Davíð Oddsson undirritaði Icesave skuldbindingu

Í viðtali við Davíð Oddsson sem birtist í Morgunblaðinu 5. júlí sl. er því haldið fram að Davíð hafi verið mjög mótfallinn því að ríkið tæki á sig skuldbindingar vegna Icesave-innistæðutrygginga.  Í samantekt er haft eftir Davíð að til séu margvísleg gögn sem "styðji mjög málstað Íslendinga, í þá veru, að þeim beri engin lagaleg skylda til þess að borga skuldir Landsbankans [svo, á að vera Tryggingasjóðs] vegna Icesave".  Þá skammar hann Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon fyrir að "stórskaða" málstað Íslendinga með yfirlýsingum um að við séum skuldbundnir gagnvart Bretum og Hollendingum:

Ef eitthvað er til í því að við séum skuldbundin, þá er bara ein ástæða fyrir því, en það eru yfirlýsingar ráðherra eins og þeirra Jóhönnu og Steingríms í þá veru að við séum skuldbundin til að borga og þau eru búin að samþykkja að við leitum ekki með ágreiningsefnið til dómstóla.

Skoðum nú úrklippur úr viljayfirlýsingu (Letter of Intent) sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóða gjaldeyrissjóðnum þann 15. nóvember sl.

Tilvitnun 1

Hér er sem sagt fullyrt að Ísland ætli sér að viðurkenna skuldbindingar (committed to recognize the obligations) gagnvart öllum tryggðum innistæðueigendum.  Þá sé ætlunin að vinna með öðrum alþjóðlegum mótaðilum tryggingasjóðsins, þ.e. bresku og hollensku tryggingasjóðunum, eins og gert sé ráð fyrir í EES-lagarammanum. Þetta er gert með því fororði að lánsfjármögnun skuldbindinganna fáist hjá hinum erlendu ríkisstjórnum (þ.e. Bretum og Hollendingum).  Samningaviðræður um nákvæm kjör muni eiga sér stað næstu daga.

Tilvitnun 2

Í þessari grein yfirlýsingarinnar er staðfest að bankahrunið muni valda miklum búsifjum í ríkisrekstrinum íslenska, og að heildarkostnaður (brúttó) af því að standa við innistæðutryggingar og endurfjármagna bankana muni að líkindum nema sirka 1.100 milljörðum (80% af VLF).  Á móti þessu koma svo eignir bankanna (í þessu tilviki Landsbankans).

Gæti ekki verið skýrara, menn gerðu sér fullkomna grein fyrir stöðunni og skjalfestu hana gagnvart AGS þegar 15. nóvember síðastliðinn, þegar ríkisstjórn sat undir forsæti Geirs H. Haarde.

En hverjir skrifuðu undir þetta afdráttarlausa plagg fyrir hönd Íslands?

Tilvitnun 3

Sæll!  Þarf eitthvað að ræða þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já sæll, það þarf að ræða þetta.

Menn voru í óráði og andlegu ójafnvægi Villi,  þarf eitthvað að greina það frekar?

Í hvaða (ó)ráði eru ráðamenn nú eftir 9 mánaða "eftirhrunsjógatíma" að halda áfram að verja þessar óráðsaðgerðir, þegar "benefit of doubts" hrannast upp!

Er til of mikil ætlast að menn gangi kvitt og klárt  úr skugga um lögfræðilegt, þjóðfélagslegt og alþjóðlegt réttmæti slíkrar áþjánar.

Blessaður!  þarf eitthvað að ræða það?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.7.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ja, það er að minnsta kosti fulllangt gengið að kenna Jóhönnu og Steingrími um!

Sjálfstæðismenn eru að kasta steinum úr glerhúsi í þessu máli.  Þeir ættu að sjá sóma sinn í að halda kj... og skammast sín.  Að minnsta kosti rétt á meðan aðrir eru að moka flórinn fyrir þá.  Maður biður ekki einu sinni um þann drengskap að horfast í augu við eigin orð og gjörðir og styðja ríkisstjórnina í hreingerningarstarfinu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 13.7.2009 kl. 01:41

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála þarna Villi, enda held ég að enginn sé að "kenna" Jóhönnu og Steingrími um eitt eða neitt.

Það sem er beðið um að þau detti ekki í þann "fúla" pytt að verja þessa óráðsgjörninga steinakastara í miðju glerhúsi. 

Maður biður bara um að þau "standi upp" og verji íslenska þjóð sé það nokkur kostur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.7.2009 kl. 01:57

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Davíð hefur útskýrt þetta, hans undirritun þýddi einfaldlega að Seðlabankinn myndi uppfylla sínar skyldur gagnvart samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að íslenzk stjórnvöld höfðu samþykkt það. Undirritun hans var hvorki persónuleg yfirlýsing hans um eitt eða neitt né var samkomulagið að hans frumkvæði. Þess utan skuldbatt hans undirritun ekki íslenzka ríkið um eitt eða neitt í þessum efnum enda hefur seðlabankastjóri ekki vald til þess.

Þess utan hefur alltaf staðið til að Íslendingar stæðu við skuldbindingar sínar vegna innistæðutryggingarkerfisins, spurningin er hins vegar hverjar þessar skuldbindingar eru. Það kemur engin skuldbinding fram í þessum texta um einhverja ákveðna lendingu í málinu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 07:30

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og gleymum því svo ekki að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki einn þeirri ríkisstjórn sem sat fyrir jól. Það var fyrst og síðast Samfylkingin sem krafðist þess að farið yrði samningaleiðina en ekki dómstólaleiðina enda mikið í mun að styggja ekki Evrópusambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 07:33

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Vilhjálmur ég held að það flestir hafi verið sammála um að semja þyrfti í þessu máli. Hins vegar er þetta ekki sú glæsilega niðurstaða sem Steingrímur boðaði, og vaxandi gagnrýni er að við höfum ekki farið út með okkar besta lið til þess að ganga í málið.

Mér finnst það sýna mikla rökræðufátækt þegar verið er að ræða um þetta mál að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar telji að einverjir eigi að halda kjafti ef verið er að ræða mál sem þeim finnast óþægileg.

Sigurður Þorsteinsson, 13.7.2009 kl. 08:19

7 identicon

Það er ótrúlegt hvað ástin getur verið blind! Nú hefur trúflokkur davíðssinna 

komið sér upp kenningunni um hinn tvíeina guð, þ.e. DO sem hinn frábæra persóna og DO sem hinn óskeikuli seðlabankastjóri. Það var sem sagt hinn síðarnendi sem skrifaði undir yfirlýsinguna en alls ekki hinn fyrri, og þar sem DO hefur látið af starfi sem seðlabankastjóri þá ber hann auðvitað enga ábyrgð á því sem seðlabankastjórinn gerði. Hvers vegna óskeikuli seðlabankastjórinn sagði ekki strax af sér þegar hin frábæra persóna sá að þetta var hið versta plagg fylgir ekki sögunni -- enda eru vegir Davíðs eins og annarra guða órannsakanlegir eins og allir vita. Það eru líka fleiri leyndardómar í guðfræði davíðssinna. Þannig er maður ekki alveg viss hvort annarhvor eða báðir Davíðarnir voru ólæsir -- a.m.k. á enska tungu -- því að fyrir svona sæmilega dauðlegum og skeikulum manni eins og mér leikur enginn vafi á merkingu textans sem seðlabankadavíð skrifaði undir í nóvember. Hann merkir að Íslendingum beri a.m.k. að greiða innistæðutryggingar til erlendra innistæðueigenda (eini vafinn er hvort þeim ber aðeins að greiða það eða allar innistæðurnar), en davíðsguðfræðingar lesa dýpri merkingu, sem liggur bak við hin skrifuðu orð, sem er sú að við eigum ekki að borga neitt. Annar leyndardómur er máttur samfylkingarandskotans -- eða hinnar óheilugu þrenningar Ingibjargar, Jóhönnu og Össurar -- yfir hinum guðlegu öflum. Guðinn (DO) og postular hans -- Geir, Árni, Jón Steinar og allir hinir -- virðast hafa beygt sig auðmjúk í duftið á undanförnum mánuðum, og nú hefur Steingrímur tekið við. Um leið og Flokkurinn slapp úr prísundinni og hinn tvíeini Davíð varð einn á ný, þ.e. hin dásamlega persóna Davíð, þá ber enginn þeirra auðviðtað ábyrgð á mistökunum. "Samfylkingin made me do it", tilkynna þeir nú AGS -- já gott ef samfylkingarandskotinn neyddi ekki líka AGS til að aðstoða flokkinn við svindla saklausa Íslandi inn í helvíti (les ESB). Við bíðum spennt eftir næstu útleggingum davíðsguðfræðinga á hinum heilaga -- en oft frekar myrka -- boðskap guðsins.

Halldór (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 09:34

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessi viljayfirlýsing er gerð við IMF ekki Evrópusambandið. Í henni er vísað í að íslendingar muni stand við innistæðutryggingar á grundvelli tilskipunna EES. Bæði Davíð og Árni voru á þessum tíma sannfærðir um að það skuldbindi ekki ríkisjóð gagnvart bönkunum. Og höfðu lögfræðiálit því til stuðnings. Þessar undirskriftir hafa því ekkert gildi gagnvart EES nema úr því verði skorið fyrir dómstólum hvort túlkun þeirra á lögum EES um innistæðutryggingar sé rétt eða röng. Loftur A fjallar um þetta hér í athugasemdum á mjög skýran hátt.

En þar fyrir utan er þetta er viljayfirlýsing sem gerð er við IMF sem gerir hana í mesta lagi stefnumarkandi gagnvart  EU.

Guðmundur Jónsson, 13.7.2009 kl. 10:00

9 identicon

Á maður þá að skilja að þeir DO og ÁM hafi verið að ljúga að AGS til að fá lán? Í yfirlýsingunni lýsa þeir því yfir að þeir (væntanlega fyrir hönd SÍ og ríkisstjórnar) ætli að „recognize the obligations to all depositors“ og það sé samkvæmt „its [Íslands] deposit insurance system“ og að þetta muni kosta 80% af GDP (sem er e-s staðar á milli 1100-1200 milljarðar kr.). Nú er því haldið fram að þeir hafi verið sannfærðir að ríkissjóður hafi ekki verið skuldbundinn til greiða neitt og því hafi þessi yfirlýsing ekkert gildi fyrir EES. Hvers vegna var þeim vafa ekki komið á framfæri í yfirlýsingunni? Það hefði örugglega styrkt stöðu Íslands nú.

Halldór (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 11:03

10 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Hjörtur, þessi eftirásöguskýring Davíðs stenst enga skoðun.  Í textanum stendur m.a.: "Preliminary estimates suggest that the gross cost to the budget of honoring deposit insurance obligations [...] could amount to around 80 percent of GDP."  Feitletrunin sýnir að það var strax þarna verið að tala um að ríkissjóður (budget = fjárlög) tæki þetta á sig.

Það er að minnsta kosti ljóst að Davíð er þarna vitandi vits að skrifa undir viljayfirlýsingu fyrir hönd íslenska ríkisins, ásamt fjármálaráðherranum, þar sem fram kemur skýrum stöfum að ætlunin sé að greiða þessar tryggingaskuldbindingar af fjárlögum, og upphæðirnar eru tilteknar líka.  Hvað hefði það átt að þýða að skrifa undir þetta og meina það ekki?  Gera Seðlabankastjórar almennt svoleiðis?  Eða hefði hann ekki bara átt að segja af sér, frekar en að skrifa undir plaggið, ef hann var því svona ósammála - hvorki hefði Samfylkingin grátið það, né stórt hlutfall almennings.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 13.7.2009 kl. 11:10

11 identicon

Því miður, Davið er gunga og aumingi. Hvers vegna í ósköpum neitaði hann ekki að undirríta plaggið ef hann var sannfært um að allt mundi fara til fjandans!? Allt bendir til þess að það væri bara innantóm fjas og læti í honum. Það dugar ekki að segja að hann sem embætismaður gat ekki gert annað. Sama rökk notaði Eichman lika til að flyja ábyrgð.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 11:40

12 identicon

Furðulegt á sjá  Hjört J. Guðmundsson vaða hér inná athugasemdir hjá þér- eitthvað sem hann hefur ekki kjark til að leyfa hjá sjálfum sér...

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 12:03

13 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Eins og ég sagði áðan þá er þarna verið að samþykkja viljayfirlýsingu gagnvar IMF ekki EU eða einstökum ríkjum þess.

Af því leiðir að Þessi viljayfirlýsing hefur ekki beina þýðingu í samningum um Icsave sem lítur að tveimur ríkjum EU. Auk þess skrifa seðlabankastjóri og fjármálaráðherra undir viljayfirlýsinguna á grundvelli tilvísunnar í tilskipun ráðsins 94/19/EB frá 30. maí 1994 um innlánatryggingakerfi . En þar segir.

Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.

Gungur og aular og allt það sem okkur langar að kalla þá breytir ekki því að þeir virtust vita nokkuð hvað þeir voru að gera hvað þetta varðar.

Guðmundur Jónsson, 13.7.2009 kl. 12:59

14 Smámynd: Ignito

Er ekki ágætt að hafa umræðuna frá mörgum hliðum Sævar ?  Þó hann Hjörtur hafi ekki opið fyrir athugasemdir hjá sér þá geturðu þó svarað honum í þeim umræðum sem hann tekur þátt í annars staðar.

Svo er eitt sem ég er nokkuð þreyttur á að lesa og það er að ef menn hafa unnið fyrir sjálfstæðisflokkinn eða kosið þá skuli þeir bara þegja og skammast sín.  Þá yrði nú umræðan frekar einsleit, er það ekki ?

Ekki veit ég hvað maðurinn hugsaði á þessum tíma, og ætla mér ekki að gerast skáldsagnahöfundur í því,  en grunar að ef hann hefði neitað að skrifa undir og/eða sagt af sér í framhaldi þá hefðu sömu pistlahöfundar sem ritað hafa gegn honum gagnrýnt þá ákvörðun.

Gamla góða "you're damned if you do, and you're damned if you don't ".

Sem virðist einnig passa nokkuð vel við þessa ákvörðun um samþykkt Icesave.

Ignito, 13.7.2009 kl. 13:35

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já Davíð hélt að skuldbindingarnar væru engar skuldbindingar !

Þvílík andsk. þvæla sem veltur uppúr sjallafræðingum endalaust.

Vonandi að það líði 100 ár þar til þessi flokksvesalingur kemst til valda aftur og best væri að hann legðist af fyrir fullt og fast.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2009 kl. 13:40

16 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Mér sýnist flestir vera að misskilja punkt Vilhjálms (Nema ég sé líka að því?). Þ.e. að ef orð Steingríms og Jóhönnu hafa gert Ísland skuldbundið til að greiða Icesave reikninga þá hafi sú skuldbinding verið fyrir löngu komin fram í orðum og viljayfirlýsingum fyrri ráðherra og embættismanna.

Annars er Davíð alveg sér kafli út af fyrir sig. Mótsagnirnar hans varðandi stöðu bankanna eru orðnar svo margar að maður hálf skammast sín fyrir að þessi maður hafi verið seðlabankastjóri. Davíð átti sína spretti - en þeir gerðust löngu fyrir aldamótin.

Egill M. Friðriksson, 13.7.2009 kl. 14:00

17 identicon

Kristinn minn. Taktu af þér íhaldsgleraugun og lestu svolítið lengra. Í grein 12 að ofan er gert ráð fyrir að þessi "deposit insurance obligation" kosti 80% af GDP, sem voru ekki 18 milljarðar heldur 1100-1200 eftir því hvernig gengið er reiknað (GDP árið 2008 voru 12,5 milljarðar dollara). Þannig sumum ferst að tala um bull ...

Halldór (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 16:53

18 identicon

Takk !

Virgile Collin-Lange (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:38

19 identicon

Komdu sæll (ið sæl)

Það er virkilega gama að sjá hversu margir lögfræðingar hafa sprottið upp, upp á síðkastið. Ekki síst ,,Villi". - Ég hef hins vegar sjaldan hitt jafnoka Magnúsar Thoroddsen; sagt af beinni reynslu. Málflutningur hans fyrir EES dómstólnum var t.d. engu líkur. Allir viðstaddir frá mörgum ríkjum voru jafnhrifnir. - Það var óþarft því að Magnús starfaði lengst af við dómstóla, hér og í Evrópu.

EINAR S . HA´SLFD´NARSON (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:19

20 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Tekið af mbl.is úr viðtali við Davíð: "Til að mynda í þremur tilvikum eru til samtöl milli mín og seðlabankastjóra Englands þar sem hann segir efnislega að ef það sé svo að innistæðutryggingasjóðurinn […] ráði ekki við þetta og að menn hafi verið að braska og reyna að fá mjög háa vexti þó að þeir hefðu verið varaðir við, að þá muni hann ekki gera kröfu til þess að við borgum það".

Allt í lagi. En þá spyr ég - skrifaði seðlabankastjóri Englands einhversstaðar undir samning þess eðlis að þetta myndi ekki falla á ríkissjóð? Ef ég beiti sömu röksemdarfærslu og Davíð eru þessi orð seðlabankastjóra Englands ekki alveg jafn ómerkileg og fyrri yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda? Ættu ósamningsbundin orð breskra embættismanna að hafa meira gildi en ósamningsbundin orð íslenskra embættismanna? Hvað segir fólk um þetta?

Egill M. Friðriksson, 14.7.2009 kl. 00:57

21 Smámynd: fellatio

Ein spurning..  Fífl eins og ég sem hafa aldrei kosið þessa vitleysinga sem hafa undirskrfað icesave, sjálfstæðisflokkurinn, samfylkingin, vg og hugsanlega framsókn líka. Getum við ekki verið eins og hommarnir og lesbíurnar sem eru í minnihluta, getum við ekki sloppið við að greiða iceave?

fellatio, 14.7.2009 kl. 01:01

22 Smámynd: fellatio

Viðurkenni það þó að ég er aðdáandi DO. Hann segir það sem hann meinar, siglir ekki bara eftir straumnum.

fellatio, 14.7.2009 kl. 01:03

23 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað skyldi Haukur fá í laun frá Dabba ?

Óskar Þorkelsson, 14.7.2009 kl. 03:03

24 Smámynd: Sævar Einarsson

Stjórnarandstaðan vildi ábyrgjast innistæður sparifjáreiganda að fullu á sínum tíma en ekki þessar rúmar 20.000 evrur, hvernig væri staðan á IceSlave í dag hefðu þeir náð þeim kröfum í gegn ? úff get langar ekki að hugsa um þá tölu. En hvað um það, sé algert bankahrun eins og varð hér þá ber ríkisstjórn Íslands skylda að láta á það reyna fyrir dómstólum um lögmæti þessara krafna og í stjórnarskránni er bannað að skuldsetja annað fólk fyrir fjármálasukk annarra svo verði samþykkt á alþingi að við(sem stofnuðum ekki til þessarar skuldar) látinn borga fyrir það þá verður farið í mál og ríkisstjórn kærð fyrir landráð.

Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 13:44

25 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...eða Hjörtur Guðmunds? Hvað skyldi hann fá í laun frá Dabba?

Páll Geir Bjarnason, 14.7.2009 kl. 20:25

26 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

....  hmmmm hættum nú að setja þetta mál í pólitískar umbúðir, hver sagði og gerði hvenær og hvar.

Upplýsingar halda enn áfram að hrannast upp, og engir fagmenn  í Bretlandi eða Hollandi dettur í hug að telja að Icesave sé á ábyrgð almennings.  Af hverju á að svínbeygja Alþingi til að samþykkja ríkisábyrgð ef að ábyrgðin er svona ljós.

Reynum nú að fara að beina "kjarnorku" íslensku þjóðarinnar í eina átt, í staðinn fyrir að splundrast um eins og ósamrýmanlegar nifteindir, svo ekkert verður úr einu eða neinu.

Góðar stundir.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.7.2009 kl. 22:32

27 identicon

Sæl öll

Hef ekki lesið öll kommentin hér að ofan og veit ekki hvort eftirfarandi hefur þegar komið fram.

1)  Augljóst að menn hafa ekki gert sér grein fyrir stærð skuldbindingarinnar þegar þetta bréf er ritað af DO og ÁM.  Þeir tala um að skuldir ríkisins verði um 80% af VLF en staðan í dag virðist vera sú að skuldir ríkisins verði amk 200% af VLF og afar líklega meiri.  Þetta breytir heilmiklu um samningana við UK og Holland.  Hér væru rökin sú að landið væri einfaldlega ekki greiðsluhæft fyrir allri skuldbindingunni og UK og Holland verði einfaldlega að fá greitt það sem Ísland getur staðið undir með mannsæmandi móti......rest verði afskrifuð.   EKKI að Ísland vilji þræta fyrir skuldbindinguna per se......heldur að þjóðin geti ekki staðið við hana að fullu.   Sem sagt ígildi nauðasamninga.   Engin skömm af því á þessum tímum þegar efnahagur heimsins jaðrar við heimskreppu.  En það yrði ansi vandræðalegt að taka þessa umræðu við UK og Holland árið 2016 þegar allar aðrar þjóðir eru farnar að vinna sig upp aftur. 

2)  Af ofangreindri ástæðu væru öll endurskoðunarákvæði í samningnum frekar lakur kostur að mínu mati......frekar reyna landa ásættanlegum samningi strax á meðan það er allra hagur að loka málinu og það þurfi ekki að koma til framhaldsdeilna við þessar þjóðir eftir nokkur ár.  Slíkar viðræður myndu bara leiða til þess að orðspor Íslendinga hlyti hnekk uppá nýtt.

3)  DO og ÁM höfðu ekkert umboð til stórtækra skuldbindinga fyrir hönd landsins þegar þeir rita þetta bréf.  Ekkert frekar en framkvæmdastjóri fyrirtækis sem tæki uppá því að skuldbinda fyrirtæki sitt með gríðarlegum hætti án heimildar stjórnar.  Bréfið er að því leiti marklaust. 

4)  Vilhjálmur, eigum við ekki að reyna hefja þessa gríðarmikilvægu umræðu aðeins uppúr hinum pólitíska flór.......sá ekki betur í Morgunblaðinu í morgun en að alþingismenn séu að reyna vinna þetta líka þvert yfir flokkspólitískar línur (sjá mynd á forsíðu).  Þau fáu komment sem ég las hér að ofan voru meira og minna skítkast milli hægri og vinstri............you included. 

Kolbeinn (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 10:57

28 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þakka athugasemdirnar, og biðst velvirðingar á að hafa ekki svarað fyrr, var utanbæjar.

Þegar ég (mjög svo smekklega) óskaði eftir að "sjálfstæðismenn héldu kj..." þá meinti ég ekki almenn skoðanaskipti, heldur að forvígismenn flokksins færu varlega í að gagnrýna eftirmenn sína á valdastóli þar sem þau stæðu upp að mitti í flórnum að moka, það sem er að nánast öllu leyti annarra manna mykja.

Guðmundur Jónsson og Kristinn Pétursson: Mér virðist ljóst af texta viljayfirlýsingarinnar að það sé ekki verið að tala um einhverja 19 milljarða sem voru í tryggingasjóðnum, heldur alla innistæðutrygginguna sem tilskipunin kveður á um að vera skuli fyrir hendi.  Upphæðirnar stemma miðað við það (1.100 milljarðar = 600 icesave + fjárlagahalli + endurfjármögnun banka) og það er ótvírætt verið að tala um fjárlög ríkissjóðs, ekki sjálfseignarsjóð úti í bæ.

Egill M. Friðriksson:  Þú skilur mig rétt, ég er ekki í þessum pistli að leggja mat á réttmæti Icesave skuldbindinganna (búinn að fjalla um það áður), heldur einungis að benda á að Davíð og Árni undirrituðu þegar 15. nóvember það sem virðist vera mjög afdráttarlaus viðurkenning á umræddri skuldbindingu, þ.m.t. upphæðunum og ábyrgð ríkissjóðs.

Kristinn Pétursson, ath. nr. 2: Tilskipunin segir ekki hvernig tryggingakerfi skuli útfærð, það er ríkjum í sjálfsvald sett - svo lengi sem kerfið greiðir 20.887 evrur fljótt og vel.  1% framlagið og önnur mekaník er ekki frá ESB/EES komið, heldur er leiðin sem Ísland valdi til að uppfylla tilskipunina - önnur ríki hafa gert þetta með ýmsum hætti.

Jenný: Ísland var skuldbundið skv. EES samningnum til að koma upp innistæðutryggingakerfi, undan því verður ekki vikist.

Kolbeinn: Menn rugla saman hugtökum í þessari skuldaumræðu.  Skuldir ríkisins eru eitt en skuldir þjóðarbúsins eru annað.  Munurinn er sá að þjóðarbúið innifelur m.a. sveitarfélög, orkufyrirtæki og einkaaðila.  Forsendur varðandi skuldir ríkisins hafa lítið breyst síðan í viljayfirlýsingu AGS og Íslands.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 15.7.2009 kl. 17:08

29 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

P.S. Það eru mörg athyglisverð skjöl sem hafa verið birt á www.island.is varðandi Icesave málið.  Þar á meðal eru lögfræðilegar álitsgerðir um innistæðutryggingakerfið og tilskipun ESB/EES þar um.  Ég sé ekki betur en að margt af því sem ég hef velt fyrir mér hér á blogginu sem amatörlögfræðingur komi einnig fram í bollaleggingum atvinnulögfræðinganna.  Sjá t.d. part úr þessu skjali sem hefur fyrirsögnina Internal Note on Directive 94/19 - Strictly confidential, þar sem tínd eru til rök Evrópuríkja fyrir því að 20.887 evrurnar eigi að greiða "no matter what".

Vilhjálmur Þorsteinsson, 15.7.2009 kl. 17:44

30 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Hér er annað stórathyglisvert skjal frá Logos frá því í október, þar sem m.a. er fjallað um röksemdir Lárusar Blöndal og Stefáns Más Stefánssonar.  Ljóst er að málið er ekki jafn klárt og kvitt og sumir telja.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 15.7.2009 kl. 17:54

31 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

... og enn eitt frá Stefáni Geir Þórissyni hrl. frá 8. nóvember þar sem segir m.a.:

Það er því skoðun mín, að ef Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta eigi ekki fé til að greiða samanlögð innlán hvers innstæðueigenda Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi upp að [20.887 evrum] til hvers og eins, sé íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart hverjum og einum þeirra þannig að íslenska ríkið þurfi að standa skil á því sem uppá vantar að lágmarkinu verði náð.

Stefán Geir vísar svo í dómafordæmi frá Evrópudómstólnum sem styðja þetta álit.

Sem sagt, það er margt í mörgu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 15.7.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband