1.10.2008 | 16:59
Evruskortur veldur búsifjum
Í umræðu um vandræði Glitnis kom fram lykilstaðreynd sem vakti samt ekki mikla athygli. Bankinn hefði hugsanlega getað skrapað saman krónum fyrir dollaraafborguninni sinni - en við það að kaupa dollarana hefði krónan látið undan. Krónumarkaðurinn hefði m.ö.o. ekki þolað þessa færslu.
Krónan er orðin svo veik að það er enginn reiðubúinn að taka hana í skiptum fyrir dollara eða evrur. Bankar hvarvetna liggja á reiðufé sínu eins og ormar á gulli, og lána það ekki einu sinni til annarra banka, hvað þá að láta það í skiptum fyrir örgjaldmiðil eins og íslenska krónu.
Íslenskir bankar, fyrirtæki og einstaklingar eru skuldsett í erlendum gjaldmiðli. Það á eftir að verða verulega vandasamt að finna einhvern til að selja okkur gjaldeyri fyrir krónur til að endurgreiða lánardrottnum erlendis. Þetta er ástæðan fyrir því að krónan hrapar ört þessa dagana. Það treystir henni enginn sem geymslumáta fyrir verðmæti (store of value), sem er eitt aðahlutverk gjaldmiðils.
Sú fixídea íslenskra stjórnmálamanna sumra, að halda í krónuna af forpokuðum smákóngaástæðum, veldur okkur núna verulegum búsifjum, umfram þær sem annars hefðu orðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Facebook
Athugasemdir
Nafni minn Oddsson er orðinn það sem einhverjir sögðu um Guðmund Góða vegna þess að hann efldi kirkjuvald og þar með rýrði hann vald innlendra og að sumra mati vann gegn sjálfstæði Íslands "'Óþarfasti maður í sögu vorri" ekki eingöngu það hann er búinn að draga okkur niður í svaðið.
Dýr er hann Davíð okkur. Dýr!
Davíð (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 12:51
Mikil eru völd Davíðs tel ég, en þó efa ég stórlega að hann einn hafi tekið ákvörðunina um að taka ekki stóra lánið strax.
Varðandi Evruna er ljóst að þó að allir hefðu verið af vilja gerðir hefðum við þó ekki ennþá verið farin að nota hana og því jafn föst inni með krónuna okkar. Svo er það spurning hvert ástandið verður hjá Evrópusambandinu næstu 10-12 árin. Það er afar ólíklegt að það verði fýsilegt að vera hluti af því.
Spurningin hefur hins vegar komið upp af hverju við gefum okkur ekki bara Noregi aftur, hljómar brjálæðislega, en myndi án vafa skapa lýðnum hér mun meira öryggi og mat á diskinn.
Baldvin Jónsson, 2.10.2008 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.