Endurgreiðsla Bjarna Ármanns er ekki öll þar sem hún er séð

Ýmislegt í atburðarás og umræðu undanfarinna mánaða er hálf súrrealískt, eða handanraunsæiskennt.  Meðal þess má nefna hina mikið ræddu endurgreiðslu Bjarna Ármannssonar á bankastjóralaunum frá Glitni að upphæð 370 milljónir króna.

Hvaðan komu peningarnir? Gott er að átta sig á því að svona ofurlaunagreiðslur, sem bera fyrst og fremst vott um kjánaskap stjórnar bankans, snúast á endanum um skiptingu hagnaðar milli stjórnenda og hluthafa. Ef Bjarni kallinn hefði ekki fengið 370 milljónirnar, hefðu hluthafar bankans fengið þær - annað hvort í arð eða sem hlutdeild í eigin fé bankans.  Sumir tala eins og Bjarni hafi fengið peningana "frá almenningi", en það er reyndar ekki svo.  En hins vegar fékk ríkið í sinn hlut 130 milljónir í tekjuskatt.

Hvert fóru peningarnir?  Bjarni skilaði þeim til gamla Glitnis, sem er á leið í gjaldþrotaskipti og verður fyrir rest að þrotabúi.  Gamli Glitnir er tæknilega enn í eigu gömlu hluthafanna, en í reynd er hann í eigu kröfuhafanna.  370 milljónirnar ganga því inn í eignapott gamla Glitnis, til greiðslu krafna frá Commerzbank, Deutsche Bank, Seðlabankanum, lífeyrissjóðum og öðrum sem tóku þá áhættu að lána Glitni peninga.  Þær fara ekki í ríkissjóð.  Reyndar tapar ríkissjóður 130 milljónum á þessu því hann þarf að skila tekjuskattinum aftur til þrotabúsins.

Mín spurning í ljósi þessa er: af hverju gaf Bjarni ekki frekar Mæðrastyrksnefnd peningana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Hvernig er það, átti Bjarni ekki haug af peningum, er þetta ekki einhvers konar sýndarmennska hjá karlinum, ég er ekki alveg að gleypa þessar 370 mills, ég þykist finna fnyk??

Ægir Óskar Hallgrímsson, 8.1.2009 kl. 01:11

2 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Ódýr og ómerkileg auglýsing til að krafsa yfir kúkinn sinn.

En furðu margir virðast hafa tekið þetta sem syndakvittun. Miðað við að Bjarni hafi verið með peninginn í erlendri mynt er þetta varla meira en gengishagnaðurinn af laununum.

Jón Ragnar Björnsson, 8.1.2009 kl. 09:41

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ekki misskilja mig, mér finnst þessi gjörð Bjarna ágæt sem slík, honum bar engin lagaleg skylda til að skila þessum peningum.  Og Bjarni var varkárari bankastjóri en eftirmaðurinn, enda var kannski meginástæða yfirtöku Jóns Ásgeirs og félaga á Glitni sú að hann þótti hafa "dregist aftur úr" hinum bönkunum og að það væri tækifæri til að "gíra hann upp".

En kannski var þessi staða dæmi um tilvik þar sem enskir ráðleggja: "Beware what you wish for; you may get it".

Vilhjálmur Þorsteinsson, 8.1.2009 kl. 14:23

4 identicon

Bjarni Ármannsson er forystusauðurinn í ofurlaunakappinu,hann ruddi brautina og holskefla ofurlauna fylgdi eftir til  hinna misindisauðjöfrana.

Númi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:25

5 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Stefán, frjáls markaður virkar (því miður?) ekki eins og þú lýsir.  Það eina sem heldur verði (í þessu tilviki verði lána = vöxtum) niðri er samkeppni.  Bankar eða önnur fyrirtæki hækka alltaf verð upp í það sem markaðurinn er tilbúinn að borga, svo einfalt er það.  Af því myndast svo hagnaður eða tap eftir atvikum.  Hagnaðinn hirða hluthafar, nema í þessu tilviki ákvað stjórn Glitnis að borga Bjarna stórar upphæðir - væntanlega af því að hún taldi að hagnaðurinn væri að talsverðu leyti honum að þakka (sem var ofmat eins og Bjarni hefur sjálfur viðurkennt).

Aftur: það eina sem myndi lækka vexti (vaxtamun) til viðskiptavina banka er aukin samkeppni þeirra í milli.  Það er óraunsætt og jafnvel barnalegt að halda að bankar eða önnur fyrirtæki lækki verð af sjálfsdáðum "af því bara".  Spöruð króna í kostnaði fer ekki út í lækkuðu verðlagi nema samkeppnin krefjist þess.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 9.1.2009 kl. 13:51

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég sá þessa færslu fyrst núna en hef einmitt með sjálfum mér að undrast hversvegna hann gaf þetta ekki frekar til innlendra líknarmála en að gefa kröfuhöfum bankans peningana? - Var hann ekki örugglega búinn að fá þetta afhent - í hendurna?

Í raun kostar þessi gerningur bara íslenskan almenning auka 130 miljónir (skattaendurgreiðslan) til baka í bankann, sjálfur lagði Bjarni fram 240 miljónir.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.1.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband