30.4.2007 | 21:51
Fleipur Frjálslyndra um öryggisákvæði EES samningsins
Frjálslyndi flokkurinn sérhæfir sig í upphrópunum og popúlisma sem stenst enga málefnalega skoðun. Eitt af því sem hann vill gera er að beita svokölluðum öryggisákvæðum EES samningsins til að takmarka fjórfrelsið hvað varðar frjálst flæði vinnuafls til Íslands. Ekki virðist þeim detta í hug að velta fyrir sér hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir Íslendinga sem starfa erlendis. En gefum Ragnari Árnasyni, forstöðumanni vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, orðið:
Frá 1. maí [núna, innskot VÞ] er Íslandi óheimilt að grípa til sérstakra aðgerða gegn nýju ríkjunum einum og sér. Öryggisráðstöfunum verður einungis beitt gegn öllum aðildarríkum EES samtímis, þ.m.t. Norðurlöndunum. Ef Ísland vill stöðva eða takmarka með lögmætum hætti frjálsa för launafólks frá aðildarríkjum EES þá er einungis ein leið fær: Uppsögn EES samningsins.
Nánar hér.
Þótt Frjálslyndir hafi ýmisleg furðuleg stefnumál þá get ég ekki ímyndað mér að þeir vilji segja upp EES samningnum, einu helsta framfaraskrefi í atvinnu- og réttindamálum Íslendinga frá lýðveldisstofnun. Eða hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.