhjá. Gott yrði ef þær verða ekki að veruleika. Það þarf hins vegar að vinna í því. Þá skiptir máli að það sé traust hjá nágrannalöndum og bönkum erlendis á því að íslenska ríkið og stórfyrirtæki geti staðið við skuldbindingarnar.

Þessi áhætta var öll, eins og þú bendir á, fyrir hendi áður en samið var og kosið um Icesave. Niðurstaðan varð ekki til að minnka óvissuna. Eins og fréttir dagsins og frá því um helgina bendir til þá er nú unnið að því á öllum vígstöðvum innan stjórnkerfisins að reyna að draga úr skaðlegum áhrifum kosninganiðurstöðunnar. Jafnvel forsetinn reynir að leggja sitt af mörkum.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 18:44

28 identicon

Þessar umræður eru áhugaverðar í ljósi þessi að Landsbankinn mun líklega geta greitt 90 til 100% af innistæðuskuldum sínu í Bretlandi og Hollandi.

Það eina sem Nei-ið gerði var að "stuða" bresk og hollensk stjórnvöld.

Nei-ið var auðvitað flottur sigur, en það færði okkur því miður aðeins erfiðari samskipti við aðrar þjóðir.

Ég keypti í dag Financial Times Deutschland þar sem það löng grein um Ísland og sigur víkinganna.  Hún var full af rangfærslum.  Ef Ólafur Ragnar tekur mark á þessum greinum, þá er hann ekki í tengslum við raunveruleikann.  Hann þarf heldur ekki að bera ábyrgð á því sem hann segir, heldur ríkisstjórnin.  Þannig er stjórnskipulagið á Íslandi hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 23:19

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stefán þá geturðu ef til vill svarað mér því, ef eignasafn Landsbankans dugir fyrir Icesave, hvers vegna þurfti þá ríkisábyrgð á þetta?  Það bara skil ég ekki.  Þið Jásinnar eruð að mínu mati gjörsamlega veruleika firrtir hvað þetta varðar, það stóð aldrei til að neita að borga úr eignasafninu, hins vegar neituðum við að ábyrgjast skuldir einkaaðila. Þetta er þvert og klárt.  Og ég bara skil ekki þennan kjánagang þú fyrirgefur mér væntanlega, en fyrir mér eru þið algjörir kjánar og ég myndi ekki treysta ykkur jásinnum fyrir horn í peningalegu tilliti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 23:27

30 identicon

Ásthildur:  Ert þú ekki bara kjáni og veruleika firrt?

Íslenska ríkið ábyrgðist að lána Innistæðutrygginasjóði eftirstöðvar lánsins.  Þú hlýtur að átta þig á því að bankar eru að greiða inni í sjóðinn í dag, eða?

Hverjar eru þá eftirstöðvar ríkisins?

Mér finnst mjög mikilvægt að skilja á milli innistæðna einstaklinga og annara skulda banka.  Við erum ekki að ábyrgjast skuldir bankanna, við viljum aðeins að innistæður einstaklinga verði tryggðar.  Mér finnst stór munur þar á.  Ef ég á sparireikning eða skuldabréf í banka.

Eða finnst þér enginn munur á því hvort þú eigir pening á bankabók banka eða skuldabréfaeign í sama banka?

Átti íslenska ríkið t.d. ekki að tryggja innistæður í SpKef?  Átti hann að fara á hliðina um daginn og láta innistæðueigendur tapa sínum fjármunum?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 23:37

31 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stefán Júlíusson, 12.4.2011 kl. 23:37

 Stóra málið er áhættumat.

Sannarlega er meiri mun meiri ástæða til samúðar með innistæðueigendum, en banksterum eða stærri fjármagnseigendum.

En, einhverra hluta vegna hafa bæði Hollendingar og Bretar ekki talið það ásættanlegt, að taka því tilboði að skipta búinu sjálfir og málið væri úr sögunni.

Það getur bent til þess, að þeirrra mat á búinu sé að einhverju leiti lakara.

Höfum einnig Evrukrýsuna í huga, sem skapar áhættu. Að auki, að ekki hefur enn staðfests hagvöxtur á Íslandi.

Á móti hugsanlegri áhættu af dómsmáli, þá kemur að eignasala mun halda áfram og eyða smám saman óvissu um hvað fæst fyrir þær eignir. Að auki, væntanlega kemur einnig samhliða í ljós hvor við erum áfram í samdrærri eða nær engum hagvexti eða einhverju skárra. Að auki, væntanlga kemur í ljós hvort Evran segir bæ - bæ eða ljóst verður að hún hefur það af, Evrópa hefur bærilegann hagvöxt eða lélagann eða kreppu.

Ég legg þessar óvissur á móti.

 Ítreka, að hver sem reikningurinn verður, þá kemur búið alltaf á móti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2011 kl. 23:50

32 identicon

Einar:  Fyrirtæki sem fara á hausinn fá skiptastjóra eða slitastjórn.  Það er hinn eðlilegi farvegur.  Enginn lánadrottinn myndir samþykkja það að annað yrði gert.

Þess vegna vitum við báðir að það hefði alls ekki verið ásættanlegt að láta Breta og Hollendinga fá Landsbankann.  Það er einfaldlega ekki löglegt.

Það á ekki að brjóta lög.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 23:56

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldrei mun ég viðurkenna að ég sé kjáni Og ef þú getur ekki svarað þessari spurningu minni, um að ef eignasafn landsbankans dugir fyrir skuldum Björgólfs við breta og hollendinga hvers vegna var þá krafist ábyrgði minnar og allra íslendinga á þeim greiðslum, sem við áttum engan  þátt í og vorum aldrei spurð fyrir utan fengum engan arð af?  Það er algjör óþarfi að flækja máli með málskrúði og þykjast yfir mig hafin, svaraðu þessu bara eins og maður við mann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2011 kl. 00:01

34 identicon

Ásthildur,  þú notaðir sjálf orðin kjáni og veruleika firrt yfir mig.  Ég sætti mig ekki við það.  Það er aldrei gaman að vera kallaður þessu.  Eins og þú sjálf segir.

Þetta eru innistæður einstaklinga en ekki fjárglæframanna.

Innistæður einstaklinga eru annað en skuldabréf.  Þú hlýtur að sjá muninn á því.

Eins og SpKef.  Áttu íslensk stjórnvöld ekki að ábyrgjast þær innistæður?

Mismuninn á eignum Landsbankans og innistæðum einstaklinga á Bretlandi og Hollandi á íslenska ríkið að greiða. 

Það er dómstóla að ákveða hvað verður gert við "útrásarvíkingana".  Íslenska ríkið, Seðlabankinn og FME unnu ekki heimavinnuna sína.

Uppgjör við útrásarvíkinganna hefur ekkert með innistæður einstaklinga að gera.

Þetta er ansi sárt.  Ég gerði ráð fyrir því þegar að Icesave var opnað að innistæður væru fyrir því hjá Landsbankanum og íslenska ríkinu.

Ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum þegar svo var ekki.

Ég hef hitt marga innistæðueigendur hjá Kaupthing Edge í Þýskalandi.  Þetta er fólk eins og þú og ég sem var að leggja nokkra aura til hliðar.

Við borgum ekki skuldir bankanna!!!

Við greiðum aðeins innistæðueigendum, eins og þér og mér, það sem þeir töpuðu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 00:16

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Faðir minn tapaði fleiri hundruð milljónum í þessu hruni.   Enginn greiðir honum það til baka.  Það gat hann þakkað Exista og fleiri fjármálafyrirtækjum sem gerðu sig gjaldþrota, enginn talar um að það þurfi að greiða þeim íslendingum til baka sem töpuðu öllu sínu þar.  Enginn talar um ríkisábyrgð þar eða hvað???

Ég til dæmis skrifaði aldrei upp á þessan víxil, hvað þá að ég nyti góðs af þeim peningum sem þar áttu að vera.  Þess vegna harðneita ég að vera gerð ábyrg fyrir þeim fjármunum sem HURFU út úr bankanum. 

Ég tel mig vera búna að tapa nóg, á arfi sem ég átti von á eftir föður minn, og annað, ég er viss um að þetta áfall varð til þess að hann er nú farinn blessaður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2011 kl. 08:23

36 identicon

Ásthildur:  Af hverju sérðu ekki muninn á innistæðum einstaklinga og skuldabréfum? 

Það á ekki að bæta mönnum sem kaupa fyrirtækjaskuldabréf.  Það er áhætta, en innistæður eiga ekki að vera áhætta.

Er þetta ekki algerlega augljóst?  Þegar ég kaupi hlutabréf eða skuldabréf, þá tek ég áhættu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 11:12

37 identicon

Ásthildur, faðir þinn var hluthafi og þar með einn af eigendum þessara fjármálafyrirtækja sem hann fjárfesti í. Hann geymdi ekki peningana sína hjá þessum fjármálafyritækjum og var því ekki innistæðueigandi, heldur notaði hann peningana sína til að verða einn af eigendum þessara fyritækja. Aurasálin hann pabbi þinn var einn af þessum gráðugu sem ætlaði að græða og græða sem eigandi frjámálafyrirtækis.

Það væri náttúrulega ekkert nema fáránlegt ef við færum að bæta hlutafjáreigendum tjón sitt, þá værum við t.d. núna að borga Björgólfi til baka það sem hann tapaði í hruninu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 11:36

38 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stefán Júlíusson, 12.4.2011 kl. 23:56

Það hefði auðvitað þýtt að þeir myndu taka að sér skiptin á búinu.

Það hefur enginn talað um annað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.4.2011 kl. 12:33

39 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég ætlast til að það sé talað af virðingu um látinn mann, föður minn sem nýtti sína fjármuni vel, gaf m.a. til ýmissar hjúkrunatækja á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og fleiri staði.  Var einn af burðarbitum í ísfirsku samfélagi í fjölda ára, einn af þeim mönnum sem var hægt að treysta við handsal.   Sú stétt manna er að deyja út í dag.  En í sambandi við Icesave var það ekki líka áhætta og græðgi.  Hærri innlánsvextir en annarsstaðar, svo fólk hljóp til og lagði peningana sína inn þar til að fá skjótfengnari gróða. 

Þarna er stigsmunur en ekki eðlismunur.  Ég veit ekki betur en bretar og hollendingar hafi greitt út allar tryggingar til einstaklinga og félaga, umfram lögboðnar tryggingar, án samráðs við íslendinga, og sendu svo reikninginn eftir á.  Ég vona auðvitað að það finnist nægilegt fé til að hægt sé að greiða þetta til baka, en málið er bara að ég ætla ekki að skrifa upp á víxilinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2011 kl. 12:48

40 identicon

Nú losnar um málbeinið hjá Hollenska fjármálaráðherranum !  Halda menn virkilega að ekki hefði verið reynt á málið alla leið og með ölllum afbrigðum þó Hollensk stjórnvöld hefðu ekki verið við stýrið. Af hverju halda menn að óskað hafi verið eftir ríkisábyrgð  ?: Jan Kees de Jager upplýsir að hann muni í vikunni funda í ráðuneyti sínu með fulltrúum ESA. Þá muni hann einnig styðja og vekja athygli ESA á kröfu þeirra sparifjáreigenda sem áttu upphæðir yfir 100 þúsund evrum og rukka vexti af því. Kvörtun þess hóps hefur ekki fengið athygli hjá eftirlitsstofnuninni hingað til. Ýmis dómsmál eru enn eftir er varða málið hjá Hæstarétti og / eða Mannréttindadómstóli Evrópu !

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband