Engin fyrirgreiðsla frá Seðló...

Björgólfur Thor segir í Kompási, sem sýndur verður á morgun á Stöð 2, að Landsbankinn hafi verið búinn að gera díl við breska fjármálaeftirlitið um að aflétta Icesave-ábyrgðum af íslenska innistæðutryggingasjóðnum og færa þær til Bretlands.  Bankinn þurfti að leggja fram 200m pund til dótturfélags síns í Bretlandi og málið fengi flýtimeðferð í kjölfarið.  Seðlabanki Íslands var beðinn um lán, gegn veðum, til að unnt væri að leggja fram féð, en hann neitaði um fyrirgreiðsluna.

Hér skýrist hvað átt var við í samtali Árna Mathiesen og Alistair Darling:

AD: Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé einnig fyrir bí?
ÁMM: Já, þeir fengu ekki það fé.
AD: Veistu, ég skil svo sem afstöðu þína.  Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilegan hnekki.
ÁMM: Já, við gerum okkur það ljóst.  Við reynum allt í okkar valdi til að komast hjá því.  Við þurfum að tryggja ástandið innanlands áður en ég get lofað þér einhverju öðru.

Þarna sýnist hafa verið tekin stórkostlega röng ákvörðun fyrir íslenska hagsmuni.  Ef svo reynist, bætist hún við mjög langan klúðurlista Seðlabankans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta er mjög mjög stór frétt og hollt verður að heyra rökstuðning Seðlabankans!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvers vegna átti Seðlabankinn að lána einkabankanum Landsbankanum þetta fé til að færa út kvíarnar? Átti hann eitthvað frekar að lána Landsbankanum í sína hít frekar en Glitni á sínum tíma?

Er þetta ekki bara enn ein tilraun útrásarsnillings til að kenna öðrum um sínar ófarir, ríkinu, Seðlabankanum, eyðslugleði skúringarkvenna, sólinni fyrir að skína og ég veit ekki hvað?

Ekki það að ég tek að mörgu leyti undir gagnrýni þína á Seðlabankann.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Til hvers eru Seðlabankar?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þeir eru ekki bara peningaprentvélar, Anna.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Já, Anna hittir naglann á höfuðið.  Markmið Seðlabankans eru tvenn skv. lögum: 1) að stjórna peningamálum þannig að verðbólga sé innan marka, og 2) að tryggja fjármálastöðugleika.  Hluti af hvoru tveggja er að leggja bönkum til lausafé og að vera lánveitandi til þrautavara.  Vegna mikilvægis fjármálakerfisins eru bankar ekki eins og hver önnur einkafyrirtæki, enda eru þeir undir sérstöku ströngu eftirliti (FME) og eiga að geta reitt sig á stuðning Seðlabankans, a.m.k. innan skynsamlegra marka.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.10.2008 kl. 22:41

6 identicon

Það vona ég, Íslendinga vegna, að Björgólfur fari þarna frjálslega með sannleikann.

Því ef rétt er að Bretar buðust til að bjarga íslenska ríkinu og færa alla ábyrgð IceSave yfir til Bretlands - fyrir skitna 30-40 milljarða - og íslensk stjórnvöld höfnuðu.......þá hef ég ákveðna hugmynd um næsta undirskriftalista á Íslandi.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvað eru þeir þá, Theódór?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:42

8 identicon

Það verður forvitnilegt að heyra hvað seðlabankinn hefur að segja!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Varla er það hlutverk seðlabankans að ná fram hefndum gegn Æðstastrumpsins  miður þóknanlegum viðskiptajöfrum án tillits til heildarhagsmuna lands og þjóðar!

(Vegna athugasemda Theodórs).

Kristján H Theódórsson, 26.10.2008 kl. 22:51

10 identicon

Samkvæmt öllum hagfræðibókum sem ég hef lesið hafa seðlabankar það hlutverk einnig sem kallast "lender of last resort" eða lánveitandi bankanna til þrautavara, en sennilega á það ekki við á Íslandi vegna séríslenskra aðstæðna.

Það er síðan ekki víst að seðlabanki íslands muni segja mikið um þetta mál, því að minsta kosti í Svíþjóð eru síðustu tilkynningu hans líkt við drápu (lofkvæði til stórmenna, skv. sænskri orðabók) á baksíðu Dagens Industri, sem hefur 400000 lesendur.

Asgeir i Gautaborg (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:54

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vilhjálmur hvað segir þú um þá gagnrýni að bankarnir hafi verið orðnir slík skrímsli að ríkið (lesist Seðlabankinn) gat ekki verið bakland fyrir þá?

Og ef það átti að veita þetta lán fyrir Icesave í Bretlandi hvað þá um útibúin í Hollandi, Belgíu, Noregi og Guð má vita hvar? Átti að veita þeim samskonar fyrirgreiðslu?

Þarf virkilega ennþá að minna á hvaðan þessir peningar eiga að koma? Hvaðan annars staðar en úr vösum skattgreiðenda?

Það er talað um að ætlað lán frá Alþj. Gjaldey.sj. upp á 200 milljarða kosti hvert mannsbarn 300 þúsund á ári með vöxtum í 4 ár. Þessir peningar vaxa ekki á trjám í Seðlabankanum.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 23:14

12 Smámynd: Egill Jóhannsson

Veltum þessu nú aðeins rökrétt fyrir okkur og þá þykir mér þetta rökrétt atburðarás.

Ef þetta er rétt að Bretar hafi boðið að íslensk stjórnvöld gætu sett 200 milljónir punda inn til Bretlands spáum þá fyrst í hverjir hefðu líklega tekið ákvörðun um það. Í því samhengi vil ég nefna að mér þykir það einfaldlega ekki trúverðugt að einn maður (lesist Davíð Oddsson) snúi tugum manna og láti þá fara að vilja sínum.

Þið munið eftir fundunum í ráðherrabústaðnum helgina örlagaríku. Þar funduðu allir helstu ráðherrar, fjármálaeftirlit, Seðlabanki, lífeyrissjóðir, aðilar vinnumarkaðar og bankamenn og ýmsir fleiri þ.á.m. erlendir ráðgjafar. Ætli það sé ekki líklegt að fleiri en Seðlabanki og fleiri en einn maður í Seðlabankanum hafi komið að ákvörðun? Jú, auðvitað.

Og niðurstaðan hefur, eins og síðar kom berlega í ljós, verið sú að leggja ekki til þessar 200 milljónir. Og þá getur maður velt fyrir sér rökréttri ástæðu þess.

Hún er líklega sú sama og átti við Glitni þ.e. að líklega væri verið að setja peninga í hít sem væri botnlaus og menn hefðu einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við Íslendingar ættum einfaldlega ekki fyrir þessu. Gætum ekki borgað skuldir bankanna.

Í því samhengi er rétt að minna á að þó Seðlabankar séu hugsaðir sem lánveitendur til þrautavara þá er það ekki skylda þeirra að lána bönkum nema líklegt sé að þeir geti borgað til baka. Þess vegna hefur t.d. Bandaríkjastjórn ákveðið að láta suma banka falla.

Það var einfaldlega þetta þ.e. við getum ekki borgað skuldir bankanna sem Geir H. Haarde sagði þegar hann talaði á blaðamannafundinum seinnipart mánudagsins og þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um neyðarlögin á þinginu um kvöldið. Það var þetta sem Árni var að segja í símtalinu og það var þetta sem Davíð Oddsson sagði i viðtalinu fræga.

Það var einfaldlega tekin sú ákvörðun á sunnudagsnóttina að borga EKKI skuldir bankanna í útlöndum en þó yrði að standa skil á innstæðum erlendis eins langt og alþjóðlegir samningar segðu til um og þess vegna voru innstæður settar sem forgangskröfur í neyðarlögunum.

Þetta var auðvitað skelfilegt að þurfa að taka þessa ákvörðun en líklega var hún sú eina rétta í stöðunni.

Þessi slæma staða var komin til af tveimur ástæðum.

1. Gríðarleg lánsfjárkreppa í heiminum sem jókst gríðarlega í september og byrjun október með hruni Lehman Brothers. Þó skal haldið til haga að lánsfjárkreppa heimsins hófst mun fyrr eða sumarið 2007 með gjaldþroti tveggja vogunarsjóða í eigu Bear Sterns sem fór síðar sjálfur á hausinn í mars 2008.

2. Bankarnir voru látnir verða of stórir m.v. íslenska hagkerfið þ.e. ekki var raunhæft að lítið hagkerfi með sjálfstæða mynt gæti haldið uppi svona stóru bankakerfi.

Þar brugðust stjórnvöld, bæði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og einnig núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem hefur verið við völd síðan 25. maí 2007 og hefði átt átt að vera búin að gera ráðstafanir vegna bankanna. En gerði ekki.

Egill Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 23:33

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Getur verið rétt Egill, en þá er ábyrgð stjórnenda Íslands orðin enn meiri, svo má ekki gleyma að fjármálaeftirlitið var alltaf að gefa þessum bönkum grænt ljós???

Maður áttar sig ekki á þessu.  Einnig átti að koma strax fram að Bretar hefðu boðið þetta? Af hverju var okkur ekki sagt það fyrr?  Hvar voru fjölmiðlar og stjórnmálamennirnir, sem voru kosnir á þing?  

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.10.2008 kl. 23:40

14 Smámynd: Egill Jóhannsson

Anna.

Einmitt. Fjármálaeftirlitið kom reglulega með fréttir um góða útkomu bankanna úr svokölluðu álagsprófi. Síðast í ágúst 2008.

En það var ekki fyrr en Glitnir féll í lok sept. 2008 að það kom fram að álagsprófið tók á öllum þáttum nema einum mjög mikilvægum þætti - lausafjárstöðu. Furðulegt.

Í þessu samhengi er mjög áhugavert að velta fyrir sér kröfunni um afsögn Davíðs Oddsonar sem Samfylking hefur haldið mjög á lofti. En fulltrúi Samfylkingar í bankaráði Seðlabanka er m.a. varaformaður bankaráðs, Jón Sigurðsson. Og hann er formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins.

Það sem vantar í íslenskt samfélag og hefur alltaf vantað er;

1) gagnsæi og

2) vel skilgreind ábyrgð.

Það er engin furða að gagnsæi vanti þegar stjórnmálaflokkarnir, allir með tölu, neita að opna bókhald sitt. Eftir höfðinu dansa limirnir. Og það er engin furða að ábyrgð sé illa skilgreind þegar fyrirgreiðslupólitík er allsráðandi þar sem menn eru kosnir á þing því þeir lofa höfn, jarðgöngum eða öðru slíku fyrir atkvæði.

Fjölmiðlarnir hafa líka brugðist því þeir hafa EKKI skilgreint "fólkið í landinu" sem sína skjólstæðinga heldur "stjórnmálaöfl" og/eða "viðskiptablokkir". Já, það hefði verið gott að hafa fjölmiðlalögin.

Egill Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 23:55

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Egill, vil samt benda á að Björgúlfur nefndi líka á Stöð2 að Landsbankinn hefði komið með traust veð.  Hann nefndi íslensk og þýsk ríkisskuldabréf?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 00:07

16 identicon

Ágætar vangaveltur, en eftir stendur þetta.

Bresk stjórnvöld bjóða íslenskum að taka alla ábyrgð á IceSave fyrir 30-40 milljarða.  Íslensk stjórnvöld hafna boðinu.  Hér var sem sagt ekki bara um "eitthvað lán" að ræða, heldur grunsamlega gott tilboð af hálfu breskra stjórnvalda (ef rétt er hjá Björgólfi). 
Hvernig datt mönnum í hug að hafna þessu?

Jafnvel þó þetta "klink" hefði aldrei verið borgað til baka, væri það himnasæla miðað við stöðuna í dag.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:27

17 Smámynd: haraldurhar

   Eg álít að svarið við vangaveltum ykkar hér að ofan sé að finna í Kastljósviðtali við Davíð Oddsson, er hann boðaði kennitöluskipti á bönkunum, og greiða ekki skuldir bankanna erlendis, þá stæðum við svo miklu betur.

  Hann og fleiri er héldu að þeir gætu skotið sér undan ábyrgð og hlaupið frá skuldum réðu ferð, er þeir vissu ekki hvar myndi enda.

  Það er ömurlegt hlutskipti okkar á þessum hörmungartímum að sita uppi með bráðónýta stjórnendur skipaða eftir pólitízkum línu eða klíku.  Þessu verður að linna við höfum ekki legur efni á þessu nóg er nú tap okkar orðið samt.

haraldurhar, 27.10.2008 kl. 00:36

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geta ríkisstjórnir mangað sín á milli um hvort þessi eða hinn einkabanki fái að stofna dótturfélag í landinu? Eru ekki einhverjar reglur til um það? Hvers vegna átti íslenska ríkið að ganga að einhverjum afarkostum breska ríkisins?

Theódór Norðkvist, 27.10.2008 kl. 00:41

19 identicon

30-40 milljarðar fyrir fulla ábyrgð á innistæðum 300.000 viðskiptavina  IceSave.

Afarkostir.



baldur mcqueen (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:58

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Árni spyr góðra spurninga á

http://eyjan.is/blog/2008/10/26/bjorgolfur-thor-rikisstjornin-og-sedlabankinn-kludrudu-icesave-malinu/#comment-15515

...svo ég vitni í hann...

"Þetta hljómar verulega undarlega. Lítum aðeins á það sem Darling sagði í samtalinu við Árna:

Darling: What I ... I take it therefore that the promise Landsbanki gave us, that is was going to get 200 million pounds of liquidity back into it, has gone as well.
Mathiesen: Yes, they didn’t get that liquidity.

Nokkrar spurningar koma upp:

1) “...the promise Landsbanki gave us...” Lofaði Landsbankinn Bretum að setja 200 m af “liquidity” inn í bankann í UK eða breska FME án þess að tala við íslenska ríkið fyrst? Björgólfur sagði að þeir hefðu EKKI FENGIÐ SVAR fyrr en frestur rann út. Segir það ekki að Landsbankinn lofaði upp í ermina á ríkinu?

2) Segjum að ríkið hefði viljað gera þetta. Átti það þá að leggja 40 milljarða inn á reikning í Bretlandi með 4 tíma fyrirvara? Sér enginn hvað það er mikil bilun að láta sér detta í hug að það geti gerst?

3) Björgólfur sagði að þeir hefðu lofað traustum veðum x5 fyrir þessum peningum, þar á meðal þýskum og íslenskum ríkisskuldabréfum. Þýðir þetta að Landsbankinn hafði eignir upp á 1 milljarð punda sem voru ekki veðsettar? Ef svo var, af hverju lentu þeir í vandræðum? Hvar er þessi milljarður núna? Bankinn var frystur rétt eftir þetta. Er það rétt skilið að það sé 1 milljarður punda á sveimi í bankanum, óveðsettur, í ríkisskuldabréfum? Eða var veðið utan Landsbankans?

4) Hver bauð þessi veð - ef þau voru þá boðin? Var það Landsbankinn? Novator? Ef veðin komu annarsstaðar frá en úr Landsbankanum, af hverju var ekki búið að nota hluta eignanna sem voru á bakvið þau til þess að bjarga Icesave löngu áður? Var betra að nota peningar skattborgara sem tryggingu en eigin peninga?"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 01:01

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, en Baldur hvaða kröfu á breska ríkið á það íslenska að reiða fram peninga til að leyfa einkabanka að starfa í landinu? Á grundvelli hvaða laga geta þeir heimtað þennan pening?

Theódór Norðkvist, 27.10.2008 kl. 01:16

22 identicon

Það er víst kallað „lausa-fjár-kreppa“ Anna.

Gunnar (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 01:29

23 identicon

Theódór.

Með fyrirvara.  Ég er afskaplega þreyttur, en þetta er ca svona.

Þegar IceSave var opnað í Bretlandi, gekkst íslenska ríkið undir ákveðnar skuldbindingar.  Sem sagt þær, að tryggja innistæður hverrar einustu persónu upp að allt að 20.000 evrum, ef illa færi (áhlaup á bankann etc.).  Þetta er samkvæmt EES samningi og má einnig sjá hér.
Um þessa ábyrgð þarf varla að deila, því það er nú grunnurinn í allri "Bretadeilunni" að íslensk stjórnvöld vilja halda fram að þau hafi ávallt ætlað að standa við þessa skuldbindingu.

Þessa ábyrgð vildu, að ég best veit, bæði Bretar og Íslendingar koma á Breta; væntanlega því báðir aðilar sáu að Íslendingar gætu átt erfitt með að standa við sitt.
En eðlilega vildu bresk stjórnvöld ekki flytja ábyrgðina af öllum þessum reikningum yfir á sig, nema innistæðurnar væru klárar í bankanum.  Það hlýtur þú að skilja?

Í ljósi þess að kröfur Breta í dag - þó bara sé litið á þær sem eru klárar og viðurkenndar af íslenskum stjórnvöldum - nema mun hærri upphæð en 30-40 milljörðum, hlýt ég að kalla þetta skref Bretanna "tilboð" fremur en "kröfur" eða "heimtingu".

En set þó þann fyrirvara að hér er um óstaðfestar fréttir að ræða.  Ég á erfitt með að skilja hví Darling myndi setja hagsmuni Íslendinga ofar hagsmunum þeirra sem hann á að þjóna - og enn erfiðara að átta mig á hvers vegna íslensk stjórnvöld ættu að hafa hafnað þessu.  Ég er því efins.  Enn sem komið er.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 02:03

24 Smámynd: Egill Jóhannsson

Anna:

Þetta eru einmitt lykilspurningar sem þessi Árni spyr. Lofaði Landsbankinn þessu og ætlaði síðan að fá þessa peninga að láni korter fyrir gjaldþrot. Þetta eru svipuð vinnubrögð eins og í Glitnis málinu þar sem menn hringja á fimmtudegi og biðja um fund með Davíð Oddsyni og þurfa helst að vera búnir að fá svar á daginn eftir. Um 86 milljarða.

Baldur: Eins og ég hef skrifað hér áður þá blasir við þeim sem það vilja sjá að þessir 40 milljarðar hefðu bara verið dropi í hítina. Það voru augljóslega tugir manna búnir að fara yfir málið alla helgina örlagaríku og niðurstaðan var sú að þetta gengi ekki.

Gunnar: Það er einmittt málið. Lausafjárkreppa. Og hún var löngu byrjuð, a.m.k. í okt./nóv. 2007 og ágerðist eftir því sem leið á árið 2008. Umræddur fundur sem þetta meinta boð Landsbankans átti að hafa farið fram var síðan haldin í september 2008. Og þá var lausafjárkreppan fyrst að orðin alvöru eftir fall Lehman Brothers.

Það var því alveg borðleggjandi að einhverjir 40 milljarðar voru bara byrjunin. Alveg eins og 86 milljarðarnir sem Glitni vantaði til að greiða af láni 15. okt. Það voru hundruðir milljarða framundan sem ekki var til laust fé til að borga. Lausafjárkreppa.

Og síðan hafa hlutirnir á heimsvísu eingöngu versnað. Flestar þjóðir heims búnar að bjarga nánast öllum sínum bönkum. Og veltið aðeins einu fyrir ykkur? Afhverju ætli Seðlabankar flestra vestrænna ríkja hafið hafnað því að hjálpa Seðlabanka Íslands um lán til að halda okkar bönkum gangandi.

Annaðhvort gerðu þeir allir mistök eða þeir einfaldlega voru búnir að sjá að það væri ekki hægt að bjarga þeim. Þeim sögðu því blákalt nei, létu þá falla, og sendu okkur í endurhæfingu hjá IMF. Bretar gerðu síðan illt verra með því að nota hryðjuverkalög til að frysta eignir og rýra virði þeirra. Þeir skemmdu fyrir sér og okkur í pólitískum leik.

Egill Jóhannsson, 27.10.2008 kl. 02:10

25 Smámynd: Helgi Jónsson

Hvaða álit sem menn vilja hafa á aðdraganda þessara atburða, á að gera athugun á því hver beri ábyrgð á þessum mistökum, Reka á manninn-mennina í hvelli og reyna að koma hæfara fólki fyrir í þeim stöðum sem taka slíka ákvörðun.

Það á eftir að koma margt í ljós næstu vikurnar, því krafan er sú að vita hver gaf skipun um hverja vitleysuna á fætur annari, Geir, Davíð eða Árni.

Helgi Jónsson, 27.10.2008 kl. 02:45

26 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég tel að skýring Egils sé rétt. Nákvæmlega svona gerðist þetta. Uppgjöf.

Uppgjöf andspænis sannleikanum, ekki annarra kosta völ.

Fúlt, en staðreynd. Staðreynd sem ekki verður neitað, draumurinn búinn. Stund sannleikans runnin upp.

Dramatískt, en satt engu að síður.

Endurtekning einkaharmleiks margra á þjóðlega vísu.

Og bráðum alþjóðlega, ef svo fer sem horfir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 03:42

27 identicon

Athugið að ankamálaráðherra var sýnist mér á fundinum þar sem þessum 200 millum var lofað. Þarna er því um að ræða loforð sem einhver veigur á að vera í.

Síðan fer málið í annan farveg. Og gleymið ekki að í þann farveg fór málið eftir að Davíð hafði látið það hjá líða að ráðfæra sig við nokkurn hagfræðinga Seðlabankans. 

Finnur Hansen (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 06:22

28 identicon

Það er eins og Seðlabankinn eigi alltaf að redda öllum.    Förum samt aftur yfir staðreyndir eins og ég sé þær.

1. Eigið fé bankans er um 91 milljarður.

2. Það var búið að losa um lánalínur milli bankans og viðskiptabankanna gömlu fyrir hundruðir milljarða. Meira að segja fá leppa til þess að skuldsetja sig frekar (Icebank, VBS o.fl.).  Þar af leiðir er bankinn tæknilega gjaldþrota ef viðskiptabankarnir eru að fara í þrot.

3. Glitnir biður um 90 milljarða prontó.   Býður sem veð húsnæðislán og bílalán í Noregi.  Ef bankinn lánar, hvað dugar það lengi?  sennilega 2 mánuði.  Eru líkur á endurgreiðslu einhverjar? Nei.

4. Landsbankinn biður um 200 milljarða prontó, v. Icesave.  Segjast eiga fullt af veðum og krónum sem ekki er hægt að koma í verð.  En voru þeir ekki búnir að vera að neita því að færa til eignasafn sitt til UK út af Icesave o.fl. svo mánuðum skiptir? 

5. Vaxtastefnan var strönduð og krónan verðlaus.  S.b.r. fyrri klúðurslista og aðarar mjög gagnlegar ábendingar síðuhaldara. 

Hvað er þá til ráða?  Á að brenna upp þá tæplega 300 milljörðum sem er ekki endilega víst að leysi vandan nema þá rétt þá vikuna?    Hefði Kaupþing staðið stormin af sér?  Hefði Landsbankinn staðið stormin af sér?  Glitnir hefði það ekki og það hefði haft sömu afleiðingar í för með sér líklega ...

Eða á að brenna upp 600 milljörðum og þá hvernig?

Athugið að menn voru á fundum í 4 daga og allir málsmetandi menn voru kallaðir til.  Davíð réð þessu ekki. 

Árni (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:29

29 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það hljóta að vera til skýrar reglur um það í Bretlandi hvort erlendir bankar þurfi baktryggingu frá heimalandinu til að fá að starfa. Þurftu t.d. bandarískir bankar í Bretlandi að fá baktryggingu frá Seðlabanka Bandaríkjanna?

Ef Bretar báðu um baktryggingu vegna Icesave er augljóst að þeir treystu því ekki að þeir gætu staðið á eigin fótum. Átti þá Seðlabankinn að treysta Icesave?

Theódór Norðkvist, 27.10.2008 kl. 11:42

30 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bankarnir voru búnir að spila rassinn úr buxunum, Seðlabankinn var kominn í þrot með að lána þeim, steig á bemsuna og sagði nei.

Bretar brugðust hart við. hótunarorð Darlings verða skiljanlegri í þessu samhengi, Brown og Darling eru engu að síður fantar sem sparka í liggjandi mann.

Almenningur tekur afleiðingunum, þó vonandi takist að forða okkur frá því að borga meira en lög segja til um.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 13:32

31 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég vil samt sjá og meta rögstuðning Seðlabanka Íslands...finnst þjóðin eigi það skilið!

Það er búið að setja "hryðjuverkalög " á Íslendinga?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 16:08

32 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

RÖKSTUÐNING!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 16:23

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Baldur, en svarið er...

"Í samtölum við forsvarsmenn bankans kom fram að jafnvel þótt umbeðin fjárhæð fengist væri alls ekki víst að hún dygði og líklegt að fjárþörfin gæti á örskömmum tíma hækkað verulega, jafnvel margfaldast. Tilefni beiðninnar í bréfi Landsbankans 6. október var útstreymið af innlánsreikningum. Ekki var minnst á flýtiafgreiðslu breska fjármálaeftirlitsins. "

Ég get í sjálfu sér fallist á þetta svar, alla vega við fyrstu sýn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 17:07

35 identicon

Nokkrar vangavelturí framhaldi af röksemdum Egils

Voru ekki neyðarlögin aðeins til varnar íslenskum sparifjáreigendum, ekki breskum?

Ef seðlabanki íslands átti ekki að lána til að bjarga icesafe (og bretar tækju rest inní sínum heildarpakka sem kynntur var nokkrum dögum síðar) hvers vegna ættu aðrir útlenskir seðlabankar þá að lána íslenska seðlabanka?

Bara til að bjarga íslenskum sparifjáreigendum?

Eftir kennitöluflakk íslensku bankanna í framhaldi neyðarlaga?

Halda íslendingar virkilega að erlendir seðlabankar hafi ekki verið að tala saman þessa daga, sérstaklega í ljósi samræmdra aðgerða á svipuðum tíma?

Mikilvægast til að komast út úr vandanum er að átta sig á honum, viðurkenna hann og hætta að kenna öðrum um. Þá fyrst er hægt að fara að laga til. Afneitun íslendinga er að verða þeim til skammar erlendis, og er þó varla á bætandi.

Svar seðlabankans er eðlilegt í ljósti vandans, hver myndi nokkurn tíman viðurkenna svona mistök? Við munum aldrei fá að vita hvor hefur rétt fyrir sér.

Asgeir i Gautaborg (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:13

36 identicon

"Bresk stjórnvöld bjóða íslenskum að taka alla ábyrgð á IceSave fyrir 30-40 milljarða.  Íslensk stjórnvöld hafna boðinu."

 Það er eitt sem mér leikur forvitni á að vita, en hef hvergi séð talað um. Getur ekki spilað inn í ákvörðun breskra stjórnvalda þetta boð þeirra um að taka á sig ábyrgð á IceSave, þ.e. þegar þeir sjá fram á að Landsbankinn sé við það að falla drífa þeir sig í að frysta allt til að lenda örugglega ekki í því að bera þessa ábyrgð? Varla hafa þeir boðist til að taka á sig ábyrgðina bara upp á djókið? Eða er ég að mislesa þetta algjörlega?

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:27

37 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er að hlusta á björgvin og er sannfærð um að Fjármálaeftirlitið og stjórnvöld og Seðlabankinn bera MIKLA ábyrgð á peningamálastefnu ÍSLANDS!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 19:46

38 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Af hverju SVARAR ÍSLENSKA RÍKIÐ ALDREI??  Ég tek undir "ÞÖGN" íslenska ríkisins á mínum æviferli, sem Björgvin talar um.  Komst í kynni við allt annað þegar ég bjó í Danmörku, Kroatíu og Hollandi...alltaf var svarað þar!...mér hefur sjaldan verið svarað á Íslandi

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 19:55

39 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Meina BJÖRGÓLFUR, en var að hrorfa a hann á stöð2. Hins vegar er gott mál í íðno nuna, AÐ TALA VIÐ OKKUR, FÓLKIÐ!

ekki vanmeta menntun íslensku þjóðarinnar!...ég t.d veit hvenær ég veit eitthvað ekki...ólíkt Davíð og stjórninni....en það tekur MIKLA MENNTUN TIL AÐ VITA ÞAÐ!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:03

40 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta var ofboðslega merkilegt viðtal, ég er djúpt hugsi núna.

Björgólfur sagði miklu meira í seinna hluta viðtalsins en maður nokkurn tíma bjóst við að heyra frá neinum sem að málinu hefur komið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:18

41 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það skilur mig eftir með þá spurningu af hverju teljast hafi átt eðlilegt og sjálfsagt að íslenska ríkið ætti að koma svona sterklega inn í viðskipti manns sem talinn hefur verið einn af ríkustu mönnum veraldar. ???

Sennilega þarf viðskiptafróðari manneskju en mig til að botna í því.

Hver var að notfæra sér hvern, verður mér á að hugsa.

Hvar lágu hagsmunirnir? Hverjir græddu? Hver bar ábyrgð? o.s.frv. í það óendanlega.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:23

42 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"...að hylja spor sín" ...segir Hörður um "þögn" ráðamanna?

SAMMÁLA

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 21:36

43 Smámynd: Haukur Nikulásson

Því fleiri sem tjá sig um þetta þeim mun sannfærðari er ég um að Davíð Oddsson er þúfan sem rústaði bönkunum og efnahag landsins með stakri ólund. Hann ætlaði reyndar bara að dangla aðeins í Jón Ásgeir af því að hann lá vel við höggi. Hann gerði sér hins vegar enga grein fyrir þessum hroðalegu afleiðingum. Hann teymdi Geir áfram í málinu og gat m.a.s. skikkað hann til landsins degi fyrr en áætlað var frá New York til að klára með sér sparkið í Glitni. Geir getur þess vegna ekki með nokkru móti rekið Davíð, hann veit nefnilega líka upp á sig leiðitama skömmina.

Ég skil ekki hvernig vel gefnir menn eins og Egill Jóhannsson geta neitað að trúa því hversu mikil áhrif Davíð hefur haft á hrunið á okkar bankadómínói. Maðurinn er gegnheil frekja og besserwisser sem kaffærir allt í kringum sig. Það hafa margir þá reynslu af honum að ef honum er andmælt þá talar hann ekki við viðkomandi né heilsar eftir það. Hann setur fólk einfaldlega á ís. Ég hef heyrt nógu margt fyrrverandi samstarfsfólk hans lýsa þessari andlegu kúgun sem hann beitir. Þú einfaldlega andmælir ekki kónginum refsingarlaust, svo einfalt er það!

Hvernig stendur á því að það þorir ekki nokkur kjaftur að blaka við þessum mesta efnahagsterrorista Íslandssögunnar?

Það verður enginn friður til að hefja uppbyggingu fyrr en þessir tveir (Davíð og Geir) hafa axlað sína ábyrgð og sagt af sér. Það er tímabært fyrir þá að játa mistök sín og hætta til að leyfa endurreisninni að komast í gang.

Haukur Nikulásson, 27.10.2008 kl. 22:30

44 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Haukur, ég heyrði BB segja í Kastljósi í gær (held ég það hafi verið) að honum fyndist að það ætti að kjósa í vor. Það fannst mér mjög merkilegt að heyra.

- Ósköp kemur kallinn eitthvað léttur fyrir þessa dagana miðað við það sem áður hefur sést. Ég held hann sé farinn að hlakka til að hætta í pólitík, eins og hann ýjaði að við Sigmund Erni í Mannamáli. -

Geir þarf ekkert að segja af sér, hann verður búinn að vera eftir kosningar. Mín vegna má Geir vera í stöðunni þangað til, en Davíð finnst mér eiga að hætta sem allra fyrst.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:39

45 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ég þakka bara fyrir fína og málefnalega umræðu hér að ofan.  Ekki er svo verra að fá tengil frá Agli Helgasyni inn á bloggið og í kjölfarið 5000 flettingar í dag

Vilhjálmur Þorsteinsson, 27.10.2008 kl. 23:16

46 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hm, Kastljósi í kvöld ,var það ekki? Skelfing er maður orðinn ruglaður á því að liggja yfir fjölmiðlunum flesta daga .

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:47

47 identicon

Frettatilkynning frá Himnaríki. Í Himnaríki sem og víða á jörðinni hafa menn áhyggjur af ástandinu á Ísland. Því var send nefnd þriggja aðila

smáenglana Pú og Pa auk púkans Tikk. Þeir hafa nú dvalið um skeið á Íslandi og kynnt sér ástandið og sent skýrslur til Himnaríkis. Þessar athugasemdir er hægt að skoða á wefsíðu Himnaríkis næstu daga, www.puandpa.com klikka á matseðilinn og siðan á pu and Pa. Þeim sem hafa áhuga er GUÐvelkomið að nota efni úr skýrslunum.

sigurður örn brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 07:49

48 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, nú er um að gera að klóra í bakkann...

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 12:07

49 identicon

Málflutningur Björgólfs Th. er fljótafgreiddur: Hann er í hópi auðugustu manna veraldar og þar af leiðandi hefði honum verið í lófa lagið að útvega margumrædda fjárhæð handa Landsbankanum ef hannn hefði haft RAUNVERULEGAN áhuga á því. 200 miljónir punda (30-40 milljarðar króna) er vel innan þeirra marka sem hann hefði getað reitt fram sjálfur.

Staðreyndin er sú að hann áttaði sig á, rétt eins og ríkið og Seðlabankinn, að þetta myndi aðeins framlengja dauðastríðið og væri því tapað fé. Afhverju ættu skattgreiðendur á Íslandi gleypa við "fjárfestingu" sem Björgólfur Th. fúlsar við?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband