Vilhjálmur Þorsteinsson

Vilhjálmur hefur fengist við hugbúnaðargerð frá árinu 1982.  Hann var á sínum tíma félagi í Bandalagi jafnaðarmanna og síðar Alþýðuflokknum, og var varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann.  Vilhjálmur starfar í dag sem fjárfestir, einkum á sviði upplýsingatækni, og situr í stjórnum nokkurra fyrirtækja.  Meðal áhugamála er myndlist og málun, einkum portrettmálun í olíu; laxveiði á flugu, tónlist, vín, matargerð, ferðalög og krónísk bíladella.

Vilhjálmur er kvæntur Önnu Rögnu Magnúsardóttur doktor í heilbrigðisvísindum, og eiga þau tvö börn, son fæddan 1987 og dóttur fædda 1990.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Vilhjálmur Þorsteinsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband