7.1.2009 | 21:45
Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er óraunhæf
Ég er sammála 32 hagfræðingum sem áttu grein í Morgunblaðinu í dag um einhliða upptöku annars gjaldmiðils (þá einkum evru). Þegar málið er skoðað ofan í kjölinn, er sú leið klárlega óraunhæf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þar er ég sammála og tel að þeir sem reka áróður fyrir slíku séu að tefja ESB umsókn og rugla fólk í rýminu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2009 kl. 22:05
Ég er algjörlega ósammála. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er eina lausnin eins og er. Líklega væri best að taka upp US dollar. Ég bendi ykkur á að ESB er engin lausn. Allt tal um að Seðlabanki ESB sé einhver lánadrottinn til þrautavarna er bara bull. Hann hefur ekki lánað neinum til þrautavarna og það er ekki hanns tilgangur. Ég bendi ykkur á að lesa grein Ársæls Valfells í Mogganum í dag. Það er miklu meira vit í henni en grein hinna 32ja.
Sigurjón Jónsson, 8.1.2009 kl. 13:33
"Bara bull?"
Eitt dæmi af mörgum úr Financial Times:
ECB set to 'give plumbing system a reboot'
By Ralph Atkins in Frankfurt
Published: October 16 2008 03:00 | Last updated: October 16 2008 03:00
The European Central Bank paved the way last night for taking a dramatically increased role in malfunctioning financial markets after announcing radical steps to boost funding for commercial banks.
Sjá http://www.ft.com/cms/s/0/19156650-9b19-11dd-a653-000077b07658.html
Vilhjálmur Þorsteinsson, 8.1.2009 kl. 15:48
Afsakið aukadraslið í síðustu færslu, en textinn stendur fyrir sínu.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 8.1.2009 kl. 15:49
Merkilegt hvað margir eru hræddir við ESB. Gera sambandið að einhverri alsherjar Grýlu. Ég telst nú vera vel til hægri og skil ekki hvað sumir eru obbóðslega hræddir við ESB. Við búum á eyju norður í Ballarhafi og höfum það stundum voða gott og svo allt í einu voða skítt. Erum með gjaldmiðil sem eina stundina virðist verðmætari en gull og þá næstu jafnspennandi og Matadorpeningar. ESB er ágætt regluverk (að mestu) til að nýta okkur. ESB er fyrst og fremst að búa til samræma reglur og vinnubrögð ólíkra ríkja neytendum í hag. Finnst það í sjálfu sér ekkert "scary" mál - skrítið hve upplifun okkar og skilningur er ólíkur á málefnum. Evra er bara skárning og ávisun á verðmæti og talsvert mikið gjaldgengari en ISK, svei mér ef flest ríki heims taka ekki við henni!! Nei, höldum bara ISK á þjóðernislegum og sögulegum forsendum ef ekki finnast aðrar betri!!
ESB og Evra fær mitt atkvæði og ég svitna baar ekki neitt við að lýsa því yfir. Skrítið.
Kær kveðja
Sveinn
kær kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 9.1.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.