Jæja, þá er Kúrdistan næst á dagskrá...

... í áframhaldandi hörmungasögu Íraksstríðsins.  Eitt af því sem allir vissu, sem eitthvað kynntu sér sögu Íraks og nágrennis í aðdraganda stríðsins, er að Kúrdar í norðurhéruðum Íraks hafa fullan hug á að sameinast suðurhluta Tyrklands og stofna Kúrdistan, þeirra fyrirheitna land.  En víst má telja að Bandaríkjamenn hafa ekki hugsað sér að það yrði að veruleika, þótt þeir reiddu sig á stuðning Kúrda gegn Saddam.

Ég spái því að þarna verði næsta stórvandamálið sem hlýst af hinu vanhugsaða (óhugsaða?) Íraksstríði.


mbl.is Tyrkir varaðir við að senda herlið yfir landamæri Íraks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég skil nú ekki þennan þankagang, Vilhjálmur. Hafa Bandaríkjamenn ekki einmitt haldið hlífiskildi yfir Kúrdum ? Var ekki Robert Gates að vara Tyrki við yfirgangi ? Staðan þarna er auðvitað mjög flókin og ekki tek ég veðmálum varðandi framtíð þessa svæðis.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.6.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Púkinn

Síðan (og til að flækja málið enn frekar) eru líka minnihlutar kúrda í aðliggjandi héruðum í Íran og Sýrlandi. samanber þessa mynd

Púkinn, 4.6.2007 kl. 12:55

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Bandaríkjamenn hafa e.t.v. haldið hlífiskildi yfir Kúrdum en ég held að þeir séu ekki tilbúnir að ganga svo langt að samþykkja stofnun Kúrdistans.  Enda myndi það leiða til meiriháttar átaka við Tyrki, sem eru NATO-ríki eins og kunnugt er.  Þetta hefðu þeir kannski átt að hugsa betur áður en þeir fóru í stríðið, ásamt svo mörgu fleiru.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 4.6.2007 kl. 19:11

4 identicon

Það sem mótar gerðir ríkisstjórna eru hagsmunir. Því miður eru Kúrdar leiksoppar. Í fyrra Persaflóastríðinu hentaði ríkisstjórn Bandaríkjanna að halda Saddam Hussein áfram við stjórnvölin svo hann væri mótvægi við Íran og héldi niðri Kúrdum (sem gerðu Trykjum lífið leitt). Í seinna stríðinu var Saddam Hússein farin að vera hættulegur olíuhagsmunum Bandaríkjanna á þessu svæði. Þess vegna var honum steypt. Kúrdar fengu í leiðinni smá svigrúm. Ef þeir gerast of frekir þá munu Bandaríkjamenn ekki hika við að láta Beirútstjórnina berja þá niður.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband