24.10.2009 | 18:50
Davíð sagði ríkið geta ábyrgst öll innlán
Haldið til haga: Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina Channel 4 í Bretlandi þann 3. mars 2008, að Ísland gæti ábyrgst öll innlán ef á þyrfti að halda.
Þulur segir: "Iceland's Central Bank governor says his country can afford to guarantee all deposits." (Seðlabankastjóri Íslands segir að land hans hafi efni á að ábyrgjast öll innlán.)
Davíð: "These banks are so sound that nothing like that is likely to ever happen. And if something would happen, you never would be talking about the whole amount of money, because it is never like that. But even so, the Icelandic economy, the state being debtless, this would not be too much for the state to swallow, if it would like to swallow it." (Þessir bankar eru svo traustir að ekkert slíkt er líklegt til að gerast. Og ef eitthvað gerðist, myndi það aldrei snúast um alla peningaupphæðina, því það er aldrei þannig. En þó svo væri, íslenska hagkerfið, með ríkið skuldlaust, þetta væri ekki of mikið fyrir ríkið að kyngja, ef því þóknaðist að kyngja því.)
Enginn vafi virðist þarna á ferð um að ríkið bakki upp innlán bankanna, það sé skuldlaust og ráði við það. Ekki að furða að breskir sparifjáreigendur héldu áfram að leggja inn peninga á Icesave, með svona líka fínni ríkisábyrgð, yfirlýstri af Seðlabankastjóra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Athugasemdir
Það er líka ágætt að hafa það bak við eyrað að seðlabankstjórar hvaða nafni sem þeir nefnast, rétta ekki út ríkisábyrðir í erlendum sjónvarpsviðtölum.
Guðmundur Jónsson, 24.10.2009 kl. 20:00
Já...man eftir thessu vidtali eda vidtali svipudu thessu og hef reynt ad finna thad á netinu...en ekki tekist.
Er ekki til annad svipad thessu og eitthvad lengra? Styttir thú vidtalid? Vaeri gaman ad sjá thad í heild sinni.
Geir Haarde hélt fram svipadri rullu um ad bankarnir vaeru traustir á sínum tíma. Thad er med ólíkindum hvad thessir menn létu út úr sér og gerdu.
Slaemt sidferdi valdhafa rústadi thjódfélaginu. Andvaraleysi kjósenda var algert. Ad kjósa flokka sem stydja jafn spillt kerfi og kvótakerfid aftur og aftur er náttúrulega vitnisburdur um heimsku meirihluta kjósenda.
Bobby (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 20:12
Er til url á thetta vidtal?
Bobby (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 20:21
Það er hægt að hlusta á þetta hjá Baldri Mcqueen.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 20:55
Það sem skiptir máli þarna í púslið er einkum tvennt:
1. Seðlabankastóri Íslands er á ródsjói í Bretaveldi fyrir íslensku bankanna - einkum Landsbankann.
2. Þara mótmælir hann því ekkert að Ríkið verði auðvitað að hlaupa undir bagga varðandi innstæðtryggingar ef á reynir. Hann segir ekkert: Ja, við erum með tóman sjóð þarna uppi og ætlum að láta ykkur fá hann !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.10.2009 kl. 21:09
Bobby: Ég fann bútinn í myndbanda-klippusafni Láru Hönnu (sem ég þakka hér með, og biðst forláts á að ég gleymdi að geta upprunans).
Ómar Bjarki: Einmitt, og hann (eða FME) er heldur ekkert að grípa til ráðstafana til að tempra innlánavöxtinn (þetta er rétt eftir að Icesave byrjar í Hollandi).
Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.10.2009 kl. 21:20
Um er að ræða um 11 mínútna þátt af Channel 4, hvar fjallað er um Icesave.
Davíð kemur á u.þ.b. 8. mínútu.
Hér er tengill á myndbandið, í heild sinni (03.03 2008).
baldur mcqueen (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 21:31
Sveinn: Takk fyrir tengilinn á færsluna hans Baldurs, hún er mjög góð og ítarlegri en mín.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.10.2009 kl. 21:43
Channel 4 spurði í mars 2008: Could a country like Iceland actually shell out the huge sums that it now guarantees? It could cost up to £3bn - a third of the island's GDP.
Góð spurning. Las enginn þetta í FME, Seðlabankanum eða Tryggingasjóði innstæðueigenda (sem NB er með 3ja manna stjórn og framkvæmdastjóra, hýstan í Seðlabanka, á launum hjá skattborgurum)?
Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.10.2009 kl. 21:47
Þeir í Seðlabankanum höfðu aldrei heyrt að það þyrfti að vera álíka stór gjaldeyrisvarasjóður og erlendar skammtímaskuldir þegar Þorvaldur Gylfason benti á þetta. Þó er þetta alveg auðséð mál, því hvernig á öðruvísi að greiða erlendar skammtímaskuldir?
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 22:28
Flestir góðir sjálfstæðismenn trúa því að Davíð hafi allan tímann varað hástöfum við þessari háskaför bankanna.
Það er ljótt að brjóta niður tilbeiðslu saklauss og bláeygs fólks.
Árni Gunnarsson, 24.10.2009 kl. 22:31
OK. Hér með ertu endanlega afskrifaður sem Samspillingar fífl.
Þvílíkur hálfvitaskapur.
OskarJ (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 23:04
Minnisblaðið sem dúkkaði upp sl. vetur þar sem Davíð mærði Icesave og Landsbankamenn en fann Kaupþings- og Glitnismönnum allt til foráttu er dagsett 12. febrúar. Þrem vikum síðar, þ. 3. mars, er hann greinilega enn við sama heygarðshornið og sér ekkert athugavert við Icesave reikningana.
Það er nauðsynlegt að halda til haga staðreyndum. Einkum nú þegar hrunverjar eru í óðaönn að reyna að endurskrifa söguna og breiða yfir eigin klúður.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 23:17
"""Channel 4 spurði í mars 2008: Could a country like Iceland actually shell out the huge sums that it now guarantees? It could cost up to £3bn - a third of the island's GDP"""
Svarið við þessu er augljóslega nei, og það vissu allir sem máli skiptu í þessu og þeir vissu líka að innistæðutryggingasjóðurinn var ekki burðugur. Þegar Davíð Oddson hélt öðru fram þá hreinlega laug hann og það var vegna þess að ef hann hefði sagt eitthvað annað hefðu bankarnir fallið samdægurs.
Björgvin G hélt þessu hinsvegar líka fram en það var kannski vegna þess að hann vissi ekki betur. ( þá spyr maður sig kannski hvort var betra í þessu tilfelli að vera sekur um afbrot af yfirlögðu ráði eða gáleysi). Það verður að líta til þess að orsök vandans er hvorki hjá Davíð eða Björgvini heldur liggur hún í reglum EES um frjálst flæði fjármagns.Sjá hér um
Bankastarfsemi yfir landamæri 102Guðmundur Jónsson, 25.10.2009 kl. 10:43
Án þess að vera einhver sérstakur aðdáanda Davíðs Oddsonar þá á ég erfitt með að átta mig á tilgangi þessarar bloggfærslu Vilhjálmur. Ef það er tilgangurinn að sverta eina persónu og hlutgera hana að öllu því sem hrunið stendur fyrir þá er það dapurt.
Kalt mat þá eru þræðir þess vanda sem við stöndum frammi fyrir aðeins víðari en þú telur hér upp Vilhjálmur eins og:
1) EES samningurinn og skortur á skilningi á því regluverki sem honum fylgdi
2) Græðgi, spilling og hroki í lykilpersónum í þeim aðilum sem tóku þátt í fjármálaævintýrinu á undanförnum árum.
3) Skortur á opinberu aðhaldi og eftirliti eftir fjármálastonfunum þ.e. bæði ríkistjórnin og FME
4) Pólitísk spilling
5) Vanmat á stöðu mála hjá fyrri ríkisstjórnum þar með talið Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
6) Skortur á skilingi á verkun fjármakerfa í dag þar með talið hjá fyrrum íslenskum bönkum og Seðlabanka
7) Pólitísk ítök bein og óbein í fjármálastofnunum og opinberum eftirlitsstofnunum
8) Skortur á agaðri stjórn efnahagsmála svo árum saman. Snertir einnig peningastjórnun og stýringu ríkisfjármála
9) Staða gengismála og sampil á lánamarkaði. Í reynd má fullyrða að aðgengi að erlendri fjármögnum hafa í reynd myndað það mikla bjögun í hagkerfinu að hefðbundin vopn í peningastjórnun dygðu ekki. Reyndar hefði hann átt að kaupa gjaldeyri þegar hann var hvað ódýrastur ef mögulegt en hef þó of fáar breytur til að geta fullyrt um það.
10) Strútshegðun.
Oft gaman að lesa bloggið hjá þér Vilhjálmur og ég bíð því eftir yfirvegaðri umfjöllun frá þér um raunveruleg greiningu á aðdragandi og ástæðum hrunsins, þína persónulegu skoðun, án þess að lita það einhverjum tímabundnum skoðunum sem mögulega gætu ekki staðist tímans tönn.
BNW (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:00
Guðmundur Jónsson bendir á athyglisverðan punkt, sem varðar siðferði í stjórnmálum. Ég hélt þvi fram við stjúpmóður mína um daginn að stjórnmálamönnum hafi hreinlega borið að ljúga til um stöðu bankanna í aðdraganda hrunsins því allt annað hefði beinlínis leitt til hruns. Ingibjörg Sólrún ýjaði að svipuðu þegar hún ræddi um rótsjóið hennar og Geirs vorið 2008.
Siðferðilega er þetta þó rangt. Undir engum kringumstæðum eiga stjórnmálamenn að ljúga upp í opið geðið á umbjóðendum sínum. Í hæsta lagi eiga þeir að svara beinum spurningum með svari við annarri spurningu.
Þegar hins vegar svo er komið að bankakerfi eins lands getur fallið vegna óvarlegra orða fárra manna, þá er greinilega kominn tími til að setja af stað neyðaráætlun. Þar finnst mér mesta ábyrgðin liggja á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að þessi neyðaráætlun var hvorki samin né hrint í framkvæmd. Það er líka greinilegt að Seðlabankastjórninni og Fjármálaeftirlitinu fannst óþarfi að grípa til neyðarráðstafana. Þeirra plan var að halda áfram að ljúga og vona að þetta "reddaðist".
Davíð Oddsson og hirðin í kringum hann getur ekki endurskrifað hlutverk sitt sem hin íslenska Kassandra sem alltaf spáði rétt en enginn trúði. Seðlabankanum ber ekki aðeins að vara við, heldur og að grípa til nauðsynlegra ráðstafana. Seðlabankinn ber ábyrgð á því að ekki var gripið til réttra ráðstafana þegar í ársbyrjun 2008.
Minnisblaðið frá 12. febrúar bendir reyndar til að einu viðbrögðin voru þau að halda áfram að ljúga sig frá vandanum og leggja orðstír Seðlabankans og íslenskra stjórnvalda að veði. Þess vegna viðtalið "góða" 3. mars 2008. Þess vegna rótsjó þeirra Geirs og Ingibjargar Sólrúnar í sama mánuði.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:24
Það er alveg sama hver hefur sagt hvað og hver hefur skrifað hvað það er EKKI HÆGT að skuldbinda ríkið til þess að borga háar upphæðir nema með samþykki þingsins. Það er ólöglegt og því EKKI HÆGT.
Alveg ótrúlegt að þið fylgjendur Samfylkingar hangið svona í minnismiðum misvitra manna til þess að réttlæta þennan gjörning ykkar í staðinn fyrir að taka upp hanskan fyrir þjóð ykkar. Mér er alveg fyrirmunað að skilja þetta háttalag..
Björg F (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:56
BNW, ég er samála þér í flestum punktum og tel að sjálfsögðu að hrunið megi rekja til fjölmargra þátta - eins og ég hef áður minnst á í bloggfærslum og athugasemdum. Ég hefði örugglega ekki sett inn færsluna hér að ofan nema af því að ritstjóri Morgunblaðsins talar núna eins og það sé minnsta málið að borga ekki Icesave og að núverandi stjórnvöld séu úti að aka o.s.frv. Mér finnst það koma vægast sagt úr hörðustu átt, frá manni sem undirritaði sjálfur áætlun Íslands og AGS 15. nóvember þar sem fram kemur að Ísland muni standa við skuldbindingar gagnvart innlánstryggingum, og svo þetta viðtal, og fleira mætti nefna.
Ómar: Já, embættis- og stjórnmálamenn þurfa að vanda mjög hvað þeir segja varðandi stöðu banka, en þeim leyfist ekki að segja ósatt. Þá er betra að segja ekki neitt. En það sem skiptir máli er vitaskuld fyrst og fremst hvað menn gera. Og það var því miður - ekki neitt. Bindiskylda? Lækkuð en ekki hækkuð. Stuðla að færslu innlána í dótturfélög? Kom ekkert út úr því. Hækkun afgjalds í Tryggingasjóð? Neibb. Tilmæli um styrkari fjármögnun? Nei. Tilmæli um losun eigna og sölu dótturfélaga? Nei. Leyfa uppgjör í evru? Ekki að ræða það.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.10.2009 kl. 12:09
BjörgF: Þingmenn samþykktu innistæðutilskipunina í reynd þegar Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið og gaf tilskipunum þess lagagildi. Sjá lög nr 2/1993. M.a.:
2. gr. Meginmál EES-samningsins skal hafa lagagildi hér á landi.
3. gr. Skýra skal lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja.
Og að sjálfsögðu eru lögin um Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta sett með tilvísan í innistæðutilskipun EES.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.10.2009 kl. 12:13
Til að réttlæta hvaða gjörning Björg F.? Hvað var í boði? Bjarni Benediktsson sagði í ræðu s.l. des. að það væri ekki um annað að ræða en að semja um Icesave. Að fara í mál væri óráð því niðurstaða væri ekki fyrirséð.
Hvar eru þeir sem treysta sér til að reka málið fyrir dómstólum?
Árni Gunnarsson, 25.10.2009 kl. 12:14
Fyrir og um síðata haust þá töluðu allir, bara allir, háttsettir aðilar á þann veg að lágmark væri tryggt sama hvað og ríkið hlypi undir bagga ef á þyrfti að halda.
En eftir þann tíma tala sumir á þann hátt að aldrei hafi staðið til að standa við skuldbindingar íslands heldur að vísa á nánast tóman sjóð !
Þetta nær auðvitað ekki nokurri átt. Hva - voru menn þá bara að plata evrópska sparifjáreigendur og ekki bara þá heldur seinna meir - voru menn bara að skrifa undir allskyns pappíra síðasta haust í djóki fyrir íslands hönd ? Hvað er í gangi !
Þessi umræða er alveg kostuleg.
Auk þess er ákveðin misskilningur í gangi varðandi efnið. Menn eru alltaf að tala um hvort "ríkisábyrgð" hafi verið á tryggingarsjóði íslands. Málið er að Bretum gæti líklega ekki verið meira sama. Þeir leggja málið aðalega upp frá skðabótaábyrgð ríkja.
Skaðabótaábyrgð ríkja er vel grundvölluð útfrá EES samningnum og dómaforsendum eins og Stefán Geir þórisson bendir á síðasta haust:
"Um skaðabótaábyrgð aðildarríkja að ees samningnum er kveðið í dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og efta dómstólsins. Sú ábyrgð er möguleg að vissum skilyrðum fullnægðum, sem nánar eu útfærð í fjölmörgum dómum þessara dómstóla. Ég ætla ekki að fjalla um bótasklyrðin í smáatriðum í áliti þess, en í stórum dráttum kemur ábyrgðin til álita gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef aðildarríkin fullnægja ekki þeim skyldum sem þeim ber sk. Evrópureglum; og hvað EFTA ríkin varðar snýst málið að sjálfsögðu um hvort þau hafi fulnægt skuldbindingum sínum skv. EES samningnum. Bótaskilyrðin eru eins og áður segir nokkur, þ.á.m. það að um alvarlegt brot á EES skuldbindingu sé að ræða, um sé að ræða brot á reglu sem ætlað er að veita einstaklingum tiltekinn rétt og að orsakasamhengi sé milli vanhalda ríkisins á að fullnægja Evrópuréttar/ES skuldbindingunni og tjónsins sem þeir einstaklingar og lögaðilar verða fyrir vegna þess að ríkið hefur ekki fullnægt skuldbindingunni." (Stefán Geir island.is)
Og ef menn lesa breska álitið sem þir lögðu fyrir dóm síðasta aust - þá er það nákvæmlega svona sem breta leggja málið upp !
Það eru öll skilyrði fyrir hendi til að skaðabótaábyrgð virkjist. Öll.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.10.2009 kl. 12:37
"Enginn vafi virðist þarna á ferð um að ríkið bakki upp innlán bankanna, það sé skuldlaust og ráði við það," segir Vilhjálmur í grein sinni. Fyrri hluti setningarinnar er rangur. Davíð fullyrðir ekki í þessum orðum, að ríkið "bakki upp innlán bankanna," heldur einfaldlega, að það geti það. Með þessum orðum gat hann heldur ekki skuldbundið ríkið á neinn hátt í þessu efni, og það er meginmálið hér: Enginn einn embættismaður ríkisins hafði vald til að skuldbinda Íslendinga til að ábyrgjast innistæður í einkabönkum. Ríkisábyrgð á þeim bönkum hafði verið lögð niður alllöngu áður. Það hefði ekki verið beðið um ríkisábyrgð á Icesave-reikningum í sumar, ef sú ábyrgð hefði þá þegar verið fyrir hendi. Ríkisendurskoðun vissi mætavel, að ríkið bar ekki ábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta. Það vissi löggjafinn líka 1999. Jóhanna Sigurðardóttir vildi þá ábyrgð ríkisins, en því var hafnað á Alþingi, sem betur fer.
Jón Valur Jensson, 25.10.2009 kl. 12:51
BjörgF: Þingmenn samþykktu innistæðutilskipunina í reynd þegar Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið og gaf tilskipunum þess lagagildi. Sjá lög nr 2/1993. M.a.:
2. gr. Meginmál EES-samningsins skal hafa lagagildi hér á landi.
Ertu að segja að íslenska ríkinu hafi borið lagaskylda til að borga Icesave? Ef svo er til hvers þurfti þá Icesave-samningaviðræður í næstum heilt ár? Hefðu ekki Bretar og Hollendingar bara getað sent reikninginn upp í stjórnarráðið daginn eftir hrun, ef lagaskyldan var ótvíræð?
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 13:24
"...til hvers þurfti þá Icesave-samningaviðræður í næstum heilt ár?"
Viðræðurnar fjölluðu beisiklí um lánaskilmálana. Íslensk stjórnvöld og ráðamenn samþykktu í rauninni að axla skuldbindingar sínar skv. EES samningnum síðasta haust.
Nú, ljóst var ísland gæti eigi greitt út sisona. Þá sýndu bretar og hollendingar þá velvild að lána íslendingum á afar hagstæðum kjörum svo þeir gætu staðið við skuldbindingar ríkisins. Viðræðurnar fjölluðu um endanlega útfærslu lánaskilmálanna.
Það er nú svo.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.10.2009 kl. 13:35
Jón Valur: Olræt, en hvað var Davíð þá að geipa?
Theódór: "Ertu að segja að íslenska ríkinu hafi borið lagaskylda til að borga Icesave?" Já, klárlega. Innistæðutilskipunin, sem hefur lagagildi hér á landi, og sem skýra á lög með tilliti til, gefur engin grið með það að 20.000 ECU trygging að lágmarki (hjá okkur 20.887 EUR) skuli greidd út refjalaust, alveg sama hvað.
Icesave-samningarnir hafa snúist um lán sem Bretar og Hollendingar veita Íslendingum til að gera okkur kleift að standa við þessa skuldbindingu. Skuldbindingin gjaldféll nóta bene 23. okt sl. eftir að síðustu frestir Tryggingasjóðs runnu út, og þá hefði verið hægt að ganga að íslenska ríkinu fyrir vanefnd - sem reyndar hefði í praxís sjálfsagt snúist um að haldleggja peninga og peningafærslur á vegum íslenskra banka og Seðlabanka erlendis.
Menn eru mikið að rugla með hugtakið ríkisábyrgð og rugla þá saman ríkisábyrgð á innlánatryggingunni sjálfri annars vegar og ríkisábyrgð á láninu frá B&H hins vegar.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.10.2009 kl. 13:36
Það er varla að ég nenni í þessa hringekju í hundraðasta sinn. En halló er einhver heima. Ef það var einhver spurning um lagaskylduna til hvers þurfti þá Alþingi að stimpla samninginn?
Ef ég fer yfir á rauðu ljósi fæ ég sekt. Ég fer ekki í samningaviðræður við ríkið eða lögreglustjóra í heilt ár um hvort ég eigi að borga sektina og á hvaða vöxtum. Nei, hæstu dráttarvextir skulu það vera eða fangelsi.
Skiljið þið muninn á ótvíræðri lagaskyldu og umdeilanlegri lagaskyldu? Ef ekki get ég lítið hjálpað ykkur.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 13:56
Ef það var engin spurning um lagaskylduna...
...átti að standa, afsakið.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 13:57
Við höfum ENGA lagaskyldu til að borga Icesave-skuldir Landsbankans.
Og Vilhjálmur, þú meðtekur innlegg mitt (með orðskrípi þínu: "olræt"), en spyrð mig svo, hvað Davíð hafi verið að geipa. Það er hans að svara fyrir það, hans að taka ábyrgð á orðum sínum, ekki okkar að gera það.
Jón Valur Jensson, 25.10.2009 kl. 14:07
"Ef ég fer yfir á rauðu ljósi fæ ég sekt. Ég fer ekki í samningaviðræður við ríkið eða lögreglustjóra í heilt ár um hvort ég eigi að borga sektina og á hvaða vöxtum."
Sjáðu til, viðræðurnar stóðu ekkert um hvort ætti að borga heldur hvernig. Það lá alveg fyrir og samþykkt af stjórnvöldum og ráðamönnum síðasta haust. Meir að segja búið að semja um lánið í aðalatriðum síðasta haust sem kunnugt er. Það var gert undir forystu Baldurs Guðlaugssonar og Sjálfstæðimanna.
En varðandi það að fá sekt frá íslenska ríkinu - þá er nú stundum hægt að semja eitthvað samkv. mínum heimildum þó erfitt sé.
Og ennfremur má þá draga þá ályktun að bretar og hollendingar hafi verið afar sanngjarnir að setja okkur ekki strax í fangelsi ! Nei þeir gera það ekki heldur semja um afar hagstæða borgunarskilmála í alla staði.
Já þetta er rétt ábending hjá þér. Bretarnir hafa sýnt þó nokkra velvild í þessu máli. Gera það nefnilega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.10.2009 kl. 14:30
Ómar, ef þú ferð yfir á rauðu ljósi þarf að greiða um að atkvæði á Alþingi hvort þú eigir að fá sekt? Nei, framkvæmdavaldið leggur á þig sekt. Þó hægt sé að semja um afborganir er leyfilegt að setja hæstu dráttarvexti á fjárhæðina.
Ef það hefur farið framhjá þér er ákvæði í nýja Icesave-samningnum um að ef æðri dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi ekki borið lagaleg skylda til að greiða fyrir einkabanka skuli taka upp viðræður að nýju (enn ein svínbeygingin á duglausum stjórnvöldum, en það er önnur saga.)
Það þyrfti ekki að setja svona ákvæði í samninginn ef engin spurning væri um lagaskylduna til að borga, er það nokkuð?
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 15:16
Já, einmitt: að "bretar og hollendingar hafi verið afar sanngjarnir að setja okkur ekki strax í fangelsi !" – Sér er nú hver sanngirnin, sem Ómar Bjarki ESB-dindill lofar hér í hástert! Og líka fyrir "afar hagstæða borgunarskilmála í alla staði," þó að nú séu a.m.k. tveir bloggarar, Andri Geir og Friðrik Hansen Guðmundsson, að skrifa réttilega um ofurgróða Breta og Hollendinga vegna vaxtatökunnar einnar saman, þótt ekki væri annað!
Þá segir Ómar Bjarki: "Bretarnir hafa sýnt þó nokkra velvild í þessu máli. Gera það nefnilega." – Og ég spyr: Til dæmis með þvi að misbeita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir þennan sérhagsmunavagn sinn?! Ætlar Ómar að bera lof á það, þegar allir, jafnvel Steingrímur J. og Jóhanna, eru farnir að atyrða AGS og þessar ríkisstjórnir vegna þess?
Meira að segja Ólafur Ragnar Grímsson af öllum mönnum "segir [nú] að það sé slæmt ef tvo ríki geta misnotað sæti sitt í stjórnum alþjóðlegra stofnana með þessu hætti. „Ég held þess vegna að það sé mikilvægt þó vonandi sé að nást niðurstaða í þessu icesave máli að það sé mikilvægt að við gleymum ekki því hvernig þetta mál var í raun og veru. Að við segjum öðrum þjóðum líka frá því hvernig Bretar og Hollendingar misbeittu stöðu sinni innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins"" (sjá þessa Vísisfrétt í dag: Íslendingar mega ekki gleyma því hvernig valdi var misbeitt).
Ómar, ertu ekki í þókknunarhyggju þinni eins og einangrað nátttröll sem hefur dagað uppi utan í Seyðisfirði?
Jón Valur Jensson, 25.10.2009 kl. 15:16
Ómar : Sjáðu til, viðræðurnar stóðu ekkert um hvort ætti að borga heldur hvernig.
Ef svo er, hvers vegna er það tekið sérstaklega fram að það sé ríkisábyrgð í þessum "samningi", ef hún er þar fyrri og að það fari ekki á milli mála eins og þú heldur stöðugt fram?
Ómar : Og ennfremur má þá draga þá ályktun að bretar og hollendingar hafi verið afar sanngjarnir að setja okkur ekki strax í fangelsi ! Nei þeir gera það ekki heldur semja um afar hagstæða borgunarskilmála í alla staði.
Já þetta er rétt ábending hjá þér. Bretarnir hafa sýnt þó nokkra velvild í þessu máli. Gera það nefnilega.
Þetta er hagstætt fyrir þá Breta og Hollendinga en ekki okkur Íslendinga, Bretar og Hollendingar hafa endin réttindi eða völd hér innanlands til að setja okkur eins og þú segir það "að setja okkur ekki strax í fangelsi ", ef þeir eru ekki sáttir með niðurstöðuna þá geta þeir sótt málið í dómstólum þessa lands, eins og siðmenntaðar þjóðir/fólk gerir þegar upp kemur ágreiningur!!
Vaxtakostnaður breska ríkisins á 10 ára skuldbindingum er nú um 3,4 prósent og hollenska ríkið getur fjármagnað sig á 3,6 prósent vöxtum til sama tíma. Jafnaðarvaxtakostnaður Breta og Hollendinga er því um 3,5 prósent. Icesave samningurinn kveður á um að íslenska ríkið þarf að borga 5,55 prósent vexti, eða meira en tveimur prósentustigum yfir því, sem það kostar Breta og Hollendinga að fjármagna Icesave lánið.
Þetta leiðir af sér að á þeim 15 árum, sem fyrirhugað er að taki Ísland að endurgreiða Icesave skuldbindinguna, munu bresk og hollensk stjórnvöld hirða um 1,5 milljarða evra í vaxtamun af íslenskum skattgreiðendum. Á gengi dagsins í dag jafngildir þetta meira en 270 milljörðum króna.
Mikil velvild í gangi hér ekki satt?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.10.2009 kl. 16:15
Aðallega dularfull stærðfræði. Við tökum rúma þrjá milljarða evra að láni, greiðum skv. þessu 2% vaxtamun í 7 ár, það gera 14% af 3 milljörðum eða 420 milljónir evra. Þótt gert væri ráð fyrir að allur höfuðstóllinn héldi svo áfram og yrði samtals á 2% vaxtamun í 15 ár þá væru það 30% af 3 milljörðum eða 900 milljónir evra. Ég skil ekki hvernig þessi 1,5 milljarða tala er fundin, það hefur einhver misskilið eitthvað á leiðinni, sennilega blaðamaðurinn.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.10.2009 kl. 16:57
En, nóta bene, auðvitað er þetta ekkert nálægt þessu því eignir Landsbankans koma að 90% á móti þessu á 7 árunum, þar af sennilega meirihlutinn á fyrri part tímabilsins. Vaxtakostnaðurinn verður mun minni en margur er að reikna í dag.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.10.2009 kl. 16:58
Aðallega dularfull stærðfræði.
Alls ekki, væntanlega er þetta hugsað út frá því að ekkert sé greitt á ári, og þar sem þínir útreikningar taka ekki með vexti af vöxtum þá nærð þú ekki þessari tölu sem um er talað.
En, nóta bene, auðvitað er þetta ekkert nálægt þessu
Þessi útreikningur miðar við að virðist eins og ég tók fram áðan að ekkert sé greitt af þessu láni, þetta er ekki líkleg tala en möguleg og vona ég innilega að þú hafir frekar rétt fyrir þér hér ef út í það er farið.
því eignir Landsbankans koma að 90% á móti þessu á 7 árunum
Mikil bjartsýni þarna þykir mér.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.10.2009 kl. 17:26
if it would like to swallow it.
Af hverju gleymið þið að hann sagði líka IF. Af hverju er þá komin sjálfkrafa ríkisábyrgð þegar hann segir: EF ríkið vildi kyngja því. Mér sýnist hann bara vera að segja að við þær aðstæður sem þarna voru, gæti ríkið náð í pening fyrir innistæðunum. Margt breyttist eftir að þetta var sagt sem enginn gat séð fyrir.
Óþekkur (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 18:03
Við tökum ekkert lán þarna, Vilhjálmur, fáum hvorki pund né evrur að láni. Þetta er gervilán, réttara sagt innheimta í ætt við framferði ólöglegra glæpahópa.
Jón Valur Jensson, 25.10.2009 kl. 18:24
Hættið að hafa áhyggjur af Icesave, við munum ekki þurfa að borga EUR/IKR af þessum reikningi. Þetta er strategísk ákvörðun sem verður okkur til hjálpar ef við förum að haga okkur eins og siðuð þjóð.
Til þeirra sem eru á móti AGS. Svarið því af hverju kom AGS hingað. Þetta er ekki spurning um hænuna eða eggið !!
BNW (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 19:38
Jú, Davíð segir að á þessum tímapunkti geti íslenska ríkið ábyrgst innistæðurnar ef það svo kjósi. Hann tekur sérstaklega fram "if it would lke to swallow it", að það sé ekki sjálfgefið að íslenska ríkið geri svo.
Svo segirðu "Enginn vafi virðist þarna á ferð um að ríkið bakki upp innlán bankanna" - jú, það er einmitt vafi á því, þess vegna tekur hann þetta sérstaklega fram. Þetta sérðu mætavel.
Þetta er 3. mars. Á þeim tíma voru innistæður á Landsbankareikningunum í Bretaveldi mun lægri en þegar Landsbankinn hrundi 7 mánuðum síðar. Þetta veistu mætavel.
Ingvar Valgeirsson, 25.10.2009 kl. 20:02
BNW, af hverju skrifarðu ekki undir nafni? – eða bara sem AGS?
Jón Valur Jensson, 25.10.2009 kl. 20:11
Jón Valur Jensson, 25.10.2009 kl. 20:11
BNW er fullt eins fallegt nafn og önnur nöfn og hefur ákveðna skírskotun eins og AGS sem er aðeins skammstöfun en stendur fyrir ákveðinni hugmyndafræði, allavega hjá þér.
BNW (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 20:34
Halldór, þessi 1,5 milljarða tala er alveg klárlega röng, það er engin leið að reikna sig upp í hana. Enda var upphaflega fréttin um þetta eitthvað skrítin. Og forsendan um að ekkert komi inn á 7 árum af eignum Landsbankans er líka röng, nýjasta mat skilanefndar er að 90% muni heimtast.
Ingvar og Óþekkur, tilgangur þessa viðtals Davíðs við Channel 4 er að senda þau skilaboð til sparifjáreigenda að óhætt sé að treysta íslensku bönkunum enda geti ríkið bakkað þá upp ef á þurfi að halda. Þulurinn hefur eftir honum að ríkið eigi nóg til að tryggja allar innistæður, það er punkturinn sem verið er að koma til skila. Enginn er að tala um 19 milljarða í Tryggingasjóði innstæðueigenda, eða að þetta séu bara einkabankar sem komi ríkinu ekkert við. Og um þetta leyti er Icesave í Hollandi að komast á fullan skrið.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.10.2009 kl. 21:01
Búinn að skoða þessa Daniel Gros frétt á Pressunni aftur, til upprifjunar.
Réttið upp hönd ef þið getið útskýrt fyrir mér tengslin milli töflunnar í lok fréttarinnar og fréttatextans. Í hvaða gjaldmiðli er taflan? Hagnaður Hollendinga á að vera "90,9" og Breta "189,7", eru þetta milljón evrur og/eða pund? Og hvar er 1,5 milljarður evra í þessari töflu? Ég held að þessi frétt sé tóm steypa, en það hefur ekki hindrað Ólaf Ísleifsson í að byggja stóryrtar yfirlýsingar á henni.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.10.2009 kl. 21:55
Og hvað hefði gerst ef hann hefði sagt að ríkið réði ekki við þennan skell? Reynið að ímynda ykkur undir hvað pressu hann var. Kannski vor von til að hægt væri að forða þessu þá? Hafði hann leyfi til að drepa þá von?
Offari, 25.10.2009 kl. 23:14
Halldór, þessi 1,5 milljarða tala er alveg klárlega röng, það er engin leið að reikna sig upp í hana.
"Lán" frá Bretum
2.350.000.000 pund á gengi dagsins 199,84 = 469.624.000.000 kr.
"Lán" frá Hollendingum
1,329242850 evrur á gengi dagsins 183,78 = 244.288.250.973 kr.
Samtals 713.912.250.973 * 35,57985 (2.05% vextir í 15 ár án afborgana)
= 254.008.878.370 kr. hagnaður hjá Bretum og Hollendingum, þessi tala er ekki svo langt frá og er hugsanlegt að það vantar eitthvað inn í þennan reikning hjá mér.
Og forsendan um að ekkert komi inn á 7 árum af eignum Landsbankans er líka röng,
Það má vel vera, og ætla ég ekki að þykjast vita hvernig það fer og er erfitt fyrir nokkurn mann að segja, en eins og ég sagði þá er þessi útreikningur miðað við það greinilega.
nýjasta mat skilanefndar er að 90% muni heimtast.
Hverjar ætli forsendurnar séu þar, munu þær standast, því eins og þessi reikningur sem þú ert að setja út á hér þá hefur hann forsendur sem þú telur að standist ekki, hvernig ætli það sé með forsendurnar á matinu?
Réttið upp hönd ef þið getið útskýrt fyrir mér tengslin milli töflunnar í lok fréttarinnar og fréttatextans. Í hvaða gjaldmiðli er taflan? Hagnaður Hollendinga á að vera "90,9" og Breta "189,7", eru þetta milljón evrur og/eða pund?
Væntanlega eru þetta milljarðar íslenskra króna, þar sem þetta kemur nærri þeirri upphæð sem um er talað, þ.e. 270 milljarðar íslenskra króna (þó þetta séu rétt rúmlega 280 milljarðar ís.kr.).
Og hvar er 1,5 milljarður evra í þessari töflu?
1,5 milljarðar evra er u.þ.b 275 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi.
Sem gefur að þessi tafla er alveg í samræmi við þessar tölur sem eru í fréttinni.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.10.2009 kl. 23:17
Ég held að það sé alveg ljóst að það voru teknar meðvitaðar ákvarðanir um að ljúga að umheiminum með hálfsannleik og orðhengilshætti a la "I didn't have sex with this woman".
Ég held að ef grannt er skoðað sagði enginn ráðamaður nokkurn tímann (nema þá hann hafi talað af sér) að innistæður í útibúum erlendis væru tryggðar að fullu, hvað þá að ríkisábyrgð væri á þeim. Allir textar sem sendir voru út til banka, ríkisstjórna og AGS voru vandlega skoðaðir með það fyrir augum að Íslendingar gætu falið sig á endanum á bak við orðhengilsháttinn: jú við sögðumst vilja standa við okkar ábyrgðir, en við sögðum aldrei að við bærum ábyrgð - hvað þá að á þessu væri ríkisábyrgð. (Sjá t.d. frétt á mbl.is 11. ágúst sl. )
Því miður, þá virkar slíkur orðhengilsháttur e.t.v. gagnvart íslenskum dómstólum og gagnvart Jóni Vali Jenssyni og öðrum trúgjörnu fólki, en alls ekki í samskiptum fullvalda ríkja. Erlendis tíðkast það að ef til þess bærir fulltrúar ríkis eða sjálfstæðrar ríkisstofnunar fullyrða að ríkið/stofnunin standi bak við gerninga, þá er ætlast til að ríkið eða stofnunin standi við orð sín en hlaupi ekki í felur bak við orðatitti.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 23:49
Þvæla í þér, Ómar Harðarson. Skipulagslega séð, lögformlega séð, getur enginn skuldbundið ríkið upp á neinar upphæðir sem þessar nema Alþingi sjálft, enda gerir sjálf stjórnarskráin ráð fyrir því. Ef Ómar Harðarson kæmist til valda og lofaði að gefa einhverjum útlendingum 100 milljarða úr ríkissjóði, þá væri sú athöfn hans að engu hafandi og alls ekki skuldbindandi fyrir ríkissjóð.
Jón Valur Jensson, 25.10.2009 kl. 23:58
En Vilhjálmur, þú segir "Enginn vafi virðist þarna á ferð um að ríkið bakki upp innlán bankanna" - það er hvergi sagt.
Davíð segir að Ísland gæti gert það ef því sýndist svo. Hann segir aldrei að íslenska ríkinu sé skylt að gera það eða að það muni gera það - þó eitthvað sé hægt er ekki þar með sagt að það verði gert. Það hreinlega alls ekki hægt að fullyrða út frá þessum orðum að seðlabankastjóri sé að ábyrgjast eitt eða neitt. Þvert á móti gefur hann í skyn að okkur sé í sjálfs vald sett hvort við ábyrgjumst eður ei.
Ingvar Valgeirsson, 26.10.2009 kl. 10:58
Halldór, það verður aldrei þannig að ekkert verði borgað af lánunum í 15 ár, það er fjarstæða. Þessi 1,5 milljarða evra tala sem Bretar og Hollendingar "græði" á lánunum er því bara innantóm upphrópun - eins og svo margt annað í þessu máli.
Svo er það vitaskuld þannig að munurinn á CDS Íslands og Hollands/Bretlands er miklu meiri en 200 bp, þannig að við erum að fá þetta lán verulega undir markaðskjörum. Tala nú ekki um ef við rækjum AGS burt og færum í viðskiptastríð út af Icesave, þá fyrst myndi CDS Íslands rjúka upp og lánshæfismat lækka.
Ingvar: Það heitir óheilindi, óheiðarleiki og/eða blekkingar að gefa (mjög) sterklega í skyn að íslenska ríkið standi á bak við bankana, en meina svo í reynd ekkert með því. Það reiknar enginn með því að seðlabankastjóri fullvalda ríkis sé með orðhengilshátt og útúrsnúninga.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.10.2009 kl. 16:28
Seðlabankastjóri Íslands getur ekki skuldbundið ríkissjóð um neina slíka gervi-"lántöku", hvorki með gaspri né alvöruþrungnu tali: það er málið. Og segðu okkur, Vilhjálmur: Er ekki a.m.k. eitthvað í svörum okkar andmælenda þinna sem þú viðurkennir sem rétt?
Jón Valur Jensson, 27.10.2009 kl. 00:46
Búinn að lesa öll innleggin.
Hér kemur ekkert nýtt fram.
Staðreynd 1) Bretar lánuði íslenska ríkinu aldrei krónu.
Ríkið sótti aldrei um lán, svo það er ekkert um það að ræða að lán hafi verið tekið. Bretar ákváðu einhliða að greiða út innistæður og hófu svo innheimtuaðgerðir.
Staðreynd 2) Ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðnum gengur algerlega þvert á alla hugmyndafræði EES / ESB þar sem ríkisafskipti af samkeppnisrekstri eiga helst engin að vera nema eftirlit.
Staðreynd 3) Hvorki Davíð né aðrir embættismenn hafa umboð eða vald til að lofa ríkisábyrgð á einu né neinu, um þetta þarf ekkert að rífast.
Staðreynd 3) Enginn einasti lifandi maður hefur getað bent á hvar þessa ríkisábyrgð er að finna.
Staðreynd 4) Bretar vilja alls ekki hleypa hlutlausum dómstólum nálægt þessari deilu, ber það merki um góðann málstað?
Staðreynd 5) Nú síðast náðu bretar því fram að jafnvel þó íslenska ríkið verði sýknað af kröfunum, þá leysi það ríkið EKKI undan ábyrgð??
Þetta hlítur að vera einsdæmi í sögu mankyns að það sé samið um það fyrirfram að sýkna fyrir dómi veiti samt ekki sýknu????
Staðreynd 6) Allir okkar helstu lagasérfræðingar telja það af og frá að ríkið beri ábyrgð á þessum skuldum landsbankans. og með fullri virðingu fyrir bloggurum landsins þá er bara kjánalegt af ykkur að ætla að kenna þeim lögfræði.
Staðreynd 7) Bretland og Holland hafa nákvæmlega sömu reglur í sinni stjórnskipun og íslendingar um hver fer með fjárveitingarvaldið, eins og reyndar öll lýðræðisríki. Svo það er ljóst að bretum var fullljóst frá fyrsta degi að embættismenn höfðu ekkert vald til að lofa einni einustu krónu úr sjóðum almennings til breskra áhættufjárfesta.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 10:59
Þetta er mjög fínt yfirlit um þessa sterku punkta frá Sigurði þessum #1.
Hafðu heilar þakkir fyrir, Sigurður! Þetta er vert að endurbirta víðar.
Jón Valur Jensson, 28.10.2009 kl. 01:29
Staðreynd 8) Íslensk stjórnvöld ábyrgðust allar innistæður bankanna.
Og af hverju agnúast þú ekki útí Sigurð #1 fyrir að koma ekki fram undir fullu nafni eins og þú gerir við þá sem eru á öndverðum meiði við þig JVJ? Það er óhollt að vera svona ósamkvæmur sjálfum sér.
Páll Geir Bjarnason, 28.10.2009 kl. 02:56
Efnisinnihald þess, sem Sigurður sagði, var allsendis pottþétt, Páll Geir.
Sá sannleikur varðar hér mestu; – svo er síðan líka Vilhjálms, ekki mín.
En þessi gervistaðreynd þín nr. 8 er tóm langavitleysa. Þetta er eins og að segja, að þú getir ábyrgzt að borga allar húseigendatryggingar í Hafnarfirði. Orð einstaklinga um slíkt hafa ekkert gildi – ekki heldur þótt þú værir bæjarstjóri eða sjálfur bæjarfógetinn Bastían í Hafnarfirði.
Þar að auki hvort tveggja þetta staðreyndir hjá Sigurði:
3a) "Hvorki Davíð né aðrir embættismenn hafa umboð eða vald til að lofa ríkisábyrgð á einu né neinu, um þetta þarf ekkert að rífast."
3b) "Enginn einasti lifandi maður hefur getað bent á hvar þessa ríkisábyrgð er að finna."
En þú átt virkilega bágt, að vera svona djúpt sokkinn í vinstriflokka- og Icesave-þókknuninni.
Jón Valur Jensson, 28.10.2009 kl. 09:12
JVJ: "BNW, af hverju skrifarðu ekki undir nafni? – eða bara sem AGS?"
Það voru sett neyðarlög á Alþingi sem tryggðu allar innstæður í íslenzkum bönkum. Því miður var IceSave íslenzkur banki. Þetta er engin gervistaðreynd, og aftur því miður.
Ég er enginn sérstakur IceSave-þókkni. Geri mér einfaldlega grein fyrir að það þarf að ljúka þessu máli strax og það er það langt komið að ekki er hægt bara að snúa upp í vindinn og segjast ekki borga.
Páll Geir Bjarnason, 28.10.2009 kl. 16:43
Nei, Páll Geir, það var ekki ætlun þingsins og neyðarlaganna að tryggja Icesave-reikningana – ég hélt nú að allir vissu þó þetta!
Jón Valur Jensson, 29.10.2009 kl. 01:41
Ertu frá þér JVJ. Ætlun þingsins breytir engu. Það gerði þarna mistök. IceS fellur undir neyðarlögin. Er þá nóg að segja bara eins og krakkarnir "úps, ég ætlaði ekki að gera það!"? Hvers konar bull er þetta? Þessi staðreynd plús endalausar yfirlýsingar ráðamanna og embættismanna um að Íslendingar muni axla ábyrgð kosta það að ekki er hægt að bakka í þessu máli. Það vita allir sem eitthvað hafa milli eyrnanna.
Páll Geir Bjarnason, 29.10.2009 kl. 10:24
Ég fæ ekki séð á þessu, að þú hafir nógu mikið milli nefndra líffæra; Páll Geir.
Hér hafa komið fram afar sterk rök frá Sigurði #1 sem þú skeytir ekkert um.
Byrjaðu nú á því að reyna að minnsta kosti að afsanna þá staðreynda-upptalningu.
Jón Valur Jensson, 29.10.2009 kl. 10:38
þar er ekkert að afsanna Jón. Það breytir ekki þeirri staðreynd að við neyðumst til að borga þetta eins og staðan er núna. Þetta er klúður sem við þurfum að bera ábyrgð á, og það strax.
Páll Geir Bjarnason, 29.10.2009 kl. 16:24
Þetta var ekki röklegt svar, heldur vísan til einbers, grófs valds núverandi ráðherra sem hafa svikið þjóðina.
Jón Valur Jensson, 29.10.2009 kl. 17:36
Hvernig er það, eru verkir með þessu? Hvernig er að vera svona holur?
Páll Geir Bjarnason, 29.10.2009 kl. 18:00
Skrifin þín eru áhugaverð að venju, ég er þó ekki alveg sammála boðskapnum hérna. Þú ert t.d. með tvær fullyrðingar:
"Davíð sagði ríkið geta ábyrgst öll innlán" Þetta er klárlega rétt, hann sagði þetta. Þar sem ríkið er (svo til alveg) að reyna þetta núna þá mun þetta vonandi reynast rétt hjá honum.
En í lokin segirðu "Enginn vafi virðist þarna á ferð um að ríkið bakki upp innlán bankanna" Ég get ekki séð hvernig þú kemst að þessari niðurstöðu. Hann segir að ríkið GÆTI ábyrgst öll innlán (hvort sem það var satt eða ekki, það mun koma í ljós). En hann segir ekki að það MUNI gera það og rekur varnagla við það.
Persónulega hefði ég aldrei lagt traust mitt á svona orð, talið að þetta þýddi að mínum peningum væri borgið þó svo að bankarnir færu á hausinn.
gummih (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.