Vil halda því til haga...

... af því að tímarnir hafa verið sérstakir á Íslandi undanfarið, og ekki alltaf ráðrúm til að melta erlendar fréttir, að 2. apríl síðastliðinn var í Bandaríkjum Norður-Ameríku birt plagg nokkurt sem verðskuldar athygli.

Þar er um að ræða skýrslu sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tók saman um yfirheyrsluaðferðir C.I.A.  Skýrslan var gerð opinber að skipun Obama forseta.

Þar kemur m.a. fram að leyniþjónustan notaði aðferð sem kölluð er "waterboarding".  Þá eru vatn og blaut handklæði notuð á liggjandi og bundinn fanga, þannig að framkölluð er drukknunar- og köfnunartilfinning uns ósjálfráð viðbrögð líkamans hefjast.  Myndband af þessu athæfi má sjá hér.

Í ágúst 2002, sem sagt á einum mánuði, notuðu starfsmenn leyniþjónustunnar þessa pyntingaraðferð á einn af samstarfsmönnum Osama bin Laden, Abu Zubaydah, a.m.k. 83 sinnum.  Það er næstum því þrisvar á sólarhring að meðaltali allan mánuðinn.  Þá var Zubaydah geymdur í klefa með skordýrum, en hann mun vera haldinn skordýrafælni.

Í mars 2003 notuðu starfsmenn CIA pyntingaraðferðina 183 sinnum á Khalid Shaikh Mohammed, sem er talinn vera einn aðalskipuleggjandi hryðjuverkaárásanna 11. september.  Það eru sem sagt 6 skipti á sólarhring allan mánuðinn.

Ég held ég sleppi því að segja nokkuð frekar um þetta, en skil það eftir sem æfingu fyrir lesendur að velta fyrir sér mannlegu siðferði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er synd og skömm hvernig farið var með þessa arabísku frímerkjasafnara og bókagerðamenn.

LS.

LogicSociety (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 01:28

2 identicon

Æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafa verið siðspilltir á flestum sviðum í tíð GWB fyrrverandi forseta.  Sennilega hefðu fáir geðlæknar haft getu til að greina þá.  

Ekki veit ég hvers vegna ég sá í huga mér nokkur "íslensk andlit" þegar ég las greinina þína.  Það var siðspilling í þeim andlitum   

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 01:40

3 identicon

Ég skammast mín fyrir að rita á sömu tungu og þessi "LogicSociety".  Hver er IP tala hans?

Jens (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 02:55

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mannvonskan á sé eingin takmörk og hefðir fyrir hefndum eru skelfilegar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.5.2009 kl. 05:33

5 identicon

I found this very disturbing, especially on May 1. We Americans can only hope that Obama's presidency redresses this.

Lissy (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 07:37

6 identicon

Það er ekki vanþörf á að halda þessu til haga.  Þetta er svo sem ekki búið að vera neitt leyndarmál, með Guantanamo og fangaflugin, Abi-Gharib o.s.frv.

Alröng mynd er gefin í fjölmiðlum, t.d. einhverjir vesælir hermenn dregnir til (afar takmarkaðrar) ábyrgðar fyrir Abi-Ghraib, meðan ábyrgðin liggur ofar,

það er lögreglustjórans að koma óeirðalögreglumönnum í skilning um hvar mörkin liggja, ef hann gefur til kynna að hann vilji taka hart á mótmælendum og notar blinda augað á ofbeldi og lögbrot, þá mun óeirðalögreglan verða hrottaleg.  Ef hann brýnir fyrir undirmönnum að þeir séu í friðargæslu og mótmælendur séu borgarar sem hafi rétt til að mótmæla og að brot gegn þessum réttindum verði illa séð, þá fáum við óeirðalögreglu með opna hjálma, neftóbaksdósir á lofti.

Sama er með pyndingarnar, þetta kemur að ofan, þar er ábyrgðin.

Að lokum, Óbama segist ætla að loka Guantanamó.  Hversu flókið er það eiginlega?  Þetta fólk (menn) eru þarna eftir smölun og handahófskenndar handtökur.  En jafnvel þó hann geri þetta að lokum, einhverntíma eftir 1-2 ár, þá ætlar hann ekki að hætta fangaflugunum - rendition, sem eru í raun verri en guantanamó, þar eru alvöru pyndingar í gangi, fólk sent til landa með hagstætt lagaumhverfi til að pynda þá.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 08:38

7 Smámynd: Einar Karl

Þetta er sorglegur lestur. Má segja amerísku samfélagi til hróss þó ðað þessar upplýsingar skulu nú allar fram. Vonandi að þeir fari í alvarlega sjálfsskoðun, hygg að brenglað siðgæði í ameríska hernum og leyniþjónustu hafi ekki byrjað í tíð síðasta forseta.

Hér má lesa ágætan pistil úr NY Times, þar sem einmitt er rætt um að þeir sem báru ábyrgð voru m.a. læknar, sálfræðingar, dómarar og lögfræðingar.

Einar Karl, 1.5.2009 kl. 09:46

8 identicon

Bandaríkin hafa frelsað Evrópu tvisvar frá sjálfri sér.   Allt það besta í heiminum er í því landi.   Því miður allt það versta líka - m.a. það sem hér er haldið til haga. 

Þessi stefnubreyting Bush, Rumsfield og Chaney, að USA beiti pyntingum, fer á ruslahaug sögu þeirra þjóðar.

Pjónkur (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 16:39

9 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Einar Karl: þessar aðferðir voru samþykktar á æðstu stöðum, og þar kom m.a. að máli Alberto Gonzales, lögfræðilegur ráðgjafi forsetans.  Textinn sem notaður var til að rökstyðja að þetta væru ekki pyntingar, og ritaður er á þurru lagamáli, framkallar á köflum kalt vatn milli skinns og hörunds.  Til dæmis er þar langt mál um skilgreiningu orðsins "severe" í sambandinu "severe pain and suffering", og notaðir allir krókar til að komast hjá því að fara eftir Genfarsáttmálanum og lögum Bandaríkjanna sjálfra.

(Lagastaglið minnti mig reyndar á málsskjöl lögfræðinga Bush í málinu um forsetakosningarnar í Flórída 2000, þar sem stjórnarskrá Bandaríkjanna og kosningalög voru beygð og beygluð með eftirminnilegum hætti.)

Vilhjálmur Þorsteinsson, 1.5.2009 kl. 18:00

10 Smámynd: Einar Karl

Satt er það ábyrgðin nær upp til æðstu valdastaða. Það sem ég meinti frekar var að þessum venjulegum "fræðingum" var beitt til að "normalisera" pyntingarnar, búa til lögfræðilegan og sálfræðilegan viðurkenningarstimpil á "yfirheyrsluaðferðirnar", og það er skuggalegt.

Var einmitt í dag að byrja á 'Shock Doctrine' eftir Naomi Klein, og sú tekur heldur betur fyrir nútíma "pyntingafræði" Bandaríkjanna. Set pistil um þá bók á bloggið þegar ég klára hana!

Einar Karl, 1.5.2009 kl. 18:27

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sæll, Vilhjálmur og aðrir áhugasamir,

Þú vilt áreiðanlega fylgjast með þessu á morgun:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/870411/
og eflaust fleiri gestir hér.

Kveðja,

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.5.2009 kl. 02:34

12 identicon

við pyntum fólk daglega með gæsluvarðhaldsúrskurðum sem eru settir til að á faram miilvægum upplýsingum sem annars kæmu ekki. ef við ætlum að berja á Kanannum verðum við að taka allar þjóðir heims sem pynta fólk. Ég held að engin væri undaskilin og USA sennilega ekki nálægt þeim verstu.

vill halda til haga pyntingum írana á eigin þegnum

ka (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband