Enn um tvöföldu öryggisleitina í Leifsstöð

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar um heimsókn sína til lögreglustjórans á Suðurnesjum:

Þá ræddum við meðal annars kröfur Evópusambandsins og eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á grundvelli EES-samningsins um, að farþegar sæti öryggisleit við komuna frá Bandaríkjunum. Óánægju gætir hjá farþegum á leið til Íslands yfir því að þurfa að fara í gegnum slíka leit. Hún byggist ekki á ESB/EES kröfum heldur skipulagi í flugstöðinni og munu stjórnendur hennar vera að velta fyrir sér leiðum til úrbóta.

Ég skil ekki textann.  Í fyrstu málsgrein er talað um kröfur Evrópusambandsins og ESA.  Í síðustu málsgrein kemur svo í ljós að tvöfalda öryggisleitin byggir ekki á þessum kröfum heldur skipulagi flugstöðvarinnar.  Hvort er rétt?

Í öllu falli vona ég að hægt verði að leysa úr þessu máli, það sýnist helber kjánaskapur hver sem undirrótin kann að vera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvorutveggja er rétt.  Deilur ESB og BNA valda því að leita þarf aftur á farþegum sem halda áfram með flugi til Evrópu.  Vegna skipulags í flugstöðinni er líka leitað á þeim sem eru að fara inn í landið því farþegar í framhaldsflugi og farþegar á endastöð blandast saman fyrir tollskoðun.

Erlendur S. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 16:17

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þakka ábendinguna Erlendur, mig var farið að gruna að svona væri í pottinn búið.  Það stendur eftir að það er einkennilegt að ESB og BNA komi sér ekki saman um öryggisstaðla; af því hljótast veruleg óþægindi og kostnaður.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 3.9.2007 kl. 01:59

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það eru athyglisverð rökin hjá Laissez-Faire varðandi Saga class öryggisleitina.

Ef ég skil röksemdafærlsuna rétt, þá er rétt að flýta fyrir opinberri þjónustu hjá þeim sem nota hana oft og borga fyrir aukinn lúxus hjá einhverju fyrirtæki úti í bæ.

Með sömu rökum má segja að betri borgarar, sem keyra mikið á dýrum bílum eigi að fá sér akreinar til að þeir tefjist ekki í umferðinni.

Nær væri að skoða áhættu og þörf fyrir þessa meðferð á flugfarþegum, þar sem farið er með alla eins og grunaða hryðjuverkamenn. Þar sem almennir borgarar, börn og gamalmenni eru rekin úr yfirhöfnum og skóm, auk þess sem krafist að belti séu fjarlægð og snyrtivörur settar í litla reglugerðarplastpoka.

Á ferð minni til USA fyrir stuttu sá ég hvar fullorðin kona fórnaði höndum þegar öryggisvörður tók af henni magamixtúrur og fleygði þar sem þær voru í stærri pakkningum en heimalandsvarðsveitum Bush voru þóknanlegar.

Við sama tækifæri voru bæklunarskór dregnir af fótunum á háaldraðri konu, sem ekið var í hjólastól að öryggishliði, hún hífð á fætur og látin staulast í gegnum vopnaleitarhlið.

Þessa vitleysu látum við yfir okkur ganga án þess að hin minnsta skynsemi liggi þar að baki.

Persónulega er ég á því að vopnaleit, með þeim hætti sem nú er framkvæmd, sé eingöngu til þess fallin að vekja ótta og tortryggni meðal almennings, en veiti ríkisstjórnum, hins vegar, kjörið tækifæri til að stunda persónunjósnir þar sem tengja má saman einstaklinga, greiðslukort, ferðalög, fingraför og innihald farangurs viðkomandi.

Sigurður Ingi Jónsson, 3.9.2007 kl. 15:25

4 identicon

Sæll Vilhjálmur.

Ætlaði að ná sambandi við þig, en finn hvergi tölvupóstfang.

Gætir þú e.t.v. bara reply-að mér?

 kv. Sindri

sindri (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband