Myndband um ávinning af ESB og AGS

Hér er myndband úr panelumræðum á fundi Samfylkingarinnar um daginn um leiðir jafnaðarmanna í atvinnu- og velferðarmálum, þar sem fjallað var um ávinning af umsókn um aðild að ESB og fleira.  Þarna má m.a. sjá undirritaðan, Kristínu Pétursdóttur frá Auði Capital og Halldór Grönvold frá ASÍ:


Skal gert - Samantekt from samfylking xs on Vimeo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta frá Kristínu hjá Auði Capital er allt saman spádómar, "líkur" og "væntingar".

Hún talar um að gjaldmiðill okkar (krónan) muni "líklega styrkjast", eftir að stefnan hefur verið tekinn inn í bandalagið (þótt kannski áratugur líði áður en evran verði tekin upp).

En er þetta líklegt? Og á hvaða gengi mun krónan verða reiknuð gagnvart markinu? Það er fánýt von, sem sumir virðast þó hafa, að gengi okkar (vægi krónunnar) muni styrkjast við þá breytingu sem slíka. Ekki upplifðu jafnvel Þjóðverjar aukinn kaupmátt með upptöku evrunnar – vöruverð hækkaði þar og í fleiri evrulöndum við breytinguna.

Svo er ekkert hugað hér að fórnarkostnaðinum af því að spá með þessum hætti í einhverja nýja happdrættis-gæfu fyrir okkur, hvorki horft á aðildargjaldið, framsal ríkisvalds né breytinguna stórtæku fyrir undirstöðuatvinnuveg okkar, sjávarútveginn, en í þeirri grein (að meðtöldum landbúnaði, sem skilar þó mun minna) eru 12-falt meiri gjaldeyristekjur á hvern starfsmann heldur en meðaltalið meðal allra starfandi Íslendinga. Þegar sjávarútveginum og störfum sjómanna er stefnt í hættu (í Skotlandi missti fjórði hver sjómaður vinnuna eftir að Bretland gekk í Evrópubandalagið), þá er illt í efni fyrir minnstu þjóðina í þessu framtíðar-útópíska risabandalagi ykkar jafnaðarmanna.

En um áhrifin á stjórn og yfirráð auðlindarinnar og um það, sem fyrir liggur á hreinu um það, sem EBé mundi bjóða okkur upp á í aðildarviðræðum, skrifaði ég í þessu þungvæga innleggi á vefslóð þinni, Vilhjálmur, hér fyrir neðan.

Jón Valur Jensson, 20.4.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Jón Valur, bæði ég og Kristín Pétursdóttir þekkjum ágætlega til á fjármálamörkuðum af langri reynslu, og erum vel inni í hvernig þeir virka og hvernig menn hugsa þar.  Líkur á evruupptöku verða reiknaðar strax inn í gengi krónunnar (og mynda þar gólf), í verð og ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa (sérstaklega í erlendri mynt) og í trausti erlendra fjárfesta á framtíð hagkerfisins hér.  Verð á gjaldmiðlamörkuðum byggja fyrst og fremst á væntingum og líkum, og sama gildir um vexti ríkisskuldabréfa.  Þannig er það nú bara.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 20.4.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta traust vantar ekki hjá þeim, sem vilja koma hér upp álverksmiðju í Helguvík.

Og bankar eru reiðubúnir til að lána þeim líka.

Það fælir ekki erlenda fjárfesta frá, að krónan sé lágt skráð – þvert á móti, það gefur þeim ódýrara vinnuafl. En vegna lága gengisins verður íslenzkt samfélag samkeppnisfærara í raun.

Evrópubandalagsríkin hafa lítt verið reiðubúin til fjárfestinga hér á landi – af Evrópuríkjum eru það helzt Noregur og Sviss, sem hafa lagt í miklar fjárfestingar hér, en bæði eru utan EBé, og Bandaríkin og Kanada hafa gert hér stóra hluti, ekki EBé-ríkin, kannski vegna þeirrar uppdráttarsýki og litla hagvaxtar, sem þar er að finna og komið er inn á víða á þessari vefslóð Eyþórs Arnalds.

Jón Valur Jensson, 20.4.2009 kl. 17:08

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Nú er eggið að kenna hænunni um hvernig það er að laða erlenda fjárfesta til landsins.  Ég stend í því sjálfur og þarf ekki leiðbeiningar frá JVJ um það.

Það hefur sína kosti akkúrat núna að krónan er lágt skráð, en hún væri reyndar enn lægri ef ekki væru gjaldeyrishöftin.  Svona veik króna er hins vegar óásættanleg til lengri tíma.  Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að afskrifa krónuna og vill taka upp evru með einhverju vúdúi fyrir tilstilli AGS.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 20.4.2009 kl. 17:43

5 identicon

Sæll Vilhjálmur,

er sammála þér að það yrði strax reiknað krónunni og ávöxtunarkröfu til tekna að við myndum stefna að upptöku evrunnar. Hins vegar er það alveg ljóst að krónan er ekkert nema barómeter (eða einkunarspjald eins og Ástór Magnússon kallaði hana svo skemmtilega) á hagkerfið og er það því ekki fyrst á dagskrá að grípa til aðgerða til að undirbyggja hagkerfið ? Það eitt að fara í aðildarviðræður lagar ekki hagkerfið, auk þess sem við verðum víst að uppfylla skilyrði ECB fyrir upptöku hennar.

Annars skrifuðum við Þorbjörn Atli Sveinsson litla grein í Moggann um helgina til að reyna að skýra út veikingu krónunnar undanfarnar vikur. Hana má nálgast hér

 http://www.kaupthing.is/?pageid=853&newsid=8782

Kveðja

Pétur

Verð að viðurkenna að ég "hræðist" Evrópusambandið en tel að það þurfi að skipta á endanum um mynt, þannig að einhverja lausn verðum við að finna á þessu.

Pétur Richter (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 17:59

6 identicon

Já Vilhjámur, þú segir "bæði ég og Kristín Pétursdóttir þekkjum ágætlega til á fjármálamörkuðum af langri reynslu". Geta ekki flestir af þessum aulum sem hafa komið okkur í þessa stöðu sagt einmitt þetta?

Alexander (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:24

7 identicon

Ég hef verið hlynntur ESB í fjölmörg ár og þó svo ég hafi haft "skemmtun"  af mörgum skrifum JVJ hefur honum ekki tekist að sannfæra mig um að ég eigi að breyta mínu mati á ESB aðild.

Ég geri mér fastlega grein fyrir því að við fáum ekki allar óskir uppfylltar í viðræðum við ESB við verðum að sætta okkur við eftirgjöf í einhverjum málum.  Þannig er það oftast í samningum.  Ég var snöggur að skrá mig á stuðningslistann og fagna honum mjög. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:34

8 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Pétur, það þarf að gera þrennt, í þessari röð:

  1. Lækka vexti
  2. Sækja um aðild að ESB
  3. Aflétta gjaldeyrishömlum

Allt þetta þrennt hangir saman og er lífsnauðsynlegt til að koma okkur út úr kreppunni.  Það verður ekki unnt að aflétta gjaldeyrishömlunum fyrr en við erum komin með trúverðuga stefnu að evrunni.  Sá sem heldur öðru fram getur alveg eins afneitað þyngdarlögmálinu.  Enda sé ég hvergi neina aðra tillögu, skriflega og skýra, út úr vandanum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 20.4.2009 kl. 20:44

9 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Manni er farið að gruna að sambó hafi lofað ESB ráðherrunum eitthvað og þegið mútur styrki frá ESB í staðin og sama má sega um formenn ASÍ og marga aðra sem lofa ESB í hástert allavega er þetta fólk ekki að hugsa um hag þjóðarinnar það er einhverjar skrýtnar kendir þar að baki!!!!Afhverju vill þetta fólk ekki ræða um Dollar sem gengi fljótar fyrir sig og ekki þarf að láta fullveldi landsins á móti einsog sambó og ASÍ vilja gera.Það þarf ekki að fara í aðildarviðræður við vitum um 98% reglunum og hvað við fáum en það eru þessi 2% sem eru aðalmálið og allt snýst um .Það er nóg að senda 2 fúlltrúa þarna út til Brussel með eitt bréf sem í stendur þetta er það sem við viljum halda að fullu hér semsagt fiskimiðin-landbúnaðurinn-og okkar dýrmæta orka og náttúra og hvað viljið þið gera?ekki einfaldara.Og svarið verður stutt og laggott frá ESB farið bara heim aftur við höfum ekkert við ykkur að tala.Muna bara að kjósa ekki þennan spyllinga flokk sem vil afsala okkar sjálfstæði.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.4.2009 kl. 21:15

10 Smámynd: Sturla Snorrason

Það má vel vera að ESB aðild auðveldi fjárglæframönnum lífið en fyrir þjóðina í heild yrði hún stór mínus!

Skrítin tilviljum að Samfyllingin skuli vera óð í ESB aðild.

Sturla Snorrason, 20.4.2009 kl. 22:53

11 identicon

Já, gaman að sjá hvað menn eru málefnalegir hérna alltaf.

Ísland þarf að ná vopnum sínum í viðskiptabaráttunni og í dag erum við líklega við frostmark í áreiðanleika, á Kelvin skalanum.  Erlendir aðilar hafa nákvæmlega ekkert álit á okkur og ef manni dettur í hug að ræða við útlending um tækifæri til viðskipta, líður manni eins og holdsveikur, með eina hendi eftir, að sannfæra viðkomandi "erlending" að maður hafi tvær hendur.  Hann horfir á mig !

Nei, eina ráðið til að ná vopnum sínum er eftirfarandi:

  1. Sannfæra erlendinga að okkur sé treystandi með því að gera hreint fyrir okkar dyrum.
  2. Ganga inn í alþjóðlegt bandalag sem ESB er og reyna eftir fremsta megni að ná ásættanlegum samningum.
  3. Skipta út gallaðri krónu fyrir árennilega mynt, Evru.
  4. Fara svo að reka þjóðfélagið eins og alvöru þjóðfélag og hafa eftirlit með hlutunum.  Taka mark á því þegar allt er að fara í þrot.

Við verðum einfaldlega að átta okkur á því að fulltrúar Íslands fóru ránshendi um sparifé Evrópubúa sem og líka  heildsölubankamarkaðinn.  Þetta er sorgleg staðreynd og var í boði Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. 

Við megum ekki undir neinum kringumstæðum lenda í þeirri stöðu að fara aftur inn í torfbæina að spinna ull og strokka smjör, sem virðist vera lausnarmengi vinsælla stjórnmálaafla.  Það er framtíðarsýn sem mér hryllir við.

Árni (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:19

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Páll Þorgeirsson, þið eruð tilbúnir í startholunum að "sætta [y]kkur við eftirgjöf í einhverjum málum."

Og Vilhjálmur, einn í útrásinni, þið viljið einfaldlega að íslenzkt samfélag lúti hagsmunum ykkar í viðskiptalífinu, eitthvað kannast maður við það viðhorf frá því fyrir ekki svo löngu ... En aðrir Íslendingar, sem láta sér annt um meginhagsmuni okkar og hafa ekki geð í sér til að leggjast flatir fyrir erlendu valdi, hvað þá að svíkja lýðveldið, velja aðrar leiðir.

Að kjósa EBé úr afleitri, en tímabundinni stöðu (stöðu sem við getum einungis UNNIð okkur upp úr) er makalaus skammsýni og afar vondur samnings-útgangspunktur.

Jón Valur Jensson, 20.4.2009 kl. 23:31

13 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn flokkur atvinnulífs og frjáls framtaks, en ef þeir sem tjá sig hér eru orðnir fulltrúar hans í dag, þá hefur greinilega eitthvað breyst.

Ég er alveg tilbúinn í rökræðu um aðrar leiðir, ef menn eru með uppástungur um þær.  Bíð spenntur.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 20.4.2009 kl. 23:39

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Samfylking eiga að draga allt Ísland og íslenzku þjóðina eins og vagn á eftir hagsmunum sumra olnbogafrekra atvinnurekenda.

Jón Valur Jensson, 20.4.2009 kl. 23:43

15 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þú meinar þá hagsmuni atvinnurekenda sem flytja út vörur og þjónustu fyrir gjaldeyri, og eru enn á lífi eftir hrunið, af því þeir fóru ekki á gróðærisfyllerí?  Við eigum kannski frekar að hugsa um hagsmuni einhverra annarra atvinnurekenda?  Eða kannski bara að fara alla leið í Stalín og láta atvinnurekendur góssa?

(Myndi ekki vera venjulega með svona skæting, en sumar færslur hér að ofan ýfa upp skætingslöngunina.)

Vilhjálmur Þorsteinsson, 21.4.2009 kl. 00:31

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er nú eins langt frá Stalín í hugsun og hægt er að vera, Vilhjálmur.

En ert þú sjálfur eindreginn andkommúnisti eins og ég?

Með olnbogafreku atvinnurekendunum átti ég við þá, sem eru með starfsstöðvar á meginlandinu og vilja láta allt hér heima ganga eftir þeirra hentugleikum til að vera í útrásarvíking meðal annarra þjóða.

Hins vegar stend ég dyggilega með íslenzkum útflytjendum og bendi á, að hver starfsmaður í sjávarútvegi skilar a.m.k. 12 sinnum meiri gjaldeyristekjum en meðal-starfsmenn í öðrum greinum.

Jón Valur Jensson, 21.4.2009 kl. 02:47

17 identicon

Ég var þarna Vilhjálmur. Góð innlegg frá ykkur öllum. Mér finnst Jón Valur betri í ættfræðinni en pólitík.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 08:49

18 identicon

Komdu sæll Vilhjálmur.

Ég hjó eftir því í myndbrotinu að í fyrirtækinu þínu stæði starfsfóki þess til boða að fá laun sín greitt í Evrum, sem er allt gott og blessað en á hvaða gengi breyttu þau launakjörum sínum úr íslenskri Krónu yfir í Evru?

Mér hefur fundist algert lykiatriði vanta inn í umræðuna um upptöku nýs gjaldmiðils, þ.e.a.s. á hvaða gengi er ásættanlegt að skipta.

Fjölmargir hafa látið frá sér að Krónunni hafi verið haldið uppi af óeðlilegum ástæðum og því hafi gengi hennar ætíð verið falskt. Burt séð frá fastgengi eða floti gegnum árin þá vil ég gefa eitt dæmi:

Verð íslensku Krónunnar hefur í gegnum tíðina verið u.þ.b.  tvöfalt á við spænska Pesetann. Nú er Pesetinn í viðskiptum með Evru metinn á 166/1, þ.e.a.s. að hver Evra er 166 gamlir Pesetar (á Spáni eru gefin upp tvö verð á fjölmörgum stöðum, t.d. í stórmörköðum og í hraðbönkum). Íslenska Krónan er í dag um 167/1 gagnvart Evrunni!

Hvað er réttlátt og raunhæft verð fyrir Evruna? Það er ekki nóg að segjast vilja taka hana upp, það verður að fylgja með á hvaða verði það skal gert. M.v. dæmið að ofan væri vel hægt að ímynda sér verð Krónunnar gangvart Evrunni á 80-90/1, ég tel að lægri kjör en þau við skiptin væru ekkert annað en rán á verðmætum íslensku þjóðarinnar (fjölskyldna og fyrirtækja í landinu) og því algert lykilatriði að þeir sem berjast fyrir upptöku Evrunnar láti í ljós sínar skoðanir og markmið í þeim gjörningi.

Ég vil að lokum taka það fram að ég er algjörlega fylgjandi upptöku Evru en bara ekki á hvaða kjörum sem er.

Hjörtur (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:45

19 identicon

 Takk fyrir  þitt tillegg til vitrænnar umræðu um ESB,Vilhjálmur. Öll  rök  andstæðinga  aðildarumsóknar eru byggð á  hræðsluáróðri,sem er  hættulegur af því að hann byggist á þjóðernislegri þröngsýni.

Makalaust er að þegar sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi bendir á að tal Sjálfstæðisflokksins um að AGS hjálpi okkur til að taka upp Evruna með einhliða aðgerðum sé bara tóm vitleysa, þá kallar Sjálfstæðismaður það „dólgslega árás á Sjálfstæðisflokkinn". Þetta er með ólíkindum.

  Tek undir að  JVJ  ætti að sinna ættfræðinni meira.

Eiður (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:01

20 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Hjörtur, þetta er auðvitað mjög góð spurning hjá þér, sem er að sama skapi erfitt að svara.  En hér er mín spekúlasjón:

Opinbera "gengið" (hef það innan gæsalappa af því að það ræðst ekki á frjálsum markaði) er núna í kring um 168 fyrir evruna.  Aflandsgengið ("offshore") í viðskiptum utan landsteinanna er á bilinu 220-260 fyrir evruna.  Ef við höldum óbreyttum kúrs, en afléttum höftum, byrjar gengið á að veikjast verulega (kannski 300+ á móti evru).  Það styrkist svo vonandi aftur þegar hræddustu krónurnar eru farnar, og endar einhvers staðar innan þessa bands, þ.e. 170-250, eftir því hvernig okkur gengur að efla útflutning og semja um erlendar skuldir.

Ef við förum alvöruleiðina, semjum um aðild og stefnum á evru, treysti ég mér til að fullyrða að skiptigengið verður verulega "hagstæðara" (þ.e. sterkari króna) heldur en þetta.  Ég treysti mér líka til að fullyrða að þetta er langhagstæðasta leið sem í boði er til að breyta peningalegum verðmætum landsmanna úr krónu í alvöru gjaldmiðil.

Ef menn hafa aðrar leiðir, þætti mér afar gagnlegt að heyra hverjar þær eru.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 21.4.2009 kl. 11:17

21 identicon

En Vilhjálmur, hvert telur þú þá að sé "rétt" gengi í skiptum á Evru?

Hvernig tóku íslenskir starfsmenn þínir í það að t.d. skipta 450.000 íkr. fyrir 2800 € (m.v. 160/1) þegar þau hefðu m.v. "réttlátt" gengi getað fengið 5000 € (m.v. 90/1)? Voru einhverjir Íslendingar yfir höfuð tilbúnir að gera það?

Það er auðvitað þannig að þeir sem eru með útgjöld á Íslandi en hafa erlendar tekjur hagnast mest á því að skiptin eða festing krónunnar verði í lægri kantinum. Þeir sem hafa tekjur í íslenskum krónum (meginþorri þjóðarinnar) aftur á móti tapa á slíkum gjörningi.

Ég tel að þetta sé með stærstu atriðunum sem þurfa að koma upp á yfirborðið áður en hægt verði að huga að því að skipta krónunni fyrir Evru. Þetta er algjört lykilatriði fyrir stöðu íslenskra heimila og þá staðreynd að atvinna og menntun hér á landi verði ekki metin á við láglaunasvæði Evrunnar, þar gætum við fests til frambúðar.

Hjörtur (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:59

22 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hlustaði á umræðurnar og er algjörlega sammála því sem þarna kemur fram.  Kristínu hjá Auði Capital kallar hina leiðina (ekki ESB) jafngilda sjálfsmorði og því verður að forða. Þú talar um kalda vatnið milli skinns og hörunds. Ég ætla ekki að búa hér á þessu landi mikið lengur ef ekki verður farið í þessar viðræður í sumar, það er bara svo einfalt. Ég er tæplega 65 ára og hvað með allt unga fólkið með börnin, það fer og hvað verður þá eftir. Jú þrákálfar sem berja hausum við grjót, gamalt ósjálfbjarga fólk og einhverjir sem ekki teysta sér að taka sig upp og flytja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.4.2009 kl. 13:10

23 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hér er verið að þrugla um hluti eins og rétt gengi í gjaldmiðilsskiptum og einhverja hugmyndafarsa. Hvað er fólk að hugsa, við erum að sigla inn í þröngann fjörð með háum flöllum á alla vegu. Fjörðurinn mun síðan lokast, sambandið við útlönd rofnar og að nokkrum tíma liðnum verðum við komin að Breiðavík þar sem alskyns ómanneskjulegar reglur gilda. Matur lítill og einhæfur, allt skammtað og skorið við nögl. Ekki má fara neitt og eingar heimsóknir mögulegar, úfffffffffffff. Ég vil ekki þetta, en þú?????????????

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.4.2009 kl. 13:17

24 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nei við erum á strandstað og björgun er möguleg. Við eigum auðvitað að skoða hvort leiðin er fær og hvað það kostar okkur. Ég er reyndar ekki í nokkrum vafa um að leiðin er fær og mun aldrei kosta okkur svo mikið að hún borgi sig ekki. En auðvitað gerum við samning á okkar forsendum, höldum sjálfstæðinu og sjálfsforræðinu. Höldum lífskjörunum og sjáum fram á að þau batni á komandi árum. Jöfnuður mun aukast enn frekar og við getum með okkar atorku og dugnaði byggt upp fyrir myndarsamfélag, með auknu lýðræði, jafnræði og sjálfstæði.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.4.2009 kl. 13:23

25 identicon

Ég hafði ákaflega gaman af því þegar Krsitín sagði eitthvað á þá leið að "allir stjórnmálaflokkar eru sammála um að krónan er farin." Ef grúppuþynnkan (group think) segir að krónan sé farin, þá er nokkuð öruggt að hún er og verður. Megi hún lengi lifa!

Segjum sem svo að Kristín hafi rétt fyrir sér varðandi væntingarprinisippið--sem ég er í og með sammála, nema hvað það er sérlega óáreiðanlegt--þá er hér hugmynd um góðar væntingar sem myndu skjóta krónunni upp nokkra faktora, rétta haginn, og eyða tali um upptöku evru og inngöngu í ESB (við gætum jafnvel skilað AGS láninu án vaxtagreiðsla!); við gerum út leiðangur jarðfræðinga á Drekasvæðið og látum þá koma heim með þá sögu að Drekinn verði án efa "Spindletop" norðurhvelsins.

Ef einhver heldur að ég sé að grínast þá er það alrangt. (Næstum því.) Þannig vinnur alþjóðahagkerfið. You either play, or you´re played. Við Íslendingar þurfum að læra það. 

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 04:59

26 identicon

Vilhjálmur, ég býð enn eftir svari varðandi starfsmennina þína sem skiptu yfir í Evru og þá einnig hver þín skoðun er á "réttu" gengi hennar gagnvart Krónunni.

Hólmfríður, það borgar sig aldrei og hefur heldur aldrei leyst neinn vanda að mála skrattann á vegginn. Það er rétt hjá þér að nú er svolítið dimmt á Íslandi og Evran getur lýst samfélagið okkar upp en það er alrangt hjá þér að gengið skipti engu máli því einmitt það segir til um hvort við getum haldið í lífskjörin okka.

Ég vil svo benda á þessa færslu hér: http://andrigeir.blog.is/blog/andrigeir/entry/860082/

Þarna kemur það fram sem ég er að tala um og dæmi nú hver fyrir sig. Ef fólki þykir staða Krónunnar gagnvart Evrunni er ekki eitt stærsta hagsmunamálið ef (þegar) til skiptanna koma þá veit ég ekki alveg hvað vakir fyrir því í þeim efnum.

Hjörtur (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 19:48

27 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mér finnst undarlegt að hlusta á svona fyrirlestur þar sem fullt af sprenglærðu fólki talar um gjaldmiðla en eingin virðist hafa grunn skilning á því um hvað verið er að tala.

Gjaldmiðill er verðmiði sem þjóðríki setja á söluvörur og eignir þjóðarinnar. það má líkja þessu við stórmarkað með rafrænu verðmerkingakerfi þar sem verslunarstjórinn getur breytt verið allra vöru í versluninni með einni aðgerð á tölvu. þetta er mjög hagkvæmt fyrir rekstur verslunarinnar og gerir hana hagkvæmari í samkenni við aðrar verslanir á markaðnum. Það getur hinsvegar verið mjög þreytandi að vera starfsmaður á gólfi þar sem veðrin eru alltaf að breytast.

Stórmarkaðurinn er Ísland verðmiðinn er krónan og staða atvinnurekenda eins og þín og mín Vilhjálmur er að vera starfsmaður á gólfi.

Guðmundur Jónsson, 22.4.2009 kl. 23:51

28 identicon

Hjörtur,

Gengi EUR verður látið ráðast af markaði. Uppitökukrossinn verður sennilega í kringum 200.

Bjorn Kristinsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 17:28

29 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Eins og ég sagði í fyrri færslu er erfitt að spá um skiptagengi krónu í EUR, en sú spekúlering sem ég var með þar er það nákvæmasta sem ég treysti mér í á þessu stigi máls.  Málið er samt ekki svo einfalt að sterk króna sé góð fyrir alla.  Þeir sem skulda vilja helst fá skiptin á veikri krónu, þannig að skuldirnar verði minni í evrum.  Þarna mun þurfa að finna gullinn meðalveg.  En aðalatriðið er að vegurinn er fyrir hendi.  Það er meira en hægt er að segja um annað sem nefnt hefur verið í umræðunni, t.d. hugmyndir um einhliða upptöku annars gjaldmiðils, sem eru fullkomlega óraunhæfar meðan enginn er gjaldeyrisforðinn.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.4.2009 kl. 14:18

30 identicon

Skiptigengi við upptöku evru verður ekki tekið beint af markaði. Þau lönd sem lagt hafa gjaldmiðlum sínum og runnið saman við evrusvæðið undanfarin ár hafa gert það á gengi sem ákveðið er sameiginlega af seðlabanka viðkomandi lands og ECB. Dæmi eru um að þetta gengi hafi verið talsvert sterkara fyrir heimagjaldmiðilinn en markaðsgengið á þeim tíma gaf til kynna (t.d. í dæmi Grikklands) enda vill ECB ekki að inngönguland komi inn í evru á "of" lágu gengi, sem bæði þýðir óeðlilega samkeppnisstöðu gagnvart öðrum evrulöndum og hættu á meiri verðbólgu en ella.

 kv.Barton

Barton (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:30

31 identicon

Gengi á EUR á erlendum mörkuðum 240-260.

Gengi EUR á Íslandi um 170.

Miðgildið af þessu er í kringum EUR 200.

Barton var það ekki þetta sem þú varst að reyna að segja. Verum ekki með þennan eilífa flæmingjahátt og tölum um sannleikann eins og hann er.

Bjorn Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 19:06

32 identicon

Sæll Vilhjálmur.

Enn hefur þú ekki svarað spurningu minni um það hvert ÞÚ telur vera "eðlilegt" gengi krónunnar gagnvart evrunni. Þú svaraðir mér heldur ekki hvernig og þá hvort það voru margir sem sættu sig við að skipta laununum sínum í evrur á gengi sem er tugum prósenta fyrir neðan meðalgengi árnna 2001 til 2008.

Svo vil ég líka benda þér á að það er ekki eingöngu skuldarar (sem er reyndar næstum því öll þjóðin, að einhverju leiti) sem hagnast á sterku gengi krónunnar. Ef krónan er tekin á t.d. 200/1 fyrir evruna, þá er verið að færa laun Íslendinga niður um rúmlega helming á við það sem var áður. Launamenn á Íslandi væru þá með svipaða taxta og í Portúgal, Spáni og öðrum láglaunasvæðum Evrópu.

Það er kannski það sem þitt fyrirtæki vill gera til að flytja starfsemina til Íslands, þ.e.a.s. að lækka launakostnaðinn. Ekki getur það talist til hagsbóta fyrir launafólk, frekar er það til hagsbóta fyrir atvinnurekendur. Hafi Íslendingar áhuga á að halda í við hinar norrænu þjóðirnar í lífsháttum þá er þetta atriði, skiptigengi krónunnar, eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar (ef) þegar til upptöku evrunar kemur.

Ég vil að endingu taka það fram að ég dáist að kraftinum og frumkvæðinu í stofnendum og stjórnendum fyrirtækis þíns en um leið minna á að hagsmunir þess en ekki Íslendinga í heild skína í gegn hjá þér þegar kemur að umræðunni um upptöku evru. Íslensk fyrirtæki sem eru með tekjur í erlendri mynt hafa mikinn hag af lægra gengi en almenningur ekki.

P.S.

Vil ítreka ósk um svör við spurningum mínum til þín hér að ofan.

Hjörtur (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:17

33 identicon

Paul Thomsen frá IMF sagði að jafnvægisgengi IKR lægi í kringum 175 á móti EUR.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:23

34 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Hjörtur, ég vil ekki svara spurningum beint um CCP þar sem ég er ekki að tjá mig hér sem stjórnarformaður þess fyrirtækis heldur sem prívatpersóna.  Enda sé ég ekki að tiltekin útfærsla CCP skipti nokkru máli fyrir hina almennu röksemdafærslu í umræðunni.  Ég get þó sagt, sem hefur áður komið fram opinberlega, að gengið á EURISK sem starfsmönnum bauðst var nógu hagstætt til að nánast allir tóku tilboðinu.

Ég skil heldur ekki hvaða máli það skiptir í umræðunni hvað mér finnist persónulega vera "eðlilegt" gengi krónunnar.  Það hafa allir mismunandi skoðun á því og ekkert við því að segja.  Við endanlega ákvörðun hlýtur að vera horft til m.a. til sögulegs raungengis, afstæðs kaupmáttar (purchasing power parity), launastigs o.m.fl.  En ójafnvægi í verðlagi er tiltölulega fljótt að jafna sig á frjálsum og opnum markaði, þannig að Ísland yrði aldrei láglaunaland til lengdar.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband