Hlín

Hlín

Nýjasta portrettiđ, ekki endanlegt, smá snurfus eftir.  Olía á striga, 60 x 40 cm.

Getraun fyrir listhneigđa lesendur: til hvađa fyrirmynda(r) er hér veriđ ađ vísa?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stúlka međ perlueyrnalokk ? Hollenskur 17. aldar málari.

Helga (IP-tala skráđ) 14.3.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Vilhjálmur Ţorsteinsson

Neibb, ţú ert reyndar nálćgt annarri fyrirmyndinni sem ég var međ í huga...

Vilhjálmur Ţorsteinsson, 14.3.2009 kl. 22:56

3 identicon

Young Girl Reading eftir Jean-Honoré Fragonard?

Hef reyndar lítiđ vit á listum (en mikinn áhuga á ađ bćta úr ţví), en nokkuđ sleipur á Google ;)

Hjálmar Gíslason (IP-tala skráđ) 15.3.2009 kl. 01:42

4 identicon

Mér finnst sterkur Vermeer í ţessu. Hann á a.m.k. tvö verk, Stúlka les viđ opin glugga, og svo seinna ţekktara verk Kona í bláu les bréf. Ég ćtla ađ skjóta á Kona í bláu les bréf.

Ég er er mjög hrifinn af ţessari mynd (ţeas. ţinni). Ekki laga hana of mikiđ. :-)

Borgar (IP-tala skráđ) 15.3.2009 kl. 02:02

5 Smámynd: Vilhjálmur Ţorsteinsson

Borgar, ţú fćrđ 4 stig af 10 mögulegum, ţađ er Kona í bláu ađ lesa bréf eftir Vermeer.  En hins vegar var sú mynd (og e.t.v. fleiri svipađar eftir hann, t.d. ţessi) fyrirmynd annarrar, miklu nýrri, sem er ennţá frekar fyrirmynd mín.  6 stig í pottinum fyrir ţann sem svarar ţví hver sú er!

Vilhjálmur Ţorsteinsson, 15.3.2009 kl. 02:12

6 identicon

Í ljósi ţess ađ veit lítiđ sem ekkert um myndlist, sem gerir ţetta vćntanlega hćfilega marklaust, ćtla ég ađ sleppa ţví ađ giska en í stađ ţess ađ hrósa ţér fyrir myndina sem mér finnst sérstaklega falleg, "áreynslulaus" og bera međ sér ást á viđfangsefninu.

Ég veit ekki hvort ađ ţetta eru "tćk" lýsingarorđ í ţessum geira en til hamingju međ ţetta.

Stefán (IP-tala skráđ) 15.3.2009 kl. 07:46

7 Smámynd: Vilhjálmur Ţorsteinsson

Takk fyrir innleggiđ og hrósiđ, Stefán.  Myndin er af dóttur minni, sem skýrir kannski "ástina á viđfangsefninu"

Vilhjálmur Ţorsteinsson, 15.3.2009 kl. 11:13

8 Smámynd: Vilhjálmur Ţorsteinsson

Hjálmar, Fragonard-myndin gćti alveg hafa veriđ fyrirmynd, ef ég hefđi séđ hana áđur!  En Vermeer var nćstum 120 árum á undan međ sínar lestrarmyndir.

Vilhjálmur Ţorsteinsson, 15.3.2009 kl. 14:42

9 Smámynd: Vilhjálmur Ţorsteinsson

Ţađ gengur hćgt hjá lesendum ađ giska á seinni (og ađal-) fyrirmyndina!

Hér kemur vísbending: Eftirnafn málarans byrjar á R, og hann er eftir ţví sem ég best veit núlifandi.

Vilhjálmur Ţorsteinsson, 16.3.2009 kl. 11:07

10 identicon

Ég nördađist á google (eins og Hjálmar) í all góđan tíma án ţess ađ finna einhverja haldbćra niđurstöđu, međ tillits til nýjustu vísbendinga. Ţađ hjálpar mér eflaust ekki ađ ég hef ekkert sérstaklega mikiđ vit á myndlist (aftur, eins og Hjálmar).

Ţetta ber kannski einna helst vott um mikinn nördisma - ađ verđa ađ reyna ađ svara spurningum sem mađur hefur ekkert vit á. En fyrir vikiđ veit ég eitthvađ um Vermeer eftir allt gúggliđ.

Annars tek ég undir međ öđrum varđandi gćđi myndarinnar. Glćsilegt.

Jónas Antonsson (IP-tala skráđ) 16.3.2009 kl. 23:20

11 Smámynd: Vilhjálmur Ţorsteinsson

Gott ţú lćrđir eitthvađ af ţessu, Jónas, ţá hef ég ekki eins mikiđ samviskubit yfir ađ hafa eytt tíma ţínum!

Ég held ađ ţađ sé útséđ međ ađ 6 stiga svariđ komi.  Borgar má vera stoltur af sínum 4 stigum.

Svariđ er sem sagt Lesende ("Lesandi") eftir ţýska málarann Gerhard Richter, sem ég held mikiđ upp á.  Hann er alger meistari, og ţegar menn skođa myndina hans, sjá ţeir glöggt ađ ég er ţvottekta amatör!

Ţessi mynd er í eigu San Francisco Museum of Modern Art, og ég hef séđ frummyndina ţar.  Mögnuđ. Yfirborđ myndarinnar er rennislétt, ég veit ekki hvernig Richter fer ađ ţví ađ ná ţessari áferđ.

Vilhjálmur Ţorsteinsson, 16.3.2009 kl. 23:27

12 Smámynd: Kári Harđarson

Góđ mynd hjá ţér, ég held ég sjái ţess merki ađ ţú hefur variđ hluta af starfsćvinni í Hollandi.

Richter er rosalega flottur, ég mun leggja nafn hans á minniđ.

Kári Harđarson, 17.3.2009 kl. 09:23

13 Smámynd: Finnur Bárđarson

Skelfing er gaman ađ vita af einhverjum sem er ekki bara ađ lemja lyklaborđ. Fallegt.

Finnur Bárđarson, 17.3.2009 kl. 15:27

14 identicon

Stórglćsileg mynd og nćr fyrirsćtunni mjög vel.

Ţar sem ég missti af ţessu spjalli vegna ferđalags og svariđ komiđ fram, ţá fannst mér strax ađ fyrirmyndin vćri sótt til Vermeers, vissi reyndar ekki af lestrarseríunni en sá Woman admiring pearls fyrir mér.

En ţú ert greinilega búinn ađ koma ţér á gott plan á ţessu sviđi sköpunar.

Tóti (IP-tala skráđ) 17.3.2009 kl. 17:13

15 identicon

Ţú ert bara skrambi flinkur

Örn Orrason (IP-tala skráđ) 18.3.2009 kl. 11:15

16 Smámynd: Vilhjálmur Ţorsteinsson

Takk fyrir viđbrögđin.  Finnur, ţađ er óneitanlega mjög góđ tilbreyting ađ fást viđ pensil og olíu, og leiđa hugann frá nýjustu elds- og brennisteinsathugasemdunum á Silfri Egils.

Vilhjálmur Ţorsteinsson, 18.3.2009 kl. 13:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband