Tuttugu ár síðan múrinn féll

Í dag, 9. nóvember, eru 20 ár frá falli Berlínarmúrsins 1989.

Að morgni jóladags sama ár voru haldnir tónleikar í Berlín, sem sjónvarpað var í beinni útsendingu, meðal annars til Íslands.  Þar stjórnaði öldungurinn Leonard Bernstein flutningi 9. sinfóníu Beethovens, en hljóðfæraleikarar og söngvarar komu bæði úr austri og vestri og lögðust á eitt við flutninginn.

Í tilefni hinna sögulegu tíðinda var texta Schillers í síðasta hluta sinfóníunnar breytt þannig að í stað orðsins Freude (gleði) kom Freiheit (frelsi).

Ég hlustaði á þessa tónleika 1989 ásamt syni mínum sem þá var nýorðinn tveggja ára, en verður reyndar 22ja eftir rúma viku.  Það var andaktug stund fyrir okkur báða.

Leonard Bernstein, gjörið svo vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lítils að fagna, Sovétið slapp út við hrunið, við lifum í dögun alheims-sovéts, allir undir þumli forræðishyggju, allir jafnir, jafn snauðir, nema auðvitað þeir sem eru jafnari, kommissararnir, pólitísku fulltrúarnir, leyniþjónustufólkið.

5/95 skiptingin (lénskerfið) er handan næstu hæðar, meðan fólk lætur segja sér að allt sé þetta vegna tilviljana, óheppni og vanhæfni.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 13:56

2 identicon

Ég minni á eigin umfjöllun á stikli, kaeri fadir, bara til mótvaegis vid nostalgíuna...!

Þorsteinn (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 10:01

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það sem ætíð tekur lengstan tíma, er að breyta hugsun fólks. Frelsi er lengi að síast inn í sálina og verða að vissu. Meðan hér var mikið af vinnuafli frá gömlum austantjaldslöndum, bar á því að fólk sem virkilega þurfti á aðstoð verkalýðshreyfingarinnar að hald, það flúði fulltrúa hennar þar sem það vantreysti svo mikið. Ég var stödd í Þýskalandi daginn sem harmleikurinn varð á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989 og ég man enn eftir ungum Kínverjum með sorgarbönd um handleggi sína sem flykktust út á götunar. Ég á brot út Berlínarmúrnum sem mér var gefið þegar kór unglinga kom frá Hamborg 2 árum eftir fall hans og heimsótti kirkjukórinn við Hvammstangakirkju.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.11.2009 kl. 23:17

4 identicon

Hólmfríður ! Ég held að þú ættir líka að verða þér út um brot af kommísara-spillingarmúr ESB- apparatsins þá væriru búinn að fara heilan hring í vitleysunni !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband