8.2.2009 | 15:43
Brilljant bloggfærsla um krísu peningakerfisins
Mæli eindregið með frábærri greiningu, eins og vænta mátti úr þeim ranni, frá Hjálmari Gíslasyni um peningakerfið og endimörk vaxtarins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk Villi.
Rétt að taka fram að ég breytti vísun í myndina Money as Debt. Ég veit meira núna en ég vissi þegar ég horfði á hana fyrir nokkrum mánuðum og hún nær ekki öllum hlutum rétt þó inntakið sé ágætt. "Takið henni því með saltkorni", eins og þeir segja í Ameríku.
Hjálmar Gíslason (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:06
Ég hlustaði á fyrirlestur Gunnars Tómassonar hagfræðings í Reykjavíkurakademíunni í gær, laugardag. Þar var hann m.a. spurður um tilurð peninga, og svaraði mjög skýrt og einfaldlega: peningar eru skuld.
Svona verða peningar til: Ég fer í bankann og legg inn skuldaviðurkenningu (sem verður eign bankans), og hann býr til krónur úr engu og leggur inn á hlaupareikninginn minn í staðinn (sem verður skuld bankans). Bankinn er eftir sem áður í jafnvægi eigna og skulda, en ég þarf að borga honum vexti fyrir greiðann. Svo eru bankar í viðskiptum við Seðlabanka, sem treystir þeim til að fá afhenta seðla og mynt út á krít, a.m.k. meðan þeir uppfylla skilyrði um lágmarks eiginfjárhlutföll.
Annars er þetta mjög vel og rækilega útskýrt hjá Hjálmari, lesið þá færslu vel!
Vilhjálmur Þorsteinsson, 8.2.2009 kl. 23:25
Og P.S.: Það er morgunljóst að með gríðarlegum vexti peningamagns í umferð á Íslandi hefði verið skynsamlegt af Seðlabankanum að hækka bindiskyldu og safna gjaldeyrisforða. Þetta er nóta bene ekki bara "vitur eftir á" staðhæfing, heldur virðist hún leiða beint af þeim gögnum sem fyrir lágu og peningahagfræði 101. En bankinn gerði hvorugt, lækkaði meira að segja bindiskylduna fremur en að hækka hana.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 8.2.2009 kl. 23:40
"Mest af þessum peningum er samt bara horfinn: Púff, bang - ekki lengur til!
Enda var hann bara loft og vísaði ekki á raunveruleg verðmæti - alveg eins og ég grísaði á í október þegar ég vissi sáralítið um þessi mál."
Þetta eru orð að sönnu. Peningarnir voru einfaldlega aldrei til. Margir töldu að þeir væru til en nú uppgötva þeir sér til skelfingar að þeir voru bara loforð um greiðslur sem í mörgum tilefellum er ekki hægt að standa við. Eins og Hjálmar segir, PÚFF!!!...
Þetta hefur oft gerst áður og á vafalaust eftir að endurtaka sig...
http://en.wikipedia.org/wiki/South_Sea_Company
"Joseph Spence wrote that Lord Radnor reported to him "When Sir Isaac Newton was asked about the continuance of the rising of South Sea stock… He answered 'that he could not calculate the madness of people'."[3] Newton's niece Catherine Conduitt reported that he had participated and "lost twenty thousand pounds. Of this, however, he never much liked to hear…"[4] This was a fortune at the time but it is not clear whether it was a monetary loss or an "opportunity-cost" loss."
Hörður Þórðarson, 9.2.2009 kl. 04:21
Sæll Vilhjálmur,
Takk fyrir gott blog! Hérna er grein eftir þá Gylfa Zoega og Jón Daníelsson um ástæður efnahagshrunsins: http://risk.lse.ac.uk/rr/files/i.pdf
Bjóst við að þú hefðir áhuga á þessu.
Egill M. Friðriksson, 10.2.2009 kl. 00:47
Sæll Egill! Jú, ég er búinn að lesa hina prýðisgóðu og skilmerkilegu skýrslu Gylfa og Jóns, og mæli með að aðrir geri það. Þeir eru alveg "með þetta".
Vilhjálmur Þorsteinsson, 10.2.2009 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.