Allt of strangar reglur

Reglurnar um dvalarleyfi og atvinnuleyfi fólks utan EES, svo og ríkisfang, eru að mínu mati allt of strangar og í reynd mannfjandsamlegar.  En það er þá einmitt því verra ef stjórnmálamenn og æðstu embættismenn geta treyst á hjáleiðir sem ekki standa öllum til boða, þvert á gegnsæja stjórnsýslu, og þurfa ekki að lifa sjálfir við hinar ofurströngu reglur þegar á reynir.  Auðvitað vill enginn vera undirseldur þessum reglum þegar þær bitna á eigin skinni, þetta eru einmitt reglur sem fólki finnst allt í lagi að gildi um aðra en ekki t.d. tilvonandi tengdabörn þess sjálfs.

Sem sagt: aðalatriði málsins er að það þarf að losa um og einfalda allt regluverk í kring um það kjarkaða fólk sem langar til að flytja til Íslands.  Við erum rík þjóð í fámennu og dreifbýlu landi og ef einhver getur tekið við nýju fólki, þá erum það við.


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunnhyggnisleg umræða um verðtryggingu

Nú hefur enn einu sinni skotið upp kollinum umræðan um að banna eða "afnema" verðtryggingu lána.  Frjálslyndi flokkurinn hefur m.a. gert þetta að einu af sínum málum, sem er sterk vísbending um að málið sé bæði popúlistískt og vitlaust. 

Verðtryggingin er engan veginn slæm í sjálfri sér.  Verðtryggð lán eru með föstum vöxtum, jafngreiðslulán og til langs tíma.  Greiðslubyrði af þeim er mjög stöðug og helst almennt í hendur við kaupmátt fólks (þ.e. verðlag, þar á meðal laun).  Vegna þess að verðbólguáhætta er engin geta vextir verið tiltölulega lágir á þessum lánum.

Óverðtryggð lán hafa allt aðra eiginleika.  Þau eru yfirleitt með breytilegum vöxtum, enda vilja fáir lána óverðtryggt til 25-40 ára á föstum vöxtum nema vextirnir séu þá því hærri og innifeli ríflegt verðbólgu- og áhættuálag.  Það þýðir að greiðslubyrði sveiflast verulega eftir vaxtastigi í landinu, miklu meira en greiðslubyrði verðtryggðra lána.  Um þessar mundir væru t.d. afborganir af dæmigerðu óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum gríðarlega háar og væru að sliga heimilin í landinu.  Má segja að eini kostur þeirra væri að peningamálastjórnun Seðlabankans biti þá betur en nú er raunin.

Bankarnir hafa boðið óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa og erlendu lánin sem margir taka í dag eru líka valkostur á markaðnum.  Af hverju í ósköpunum ættum við að fækka valkostum á lánamarkaði með valdboði hins opinbera?  Af hverju ekki bara að leyfa neytendum að velja eins og hingað til?

Afnám verðtryggingar er svona dæmigert upphrópunarmál fólks sem veit í raun ekkert um hvað það er að tala.


Arfavitlaus Moggaleiðari um fjármagnstekjuskattinn

Gerði athugasemd við leiðara Morgunblaðsins frá föstudegi 26. janúar sl. um fjármagnstekjuskattinn.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband