11.8.2007 | 22:56
Til hamingju með Gay Pride
Ég var í bænum í dag og fylgdist með Gay Pride göngunni. Það var frábær upplifun. Þessi atburður er vel skipulagður, hefur djúpt inntak og einkennist af gleði. Ég gladdist líka yfir fjöldanum sem tók þátt og sýndi stuðning sinn í verki við frjálslyndi og umburðarlyndi. Sem betur fer er það síminnkandi minnihluti sem lætur forpokun og siðhroka stjórna afstöðu sinni til samkynhneigðar. Gleðjumst frekar öll yfir litaauðgi og fjölbreytileika mannlífsins, og njótum þess sem það hefur að bjóða, eins og Gay Pride gangan er gott dæmi um.
Mikil þátttaka í Hinsegin dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var ekki í gay pride göngunni í dag (11 ág ) en skemmti mér samt frábærlega
því ég fór í gönguferð um Heiðmörkina, sem var reyndar ekki vel skipulögð . En hafði djúpt inntak og olli mér gleði .
Þar var líka mikill fjölbreytileiki í náttúrunni með allri sinni litadýrð ( Dýrð sé Guði ) og öll dýrin sem ég sá, voru gagnkynhneigð ( Dýrð sé Guði aftur ! ) Sem betur fer er það hverfandi vinahópur er telur eðlilegt að maður sé með mönnum, og ganga skuli Laugaveg til að samfagna fólki sem hefur ónáttúrulegar kynhvatir .
Vonandi gleðjast sem flestir yfir þessum skynsama vinahóp mínum, Amen .
enok (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 02:02
Fór í hommagöngu einsamall, það vildi enginn fara með mér. Hvernig gat Enok greint að dýrin sem hann sá voru gagnkynhneigð - veit ekki til þess að neinn sérstakur fengitími sé með dýrum Heiðmerkur þessa helgina. Er viss um að Enok sé hommi eða lesbía sem undir niðri þráir að komast út úr skápnum.
Smá hugleiðing í lokin: þorir mikið trúað fólk að stunda sjálfsfróun? Ef guð er alltaf að horfa á það og svona...
Bjössi (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 12:22
Svo framarlega og menn (karlmenn) hugsa að þeir séu með konu meðan á henni stendur, er honum sama .
enok (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 16:56
Rangt hjá þér, Enok. Sjálfsfróun er synd.
Jón Valur Jensson, 12.8.2007 kl. 22:35
Miðað við hinn stranga siðferðisramma kaþólskunar, er með ólíkindum hvað margir nenna að vera kaþólskir .
enok (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 20:41
Ef einhver fer með maríubæn, er hann ekki að biðja til Guðs eða hvað ?
enok (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.