Allt sem þú vildir vita um hrunið og stöðu Íslands - en þorðir ekki að spyrja um

Fimmtudaginn 25. mars sl. hélt Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann fór skipulega yfir hrunið og stöðu Íslands í efnahagslegu samhengi.

Þessi fyrirlestur var afar greinargóður og upplýsandi.  Mér finnst eiginlega að hann sé skyldulesning fyrir alla þá sem hyggjast tjá sig um stöðu mála og vilja vera sæmilega málefnalegir.  Nenni menn ekki að kynna sér þetta efni er hætta á að framlag þeirra til umræðunnar sé marklaust geip, en af því er offramboð.

Hér er dæmi um athyglisverða glæru:

Ástæður skuldsetningar

Glærurnar má finna hér, og fá mín bestu meðmæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilhjálmur,ert þú ekki einn gallharðasti aðdáandi ESB.? Telur þú að innganga í það Hryðjuverkabandalag bjargi þjóð vorri.?

Númi (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 22:56

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Já, ég er fylgjandi því að við verðum 28. aðildarríki Evrópusambandsins og fetum þar í fótspor Dana, Svía og Finna.  Ég tel það langsamlega affarasælustu leiðina fyrir okkur, bæði efnahagslega, alþjóðapólitískt og til að styrkja fullveldi okkar í reynd.  Í þessu er ég m.a. sammála Alþýðusambandi Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu, Viðskiptaráði og Samtökum iðnaðarins.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 28.3.2010 kl. 23:05

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þakka fyrir að vekja athygli á þessum glærum, sem hafa verið brenndar á harða diskinn.  Sammála, afar upplýsandi og jafnvel uppörvandi, að gefnu því að upplýsingar séu réttar og hafa verið vakúmpakkaðar (án lofts)

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.3.2010 kl. 23:10

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Glærur Gylfa eru afar vandaðar og góðar. Einfaldar útskýringar á flóknum málaflokk. Allt hófstillt og trúverðugt eins og Gylfi hefur verið í starfi sínu sem ráðherra. Þakkir fyrir að benda okkur á þessar upplýsingar. Gallharður aðdáandi ESB Vilhjálmur - ekki sælmt að vera í hópi þeirra skynsömu. Ég er í þeim hópi líka og er hreylin af.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.3.2010 kl. 23:28

5 identicon

Þakka fyrir áhugaverðar upplýsingar. Ríkissjóður er semsagt búinn að skuldsetja sig fyrir um 2.000 milljarða fyrir innlenda og erlenda fjármagnseigendur. Skiljanlegt að það þurfi að hækka skatta meira þó það dugi reyndar ekki fyrir afborgunum í gjaldeyri.

PS: Ætti framlag í Seðlabanka ekki að teljast til eigna?

NN (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 23:34

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

nn, klikkaðu á linkinn færslunni og lestu það er þar kemur fram.  Allt hið merkilegasta. Ma. minnst á fjármagnseigendur.

En sérstaklega er athyglisvert að lesa g skoða myndræna framsetningu um skuldastöðu ríkisins almennt bæði í sögulegu samhengi og í samanburði við aðrar þjóðir.  þe. og haft um leið í huga umræðan undanfarna mánuði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2010 kl. 00:14

7 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

NN: Halli ríkissjóðs er ekki fyrir "innlenda og erlenda fjármagnseigendur" heldur til að halda uppi velferðarþjónustu o.fl. þrátt fyrir verulegan tekjusamdrátt rikissjóðs.  Þá er það öllum landsmönnum í hag að krónan veikist ekki frekar og að ríkið fái lán á þokkalegum kjörum.  Skattahækkanir duga skammt hvað gjaldeyrisforða varðar, þar verður að auka útflutning, minnka innflutning og auka erlenda fjárfestingu.

Framlag til Seðlabanka telst ekki til eigna þar sem bankinn tapaði umræddri fjárhæð.  Hann lánaði viðskiptabönkunum peningana og fékk þá ekki til baka, enda ekki veðtrygging að baki nema skuldabréf bankanna sjálfra.  Peningarnir enduðu hjá kröfuhöfum bankanna, sem eiga þar með kröfu á afhendingu vöru, þjónustu og gjaldeyris út úr hagkerfinu sem upphæðinni nemur.

Sumir hafa haldið því fram að tap vegna gjaldþrots Seðlabankans væri ekki raunverulegt tap, en það er rangt - þetta tap er jafn raunverulegt og annað tap af hruninu. Ef bankinn hefði haft betri veð fyrir útlánum sínum, t.d. veð í útlánasöfnum bankanna (s.s. sértryggð skuldabréf) ættu skattborgarar umrædda peninga í dag, ekki kröfuhafar bankanna.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.3.2010 kl. 00:16

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eignir myndast ekki á móti gjaldeyrisvaraforðanum ef hann verður notaður til að skera jöklabréfablóðsugurnar úr snörunni og á sama tíma heimili landsins í ræmur.

Hægt er að prenta krónur til að bæta fyrir afglöp Seðlabankans, en það er hvorki hægt að prenta evrur né pund til að bæta fyrir Icesave afglöp Jóhönnu og Steingríms (frábið mér röfl um fortíð sem er liðin og ekki hægt að breyta.)

Hinsvegar getum við komið í veg fyrir Icesave rán Breta og Hollendinga á íslenskum skattgreiðendum sem njóta við ránsherferð sína dyggrar aðstoðar ríkisstjórnar Íslands. Þetta rán er aðeins hægt að fjármagna með sölu á auðlindum okkar eða afrakstri þeirra.

Theódór Norðkvist, 29.3.2010 kl. 00:17

9 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Prentun peninga fjölgar ávísunum á sömu verðmæti (sama magn vöru og þjónustu sem hagkerfið getur afhent), þannig að hver ávísun verður einfaldlega verðminni.

Ef ríkið prentar peninga upp á segjum 17% af VLF, 255 milljarða (=endurfjármögnun Seðlabankans), þá er það í reynd skattur á alla þá sem eiga (óverðtryggðar) krónur um sömu fjárhæð.  Þeir fá minna af vöru og þjónustu fyrir peningana sína.  Ríkið tók þá vöru og þjónustu af þeim og lét einhvern annan hafa.  Það er sem sagt skattheimta á allar óverðtryggðar peningaeignir.

Ein afleiðing af slíkri ráðstöfun er síðan hækkun vaxta og ávöxtunarkröfu ríkisbréfa, verðbólga, veiking krónunnar, lægri kaupmáttur og hærri vaxtakostnaður ríkisins.

Prentun peninga getur átt rétt á sér sem skammtíma ráðstöfun ef veltuhraði minnkar snögglega og hætta er á verðhjöðnun, en þá þannig að hægt sé að þurrka peningana aftur upp (innkalla þá) þegar veltan eykst á ný.  Það er ekki tilfellið þegar peningaprentun er notuð til að greiða tap sem þegar er orðið.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.3.2010 kl. 00:44

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einfalt mál, að fjármagna halla ríkissjóðs. Lækka vexti, þ.e. vexti Seðlabanka, þangað til að viðskiptabankarnir geta veitt útlán á kjörum sem ríkið ræður við.

Það fé, sem til er staðar í formi innlána, er yfrið nægt. 

Vandinn, að um þessar mundir, væri það enn dýrara en erlent lánsfé.

Ástand sem ríkið getur lagfært með lögum frá Alþingi.

------------------------

Svo stór lækkun, skilar sér síðan, í minni samdrætti - atvinnuleysi þ.s. færri fyrirtæki fara á hausinn, þörf fyrir niðurskurð minnkar og önnur hafa borð fyrir báru, fyrir það að fjárfesta.

Áhrif á almenning, sambærileg.

Samanlagt - getur skapað möguleika á sjálfsprottnum hagvexti.

------------------------

Að auki, má beita skatta-ívilnunum, til allra þeirra aðila, sem vilja hefja - eða endurskipuleggja sinn - rektur til þeirrar áttar, sem líklegt er að verði gjaldeyrisskapandi.

Ef þessum aðgerðum er hrint í framkvæmd, á fyrri hluta þessa árs, gæti skapast nægar nýjar gjaldeyristekjur, til að forða gjaldþroti árið 2012, svo fremi sem rétt er að forði dugi út 2011.

Niðurstaða, AGS lán óþörf.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.3.2010 kl. 02:38

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

En getur peningaprentunin ekki aukið framleiðni í hagkerfinu, er það ekki yfirleitt tilgangurinn með henni, þ.e. að bæta aðgengi að fjármagni og þar með stuðla að fjárfestingum?

Þannig er framleiðnin ekki einhver föst stærð. Kakan getur stækkað (og minnkað, ef efnahagsstjórnunin er slæm.) Ef hún stækkar kökuna þynnast hver króna minna út.

Theódór Norðkvist, 29.3.2010 kl. 12:37

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

...þynnist...

Theódór Norðkvist, 29.3.2010 kl. 12:37

13 identicon

Thessar glaerur eru med thvi betra sem hefur verid sett saman af islenskum stjornvoldum (amk. sem eg hef sed).  Er nokkur von til ad haegt vaeri ad sannfaera sjonvarpstod til ad hafa Gylfa koma thrja daga i rod og skyra ut thad sem tharna stendur -- eda thig Vilhjalmur? 

Thetta eru upplysingar, ekki arodur.  Thetta eru stadreyndir, ekki spuni.

Annars finnst mer mjog athyglisvert svona til vidbotar, ad ef ad Icesave hefdi verid komid i kistu, og aetlun AGS ordin almennilega virk, tha vaeri Island vel a veg komid ut ur kreppunni.  Og ekki sist tha vaeri nuna verid ad vinna i ad lagfaera oedlilega eignatilfaeringu sem vard i bolunni.

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 12:55

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það kemur ekkert fram í þeim glærum, er ekki hefur ítrekað og skilmerkilega áður komið fram, og þar með verið veitt fullnægjandi andsvör.

Áætlun AGS og ríkisstjórnarinnar, hefur einfaldlega ætíð verið ótrúverðug, og það hefur ekkert breyst:

Viðbrögð mín við frétt Fréttablaðsins "Árstöf vegna Icesave kostar 50 milljarða"

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.3.2010 kl. 13:16

15 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Þessar glærur eru algjört bull. Ef þær eru skoðaðar í samhengi við hver aðra sjá það allir sæmilega talnaglöggir menn að þetta er einhver samsuða sem er algörlega óábyrg og óvönduð svo undrum sætir, jafnvel hjá þessari ríkisstjórn.

Það er auk þess mjög ruglingslegt hvað er verið að tala um, sums staðar er talað um skuldir og stöðu ríkisins, (sem er bara ríkissjóður) annar staðar um hið opinbera (sem er ríkissjóður sveitarfélög og fyrirtæki þessara aðila), sums staðar um stöðu landsins (sem er bæði opinberir aðilar og einkageirinn). Þetta er alltof ruglingslegt til að nokkuð sé hægt að lesa út úr því með ábyrgum hætti.

Það er þó ljóst að efnahagsráðherrann er talsvert að velta efnahagsmálunum fyrir sér og það er auðvitað gott. En í þessum fyrirlestri leggur hann áherslu á að allt hafi í raun gerst í bólunni eða sé afleiðingar hennar. En staðreyndin er sú að fjölmargt af því sem er að gerast nú eru eignatilfærslur sem ríkistjórnin stendur fyrir með ákvörðunum sínum og mismunun sem kemur bæði fram í efnahagsaðgerðum með stuðningi við ýmis "þjóðnauðsynleg" fyrirtæki og með alls kyns gervifixi gagnvart stöðu almennings, ásamt skattahækkunum af ýmsu tagi.

Ég get því ekki séð ástæðu til að hrópa húrra fyrir þessum fyrirlestri efnahagsráðherra. Það er frekar að ég vorkenni fólki sem fellur fyrir þessum sjónhverfingum.

Jón Pétur Líndal, 29.3.2010 kl. 13:33

16 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Það er aldeilis að þú týnir saman rök gegn þessum glærum Jón Pétur. Eða ekki.

Egill M. Friðriksson, 29.3.2010 kl. 13:51

17 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Theódór, eins og ég sagði þá getur peningaprentun (þ.e. að seðlabanki kaupi ríkisskuldabréf fyrir nýtt reiðufé) átt rétt á sér ef peningamagn x veltuhraði peninga hefur skroppið saman og hætta er á verðhjöðnun með eyðileggingaráhrifum á raunhagkerfinu.  En þá þarf Seðlabankinn helst að skila bréfunum til ríkissjóðs og draga fé aftur út úr kerfinu þegar veltan eykst.

Jón Pétur, mér finnst einmitt frekar skýrt í glærunum hvað verið er að fjalla um í hverjum kafla.  Það koma "millifyrirsagnir"/spurningar inn á milli sem leiða inn í kaflann, og jafnan skýrt hvort verið er að tala um þjóðarbúið eða aðeins ríkið, vergar eða hreinar skuldir, og skuldir án þrotabúa bankanna eða með.  Sé ekki hvernig hægt er að gera þetta öllu skýrar.

Tölur Gylfa eru einfaldlega réttustu/bestu tölurnar sem völ er á, frá Seðlabanka, AGS, OECD o.s.frv.  Þeir sem halda því fram að þetta sé rangt þurfa þá að hafa mjög góð rök fyrir því hvar meintar villur liggja og af hverju viðkomandi hafi betri/réttari tölur en Seðlabanki/AGS.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.3.2010 kl. 14:30

18 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Svo maður taki nú nærtækt dæmi um óáreiðanleika þessara glæra þá má taka glæruna sem var birt með þessari bloggfærslu. Þar kemur fram að Icesave sé 14% af kostnaði við skuldir ríkisins, mælt sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Ég vil gjarnan fá skýringar á því hvernig þetta er fundið út. Kannski hef ég misst af einhverju sem máli skiptir í umræðunni því ég brá mér af landi brott í nokkra daga í síðustu viku, en mér sýnist nú samt að það sé enn ósamið um Icesave, bæði höfuðstól og vexti. Skv. glærunni virðist þetta hins vegar vera á hreinu. Skv. henni mun Icesave kosta ríkið um 14% af VLF eða um 210 milljarða m.v. VLF 2009. Þessi tala er góð ef sönn reynist en talsvert langt frá þeim upphæðum sem hafa verið í umræðunni að undanförnu og hafa numið um 7-800 milljörðum.

En þar sem enn er ósamið um málið veit ég ekki hvaðan Gylfi fær þessi 14% sem hann notar. Ef aðrar tölur sem hann er með í gögnum sínum eru álíka bjartsýnislegar, þá eru nú vikmörkin ansi stór í þessu, svo ekki sé meira sagt.

Jón Pétur Líndal, 29.3.2010 kl. 14:58

19 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Icesave er brúttó ca 700 milljarðar en þá á eftir að draga frá endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans, sem nú eru áætlaðar 88% skv. skilanefnd, og bæta svo við vöxtum á greiðslutímabilinu.  Síðan er aðferðafræðileg spurning hvort menn núvirða greiðsluflæðið eða ekki.  En nettó er Icesave nú áætlað 180-300 milljarðar eftir því hvort er núvirt eða ekki og eftir því hvort miðað er við fast verðlag eða ekki.  Þessi upphæð gæti þó lækkað miðað við fregnir af tilboði Breta og Hollendinga skv. Wikileaks.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.3.2010 kl. 17:13

20 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Svo má nú velta fyrir sér annarri sneið í þessu kökuriti, sem er sneiðin sem sýnir hallann 2009-2012 á ríkissjóði. Hann er sagður um 26% af landsframleiðslu. En það er ekkert getið um hallann á hrunárinu 2008 og var hann þó um 13% af landsframleiðslu skv. öðru súluriti í gögnum Gylfa, eða nærri jafn stór skuldabaggi og ráðherrann telur Icesave vera og stærri tala en endurfjármögnun bankanna. Ég skil ekki af hverju þessi halli er ekki tekinn með í þetta kökurit. Af hverju skiptir hann ekki máli? Þetta er voðalega götótt allt saman.

Jón Pétur Líndal, 29.3.2010 kl. 17:42

21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón - vandamálið er, að Gylfi og Vilhjálmur, skoða einungis þann helminginn af málinu sem þeim líkar betur að skoða, þ.e. skuldahliðin.

Ef þú skoðar hana eingöngu, þá virka hlutir ekki svo slæmir.

En, ef þú aftur á móti, skoðar tekjustöðu þjóðfélagsins, þá sést að:

  • Tekjustreymi er minna, en vaxtagjöld af erlendum skuldbindingum.
  • Fátt bendir til annars, en áframhaldandi samdráttar í landsframleiðslu, þ.s. hið opinbera getur ekki fengið lán á nægilega hagstæðum kjörum fyrir orkuframkvæmdum, til að þær geti skilað hagnaði.
  • Samanlögð áhrif 9% vaxta - 50/60% fyrirtækja teljist búa við ósjálfbæra skuldastöðu - 30% og stefnir í 40% fjölskyldna búi við ósjálfbæra skuldastöðu, hækkaðra skatta - - eru, að framkalla ástand viðvarandi efnahags samdráttar. Það ekki bara út þetta ár, heldur það næsta og þarnæsta einnig.
  • Þannig, að í því ástandi, að tekjur ríkisins eru stöðug að skreppa saman, landsframleiðsla fer minnkandi ár frá ári - þá, kemur óhjákvæmilega að hruni.

-----------------------------

Eina leiðin, er að snúa þegar við:

  • stórfelld vaxtalækkun.
  • Targeted skattalækkanir.

Þ.e. metið, að meira þurfi ekki til, svo viðsnúningur framkallist.

Lántaka í tengslum við AGS sé óþörf.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.3.2010 kl. 17:43

22 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Jón Pétur: Rosalegur halli ársins 2008 var einkum vegna endurfjármögnunar Seðlabankans, sem er sérstök kökusneið.  (Sjá fróðlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2008 t.d. frá síðu 15 og áfram.)

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.3.2010 kl. 17:52

23 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

... og síðasta tilboð Breta og Hollendinga í Icesave er hér á Wikileaks - þar bjóða þeir tvö vaxtalaus ár (2009 og 2010) og fljótandi vexti í stað fastra 5,55% vaxta.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.3.2010 kl. 17:54

24 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

En, það má segja að Icesave samningurinn sálugi, hafi haft 2. lykilákvæði:

  1. Waiver of sovereign immunity.
  2. Sovereign guarantee. 

17.3 Waiver of sovereign immunity
Each of the Guarantee Fund and lceland consents generally to the issue of any process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or
judgment. lf either the Guarantee Fund or lceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and lceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets.  

Þetta fræga ákvæði, er enn til staðar í samningnm - þ.e. þeim er hafnað var í þjóðinni.

Þ.e. algert lykilatriði, að losna algerlega við ákvæðið "Waiver of sovereign immunity" og að ef niðustaða er að veita tryggingu, þá sé hún skilgreind með mikilli varfærni - ásamt undanþáguákvæðum, nákvæmt orðuðum og ítarlegum.



  • Hið fyrra afsalar vernd af eignum ríkisins, þannig að þá er hægt að setja þær undir hamarinn. En, um samninginn gildir bresk lögsaga.
  • Hið seinna, gerur Ísland ábyrgt fyrir heildar upphæðinni.

Þessi 2. ákvæði eru háð hvoru öðru. Samanlagt, gera þau það að verkum, að skv. Icesave samkomulaginu sáluga, var hægt að hyrða þær eignir ríkisins, sem skila stöðugum öruggum tekjum.

Þannig var Icesave samningurinn sálugi, hreint tilræði við efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.

Við raunverulega gátum endað, sem fátækir þjónar í eigin landi - Haiti norðursins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.3.2010 kl. 18:05

25 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Einar Björn, má ég biðja þig einu sinni enn um að stytta mjög framlög þín (sleppa t.d. löngum orðréttum tilvitnunum í aðra texta, nota frekar hlekki), reyna að vera í beinni tengingu við umræðuefnið og að endurtaka ekki efni sem margoft hefur komið fram áður og verið svarað annars staðar.  Með þessu væri öllum greiði gerður.  Mig langar ekki til að grípa til þess að loka á þig og mun ekki gera það ef þú heldur þig við meðalhófið.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.3.2010 kl. 18:46

26 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ef það er verið að taka Seðlabankann sérstaklega út úr þá er það líka gert á undarlegan hátt. Skv. ársskýrslu Seðlabankans þá hefur hann keypt til baka skuldabréfið sem ríkið keypti af bankanum 2008 með afföllum til að mæta tapi Seðlabankans af hruni viðskiptabankanna. Ef þetta mál er skoðað eins og það stendur núna þá nemur nettótap ríkissjóðs af þessum stuðningi við Seðlabankann þá á milli 10-11% af VLF. Þannig að framsetning Gylfa á þessu er röng þegar hann telur þennan kostnað vera um 17%.

Svo er nú annað í glærum Gylfa sem er mjög alvarlegt. T.d. í glærum á síðu 19-20 er hann að setja fram upplýsingar um erlendar skuldir, en tekur frá skuldir íslenskra banka í slitameðferð. Það er nú ekki að sjá að hann noti sambærilegar tölur fyrir t.d. Írland. Við vitum auðvitað öll að staðan hér væri ekki slæm ef ekki hefðu komið til bankarnir og eigendur þeirra. En ég get ekki skilið hvert Gylfi er að fara með því að bera stöðu okkar saman við stöðu annarra þjóða og undanskilja aðalvandamálið í þeim samanburði. Enda fær hann út rúmlega 200% í stað rúmlega 1000% skuldastöðu með þessari aðferð. Það gætu allir komið ár sinni vel fyrir borð með því að sleppa því að horfa á aðalskuldirnar, ef tekið yrði mark á því. Þetta er nú ansi draumórakennd hagfræði. Það er þó sláandi að þrátt fyrir þessa fegrunaraðgerð á tölfræðinni er niðurstaðan langt frá því að vera falleg. En vissulega væri hún 5 sinnum ljótari ef þessu töfrabragði væri ekki beitt.

Þakka þér svo fyrir stuðninginn Einar. Þetta ástand hér minnir á uppgang nasismans eftir heimskreppuna miklu. Fólk virðist vilja trúa hverju sem er, hversu hæpið sem það er, ef það bara gefur von um að allt sé að lagast. Ég þakka bara fyrir að við erum svo fá að það verður aldrei efnt til stórstyrjaldar út af grunnhyggni okkar Íslendinga. Hins vegar óttast ég hvað getur gerst þegar allt fer til fjandans í nokkrum af stærri löndum Evrópu. Það veit ekki á gott þegar svipuð lygaþvæla er notuð á fjölmennar þjóðir sem þekkja það grípa til vopna þegar upp úr sýður.

Jón Pétur Líndal, 29.3.2010 kl. 18:49

27 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Jón Pétur, Gylfi hefur alveg rétt fyrir sér í því að draga nettó skuldir banka í slitameðferð frá skuldum þjóðarbúsins.  Af hverju?  Vegna þess að þær verða ekki greiddar.  Þetta eru þrotabú og kröfuhafar munu fá eignir þeirra upp í skuldirnar en ekki krónu umfram það.  Restin afskrifast og verður ekki greidd, hvorki af þrotabúunum né skattborgurum.  Það væri því beinlínis rangt að taka þær með heildarskuldum þjóðarbúsins.

Það sama gildir ekki um þau lönd sem hafa farið þá leið að endurfjármagna bankana með fé skattborgara, og verja skuldabréfaeigendur einnig, ekki bara innistæðueigendur eins og við gerðum (innanlands).  Við tókum "köldu sturtuna" en það gerðu fáir aðrir.

Mér finnst það að "trúa hverju sem er" fremur eiga við þá sem af einhverjum mjög dularfullum ástæðum vilja endilega mikla vandann fyrir sér, langt umfram tilefni.  Í þeim tilgangi búa menn sér til rosalegar skuldatölur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, eins og margoft hefur verið sýnt fram á.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.3.2010 kl. 19:28

28 identicon

Blessaður Villi

Sammála þér um að þetta er prýðis fyrirlestur hjá Gylfa enda virðist mikill misskilningur ríkja um skuldir ríkisins (sbr. comment á bloggi þínu og svo umfjöllun ákveðinna fjölmiðla) sem ekki er vanþörf á að leiðrétta og árétta staðreyndir.

Mig langar hins vegar að ítreka hversu rangt ég tel það vera að taka Icesave skuldbindinguna með í erlenda skuldastöðu ríkisins (sé ekki betur en að hann eigi við beinar skuldir ríkis þegar hann talar um „hið opinbera“). Skv. nýjustu lánamálum Lánasýslu er skuldastaðan 79% (á móti kemur 17% í lausafé í krónum í Seðlabankanum, sem er væntanlega mjög há lausafjárstaða almennt séð) af þjóðarframleiðslu en ef þú bætir við Icesave ferðu upp í 130% eins og kemur fram á glærum Gylfa. Stöðu Icesave samnings má líkja í dag við afleiðusamning sem vafi leikur á að standi. Til dæmis að „afleiðumiðlarinn“ (UK og NED) eigi á upptöku við kaupanda afleiðusamningsins (þ.e. Íslendinga) samskipti sem hann túlki sem að bindandi samningur hafi komist á, en kaupandinn er að einhverju leyti að setja fyrirvara við það, og einkum hvað varðar skilmála samningsins (sem mætti þá hugsa að hafi verið ræddir í síma...).

Umræddan samning má hugsa sem tegund af vaxtaskiptasamningi þar sem Ísland greiðir vexti skv. ákveðnum reglum (sem deilt er um) en Holland og Bretland greiðir heimtir af eignum Landsbankans (nú er það auðvitað ekki svo en þetta er til einföldunar). Það er ljóst að samningurinn er í mínus og skv. nýjasta tilboði Hollendinga og Breta (já skv. Wikileaks) er staðan metin í kringum 130 ma núvirt, sem er líklega um 20% af höfuðstól samningsins, og um 9% af þjóðarframleiðslu, sem gerir þá skuldastöðu ríkisins uþb 88% af landsframleiðslu, en með óvissu þó en hins vegar skv. tilboði sem Ísland hefur hafnað.  Það er alla vega ljóst að slíkt hlutfall sprengir ekki nálægt skalan í alþjóðlegum samanburði, auk þess sem sveigjanleiki Íslands er mun meiri en margra annarra skuldugra ríkja til að ná niður hallanum, einkum út frá demógrafíu (sem er að snúa hratt í Evrópu og Japan t.d.) og lítilla skulda vegna lífeyris –og almannatrygginga.

Til að gera langa stöðu stutta er ég að benda á hversu fáránlegt það er að telja höfuðstól slíks samnings inn í brúttóskuld ríkisins, ekki frekar en þjóðir með „súra“ vaxtaskiptasamninga myndu telja slíka samninga inn í skuldastöðu sína. Ég held það sé kominn tími til að ráðamenn og Seðlabankinn hætti að ýkja skuldastöðu ríkisins upp að óþörfu með þessum hætti þegar kemur að samanburði við skuldastöðu annara þjóða. Það er hægt að telja endalaus dæmi á móti um stórkostlegan halla á lífeyrisskuldbindingum eða á almannatryggingum annara þjóða, og jafnvel stórs hluta eigna lífeyrissjóðskerfa sem talin eru til eigna ríkis (sbr. Japan) og myndu gera skuldir íslenska ríkisins dvergvaxnar.

kveðja,
Agnar

 

Agnar (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 21:04

29 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Rétt, Agnar, alveg sammála.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.3.2010 kl. 21:20

30 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Þegar neyðarlögin voru sett færðist veð Seðlabankans aftar röðina,og á sinn þátt í stöðunni Gylfi tekur þettað ekki með

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 29.3.2010 kl. 21:59

31 identicon

Aðdáunin á GM er virðingarverð og vissulega spurning hvort hún sé verðskulduð en fyrir hvað á að dásáma manninn ? Fyrir það að koma fram og fara með staðreyndir ? Fyrir að koma loks fram og segja að endurskoðun AGS á málefnum lands og þjóðar eigi ekki að vera tengd IceSave ? Það er einsog að fagna markmanninum fyrir að verja ekki af því það er svo gaman að sjá mark !

Versti vandinn við núverandi stjórnvöld er tvíþættur: 1) hugmyndafræðilegur (minnka allt, ekki stækka það) 2) semja á hnjánum en ekki brýna raustina

Þetta lýsir stjórnvöldum og mesta vanda okkar í dag....ekki lán, IceSave, AGS, ríkisfjármál, verðbólga, ISK eða annað.

Þegar þetta vandamál er leyst skal ráðast á ISK með fullu afli.

Svo brosum við fyrir allan peninginn.

NN (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 23:02

32 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Einar Björn, má ég biðja þig einu sinni enn um að stytta mjög framlög þín (sleppa t.d. löngum orðréttum tilvitnunum í aðra texta, nota frekar hlekki), reyna að vera í beinni tengingu við umræðuefnið og að endurtaka ekki efni sem margoft hefur komið fram áður og verið svarað annars staðar.  Með þessu væri öllum greiði gerður.  Mig langar ekki til að grípa til þess að loka á þig og mun ekki gera það ef þú heldur þig við meðalhófið."

Ég varð ekki var við annað, en þið Jón væruð einmitt að ræða, Icesave málið.

Ástæða orðréttar tilvitnunar, er sú að það ákvæði, er best skilið í heild, svo menn átti sig á, hve hættulegt það er.

Og, að auki, var þetta á frummáli, en vanalega er hann birtur í ísl. þíðingu.

En, auðvitað, er þú vilt ekki að hluti af upphaflega texta samningsins, komi fram á þinnig síðu - "so be it".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.3.2010 kl. 00:36

33 Smámynd: Guðmundur Ingi Guðmundsson

"má ég biðja þig einu sinni enn um að stytta mjög framlög þín (sleppa t.d. löngum orðréttum tilvitnunum í aðra texta, nota frekar hlekki), reyna að vera í beinni tengingu við umræðuefnið og að endurtaka ekki efni sem margoft hefur komið fram áður og verið svarað annars staðar.  Með þessu væri öllum greiði gerður.  Mig langar ekki til að grípa til þess að loka á þig og mun ekki gera það ef þú heldur þig við meðalhófið."

Suss haha.. meiga menn eki setja texta.. er það of mikið mál... erfitt að skrolla yfir hann já æææ ææ...  verður að lesa hann allalnn og missa hárið haha... já.. það er GOTT AÐ SKRIFA SEM STYðST OGF SEM HNITMIÐAST... fólk er svo einfalt og vill ekki lesa... nema þeim sé annaðhvort hóta-öllu illuef það les ekki eða þá það fær MJ=G mikið borgað fyrir það vitandi að þau eru í MJ=G vondu máli ef þau lesa ekki heimavinnuna.. já,.. fólk er einfalt.. samkvæmt bestu bók um heimspeki og Stjórnmál... 5 bóka löng,,, mikið meistaraverk.. sagði.. the summary of the summary of the summary.. people are a problem... 

En já.. skal ekk hafa það lengra..

Hverjar voru helstu ástæður hrunsins aftur ?

Guðmundur Ingi Guðmundsson, 31.3.2010 kl. 04:25

34 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Óskýr hugsun, e.t.v.?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 31.3.2010 kl. 09:48

35 identicon

''Allt sem þú vildir vita um hrunið,, segir Vilhjálmur,það er furðulegt að að Vilhjálmur frumkvöðull og dugnaðarforkur skuli vilja drabbast undir pilsfald ESB Mafíunar í Brussel,og lepja þaðan styrki og annað í þeim dúr,til þess að braskarar og tækisfærissinnar af varsamri kantinum ausi í skálar sínar og sé sama um fullveldi þjóðar sinnar. Ég man alveg eftir Vilhjálmi er hann var yngri maður og var hann og sennilega enn er,mjög uppfyningarsamur og uppfullur af snilldarhugmyndum,og lét hann verkin tala og það hefur sýnt sig í hans áræðni.  En að vilja það þjóð sinni að afsala lýðveldi og sínum gjöfulu fiskimiðum undir hatt Glæpagengjanna í ESB,er gjörsamlega glórulaust,já Vilhjálmur þú ágæti nú er ég mikið mikið hissa á þessu ESB halelúja þínu, gleðilega páska bissnismaður.

Númi (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband