Æ tóld jú só, part II

Úr færslu á þessu bloggi frá 15. apríl sl. - fyrir hálfu ári:

Peningamarkaðssjóðir sem eiga fyrirtækjapappíra eru að mínu mati, og því miður, varhugaverðir.

Sem betur fer eiga peningamarkaðssjóðirnir fleira en fyrirtækjapappíra, þannig að vonandi fær fólk 40-60% af peningunum sínum til baka, jafnvel meira í einhverjum tilvikum. Aðrir sjóðir, sem áttu hlutabréf og/eða fyrirtækjaskuldabréf, geta komið verr út, meðan þeir sem áttu fyrst og fremst ríkistryggð bréf og innistæður eru nánast óskaddaðir.

Þetta þarf að skýrast sem allra fyrst.  Óvissan er mjög slæm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigendur fjármuna í þessum sjóðum ættu að láta lögmenn kanna hvort það brjóti ekki gegn stjórnarskránni að Ríkisstjórnin og Skilanefnd skuli einhliða mismuna almennum kröfuhöfum bankanna með þessum hætti.

Sverrir Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Sjóðirnir eru sjálfstæðar lögpersónur og eru bókhaldslega aðgreindir frá bönkunum.  Þeirra eignir verða ekki notaðar til að greiða skuldbindingar bankanna, né geta bankarnir sótt í eignir sjóðanna.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 17.10.2008 kl. 15:38

3 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Sæll Vilhjálmur,

Takk fyrir áhugavert blog. Ég hef verið að skoða peningamarkaðssjóðina hjá bönkunum og sé að hjá Kaupþing eru sjóðirnir 64% innlán, 20% fyrirtæki og 16% fjármálastofnanir. Get ég þá áætlað út frá því að allavega 64% af eignum í peningamarkaðssjóði hjá Kaupþing séu örugg?

Egill M. Friðriksson, 17.10.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Innlán sem eru ekta innlán (þ.e. ekki aðrir sjóðir) eiga að vera örugg.  Fyrirtækjabréf eru væntanlega lítils virði, ef ekki einskis.  Skuldabréf og víxlar innlendra fjármálastofnana eru sömuleiðis verðlítil eða verðlaus, gæti þó verið misjafnt eftir bönkum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 17.10.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband