29.4.2007 | 01:17
Samkynhneigð: gildir bókstafur Biblíunnar bara stundum?
Kirkjuþing hafnaði því sem kunnugt er nýlega að heimila prestum Þjóðkirkjunnar að veita hjónaböndum samkynhneigðra blessun. Er í því efni vísað til kirkjuhefðar sem byggir á ritningargreinum um samkynhneigða.
Mér er spurn af þessu tilefni af hverju Þjóðkirkjan tekur þá ekki í leiðinni upp endurnýjaða umræðu um til dæmis Matt. 5.32: "En ég segi yður, að hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður þess valdandi, að hún drýgir hór; og hver sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór."
Ég sé ekki rökin fyrir því að taka orð Biblíunnar um samkynhneigð bókstaflega, meðan menn leyfa hjónaskilnaði hægri og vinstri, sem ekki verður séð að Biblían líti jákvæðari augum.
Svo er reyndar margt fleira miður fallegt sem Biblían kennir og Þjóðkirkjan kýs að taka ekki bókstaflega, nenni ekki að nefna dæmi en þau eru mýmörg. Fyrir leikmann lyktar þessi fælni gagnvart jafnrétti samkynhneigðra af hræsni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góðir punktar hjá þér og er þér alveg sammála. Ég hef verið að stúdera biblíuna talsvert og get ekki séð að þar sé samkynhneigð fordæmd. Sem dæmi vitna bókstafstrúarmenn oft í Pál postula og þá í Rómverjabréfið 1:23-27. Páll var náttúrulega bara kristniboði og var með þessum bréfum sínum að skrifa til hinna og þessa og reyna að snúa þeim til kristni. Hann talaði um fortíðina og til hans dags en ekki til okkar 2000 árum síðar. Rómverjar voru á hans tíma og höfðu verið lengi mjög spilltir og ólifnaður þar mikill í víðri merkingu eins og sagan segir. Síðan slíta bókstafstrúarmenn úr samhengi það sem er skrifað og pikka út vers sem eru hluti af heild. Síðan er það 3. Mosebók 18:22 ein lína.......... verðugt að lesa það sem er á undan og á eftir.(Mosebók er ca. 5000 ára GT) Svo nefna þeir 1. Kor. 6.9. og Tím. 1.10......... smá brot eins og fyrr segir af heild......... Ákvað að láta þetta flakka ef þig langar að kynna þér þetta og sjá hvar þetta snýst um. Væntanlega færðu hláturkast. Kannski ertu þegar búinn að lesa þetta........... en Kveðja og takk fyrir pistilinn
Margrét St Hafsteinsdóttir, 29.4.2007 kl. 01:46
Í minni Biblíu (reyndar frá 1923) er í 1. Kor. 6.9. talað um "mannhóra", þ.e. "ekki munu saurlífismenn, ..., né hórkarlar, ..., né mannhórar, ... guðsríki erfa". Ég minnist Lesbókargreinar sem ég las fyrir allnokkru þar sem talað var um gríska orðið arsenokoitai sem þarna stendur að baki og leitt í ljós að deila má um hver merking þess sé nákvæmlega, held að í nýjustu Biblíuþýðingunni sé þetta þýtt sem sá sem hefur girnd á drengjum, eða eitthvað álíka. Þannig að ritningartextinn er ekki einu sinni alveg skýr um þetta, ef ég skil málið rétt. Sjá nánar t.d. þessa umræðu.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2007 kl. 02:06
Ég kíkti á þennan link sem þú gafst upp. Ég sá að Jón Valur Jensson skrifaði athugasemdir þar í miklum mæli. Hann er allsstaðar þar sem samkynhneigðir eru nefndir. Hann vitnar oft í gamlar rannsóknir á samkynhneigð gerðar af aðilum sem greinilega eru ekki hlynntir samkynhneigð. Hann færir rök fyrir sínu máli með endalausum tilvitnunum í biblíuna. Ég hef skrifað marga pistla um málefni samkynhneigðra og bókstafstrúarfólks á minni síðu og er ekki vinsæl orðin hjá seinni hópnum Þú ættir kannski að kíkja. Kveðja
Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.5.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.