Það sem þeim dettur í hug!

segir New York Times frá því að Bandaríkjamenn séu byrjaðir að afhenda völdum hópum Sunni-múslíma í Írak vopn, eldsneyti, birgðir og reiðufé gegn því að viðkomandi segist veita Bandaríkjamönnum liðsinni og berjast gegn "Al Qaeda".  Svona svipað og þegar þeir gáfu Talibönum og stríðsherrum í Afganistan vopn og vistir á sínum tíma til að berjast við Sovétríkin og þeirra leppi.  Ekki endaði það nú vel, eins og menn þekkja.

Í stríðsorðræðu Bush og félaga er nauðsynlegt að til sé óvinur í "stríðinu gegn hryðjuverkum".  Þess vegna verður mönnum tíðrætt um Al Qaeda og yfirleitt talað eins og þarna séu á ferð einhver vel skipulögð samtök, sem hægt sé að sigra sem slík.  Þetta er fjarri raunveruleikanum.  Al Qaeda er óljóst regnhlífarhugtak yfir ýmsa þá sem hafa ímugust á Bandaríkjunum og ýmsum vestrænum gildum, með vísan í Kóraninn varðandi það hvernig heimurinn ætti að vera í staðinn.  Þetta er með öðrum orðum frekar hugmyndafræði eða afstaða, skoðanamengi fremur en skipulögð samtök.  Hliðstæða gæti t.d. verið andspyrnuhreyfingar hvers konar, þar sem óvinurinn sameinar fólk án þess að endilega sé skipulega að andspyrnunni staðið.

Eina leiðin til að berjast "gegn Al Qaeda", og ná árangri, er að ganga fram með öðrum hætti á alþjóðavettvangi, hætta skilyrðislausum stuðningi við yfirgang Ísraels, vera raunverulegur málsvari lýðræðis og mannréttinda, og hætta að láta eigin olíuhagsmuni ráða för.  Þá fyrst yrði skrúfað fyrir hitann undir hinni kraumandi óánægju, og kominn tími til, áður en oftar sýður upp úr.

P.S. Grein Jóns Baldvins í Sunnudagsmogganum (10. júní) um Tony Blair er alveg brilljant, eins og búast mátti við af þeim eiturskarpa penna og stjórnmálarýnanda.  Mæli sterklega með þeirri lesningu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú heyrt bandarískan herforingja lýsa því yfir að BNA hefði átt að standa við friðarsamninginn við stjórn Najibulla, það hafi verið stærstu mistökin.

Nú færðu praktískt vandamál að fást við. Evrópa þarf á gasi og olíu frá Rússlandi að halda. Til að trufla ekki þessi viðskipti hafa Evrópuþjóðir fallið frá gagnrýni á stríðsrekstur Rússa í Tjetsníu. Hvernig viltu leysa þetta vandamál? Er stríðið í Tjetsníu kannski gott stríð af því að það eru Rússar sem heyja það?

Ég vil meina að það fari þjóðaratkvæðagreiðsla um Íraksstríðið á hverri bensínstöð á Íslandi á hverjum degi. Á landsfundi VG var stríðið stutt með öllum atkvæðum gegn einu atkvæði Magnúsar Bergssonar. Átt þú bíl, hefur þú íhugað að keyra minna til að minnka líkurnar á stríði um auðlindir?

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 16:09

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það er nú svo merkilegt, að hægritalsmennirnir sem vilja einkaeignarrétt á auðlindum hvers konar, til dæmis fiskkvóta og jarðhita, virðast flestir hverjir fylgjandi sterkri miðstýrðri ákvarðanatöku um eignarhald á olíuauðlindum heims, sem framfylgt sé með hervaldi.

Ég held að olíuvandamálið muni fyrir rest leysast fyrir tilverknað markaðslögmála, þ.e. þegar olían verður dýrari þá verða aðrar orkulindir hagstæðari og hvatinn til að nýta þær sterkari.  En vissulega verður þetta afar sársaukafullt ferli.  Óþarfi er samt að gera það enn sársaukafyllra með ólöglegum árásarstríðum sem bitna á hundruðum þúsunda almennra borgara.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 11.6.2007 kl. 18:25

3 identicon

Má þá ekki eins segja að markaðslögmálin hafi síðan 1948 verið að leysa vandamálið Palestínu á "örlítið" sársaukafullan hátt?

Hvað kallar þú frið minn kæri?

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 18:37

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

? Nú skil ég þig ekki alveg?  Ég er eindreginn andstæðingur kúgunar Palestínu af hálfu Ísraels, og tel mikil mistök hafa verið gerð 1948, og mér dettur ekki í hug að tengja markaðslögmálin við lausn þeirrar deilu.  Og með sársaukafullu ferli í aðlögun heimsins að nýjum orkulindum á ég ekki við stríð, heldur efnahagslegan sársauka, þ.e. áhrif á hagvöxt og ráðstöfunartekjur fólks.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 11.6.2007 kl. 18:50

5 identicon

Það er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem leggur til hærri bensínskatt. Hver á að leggja það til?

Er hugsanlegt að þeir einstaklingar sem tala hvað mest um frið eigi að ganga fyrir með góðu fordæmi?

Ég hjóla til að hlífa Súdan, Írak, Íran og frumskógunum. Þekkir þú einhvern sem gerir slíkt hið sama?

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 19:13

6 identicon

Ég hef aldrei verið hrifinn af Bush en ef þú lest það sem þú skrifar Viðar, þá kemstu að því að heimurinn væri síst betur komin undir þinni stjórn.

Það eru komnar upp raddir innan Evrópu um að draga enn frekar úr kröfum um lýðræði og mannréttindi í skiptum fyrir gas og olíu. Þessar raddir eru ekki háværar en ég er hræddur um að þetta verði ofan á.

Ætli Kristur veri ekki kominn áður en markaðslögmálin laga olíuvandamálið :)

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband