Silkiklædda þotuliðinu haldið til haga

 

Eftirfarandi ummæli Ögmundar Jónassonar af www.ogmundur.is, sem segja mjög mikið um hugsunarhátt vinstri grænna, eru of merkileg til að týnast, svo ég held þeim til haga hér:

Er jafnaðarsamfélaginu fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkigöllum; þotuliðið? Eða eigum við að snúa spurningunni við: Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er játandi...

Með 12 milljörðunum meinar hann víst fjármagnstekjuskatt (10%) af hagnaði bankanna á fyrstu 9 mánuðum ársins 2006, sem var 120 milljarðar skv. blogginu.  Af hverju tekjuskattur bankanna er ekki inni í þessari tölu veit ég ekki, en Ögmundur er ekkert allt of sleipur í mekanismum skattkerfisins, eða hagkerfisins yfirleitt.   Upphaflegu bloggfærsluna hans Ögmundar má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þessu þarf að halda til haga. Væri gaman að vita hvar hann ætlar að skera niður á móti.

Gestur Guðjónsson, 30.4.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Í stuttu máli: hann vill jafna niður á við.  Það er æskilegra, skv. Ögmundi, að allir hafi það jafnskítt, heldur en að allir hafi það gott en einhverjir talsvert betra.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 30.4.2007 kl. 01:53

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Í framhaldi af þessu og kostulegum skattaþætti gærkvöldsins, settist ég niður og bjó til lítið yfirlit yfir hvað hlutirnir kosta. Hvað er stórt og smátt. Byrjaði í smá stríðni við Samfylkinguna, en mun leiðrétta það og fylla betur í eftir því sem menn koma með athugasemdir.

Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 19:39

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Ömmi fúli er auðvitað hættulegur landi þjóð - og ef kemst til valda (guð forði okkur frá því), heiminum!

Guðmundur Björn, 2.5.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband