Ofhitnunin var augljós

Hér er graf yfir peningamagn í umferð (M1, M2 og M3) sl. átta ár skv. gögnum frá Seðlabankanum:

Peningamagn í umferð

Athyglisvert er hið gríðarlega stökk sem verður um og upp úr áramótum 2006-2007.  Í febrúar 2007 verður "litla kreppan" þar sem krónan veikist og erlendar greiningardeildir lýsa ítrekuðum efasemdum um íslenska hagkerfið.  Peningamagnið heldur samt áfram að vaxa hröðum skrefum, m.a. vegna jöklabréfa, og langtum hraðar en landsframleiðsla.

Hafa verður í huga að ávöxtunarkrafa til fjármuna í ISK var á þessum tíma a.m.k. 13-15%.  Segja má að bankarnir hafi mátt hafa sig alla við að koma hinu sívaxandi peningamagni í vinnu, sem hefur beinlínis kallað á aukna áhættusækni (gírun).  Öðruvísi var ekki unnt að skila 13-15% ávöxtun, jafnvel þótt nafnávöxtun væri.  (Hinn möguleikinn var að stíga út úr dansinum, eins og ábyrgir bankamenn áttu að gera, en hlutabréfamarkaðurinn hefði refsað fyrir það!)

Jafnvel fyrir amatörhagfræðing eins og mig er kýrskýrt af þessu grafi að þenslan og veislan í krónunni gat ekki haldið áfram til lengdar.  Það var stærðfræðilega ómögulegt, hvað þá hagfræðilega eða raunverulega.

Hvað voru þeir sem báru ábyrgð á efnahagsmálum og peningamálastefnu, og þáðu laun fyrir að reikna út, spekúlera í, og bregðast við þessum tölum, að hugsa?


Bloggfærslur 11. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband