Unga fólkið og framtíðin

Um daginn kynntu Samtök atvinnulífsins nýja könnun sem Námsmatsstofnun vann fyrir samtökin, um það hvað ungu kynslóðina langar til að starfa við í framtíðinni.  Umfjöllun um könnunina í þjóðfélaginu var í frekar neikvæðum stíl, fólk hneykslaðist á því að fáir ætluðu að verða bændur og sjómenn, en unglingarnir sjá fyrir sér að verða háskólamenntaðir sérfræðingar af ýmsu tagi, t.d. læknar og arkitektar.

Mér fannst þetta afskaplega fín könnun og markverð, og líka jákvæð.  Ég er bjartsýnn fyrir hönd nýrrar kynslóðar sem áttar sig á mikilvægi menntunar og hugvits, og sér að bestu lífskjörin fást í störfum sem byggja á þessum þáttum.

En það sem hryggir mig er að í aðdraganda kosninga talar enginn flokkur um þessa könnun, óskir unga fólksins og hvernig flokkurinn ætli að vinna að því að skapa þjóðfélagið og atvinnulífið sem unga fólkið vill starfa í.

Eini maðurinn sem hefur tjáð sig ítarlega um þetta mikilvæga mál er Andri Snær Magnason, í bók sinni Draumalandið, og því miður hefur enginn flokkur tekið almennilega upp þann þráð.  Kannski helst Samfylkingin, en ekki nógu afgerandi að mínu mati. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir sjónarmiðið.  Skrifaði einmitt um þetta á mína bloggsíðu um daginn.  Krakkarnir eru miklu framsýnni en pólitíkin.  Það er góðs viti.

Benedikt Sigurðar

Benedikt Sigurðarson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Á hátíðarstundum nefna menn það stundum að allt sem gert er sé framkvæmt í þágu þeirra sem eigi að erfa landið - ungviðið sé það sem skipti mestu máli.

Þetta virðast, því miður, yfirleitt bara vera orðin tóm því það virðist vera alvarlegur skortur á framtíðarsýn meðal flokkanna sem berjast um atkvæðin okkar. Vonandi gerist það einhvern tíma að orðum fylgi aðgerðir.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 1.5.2007 kl. 00:23

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég vil mínum 4 ára syni allt hið besta!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.5.2007 kl. 00:41

4 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þetta er nákvæmlega málið, heyr heyr. Alveg ótrúlegt að stjórnmálaflokkarnir séu ekki spurðir um framtíðina. Hvernig samfélaga flokkarnir vilja stuðla að? Hvernig vilja þeir koma á móts við þekkingarsamfélagið? Alþjóðavæðinguna? og hundrað annara spurninga sem skipta framtíðina máli. 

Ingi Björn Sigurðsson, 1.5.2007 kl. 11:47

5 Smámynd: Púkinn

Jákvæð könnun?  Áhugi á að vinna í tölvu/hugbúnaðargeiranum hefur hrapað frá því sem áður var.  Ég trúi því nú ekki að þér finnist það jákvætt....

Púkinn, 1.5.2007 kl. 12:53

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Púki, kannski verðum við gömlu kallarnir bara að sætta okkur við að það er meiri framtíð í alls kyns skapandi greinum ("content") en hrátækninni, kannski fer hún öll til Indlands og Kína hvort eð er... ;-)

Vilhjálmur Þorsteinsson, 1.5.2007 kl. 16:35

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er einmitt einn stjórnmálaflokkur sem stendur í baráttunni vegna barnanna okkar og framtíðar þeirra, og það er Íslandshreyfingin - Lifandi land.

Íslandshreyfingin vill efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnu- og menntun um allt landið. Hafa umhverfið þannig að börnin okkar vilji búa hér ánægð og stolt af sinni þjóð og sínu landi. 

Kynnið ykkur stefnuskrána www.islandshreyfingin.is   

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:09

8 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Já, takk Ragnhildur, ég veit af Íslandshreyfingunni.  Ég var á fundi Framtíðarlandsins þar sem ákveðið var að bjóða ekki fram, og vonaðist eftir annarri niðurstöðu.  En slíkt framboð hefði þurft sleggjur eins og Andra Snæ á oddinum, og Reyni Harðarson og fleiri í baklandinu, til að eiga séns í fjórflokkinn.  Og svo fór sem fór.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 1.5.2007 kl. 23:54

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Vilhjálmur og þakka þér marga áhugaverða pistla.  Sat einmitt þennan fund Framtíðarlandsins líka og þar fór sem fór vissulega.  En það er ekki farið hjá Íslandshreyfingunni

Nú er um að gera að leggja hönd á plóg og taka þátt þessa síðustu daga fyrir kosningar til að koma að nýjum hugmyndum og kraftmiklu fólki.  Ég a.m.k. kaus eftir fund Framtíðarlandsins að gera sem ég gæti til að leggja Ómari og Margréti lið fyrir komandi kosningar.  Það er mikið búið að gerast og komnir fram virkilega frambærilegir listar af frambjóðendum. Nú er bara að vona að okkur takist að koma málefnunum okkar almennilega að fram að kosningum.

Við erum með frábæra stefnu sem miðar einmitt að því að skapa framtíð en ekki bara skammtímatekjur og langtímaskuldir.

Komdu og vertu með

http://www.islandshreyfingin.is

Baldvin Jónsson, 2.5.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband