"Tifandi tímasprengjan" lifir

Ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar ég sá þessa upptöku frá kappræðum forsendaframbjóðenda Repúblikanaflokksins:

Þarna setur þáttastjórnandinn fram með miklum alvöruþunga hina svokölluðu "tifandi tímasprengju" sem er tilbúið dæmi - þekkt úr siðfræði og heimspeki - sem á að sýna fram á að pyntingar séu nauðsynlegt tæki gegn vondum hryðjuverkamönnum.  Og frambjóðendurnir gleypa þetta hver af öðrum og vilja leyfa pyntingar eða a.m.k. veigrunina "enhanced interrogation techniques".  Einn bætir við að hann vilji tvöfalda stærð Guantanamo búðanna.  Hvað er eiginlega að verða um Bandaríkin?  Er fasisminn að verða svona rosalega sterkur?

Fyrir þá sem vilja lesa sér til um tifandi tímasprengjuna má benda á eftirfarandi greinar:

Bruce Schneier, minn uppáhaldsskríbent um öryggismál: http://www.schneier.com/blog/archives/2006/10/torture_and_the.html 

Hér er greinin sem Schneier vísar til: http://balkin.blogspot.com/2006/10/torture-and-ticking-time-bomb.html

Önnur góð: http://progressive.org/node/3940

Ítarleg: http://www.blackwell-synergy.com/doi/pdf/10.1111/j.1468-5930.2006.00355.x?cookieSet=1

Mjög ítarleg og fræðileg: http://www.virginialawreview.org/content/pdfs/91/1425.pdf

Pyntingar eiga aldrei rétt á sér.  Þeir sem halda öðru fram eru að hafna öllu siðgæði.

Ef við segjum að leyfilegt sé að beita pyntingum ef líklegt er að þær laði fram upplýsingar sem þyrmi lífi margra (t.d. þúsunda), hvar á þá að draga mörkin?  Væri t.d. leyfilegt að pynta barn hryðjuverkamanns fyrir framan hann, ef það gæti þyrmt lífi tugþúsunda?  Eða nauðga konu hans fyrir framan hann, ef það gæti þyrmt lífi hundraða þúsunda?  Nákvæmlega hversu miklar þurfa líkurnar að vera - 100%, 99,9%, 99%, 90%?  Og hvernig á að vera hægt að treysta því sem menn segja eftir pyntingar?

Að forsetaframbjóðendur í valdamesta ríki veraldar séu að svara svona bulli vekur mér verulegan ugg.  Og svo segjast þeir vera kristnir í þokkabót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Akkúrat, það er ekki tilviljun að "24" er sýnt á Fox.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 4.6.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir innleggið.  Það eru greinilega nokkrir "would be Bushes" á meðal frambjóðenda Republicana.  Rudy Guiliano er greinilega enn í "hetjuhamnum" og ætlar að vinna atkvæði með því sýna hversu óvæginn hann er við hryðjuverkamenn.

Svanur Sigurbjörnsson, 5.6.2007 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband