Til hamingju, Ingibjörg Sólrún...

... með utanríkisráðuneytið, og nýju ríkisstjórnina almennt.

Nú væri gaman að sjá Ísland móta sjálfstæðari og ferskari utanríkisstefnu en verið hefur um árabil.  Við eigum að leyfa okkur að vera vörður friðar, lýðræðis og mannréttinda í heiminum, og nýta okkur smæð okkar og sérstöðu í því skyni.  Þarna eru mikil tækifæri til að láta gott af sér leiða ef vel er á haldið.

Mér er minnisstætt fréttaviðtal sem ég sá í sænsku sjónvarpi við Önnu Lindh, heitna, þáverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar.  Þar talaði kona sem leyfði sér að túlka afdráttarlausa og sjálfstæða utanríkisstefnu þjóðar sinnar og ríkisstjórnar, í þessu tilviki í málefnum Palestínu.  Ég varð samstundis einlægur aðdáandi Önnu Lindh og harmaði fráfall hennar eins og margir.  En þegar ég horfði á viðtalið saknaði ég svona skeleggs utanríkisráðherra minnar eigin þjóðar; við höfðum reyndar einn slíkan þar sem Jón Baldvin var, en ósköp tilþrifalitla síðan.  Nú bíð ég spenntur eftir að sjá hvað ISG gerir, og bind við það miklar vonir.

Og - Ingibjörg Sólrún - mikið svakalega væri það fínt ef fyrsta verk ráðherrans yrði að aflétta stuðningi Íslands við stríðið í Írak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Fyrr frýs í helvíti........ Samfylkingin notaði þetta mál og fagra Ísland sem skiptimynt þannig að við styðjum enn innrásina, hryðjuverkin í neðri Þjórsá halda áfram og svo mætti telja áfram. Lýst að vísu vel á flest önnur mál hjá þeim en held ekki að ISG verði neitt skárri utanríkisráðherra en Valgerður nema hún sé kannski skárri í skandinavísku og ensku sem Valgerður er ótalandi í. Og með Sjálfstæðismenn í stjórn fær Palestína ekkert annað en góðar kveðjur þaðan bara ekki eins góðar og gyðingar.

Ævar Rafn Kjartansson, 4.6.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband