10.12.2008 | 01:35
Komma skiptir máli
Úr 1. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál:
Nú mega löglærðir lesendur spreyta sig á að skýra fyrir mér hvort þetta þýðir:
eða á hinn bóginn:
Eins og menn sjá, skiptir kommusetningin öllu máli um merkinguna.
Ef komman er rétt á fyrri staðnum, geta fyrirtæki á borð við CCP fengið inn erlenda fjárfestingu með alþjóðlegu hlutafjárútboði, þrátt fyrir gjaldeyrishömlurnar. Ef hún er rétt á þeim seinni, er ekki um það að ræða. (Erlend fjárfesting önnur en "bein fjárfesting" er nefnilega, merkilegt nokk, óheimil.)
Hver segir að lögfræði þurfi að vera leiðinleg?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Komman á seinni staðnum, því miður.
Er reyndar ekki löglærður þó ég þurfi oft að pæla gegnum lagatexta, vinnu minnar vegna. (Og ég svaraði spurningunni í huganum áður en ég las færsluna til enda, svo svarið er óháð því sem þar stendur.)
Held að þetta beri að túlka: "Bein fjárfesting er A eða B, til að öðlast ...
Haraldur Hansson, 10.12.2008 kl. 11:09
Lögfræðin er að því leyti skemmtileg að túlkunin getur verið margbreytileg og menn geta teygt og togað útkomuna nánast eftir eigin höfði. Við hljótum samt að vera sammála um að betra væri ef hægt væri að "prufukeyra lógikina" þannig að þeir sem skrifuðu textann gætu sannreynt að textinn skilaði þeirri útkomu sem til væri ætlast.
Ég er sammála Haraldi að seinni túlkunin hlýtur að vera rökréttari þ.e. að "öðlast virk áhrif á stjórn þess" hlýtur alltaf að vera skilyrði hvort sem þú bætir við eigið fé eða kaupir eignarhlut(i) af öðrum. En þá vaknar spurningin hvað eru "virk áhrif" væntanlega er það 10% eignarhluti eða hærri.
Ég myndi reyndar bæta við einni kommu enn:
Bein fjárfesting merkir fjárframlag eða annað framlag til eigin fjár atvinnufyrirtækis, eða kaup á eignarhlut, til að öðlast virk áhrif á stjórn þess.
Þótt íslenskan leyfi það ekki þá væri kannski rökréttast að setja textann þannig upp:
Bein fjárfesting merkir: ((fjárframlag eða annað framlag til eigin fjár atvinnufyrirtækis) eða (kaup á eignarhlut)) til að öðlast virk áhrif á stjórn þess.
M.ö.o. þetta eru tvær mismunandi aðgerðir:
1) Bæta við eigið fé (nýtt hlutafé)
eða
2) Selja eignarhlut(i)
Í þeim tilgangi að öðlast virk áhrif á stjórn þess.
Í tilfelli CCP þá hlýtur þetta því að snúast um hvort hið nýja hlutafé "öðlist virk áhrif á stjórn þess". Í lögum um kauphallir og skipulegra tilboðsmarkaða er virkur eignarhlutur 10% eða meira. Þetta hlýtur að þýða að heimilt er að sækja nýtt erlent hlutafé svo framarlega sem það nemi meira en 10% af heildarhlutafé eftir aukningu og heimilt er að selja hlut (sem til er fyrir) til erlendra aðila svo fremi sem að hann sé 10% eða meiri.
Annars er ég ekki löglærður en þetta eru skemmtilega pælingar.
Guðni B. Guðnason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.