Gamlir og nýir bankar - skýringarmynd

Hér að neðan er yfirlit um eignarhald gömlu og nýju bankanna:

Gamlir og nýir bankar

Gömlu bankarnir, Landsbanki, Kaupþing og Glitnir, fóru í greiðslustöðvun í framhaldi af setningu neyðarlaganna í október 2008.  Nú eru þeir í slitameðferð skv. ákvæðum laga nr. 44 frá 2009 (sem breyttu lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki).  Þegar slitameðferð er lokið fara þeir í hefðbundin gjaldþrotaskipti, nema nauðasamningar um umdeildar kröfur náist og lánardrottnar vilji taka aftur við hlutafélögunum, eignalausum.

Við yfirtöku bankanna í október 2008 skipaði FME þeim skilanefndir, sem fengu öll völd stjórnar og hluthafafundar í þeim.  (Skilanefndir heita í núverandi lögum bráðabirgðastjórnir.)  Skilanefndir eiga að fara með rekstur og málefni bankanna í greiðslustöðvun á þann hátt að hagsmunum kröfuhafa sé gætt og að endurheimtur eigna séu hámarkaðar.  Bregðist þær í þessu geta kröfuhafar farið í skaðabótamál á hendur FME og/eða ríkinu til að rétta sinn hlut.

Skilanefndirnar óskuðu haustið 2009 eftir að héraðsdómur skipaði bönkunum slitastjórnir skv. ákvæðum fyrrgreindra laga.  Slitastjórnir sjá um sjálfa slitameðferðina, einkum meðferð krafna, vörslu og úthlutun þeirra fjármuna sem kröfuhafar munu fá út úr búunum.

Til að halda áfram bankastarfsemi í landinu voru í október 2008 stofnaðir þrír nýir bankar sem tóku yfir helstu innlendar skuldbindingar og eignir gömlu bankanna, þar á meðal innistæður í innlendum útibúum.  Kaupþing og Glitnir gátu lagt fram álíka eignir og skuldir til nýju bankanna, Arion og Íslandsbanka.  Ríkið lagði því aðeins fram tiltölulega litla upphæð í þeim tilvikum og á 13% í Arion og 5% í Íslandsbanka, á móti gömlu bönkunum (þ.e. kröfuhöfum þeirra).

Landsbankinn gamli átti hins vegar ekki eignir á móti innlendum skuldbindingum sínum, þegar búið var að draga erlendar forgangskröfur (innistæður) frá*).  Því þurfti ríkið að leggja verulegt eigið fé til nýja Landsbankans við stofnun hans og á þar 81% hlutafjár.  Valkostirnir voru að leggja til þetta fé eða að skilja viðskiptavini Landsbankans, þar á meðal innlenda innistæðueigendur, eftir á flæðiskeri.  Að mínu viti var þarna farin hyggileg leið enda ekki útilokað að ríkið geti síðar selt hlut sinn eða komið honum í verð aftur.

Bankasýsla ríkisins fer með hluti ríkisins í nýju bönkunum og sér um að skipa stjórnarmenn þess í þeim.

*) Þetta er nokkuð einfölduð mynd en rétt sem kjarni máls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert, mjög gott fyrir leikmann eins og mig að sjá þetta sett fram á þennan hátt.

Varðandi upphæðirnar talar þú um "verulega litla upphæð í Arion og Glitni" og "verulegt eigið fé til nýja Landsbankans. Getur þú svarað mér hversu mikið ríkið hefur lagt í þessa 3 banka?

Og önnur spurning - er eitthvað fyrir utan Icesave og gengisdóma - sem getur orsakað að ríkið þurfi að veita meiri fé í þessar stofnanir? (eða er það bara Landsbankinn sem ber ríkisábyrgð)

Gunnar (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 14:23

2 Smámynd: Björn Birgisson

Vilhjálmur, takk kærlega fyrir þessa greinargóðu færslu.

Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 14:32

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Samkvæmt þessari frétt frá fjármálaráðuneytinu var framlag ríkisins til bankanna sem hér segir:

Banki
Heildar hlutfé (ma.kr.)Hlutafé ríkis (ma.kr.)Hlutur ríkis (%)Víkjandi lán frá ríki (ma.kr.)Heildar fjárbinding ríkis (ma.kr.)
Arion banki
72
9,36
13
24
33,36
Íslandsbanki
65
3,25
5
25
28,25
Landsbankinn
150
122,00
81
0
122
Samtals
287
134,61
-
49
183,61

 

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 14:35

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Taflan kom svoldið krambúleruð yfir, en heildarhlutafé ríkisins í bönkunum er semsagt tæpir 135 milljarðar plús víkjandi lán upp á 49 milljarða, samtals fjárbinding í nýju bönkunum er því tæplega 184 milljarðar.  Sú tala er verulega lægri en upphaflega var gert ráð fyrir, en í fyrstu áætlunum var reiknað með allt að 380 ma kr framlagi til bankanna.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 14:37

5 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Gunnar: Icesave hefur ekki áhrif á bankana (gömlu eða nýju).  Það er skuldbinding Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), sem er sjálfseignarstofnun í umsjá ríkisins, en vitaskuld er svo umdeilt hvort ríkið beri ábyrgð á efndum innistæðutrygginga umfram það sem var í sjóðum TIF.

Gengisdómurinn hefur töluverð áhrif á eigið fé bankanna, eftir því hversu víðtæk ólögleg lán reynast hafa verið og hvaða vaxtakjör verða ákveðin á þau fyrir dómstólum.  Ef áhrifin verða nægilega mikil til að eigið fé banka fari niður fyrir tilskilið lágmark (nú 16% CAD skv ákvörðun FME) þarf einhver að leggja bönkunum til meira eigið fé.  Það eru þá annað hvort kröfuhafar eða ríkið, nema einhver þriðji aðili (Framtakssjóður lífeyrissjóðanna?) væri tilbúinn að koma að málum.  Í tilviki Landsbankans má telja öruggt að ríkið yrði að hlaupa undir bagga því gamli bankinn er ekki aflögufær.  Í hinum tilvikunum yrði að setjast að samningaborði.  En eiginfjárframlag í bankana er ekki tapað fé, það er eign sem von er um að koma í verð í framtíðinni.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 14:46

6 identicon

Takk fyrir greinargott svar. Gott að það sé skýrt að fé sem ríkið hefur lagt til bankanna sé alls ekki glatað. Sé rétt haldið á spilunum og rekstrinum komið í lag er ekki út úr korti að segja að þetta gæti fengist allt tilbaka (og etv meira).

En ég hafði heyrt að þegar gömlu bankarnir fóru í þrot - hafi ekki verið bókfærð öll upphæðin á gengislánum í efnahag bankanna.

Hversu mikið ráða þeir við? Seðlabankavexti? Samningsvexti?(ætla rétt að vona að sú firta hugmynd verði ekki að veruleika)?

Ætlaði ekki að afvegaleiða umræðuna en þetta blog fær mig til að hugsa.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:08

7 identicon

Ennþá hefur enginn komið fram og útskýrt með fullnægjandi hætti af hverju og með hvaða rökum menn fá út þá mynd að ríkið (við) þyrftum að leggja fram aukið eigið fé í bankana fari eiginfjárhlutall þeirra niður fyrir tilskilin mörk.

Ég hef alltaf talið að það væri varhugavert að henda góðum pening á eftir vondum og úr því slík regin mistök voru gerð við mat á eignum þessara banka þá væri eins gott að innleysa þann reikning í eitt skipti fyrir öll áður en hann verður of hár.

1.400 milljarða eignatilfærsla frá 97 % þjóðarinnar til 3 % þjóðarinnar, sem átti sér stað með yfirlýsingu sem ekki á sér lagastoð yrði þá að einhverju leiti færð til baka og bankarnir settir þangað sem þeir auðvitað áttu að fara strax haustið 2008.

þ.e. í gjaldþrot án aðkomu ríkisins.

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:10

8 identicon

@Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:10

"1.400 milljarða eignatilfærsla frá 97 % þjóðarinnar til 3 % þjóðarinnar, sem átti sér stað með yfirlýsingu sem ekki á sér lagastoð yrði þá að einhverju leiti færð til baka og bankarnir settir þangað sem þeir auðvitað áttu að fara strax haustið 2008."

Ef þú ert að vísa til bankainnistæðna þá voru þær tryggðar á kostnað kröfuhafa bankanna og hafa ekki kostað 97% þjóðarinnar 1400 milljarða eins og þú talar um.

Sjóður (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:17

9 identicon

Útskýrðu, Sjóður, hvernig þessi svokallaði kostnaður kröfuhafa hefur EKKI áhrif á þjóðina. Sérstaklega með vísan til IceSave...

Annað sem þú gleymir, að vegna þessa þá þarf að halda genginu í lágmarki svo við, sem þjóð, getum borgað þessar skuldir til kröfuhafanna í formi lægri kaupmáttar, hærri lána, eignaupptöku og lakari lífsafkomu yfirleitt.

ÞAð er því algjörlega tjón þjóðarinnar.

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:25

10 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Rétt hjá Sjóði.  Það er bábilja sem hefur gengið ljósum logum í umræðunni að innlendir innistæðueigendur hafi fengið peningana sína úr ríkissjóði.  Það er einmitt ekki tilfellið.  Innistæður voru varðar með því að breyta forgangi krafna í þrotabú banka, og gera þær að forgangskröfum umfram almennar kröfur, t.d. skuldabréfaeigenda (les lífeyrissjóða, peningamarkaðssjóða og erlendra kröfuhafa).  Það má því með sanni segja að innistæðueigendur hafi fengið sitt fé á kostnað annarra kröfuhafa.  Að vísu átti Landsbankinn ekki alveg fyrir innistæðunum þótt þetta væri gert, og það má segja að hluti eiginfjárframlags ríkisins í nýja Landsbankanum sé tilkomið af þeim sökum, en það er miklu minni fjárhæð en ef ríkið hefði varið innistæðueigendur með beinum hætti.

Sjá meðal annars þessa bloggfærslu mína þar sem neyðarlögin og breyting á forgangi krafna eru útskýrð myndrænt.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 15:32

11 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Guðmundur, það sama gildir um Icesave: ef forgangi krafna hefði ekki verið breytt eins og gert var, þá væri Icesave-bagginn miklu stærri en hann er.  Nú eru horfur á að um 90% innistæðna (þ.m.t. Icesave) fáist úr búinu, sem myndi þýða að í versta falli 10% af tryggingarupphæðinni gæti lent á skattgreiðendum.  Samt miklir peningar, vissulega.

"Við sem þjóð" borgum ekki neitt til kröfuhafa (annað en hugsanlega Icesave), þeir fá einfaldlega heimtur úr búum bankanna eins og eignir þeirra hrökkva til.  Ríkið mun ekki bæta þeim skaðann, sem er verulegur (yfir 7000 milljarðar).  Kröfuhafar einfaldlega tapa þeim peningum, eins og gerist í gjaldþrotum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 15:37

12 identicon

Góð svör sem hafa komið hér að framan.

@Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:25

"Annað sem þú gleymir, að vegna þessa þá þarf að halda genginu í lágmarki svo við, sem þjóð, getum borgað þessar skuldir til kröfuhafanna í formi lægri kaupmáttar, hærri lána, eignaupptöku og lakari lífsafkomu yfirleitt."

Það mun vera útstreymi gjaldeyris sem mun veikja krónuna þar er engin spurning. En það er einfaldlega leiðrétting á síðasta áratug þar sem gífurlegur viðskiptahalli safnaðist upp og Íslandingar vöndust þeim fáránlega brandara að krónan væri sterkur gjaldmiðill.

Menn ættu að prísa sig sæla yfir því að stór hluti viðskiptahallans verður afskrifaður og einungis hluti greiddur til baka. Lífsgæðin og kaupmátturinn var aldrei raunverulegur

http://hamar.stjr.is/Fjarlagavefur-Hluti-II/GreinargerdirogRaedur/RitogSkyrslur/Kynningarefni/2010/glaera_021.gif

Sjóður (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:42

13 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Rétt aftur hjá Sjóði.  Viðskiptahalli á þremur árum 2005-7 var yfir 700 milljarðar, meira en 50% af vergri landsframleiðslu.  Það þýðir að við vorum að skuldsetja okkur í útlöndum fyrir þá fjárhæð, nettó.  Sú teygja gat aldrei annað en smollið beint aftur í andlitið á okkur.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 15:47

14 identicon

Og þá komum við að því sem þið gleymið báðir og talið lítið um. Í glærum þínum, sem b.t.w. eru vel upp settar og skýrar, segir þú að almenningur græði á neyðarlögunum.

Þar átt þú við innistæðueigendur.

Á móti kemur að þú segir að kröfuhafar tapi.

Þar átt þú við m.a. Lífeyrissjóðina.

Lífeyrissjóðirnir eru eign almennings og því er tapið auðvitað saklausra lífeyrisþega sem nú hafa þurft að taka á sig gríðarlegar skerðingar í mörgum tilfellum, og það án þess að allt tjón af tapi lífeyrissjóðana sé enn komið fram.

Jafnframt lagði ríkið fram umtalsverðar upphæðir til að bjarga peningamarkaðssjóðum vegna þess að þeir urðu fyrir miklu tapi (af því að krafan færðist aftur) og því var mikið fjármagn flutt þar úr vasa almennra borgara og þó sérstaklega lánþega, til innistæðueigenda og fjármagnshafa.

ÞAð er því alveg sama hvernig þið reynið að dulbúa skilgreininguna á neyðarlögunum, þar er alltaf um það að ræða að klafar voru lagðir á herðar meirihluta almennra borgara til þess að bjarga innistæðum umfram c.a. 10 mkr. til 3 % þjóðarinnar.

Það kostaði 1.400 ma. og það kostaði ofan í kaupið IceSave deiluna. Og því spyr ég enn, því svarið hefur ekki borist. Af hverju voru þessi batterí ekki bara sett í þrot og af hverju á að henda góðum peningum í þessi gímöld þegar ljóst er að eiginfjárhlutfalli þeirra verður ekki haldið uppi nema með lagasetningu um að lánþegar beri tjónið.... Aftur??

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:49

15 identicon

Vissulega var krónan of sterk 2007, en nú er henni haldið niðri til að láta almenning greiða fyrir aðgerðir sem almenningur tók ekki þátt í nema að litlu leiti.

Skuldsetning Actavis sem dæmi og það fjárstreymi sem í þeirri færslu einni átti sér stað.

Allt rennur þetta úr sömu pyngju.. það er beint úr vösum almennings.

Það er því alveg sama hversu fræðilegt andlit menn setja upp. Staðreyndirnar verða aldrei hraktar og því alveg ótrúlegt að menn séu enn að reyna það.

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:53

16 identicon

Guðmundur:

"Staðreyndirnar verða aldrei hraktar og því alveg ótrúlegt að menn séu enn að reyna það"

Afsakið en mér finnst Vilhjálmur og Sjóður varpa fram staðreyndum en þú talar í alhæfingum með engin rök á bakvið þær.

Ætla ekki að "fæða tröllið" en comment eins og "1.400 milljarða eignatilfærsla frá 97 % þjóðarinnar til 3 % þjóðarinnar" (átti þetta ekki að vera öfugt???) eru jafnframt fáránleg og ekki til að stuðla að upplýstri umræðu um þessi mál.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 16:06

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af þvþí að menn eru hér alltaf að tala um peningamarkaðssjóði og það hafi einhverjir útvaldir fengið þar sér meðferð. Þá bendi ég á að flestir sem áttu í peningamarkaðssjóðum töpuðu milli 20 til 40% af því sem þeir áttu þar inni. Og það voru ekki bara nokkrir fjármagnseigendur. Þannig t.d. vinn ég á vinnustað þar sem vinna 9 og það voru a.m.k. 3 sem áttu pening í ávöxtun í í peningamarkaðssjóðum. Og þar er ekki um hálaunamenn að ræða. En þeir töpuðu milljónum á þessu. En voru að gera eins og margir að taka lán út á fasteign til að ávaxta í þessum sjóðum.

Eins hljóta menn að sjá að með því að tryggja innistæður í bönkum var tryggt að erlendir kröfuhafar fengu ekki aðgang að þeim án þess að ríkð þyrfti að leggja fram sérstaklega fé vegna þeirra nema hugsanlega sem hluta af uppgjör Landbankans. En þar er ekkert í líkingu við 1400 milljarða. Hugsanlega tugir eða hundrað milljarðar. Og eins má benda fólk á ég gæti trúað að drjúgur meirihluti þjóðarinnar hafi verið fjármagnseigendur og finnst óþægilegt að það sé alltaf verið að tala illa t.d. um móður mína sem átti ævisparnað upp á 19 milljónir í banka. Og miðað við það sem menn segja núna varðandi Icesave um ríkisábyrgð sem sé ekki til staðar þá hefði móðir mín tapað öllu sínu við gjaldþrot bankana. Meira að segja innistæðutryggingu.

Að örðurleiti finnst mér Vilhjálmur Þ hafa að öllu leiti rétt fyrir sér. Og ólíkt flestum setur málið fram þannig að við almenningur skiljum þetta aðeins betur

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.8.2010 kl. 16:10

18 Smámynd: Hlynur Jörundsson

Greinin er góð eins langt og hún nær. En Vilhjálmur hún nær bara ekki nógu langt.

Í fyrsta lagi þá eru ekki frágengnir samningar við kröfuhafa um að þeir leysi til sín nýju bankana.

Og ef þeir gera það ekki þá eru innistæðurnar í nýju bönkunum horfnar, 2 árum eftir að fólk hélt þeim hefði verið bjargað.

Annað atriði er að ICESAVE hefur áhrif því að með þessarri björgunaraðgerð bankanna þá ávann ríkið sér skaðabótaskyldu gagnvart erlendum innistæðueigendum. Þú skautar þarna framhjá ástæðunni fyrir ICESAVE kröfunum.

Í þriðja lagi þá er fjöldi kröfuhafa sem mun leggja fram kröfur á hendur nýju bönkunum ekki bara FME og ríkinu ef illa árar að fá sitt tilbaka gagnvart slita og skiftastjórnum. Sumir þeirra munu vinna sín mál, ef ekki hér þá þar sem þeir höfða þau. Og ég hef forskot af því ég bara spurði þá beint. Það eru til email og símar og staðreyndin er að það sem birtist í fjölmiðlum, frá bönkum, ríki, FME og fjölmiðlum er aldeilis ekki alltaf satt og rétt.

Hvernig þú færð út að eignfjárframlag í bankana sé ekki tapað fé er mér hulin ráðgáta því að bankarnir eru í bullandi mínus þó svo að bókhaldstrixum sé beitt.

Hvernig í ósköpunum má það vera að nýju bankarnir okkar séu með alla og ég meina alla gömlu starfsmennina en einungis brot af veltunni ?

Svo má ekki gleyma því að slita og skiftastjórnir hafa ekki lokið vinnu sinni og eigna og skuldaflutningur á milli nýju og gömlu bankanna getur enn átt sér stað. Og gengistryggðu lánin voru ekki það eina, spurðu Alex Jur.

Jaðaráhrifin af þessarri skítmixreddingu bankanna er að nær enginn af erlendum lánadrottunum þorir að dýfa tánni í gruggugt vatnið því einn stórhárkarl í vatninu bendir til þess að fleiri gætu leynst þar. Eini aðilinn sem er líklegur til að koma til bjargar nýju bönkunum er ríkið, þ.e.a.s. farið í vasa skattborgara.

Jaðaráhrifin eru líka þau að þessir nýju bankar í stjórn sömu manntýpa og áður vinna enn á sama grunni. Eins lengi og lög banna það ekki skýrt og klárt þá er öllum ráðum beitt til að græða, þrátt fyrir að enginn gróði geti sett nýju bankana í raunverulegan plús. Hið íslenska REPO 105, bókhaldsbrellur.

Ég ætla benda þér á eldgamla bók sem þú getur kannski fundið á Amason : "How to lie with Statistics".

Hlynur Jörundsson, 29.8.2010 kl. 16:11

19 Smámynd: Hlynur Jörundsson

"Innistæður voru varðar með því að breyta forgangi krafna í þrotabú banka, og gera þær að forgangskröfum umfram almennar kröfur, t.d. skuldabréfaeigenda (les lífeyrissjóða, peningamarkaðssjóða og erlendra kröfuhafa).  Það má því með sanni segja að innistæðueigendur hafi fengið sitt fé á kostnað annarra kröfuhafa."

Tekið úr skrifum Vilhjálms.

Vandamálið í hnotskurn. Haldið þið virkilega að fjölþjóðafyrirtæki sem fjárfestu og áttu innistæður hjá gömlu bönkunum taki þessu þegandi eða hljóðlaust ?

Western Assets, Brandywine og fleiri eru hlutar af Legg Mason samsteypunni sem hafði fjárfest verulega í bönkunum gömlu gegnum dótturfyrirtæki og tengd fyrirtæki, ykkur til fróðleiks þá hefur kröfugerðin og hugsanleg meðhöndlun málaferla komið upp á fundum stjórnarinnar. Og þá á ég við stjórnar Legg Mason.

Þessi algera blinda íslendinga á þá staðreynd að erlendir aðilar hafa ekki sama mat á rétt og rangt og hvað sé löglegt eða siðlaust á eftir að koma mönnum í koll.

Hlynur Jörundsson, 29.8.2010 kl. 16:24

20 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Frábært að fá þetta sett fram svona myndrænt og einfalt. En í reynd liggur ekki fyrir neitt samkomulag við kröfuhafana um eignarhald þeirra að nýju bönkunum. Allar slíkar fréttir og yfirlýsingar fjármálaráðherra þar um voru útí hött. Og hlutfallstölur um skiptingu nýju bankanna milli ríkis og kröfuhafa hljóta því að vera í meira lagi vafasamar eða óvissar. Og miðað við risastærð þessara gjaldþrota (gömlu bankarnir eru reyndar enn ekki formlega gjaldþrota heldur bara í greiðslustöðvun, skilji ég málið rétt) er borðleggjandi að hér verði allt logandi í málaferlum næstu árin, þar sem kröfuhafar bankanna munu elta uppi hverja krónu sem þeir geta.

Ketill Sigurjónsson, 29.8.2010 kl. 17:00

21 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Varðandi peningamarkaðssjóðina þá bloggaði ég um þá hér.  Þegar öll kurl komu til grafar þá settu nýju bankarnir (ekki ríkið) 83,4 milljarða í að kaupa (verðlitlar) eignir úr peningamarkaðssjóðum.  Ríkið á hlutdeild í því tapi sem þarna varð í gegn um eign sína (eiginfjárframlag) í nýju bankana.  Hins vegar má segja að þarna hafi verið bætt að hluta tjón sem varð vegna forgangsbreytingar innlána.

Guðmundur Andri færir ekki sannfærandi rök fyrir því hvernig það hefði komið betur út fyrir almenning ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett og bönkunum hefði verið leyft að fara á hausinn.  Þá hefðu erlendir kröfuhafar fengið mun meira í sinn hlut og samsvarandi minni fjárhæð hefði verið til skipta fyrir innlenda innistæðueigendur, lífeyrissjóði og aðra innlenda aðila.  Bankastarfsemi hefði lagst af og innistæður lögaðila tapast, t.d. stórra vinnustaða, ríkisstofnana, innflytjenda, smásala o.s.frv.  Stórir hlutar atvinnulífsins hefðu þá farið í lausafjárkreppu og sennilega gjaldþrot í kjölfarið.  Engin ábyrg stjórnvöld hefðu kosið að fara þá leið ef aðrir valkostir voru fyrir hendi.

Hlynur: Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins sem vísað er til hér að ofan kemur fram að samningum við kröfuhafa um nýju bankana sé lokið.  Gætirðu rökstutt betur þá fullyrðingu að þeir séu ekki frágengnir?

Icesave málið er í grunninn óháð neyðarlögunum, þ.e. meint krafa Breta og Hollendinga er einfaldlega um 20.887 EUR per reikning.  Neyðarlögin hafa áhrif á hversu mikið kemur úr þrotabúi Landsbankans upp í þá tölu, en talan stendur eftir sem áður.  B&H gætu fræðilega farið fram á að fá innistæður 100% bættar á þeim grunni að það hafi Íslendingar fengið, og vísað til jafnræðissjónarmiða, en það er ekki þeirra krafa í Icesave-viðræðunum.

Kröfuhafar gömlu bankanna leggja fram kröfur í gömlu bankana, en ekki þá nýju, en meðal eigna þeirra gömlu eru hlutir í þeim nýju.

Sá punktur er einn réttur í skrifum Hlyns, að ekki er sjálfgefið að kröfuhafar sætti sig við neyðarlögin, og líklegt er að á þau verði látið reyna með dómi.  En fyrstu vísbendingar eru um að við munum komast upp með þau; um það hefur t.d. ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) gefið út drög að áliti.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 17:01

22 identicon

Sæll Vilhjálmur og takk fyrir gagnlegar upplýsingar.

Ég hef þó tvær athugasemdir. Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins sem þú vitnar í er talað um samkomulag milli stjórnvalda og skilanefnda sem er ekki það sama og kröfuhafar. Þeir geta væntanlega gert athugsasemdir og jafnvel hafnað þessu samkomulagi.

Allir almennir kröfuhafar erlendir og innlendir  töpuðu á neyðarlögunum ma. lífeyrissjóðirnir sem áttu mikið af skuldabréfum á bankana, Seðlabankinn og allir aðrir innlendir aðilar sem áttu kröfur á bankana að undanskyldum almennum innistæðueigendum.  Þú flokkar hinsvegar alla innlenda aðila með innistæðueigendum.  "Þá hefðu erlendir kröfuhafar fengið mun meira í sinn hlut og samsvarandi minni fjárhæð hefði verið til skipta fyrir innlenda innistæðueigendur, lífeyrissjóði og aðra innlenda aðila." er þetta ekki misritun hjá þér.

Kveðja

Þorbergur 

Þorbergur Leifsson (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 17:51

23 identicon

Það sem er verið að reyna að benda á hér er eftirfarandi:

skv. töflu 4. á bls. 241 í 5. bindi skýrslu RNA þá má sjá að 42% af öllum innistæðum einstaklinga var í höndum 3 % innistæðueigenda.

Hjá lögaðilum þá er þetta á þann veg að 93% innistæðna er í höndum 8% lögaðila.

Ef trygging hefði verið takmörkuð við t.a.m. 8. mkr. pr. kennitölu hjá einstaklingum þá hefðu 97% fengið allt sitt. 92 % lögaðila hefði jafnframt fengið allt sitt þó slíkt þak hefði verið sett á.

Engin rök hafa verið sett fram af síðueiganda þess eðlis að þetta tjón hefði orðið meira ef neyðarlögin hefðu ekki verið með þessum hætti. Þvert á móti benda rök síðuhaldara til þess að lífeyrissjóðir (sem voru langstærstir í skuldabréfaeign á bankana) hefðu fengið langt um meira í sinn hlut ef ekki hefði verið farin sú leið sem þó var valin eftir að ráð höfðu verið þegin af sérfróðum ráðgjöfum stjórnvalda, m.a. síðuhaldara...

Vissulega hafa hluthafar tapað, en það er hlutverk þeirra. Lánadrottnar bankana hafa einnig tapað og það er hlutverk þeirra hafi þeir ekki hugað nægjanlega vel að tryggingum fyrir lánunum.

Með því að leyfa þessum aðilum að eiga sitt tap og huga að hag almennings þá hefði mátt koma í veg fyrir gríðarlegt tjón sem að óbreyttu mun falla á almenning. Þess vegna er ekki óeðlilegt að málsvarar almenning standi nú upp og reyni að tryggja að ekki verði settir frekari fjármunir í þessa banka. Nóg er einfaldlega nóg.

Og því vekur athygli að hér hafi engin rök verið sett fram til að styðja þá fullyrðingu að okkur sem þjóð sé betur borgið með því að vernda hag bankanna á kostnað lánþega...

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 18:53

24 identicon

Guðmundur segir "hér hafi engin rök verið sett fram til að styðja þá fullyrðingu að okkur sem þjóð sé betur borgið með því að vernda hag bankanna á kostnað lánþega"

Þessu er ég ósammála. þá hefðu "erlendir kröfuhafar fengið mun meira í sinn hlut og samsvarandi minni fjárhæð hefði verið til skipta fyrir innlenda innistæðueigendur, lífeyrissjóði og aðra innlenda aðila. Bankastarfsemi hefði lagst af og innistæður lögaðila tapast, t.d. stórra vinnustaða, ríkisstofnana, innflytjenda, smásala o.s.frv. Stórir hlutar atvinnulífsins hefðu þá farið í lausafjárkreppu og sennilega gjaldþrot í kjölfarið. Engin ábyrg stjórnvöld hefðu kosið að fara þá leið ef aðrir valkostir voru fyrir hendi"

Ég skil hinsvegar meiningu þína - að það sé grátlegt og að veita almannafé í að borga upp tapaðan einkarekstur. Ég bendi hinsvegar á að fjármálageirinn hérna var orðinn svo stór - að hefði þessu verið leyft að fara í þrot, hefðu ótalin mörg fyrirtæki lent í lausafjárþurrð og farið beint í gjaldþrot.

Bandaríkin reyndu þessa aðferð árið 1928 - þ.e. að veita enga opinbera aðstoð þegar fjármálakerfið var að hrynja. Niðurstaðan var versta kreppa sem hefur gerst í sögu usa. Lærdómurinn sem menn fengu frá henni voru m.a. rökin fyrir gríðarlegum fjármunum veittum af ríkisstjórn Usa til fjármálafyrirtækja 2008. Þetta hafa ríkisstjórnir gert um gervalla Evrópu og Asíu síðan kreppan skall á. Súrt - en nauðsynlegt .. því miður

Gunnar (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 19:08

25 identicon

...og niðurstaðan af aðgerðum íslenskra stjórnvalda er mesta kreppa sem við höfum hingað til þekkt.

Ég er ósammála þér Gunnar varðandi það að hér hefði allt farið á hlið þó bankarnir hefðu verið látnir rúlla. Vissulega hefðu einhver fyrirtæki farið fyrr á hausinn en ella. s.s. einhver þeirra fyrirtækja sem nú eru rekin fyrir reikning bankanna (okkar) í bullandi samkeppni við önnur sem þurfa að greiða sínar skuldir.

Hér er fjármálakerfið á slíkum brauðfótum að endurreisn er í besta falli ofurbjartsýni og í versta falli hefur slík endurreisn í för með sér allt of mikinn kostnað fyrir almenning í landinu.

Munið að það er almenningur sem stendur á bak við fyrirtækin og það er almenningur sem heldur þeim uppi með neyslu sinni. Ef of þungar og óréttlátar byrðar verða áfram settar á þennan sama almenning þá verða hvort eð er engin fyrirtæki þar sem almenningur flytur af landi brott.

Fjármálakerfið er síðasta kerfið í landinu sem á að endurreisa, enda er það í eðli sínu óþarft. Það er enginn virðisauki í fjármálakerfi eins og því íslenska, reyndar bara virðisrýrnun, og því ekkert upp úr því að hafa nema kostnað.

Látum því pakkan bara rúlla og tökumst á við uppbyggingu á eðlilegum forsendum. Þá geta líka slita- og skilastjórnir haldið áfram að lifa sínu sjálfstæða lífi, bara utan við veski almennings.

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 19:56

26 identicon

"Þá geta líka slita- og skilastjórnir haldið áfram að lifa sínu sjálfstæða lífi, bara utan við veski almennings."

Enn ein bábiljan.

Það er aldeilis að menn geta slegið um sig innihaldslausum frösum og krýnt sig sem einhver sjálfkjörinn formann huldusamtaka lánþega

Sjóður (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 21:11

27 identicon

Áhugaverð rök Sjóður... og málefnanleg :) og ágætlega lýsandi fyrir þann röklausa hræðsluáróður sem fjármálakerfið heldur uppi gegn lánþegum... 

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 21:30

28 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þorbergur: Gerð er grein fyrir aðkomu kröfuhafa að samningum Kaupþings við ríkið um fjármögnun Arion Banka m.a. á þessari síðu.  Kröfuhafar eru hafðir með í ráðum hjá skilanefndum m.a. í gegn um óformlegar kröfuhafanefndir (Informal Creditor Committee, ICC).  Þeir eru hins vegar óskipulegur hópur að því leyti að kröfur geta gengið kaupum og sölum meðan á slitaferlinu stendur.  Skilanefndir hafa nokkuð vítt umboð til ráðstafana, svo lengi sem þær rýra ekki bersýnilega hag kröfuhafa.

Það er rétt hjá þér að orðalag mitt var ónákvæmt; að því leyti sem lífeyrissjóðir eru almennir kröfuhafar tapa þeir vitaskuld eins og erlendir almennir kröfuhafar.  En lífeyrissjóðir voru einnig stórir innistæðueigendur, og eigendur í peningamarkaðssjóðum - auk þess að vera hluthafar, svo aðkoma þeirra að bönkunum og þrotabúum þeirra er margbrotin.

Gunnar: Sammála.

Guðmundur Andri: Íslenska kreppan kemst vitaskuld ekki nálægt kreppunni í Bandaríkjunum 1930.  Þar svalt fólk heilu hungri í massavís og þurfti að bíða í biðröðum eftir súpu.  Slíkt ástand hefðum við að vísu getað nálgast ef greiðslukort hefðu hætt að virka, stórir vinnuveitendur hefðu ekki getað greitt út laun, innflytjendur ekki getað leyst út nauðsynjavörur o.s.frv.  Þá hefði verið stutt í panik-viðbrögð og gripdeildir.  Ekki má gleyma að okkar meinta siðmenntaða þjóðfélag er hverju sinni aðeins örfáar máltíðir frá stjórnlausu ófremdarástandi.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 21:33

29 identicon

Vilhjálmur:

Hér þurfa sumir að bíða í röð eftir súpu. Fjöldinn er vissulega ekki sá sami og 1929, en það eru auðvitað aðrir tímar nú. Peningamagn er margfalt (vegna aftengingar við gull) og skuldir eru margfaldar. 

Varðandi greiðslukerfið, þá hefði ein yfirlýsing frá Seðlabanka komið í veg fyrir panikkið.. þ.e. ef SÍ. hefði gefið út kort. Ég skrifaði um það hér að ofan að 92 % fyrirtækja hefðu fengið allt sitt. 97 % einstaklinga. 

Gripdeildir og rán eru síðan stundaðar hér í stórum stíl. Þar eru á ferð bankar og fjármögnunarfyrirtæki sem í skjóli stjórnvalda hirða upp fé og eignir á grundvelli ólöglegra lánasamninga.

Þú verður því að horfa á myndina frá réttu sjónarhorni og færa rök fyrir því að hér hefði allt farið í kaldakol í stað þess að segja bara, aþþí. Slík rök eru að verða þreytandi svo ekki sé meira sagt.

Ég er sammála þér varðandi máltíðirnar og stjórnleysið og því miður held ég að stjórnvöld séu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma því ástandi á.

Síðan má benda á ágæta færslu Sigurðar G. á Pressunni þar sem hann fer yfir hluta þessara mála með góðum rökum.

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 22:06

30 identicon

"Ég skrifaði um það hér að ofan að 92 % fyrirtækja hefðu fengið allt sitt. 97 % einstaklinga."

Og allar innistæður lífeyrissjóðanna gufað upp. Þú greinilega gerir þér ekki grein fyrir því hvað lífeyrissjóðirnir áttu mikið á bankareikningum haustið 2008

Sjóður (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 22:16

31 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Var að skoða grein Sigurðar G.  Hann segir á einum stað: "Við greiðsluþrot [bankanna] var öllum innstæðum sparifjáreigenda bjargað og  þær að fullu tryggðar með yfirlýsingum ráðherra á kostnað ríkissjóðs..."  Það er ekki 100% ljóst hvort Sigurður á við að tryggingin sjálf sé á kostnað ríkissjóðs, eða innistæðubjörgunin.  Hann er klár maður og ég held að hann skilji þetta alveg, og meiningin sé að tryggingin sé á kostnað ríkissjóðs (sem er vissulega rétt eins og sakir standa), en kannski er það líka viljandi sem orðalagið er svona tvírætt?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 22:21

32 identicon

með ykkar rökum þá hefði sú upphæð sem lífeyrissjóðir hefðu tapað á innistæðum, fengist í formi betri heimta á skuldabréfum í bönkunum. Enda hefðu innistæður þá ekki verið forgangskröfur og því meira til skiptana fyrir kröfuhafana.

En nei.. ég veit ekki hvað mikið lífeyrissjóðirnir áttu á bók. Þú kannski getur upplýst það Sjóður, eða ertu bara að slá um þig með innihaldslausum frasa... :) 

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 22:25

33 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Sjóður: Og svo gleymist líka hjá Gandra að stærstu innistæðueigendurnir eru stórir lögaðilar og vinnuveitendur á borð við Landsspítalann, Ríkisútvarpið, Orkuveituna, olíufélögin, smásölufyrirtækin o.s.frv.  Ef þeir stæðu allt í einu uppi með hámark 8 eða 10 milljónir í reiðufé (og margir stórir birgjar og viðskiptavinir í sömu stöðu) hvernig eiga þeir að borga laun og vask og næstu olíusendingu?  Það verður að segjast eins og er að þessi sviðsmynd er hreinir órar og hefur enga tengingu við raunveruleikann eins og hann var og er.  Betra væri að nota tímann í að hugsa og tala um eitthvað annað sem hefur merkingu í umræðu dagsins.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 22:26

34 identicon

Sigurður segir nokkuð skýrt: "[innistæður voru] að fullu tryggðar með yfirlýsingum ráðherra á KOSTNAÐ RÍKISSJÓÐS, sem þó verður ekki bundinn neinum skuldbindingum nema með lögum frá Alþingi. Þau lög hafa ekki enn verið sett."

Þetta er að mínu viti nokkuð ljóst og þaf nokkuð góðan vilja til að skilja þetta tvírætt.

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 22:32

35 identicon

Rúv, OR, spítalarnir, og skólarnir eru stærstu aðilarnir sem þú nefnir.

Þessir aðilar eru allir á vegum hins opinbera með einum eða öðrum hætti.

Varðandi önnur risafyrirtæki (Baugur, Hagar, N1, Húsasmiðjan, ofl. þ.h.) þá voru í flestum ef ekki öllum tilfellum gríðarlegar skuldir á móti veltureikningunum og slíkt má skuldajafna gagnvart bankanum þegar bankinn er gjaldþrota. Yfirdráttur í Seðlabankanum til rekstrarhæfra fyrirtækja gegn veði í skuldajöfnuninni hefði leyst þessi tímabundnu vandræði.

ÞAð eru því órar ykkar kæru félagar þegar þið talið (án rökstuðnings) um það að sviðsmynd mín eigi heima utan raunveruleikans.

Sú sviðsmynd sem ég er að setja hér fram er raunveruleikinn og hefði verið til þess einhver vilji hjá stjórnvöldum þá hefði þetta komið í veg fyrir gríðarlegan harm almennings á íslandi.

Að vísu hefðu einhverjir jakuxarnir misst spón úr sínu... og jafnvel hefðu einhverjir þeirra þurft að borga skuldirnar sínar, en réttlætið hefði vissulega orðið ofaná.

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 22:42

36 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=SwRFoxgEcHc

Mæli sérstaklega með síðustu 2 mínútunum. 

"It's not us that will suffer, it's yoyr pension fund"

Guðmundur Andri (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 23:01

37 identicon

Vilhjálmur, þakka þér fyrir góða skýringarmynd.

Þó að ég skilji alls ekki megnið af gagnrýni og röksemdum Gandra, þá má þó benda á þá raunveruleikatengingu að hérna úti í Evrópu eru það einmitt stóru viðskiptavinir bankanna sem tapa inneignum sínum, til dæmis bæði sveitarfélög og krabbameinslækningasjóðir í Icesave.

Núna í morgun var HQ bankinn settur í gjaldþrot af sænska fjárálaeftirlitinu og fyrirsagnirnar í blöðunum snúast einmitt um það að 900 stórir viðskiptavinir bankans sem og 8000 hluthafar eru þeir sem tapa en ekki hinir 20000 smærri viðskiptavinir. Engum órar fyrir að ríkið eigi að hjálpa stóru viðskiptavinunum, enda eru reglurnar skýrar.

Raunveruleikinn var að sjálfsögðu annar á Íslandi fyrir tveimur árum, en umræðan um fjármálahrun og "too big to fail" hlýtur samt að snúast að vissum hluta um hvað réttlæti það að ríkið skuli standa undir ótakmörkuðum tryggingum/fjármálaaðstoð handa fjármagnseigendum. Vonandi geta reglurnar orðið skýrari eftir þannig umræðu. Annars er hætta á að aftur verði spilað hátt og reiknað með að ríkið reddi öllu.

Með kveðju, Ásgeir.

Ásgeir B. Torfason (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 07:33

38 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Ég tel (gef mér) að flestir sem hafa komið að búum banka og fjármálafyrirtækja eftir hrun hafi fljótlega komist að því að megin áhersla hefur verið (og er) á að bjarga þeim "stóru", þetta á við um misserin í aðdraganda hruns og allar götur síðan. Líklegast er "megin" of vægt hugtak í þessu samhengi.

Hér (í umræðunni) tönglast menn og tafsa á ýmsum stærðum og hlutföll efnahagsmegin í tilverunni; reksturinn er gerður af einhverskonar afgangstærð (kæfður með auknum álögum, skuldastaða heimila ekki leiðrétt). Þetta gerist þótt menn viti betur; eignahliðin skiptir litlu sem engu máli í þeirri stöðu sem við (þjóðin) erum í dag ... til hvers að eiga framleiðslutæki (jafnvel skuldlaust) ef engin finnst kaupandinn af framleiðslunni?

Mín skoðun er sú að eðlilegast hefði verið að þeir stóru (fólk með miklar stöður hjá bönkunum, Húsasmiðjan, bankar, etc) hefðu fengið að fara, en áhersla hefði verið lögð á að minni einingar gætu haldið sínu striki (m.a. fjölskyldan og lítil og meðalstór fyrirtæki).

Með því að halda eftirspurninni gangani hefði afkoma þeirra eininga sem raunverulega eru að gera eitthvað verið tryggð.

Ég er ekki með þessu að segja að mér sé sama um þá einstaklinga sem á þessu hefðu tapað peningum sem þeir hefðu grætt og safnað í sveita síns andlits, ég hefði fundið mikið til með þeim og verið talsmaður þess að finna leiðir þeim til hjálpar (leiðréttingar) ... en þessir aðilar eru einfaldlega svo fáir að ekki tekur því að tala um þá í sömu andrá og landið okkar er að kafna. Megin þorri þeirra einstaklinga sem sem áttu tugi og hundruð milljóna á reikningum í bönkum eða bundna í bréfum (fjármálagjörningum) höfðu grætt þessa fjármuni vegna þeirrar óðaeignabólu sem bankarnir/fjármálageirinn hafði búið til (fyrir eignafólkið?), sem svo sprakk með þeim afleiðingum að vessi hennar flæðir enn yfir land og þjóð með kæfandi áhrifum.

Á þessu þarf fólk að átta sig og er það algjörlega lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að ríkisstjórn landsins skilji þetta og já geri eitthvað það sem sýnir þann skilning í verki.

Viggó H. Viggósson, 30.8.2010 kl. 14:25

39 identicon

Ég sé að hér stendur nafni minn í miklum rökræðum og finnst rétt að nefna að þetta er sá sem hefur föðurnafnið Skúlason. Báðir gerum við nokkuð af því að tjá okkur um þjóðmál og höfum á ýmsu nokkuð öndverðar skoðanir og því færi best á að nota föðurnafnið þegar því verður við komið. Tek fram að þar með tek ég enga afstöðu til hins fimlega málflutnings. Ég vil bara ekki að fólk haldi að þetta sé ég - og örugglega hann ekki heldur...

Guðmundur Andri Thorsson

Guðmundur Andri Thorsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 18:57

40 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ásgeir: Evrópureglurnar um innistæðutryggingu gera ráð fyrir að unnt sé að undanskilja fagfjárfesta og heildsöluinnlán.  Það var ekki gert á Íslandi, heldur voru öll innlán tryggð að sömu fjárhæð óháð tegund og eiganda.

Vissulega felst of mikill freistnivandi í því að vera með ótakmarkaða ríkisábyrgð á innistæðum og því er slíkt ekki æskilegt til lengdar.  Mér skilst að það standi til hér að breyta innistæðutryggingakerfinu skv. nýjum Evrópureglum, hækka tryggingarupphæðina í a.m.k. 50.000 EUR en láta yfirlýsingu um ríkisábyrgð renna úr gildi, a.m.k. smám saman.  Nú þurfum við hins vegar að læra af reynslunni og leyfa bönkum ekki að sækja innlán verulega umfram greiðslugetu TIF (duh!).

Guðmundur Andri Thorsson: Ég er sammála því, þótt ég ruglist ekki sjálfur á ykkur nöfnunum, að það væri betra ef Skúlason merkti sig með föðurnafni, til að fyrirbyggja misskilning.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 30.8.2010 kl. 22:17

41 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú líka, altso, með þennan sænsnka HQ banka sko, að nú bara rétt kíkti eg á þetta.  Virðist aðalega vera fjárfestingabanki - en ok.  samt innistæður þarna og aðallega, að því er virðist, fyrir stóra fjárfesta.  Og samkv. sænskum fjölmiðlum um 900 sem eiga yfir lágmarkstryggingunni  (sem er um 50.000 evrur minnir mig)  Að þá sagði skiptastjórinn svona sirka,   að eignir bankans myndu dekka sparnaðinn.  þeas. að samkv. frásögn sænskra myndu eignir fara fyrst uppí slíkt.  En að vísu sko voru þetta ekkert ítarlegar frásagnir.  Td. ekki farið útí svona lagaleg og tæknileg atriði eins og með forgangskröfur oþh. eða röð þar að lútandi.  Menn eru líka eitthva ósáttir með sænska Fjármálaeftirlitið því sumir vilja meina að bankinn hafi ekkert verið gjaldþrota og eigi eignir fyrir mest öllum sínum skuldbindingum.  Þetta minnir nú líka á Hollensla ráðherrann sem sagði einhversstaðar í vor, að jafnvel þó allir hollenskir bankar yrðu gjaldþrota samtímis - þá væri óraunhæft að ætla að eignir næðu ekki að dekka allar innstæður.

Nú, einnig vekur athygli þarna að vissu leiti,   framganga sænska eftirlitsins.  Það var bara bang!  Og forsendurnar algjörlega óraunhæf plön bankans og allt of mikil áhætta og ofáætlaður gróði í framtíðinni.  Að vísu, eins og áður er undirstrikað, bara rétt renndi ég yfir þetta í dag - og samkv. sumum fjölmiðlum var eins og bankinn, eða hluti hans allavega, yrði etv. opnaður aftur.  Náði því ekki alveg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2010 kl. 23:23

42 identicon

Miklar breytingar á directivinu í bígerð ?

Sjá t.d. DGS financing and borrowing between DGS.....Risk based contribution to DGS.....Risk coefficient ! 

http://ec.europa.eu/internal_market/bank/docs/guarantee/20100712_proposal_en.pdf 

Einnig ! 

First, EU different countries subject to the Directive take different positions with respect to the coverage limit, exclusions from coverage, coinsurance, offsetting, and priority granted to depositors among other things. Depositors may not know these facts, yet they need this information if they are to protect their interests and exert healthy market discipline.

Secondly, the EU is seeking to encourage greater reliance on market forces. This seems the reason why it discourages governments from providing ongoing funding for their protection systems. As a corollary, the Directive is unclear on the governments responsibility to provide financial backing to their systems even in an emergency when normal funding sources prove to be insufficient.

Moreover, there are limitations, imposed by the EC Treaty, on lending to governments or institutions (article 101) by the ECB and/or the national central banks (NCBs). There are also limitations on the EU Community’s ability to "bail out" governments and/or public entities (article 103).

These limitations may present a challenge to the deposit insurer’s

ability to compensate depositors were a large bank to fail, which is possible given the increasingly concentrated nature of banking in many EU countries.

Thirdly, the coverage limit in a number of EU countries is above the €20,000 compulsory lower limit and transitionally below it in some countries that have recently joined the EU. Higher coverage may attract bank subsidiaries and branches from other EU countries that seek to "top-up" their coverage. Topping-up could expose host countries to additional costs if any pan European bank were to fail so that a question could arise concerning who would foot the bill. The EU has no central fiscal authority and the EC Treaty places limitations on government support, as mentioned above.

Article 101

1.   Overdraft facilities or any other type of credit facility with the ECB or with the central banks of the Member States (hereinafter referred to as "national central banks") in favour of Community institutions or bodies, central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of Member States shall be prohibited, as shall the purchase directly from them by the ECB or national central banks of debt instruments.

2.   Paragraph 1 shall not apply to publicly owned credit institutions which, in the context of the supply of reserves by central banks, shall be given the same treatment by national central banks and the ECB as private credit institutions.

Article 103

1.   The Community shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of any Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project. A Member State shall not be liable for or assume the commitments of central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of another Member State, without prejudice to mutual financial guarantees for the joint execution of a specific project.

2.   If necessary, the Council, acting in accordance with the procedure referred to in Article 252, may specify definitions for the application of the prohibition referred to in Article 101 and in this Article.

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 09:31

43 identicon

http://ec.europa.eu/internal_market/bank/docs/guarantee/20100712_proposal_en.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 09:42

44 identicon

Sjá  lið (c) um fyrirhugað vxtafyrirkomulag lána á milli sjóða !

newArticle 10Borrowing between Deposit Guarantee Schemes 1.A scheme shall have the right to borrow from all other Deposit Guarantee Schemesreferred to in Article 1(2) within the Union provided that all of the followingconditions are met: (a) the borrowing scheme is not able to fulfil its obligations under Article 8(1)because of previous payments within the scope of the first and secondsubparagraph of Article 9(5). (b) the situation referred to in point (a) of this subparagraph is due to a lack ofavailable financial means referred to in Article 9. (c) the borrowing scheme has made recourse to extraordinary contributionsreferred in Article 9(3) (d) the borrowing scheme undertakes the legal commitment that the borrowedfunds will be used in order to pay claims under Article 8(1). (e) the borrowing scheme is not currently subject to an obligation to repay a loanto other Deposit Guarantee Schemes under this Article. (f) the borrowing scheme shall state the amount of money requested. (g) the total amount lent may not exceed 0.5% of eligible deposits of theborrowing scheme. (h) the borrowing scheme informs without delay the European Banking Authorityand states the reasons why the above conditions are fulfilled and the amount ofmoney requested.The amount referred to in point (f) of the first subparagraph shall be determined asfollows: [amount of covered deposits to be repaid under Article 8(1)] – [available financial means+ maximum amount of extraordinary contributions referred to in Article 9(3)]

 

The other Deposit Guarantee Schemes shall act as lending schemes. For this purpose,Member States in which more than one scheme is established shall designate onescheme acting as the lending scheme of this Member State and inform the EuropeanBanking Authority thereof. Member States may decide if and how the lendingscheme is reimbursed by other Deposit Guarantee Schemes established in the sameMember State.Deposit Guarantee Schemes being obliged to repay a loan to other Deposit GuaranteeSchemes under this Article shall not lend to other Deposit Guarantee Schemes The loan shall be subject to the following conditions: (a) each scheme shall lend the amount proportionate to the amount of eligibledeposits at each scheme without taking account of the borrowing scheme andDeposit Guarantee Schemes referred to under point (a). The amounts shall becalculated pursuant to the latest confirmed monthly information referred to inArticle 9(7). (b) the borrowing scheme shall repay the loan at the latest after 5 years. It mayrepay the loan in annual instalments. Interest shall be due only at the time ofrepayment. (c) the interest rate shall be equivalent to the marginal lending facility rate of theEuropean Central Bank during the credit period. 3.The European Banking Authority shall confirm that the requirements referred to inparagraph 1 have been met, state the amounts to be lent by each scheme as calculatedpursuant to paragraph 2(a) and the initial interest rate pursuant to paragraph 2(c) aswell as the duration of the loan.The European Banking Authority shall transmit its confirmation together with theinformation referred to in paragraph 1(h) to the lending Deposit Guarantee Schemes.They shall receive this confirmation and information within 2 working days. Thelending Deposit Guarantee Schemes shall, without delay but at the latest withinfurther 2 working days after reception effect payment of the loan to the borrowingscheme. 5.Member States shall ensure that the contributions levied by the borrowing schemeare sufficient to reimburse the amount borrowed and to re-establish the target level as

soon as possible

 

http://webcache.googleusercontent.com/search?q=cache:VMKnnr9lCicJ:ec.europa.eu/internal_market/bank/docs/guarantee/20100712_proposal_en.pdf+article+9+financing+of+deposit+guarantee+scheme&cd=2&hl=en&ct=clnk

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 10:49

45 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Takk fyrir þetta Hólmsteinn, það er athyglisvert að sjá hvaða breytingar eru fyrirhugaðar á tryggingakerfinu, einmitt og ekki síst vegna reynslunnar af Icesave klúðrinu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 31.8.2010 kl. 11:37

46 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessum breytingum á direktivinu virðist alveg sérstaklega vera beint gegn lánsamningum eins og Svavarssamningnum og þeir bannaðir með öllu. 

Guðmundur Jónsson, 31.8.2010 kl. 13:26

47 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, lán til 5 ára á marginal lending ECB.  Um 4-5% að meðaltali frá 2000.  Eða nei, held ekki.

http://www.ecb.int/stats/monetary/rates/html/index.en.html

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 15:19

48 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ómar Bjarki: Ég held mig við það að fastir vextir eru miklu hyggilegri en breytilegir. Vona að menn leiðist ekki út í fljótandi vexti út af einhverjum dellu-upphrópunum í stjórnarandstöðunni. En auðvitað skipta þessar hugmyndir um nýtt tryggingakerfi í Evrópu engu máli í Icesave málinu, nýju reglurnar eru ekki afturvirkar og hafa enga sérstaka þýðingu við úrlausn þess máls sem fyrir liggur.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 31.8.2010 kl. 15:39

49 identicon

Hvaða heilvita maður með reynslu myndi setja 183 milljarða í nýju bankana, verandi með lögfræðiálit um að gengislán gömlu bankanna væru ólögleg í vasanum! Myndir þú ráða slíkan mann í vinnu Vilhjálmur? Einnig, hvaða bjáni (annar er GM og SJS) myndu endurreisa landsbankann? hann átti að vera þrotabú (eins og XB reyndi að sannfæra þessa kjána um)...Ríkisstjórnin vildi falsa atvinnustigið í landinum með því að endurreisa þann banka og halda líkum í lánaportfolio hans (gjaldþrota fyrirtækjum) lifandi.

ragnar (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 22:06

50 identicon

En þetta er í lagi, Samfo er búin að reka Gylfa og nú segir sagan að einhver Oddný sem engin veit hver er, nema að hún kaus JA með ICESAVE, se að verða EFNAHAGS og VIÐSKIPTAMÁLARÁÐHERRA ÍSLANDS!

her er hennar CV

http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=719

ragnar (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 22:09

51 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ragnar: Ákvörðun um fjármögnun nýju bankanna, samninga við kröfuhafa vegna þeirra og hlut ríkissjóðs í þeim er á ábyrgð fjármálaráðuneytis.  Sjálf prinsippákvörðunin um að endurreisa bankana var tekin af fyrri ríkisstjórn og byggðist m.a. á ráðgjöf sérfræðinga frá JP Morgan.  Getur þú útskýrt hvernig það hefði átt að virka ef nýi Landsbankinn hefði ekki verið stofnaður (sá gamli er vitaskuld þrotabú)?  Hvernig hefði átt að fara með innistæður innlendra aðila?  Hvernig hefði átt að fara með lán og önnur viðskipti fyrirtækja og stofnana sem voru í viðskiptum við Landsbankann?  Hafa verður í huga að við búum í réttarríki þar sem gildandi lög hverju sinni eiga við um aðstæður, í þessu tilviki t.d. gjaldþrotalög, ákvæði stjórnarskrárinnar um eignarrétt og bann hennar við afturvirkni laga.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 4.9.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband