Lykillinn að Icesave málinu

Lykillinn að Icesave umræðunni liggur í þessu stöplariti frá fyrrum stjórnendum Landsbankans:

Eignir og skuldir Landsbankans

 

Landsbankinn átti sem sagt 4.400 milljarða á móti innlánum (og veðtryggðri fjármögnun) sem voru 2.200 milljarðar - þar með talin innlend innlán og Icesave.

Með neyðarlögunum voru innlánin gerð að forgangskröfum í bú Landsbankans, þannig að ef eignirnar reynast vera a.m.k. 2.200 milljarða virði, fá innlánseigendur sitt fé fyrir rest.

Verkefnið er tvískipt.  Í fyrsta lagi þarf að ná inn 2.200 milljörðum fyrir eignir sem um mitt ár voru bókfærðar á 4.400 milljarða.  Vandinn þar er sá að lánasafn bankans er fremur ófagurt, og skuldarar "the usual suspects" á borð við Baug, Icelandic, Eimskip, Teymi og önnur skuldafjöll.  En þótt mikið sé um arfa eru skárri grös inni á milli, og það hlýtur að vera hægt að ná saman talsverðum verðmætum úr eignasafninu ef vel er á haldið.

Í öðru lagi er ljóst að þetta ferli tekur tíma, meðan innistæðueigendur vilja fá sitt fé strax.  Því þarf að brúa millibilið með lántöku milligönguaðila - þartilgerðs sjóðs - sem greiðir innistæðueigendum og yfirtekur jafnframt kröfu þeirra á þrotabúið.

Til að sættast við Breta og Hollendinga þarf að gera tvennt: 1) að ná samkomulagi um að þeir og/eða aðrir (IMF?) láni þartilgerða sjóðnum þá upphæð sem greiða þarf innistæðueigendum; 2) að ákveða hvernig með skuli fara ef eitthvað vantar á endanum upp á að sjóðurinn fái til baka úr þrotabúinu þá upphæð sem hann fékk að láni.  Varðandi (2) þá kemur til greina að íslenska ríkið deili tapinu í einhverjum hlutföllum með öðrum ríkjum, og/eða endurgjaldi með hlutabréfum í nýju bönkunum.  Slíkt tap lægi í fyrsta lagi fyrir eftir nokkur ár (við slit þrotabúsins) og mætti greiða niður á lengri tíma.

Þetta er lykillinn að Icesave málinu og ég trúi ekki öðru en að hægt sé að ná samkomulagi um lendingu sem teljist viðsættanleg fyrir alla aðila í stöðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Vilhjálmur.

Þetta eru fínar tillögur. Þetta snýst, eins og þú bendir réttilega á, um "raunverulegt" virði eignasafnsins. Það að það skipa að mestu leiti hálftómir baukar er í raun vandamálið. Það þarf heldur betur sölumennsku í lagi til að ná sátt í þessu máli, og alls ekki ólíklegt að við verðum á endanum að leggja að veði eitthvað af verðmætum lands okkar og sjávar.

Mér þótti það afar óhentug tímasetning að upp á yfirborðið kæmu nýlega fréttir af vænanlegum olíuauði á hafsbotni í Drekasvæðinu.  Ég er nokkuð viss um að bæði bretar og hollendingar gætu vel hugsað sér að reyna að ná fram sem mestri skuldastöðu á okkur til að eiga færi á að seilast í þann sjóð þegar honum verður dælt upp á yfirborðið.

Gaman að lesa pistlana þína. - Kveðja

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ég fór að velta fyrir mér hvort þetta verkefni væri eitthvað sem hægt væri að fá stóran alþjóðlegan banka til að annast, t.d. JP Morgan, Deutsche Bank eða Citigroup.  Það er allt í lagi að borga slíkum aðila árangurstengdar greiðslur, þ.e. ef þeim tekst að selja eignirnar og gera upp án taps fyrir ríkið.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 12.11.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Nonni

góð útskýring á erfiðu máli, gott blogg

Nonni, 12.11.2008 kl. 21:16

4 identicon

Þakka þér kærlega fyrir þetta, mjög hjálplegt til að meta og skilja stöðuna.

Vekur samt líka þær spurningar af hverju fjölmiðlar vinna ekki svona gögnin fyrir almenning, einn svona pistill jafnast á við tugi ómarkvissra misvísandi hrárra viðtala við hina og þessa misvitra spekinga.

ASE (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:25

5 identicon

Eftirfarandi, 4 spurningar sendi ég til nokkra alþingismanna í oktober 2005,en fékk ekkert svar. Nú er svarið komið, með gjaldþroti bankanna.

"Nú er búið að selja bankana. Hvert fór Ríkisábyrgðin ? Er kannski engin Ríkisábyrgð á innlánum í dag ? Ef banki verður gjaldþrota, er þá hægt að slétta allar innistæður ? Opna svo bankann aftur á öðru nafni ? "Ég sá hættuna á því, að kjæmust óprútnir braskarar yfir bankana, þá væri möguleiki að þeir lensuðu Ríkisjóð (tæmdu Ríkisjóð í gegnum bankana) Nú hefur það bara skéð.

Gísli grúskari (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:48

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég trúi því nú varla að þessi hugmynd sé ekki í vinnslu hjá ríkisstjórn vorri?

Árni Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 22:30

7 identicon

Svona skýringar þyrfti að gera yfir allar skuldir og eignir, þ.e. bankanna, FL,Baugs og fl. einnig yfir ríkisskuldir og lántökur.  Það er bara að koma betu rog betur í ljós að það er ekki nóg að við erum með aula fyri embættismenn og stjórnmálamenn.  Blaðamenn eða fjölmiðlamenn eru það líka.  Þeir hafa og eru ekki að standa sig þó það sé örlítil undantekning þar á.

Islendingur (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:49

8 Smámynd: Eymundur Ingimundarson

Góð hugmynd... sem örugglega er búið að skoða, maður er bara ansi hræddur um að stærsti hlutinn í eignasúlunni sé verðlaus í dag?!

Eymundur Ingimundarson, 12.11.2008 kl. 22:53

9 Smámynd: Eymundur Ingimundarson

Lán til viðskiptavina? Eru þetta ekki meira og minna fyrirtæki ústrásarvíkinganna sem eru öll að hrynja?

Eymundur Ingimundarson, 12.11.2008 kl. 22:57

10 identicon

Fróðlegur pistill. Var einmitt að skrifa blogg þar sem ég er að velta fyrir mér þessum möguleika að ríkisábyrgð vegna þess sem upp á vantar sé deilt með viðkomandi ríki, og þá í einhverju samræmi við íbúafjölda í hverju ríki fyrir sig, þannig að byrði á skattborgara dreifist með eðlilegri hætti. Eins og umræðan er núna virðast bara þeir möguleikar vera upp á borðinu að íslenka ríkið taki annað hvort enga ábyrgð, eða þó alla ábyrgðina, og hvorugur möguleikinn er kannski sérlega raunhæfur.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:38

11 identicon

Sæll Vilhjálmur,

þetta er einmitt málið sem lánapakkinn okkar á líka að dekka (fáist það lán yfirhöfuð).  Íslendingar þó vilja ekki viðurkenna að aðrir Evrópubúar eigi sama rétt á innlánum og Evrópubúarnir á Íslandi og um það snýst jú deilan um Icesave í hnotskurn að mér skilst.  Já því miður þá gæti það farið svo að við þyrftum tímabundið að taka risavaxin lán (s.b.r. umræður um versalasamninga eða hvað þetta nú heitir) á meðan við hámörkum virði þeirra eigna sem að þrotabankarnir skildu eftir sig.   Vonandi næst það einhverntímann en ég er ekkert allt of vongóður. 

Árni (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:47

12 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Útlán Landsbankans eru vond, en skuldararnir eru samt ekki allslausir.  Til dæmis þá lánaði Landsbankinn til Nýsis, og það félag á heilmikið af fasteignum, sem bankinn á vonandi beint eða óbeint veð í.  Einhver mun vilja kaupa félög Teymis, sem þrátt fyrir allt eiga símakerfi, viðskiptavild og margt fleira sem verðmæti eru í.  Skiparekstur Eimskips mun áfram skila tekjum, og svona mætti áfram telja.  Þannig að það er ekki tómt svartnætti.

Auður, ég er sammála: málið er hvorki svart né hvítt, heldur einhvers staðar þar á milli, eins og reyndar flest í lífinu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 00:41

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarna eru útlán að sjálfsögðu færð sem eign, þótt þau séu margfeldi, sem lánuð eru aftur og aftur af sama innlánsgrunni.  Svo er spurningin um áhættuna í utlánunum. Húsnæðislán, bíla og neyslulán, lán til að kaupa skuldir og skrifa sem eignir og þar fram eftir götunum. Sé rýnt í þetta þvernsið, þá sést hvernig blaðra lítur út.  Þetta er ástæðan fyrir hruninu.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 03:17

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hefði litið eilítið betur út ef neðsta línan í eignadálknum hefði verið 5 sinnum stærri, eins og hún hefði verið ef bindiskyldan hefði ekki verið nánast afnumin. Það eru kröfurnar á seðlabankann. Sú lína hefði verið á kostnað útlánahkutans, þar sem útlánagetan og  margfeldi hennar hefði lækkað samsvarandi. Þetta sýnir hversu gífurlega mikilvægt öryggisnet bindiskyldan var og hvað í raun gerðist. Smurolían var notuð á bensíntankin í stað þess að smyrja og vélin bræddi úr sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 03:22

15 identicon

Blessaður Vilhjálmur.

Þó mætti halda miðað við skort á upplýsingagjöf þá eru það ekki eingöngu bjánar sem vinna fyrir ríkisstjórnina í þessu máli.  Það fríar enginn hvorki Ásmundi Stefánssyni né Jóni Sigurðssyni vits.  Það virðist gleymast í allri móðursýkinni sem hér ríkir að þetta var akkúrat sem ríkisstjórn okkar var að gera.  Í frægu samtali Árna við Darling kom skýrt fram að Íslenska ríkisstjórnin ætlaði að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt ákvæðum EES samningsins en hún þyrfti að semja því upphæðirnar væru af þeirri stærðargráður að per se væru þær Íslenska ríkinu ofviða.  Í kjölfarið kom sendinefnd frá Hollandi þar sem um var samið um lán til Íslands svo við gætum staðið við 20.000 evru markið.  Á sama tíma virtust samningarviðræður vera í hnút við breta, afhverju?  Þeim var boðinn sami díll og Hollendingum.  Síðan þá hafa stjórnvöld ekki upplýst okkur hvað gerðist.  Ljóst er að Hollendingar kröfðust nýrra samninga og þá að Íslendingar greiddu allar innisæður.  Bretar virðast hafa gert mjög svipaðar kröfur.  Á sama tíma fer að heyrast í mönnum eins og Pétri Blöndal og Hannesi Hólmsteini að Ísland geti ekki og megi ekki ganga að þeim afarkostum sem landinu var sett, framhjá öllum lögum og reglum í alþjóðasamskiptum.  Eitthvað skelfilegt hlýtur að vera í stöðunni fyrst að þetta kemur frá innsta hring Sjálfstæðisflokksins, flokki atvinnurekanda á Íslandi.  Hugsanlegur möguleiki er að ESB sé að tala um ábyrgð á öðrum útistandandi skuldum bankanna og þá náttúrulega semja um það líka.  Hver veit en ríkisstjórn atvinnurekanda Sjálfstæðisflokksins og Evrópusinna Samfylkingarinnar fraus og síðan hefur ekkert heyrst frá henni.  Kanski fyrst núna í morgun komu fram upplýsingar frá fundi Árna og ESB.  

Það er hreinræktaður barnaskapur að halda að ríkisstjórn okkar hafi ekki og sé ekki að reyna að ná viðunandi samkomulagi við ESB.  Afarkostir er það eina sem við vitum og Mogginn er að leka því til þjóðarinnar að það sé mat ríkisstjórnarinnar að hún verði að ganga að þeim.  Hún mun ekki gera það í mínu umboði en mun hún gera það í þínu?  Hvað miklar skuldir á fjölskyldu þína ert þú tilbúinn að borga?  Fólk sem styður þessa nauðung verður að vera tilbúið að svara þessarri spurningu.  Það er enginn ísí fílingur í þessu máli lengur, ef lífið væri svona einfalt eins og þú gefur í skyn hér að framan þá væri fyrir löngu búið að semja.

Svon einfalt er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:05

16 identicon

Þetta er góð athugun. Við vitum ekki alveg hvað er þarna inni og við vitum ekki hvaða kröfur verið er að gera. Ég er á því að við berum ekki lagalega ábyrgð á Icesave. Það var mín niðurstaða um leið og bankarnir fóru og fleiri deila þeirri skoðun.

Það er aftur annað mál að við gætum þurft að semja.

Þá er spurning hvað er inni og hvaða skuldir standa eftir (ef einhverjar). Hugsanlega er þessi Icesave umræða á villigötum. Nú þurfum við fólk sem kann að spurja. Það er nóg af fólki sem að hefur öll svörin og það fólk fær of mila athygli. Höldum áfram að spurja.

Valborg KJartansdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:11

17 identicon

Já það skortir upplýsingar, það er alveg ljóst.   

Eitt gleymist oft í þessari umræðu, er að það er til ákveðin bankastærðfræði sem verður að hafa í huga.  Eins og bent hefur verið á, á þessu bloggi m.a.  Þú leggur inn peninga á reikning og ætlast til þess að fá auglýsta ávöxtun.  Til þess að það náist þurfa peningarnir að komast í vinnu.  Bankinn lánar viðskiptavinum fé gegnt hærri vöxtum og metur útlánahæfi þeirra.  Ennfremur kaupir bankinn aðra pappíra sem vinna meira þannig að þú sem sparifjáreigandi getir fengið út þá ávöxtun sem lofuð er. 
Annar hluti er sá, að venjulega (sem er að vísu ekki núna) reikna menn með því að ákveðinn velta sé á spariféinu og hafa til þess handbært fé.  Þá á ég við eðlilega veltu peninga í gegnum bankann.  Þess vegna eru "vinnslu" pappírarnir oft bundir í x langan tíma til að skapa hámarks vinnslu fyrir þig sem sparifjáreiganda.   Gerist það hinsvegar að það er áhlaup á bankann eins og gerðist í kjölfar óviturlegrar ákvörðunar um þjóðnýtingu Glitnis, þá hefur bankinn ekki handbært fé til að greiða út og kemst í lausafjárþrot, eins og gerðist með íslensku bankanna.  

Eignirnar sem voru á bak við Iceslave og bloggeigandi og aðrir hafa bent á virðast við fyrstu sýn duga og rúmlega það fyrir útborgunum en það mun taka tíma að fá þær greiddar upp í topp, til að fá hámarks virði fyrir þær. 

Ef við horfum kalt á þetta, þá þarf ansi mikið að ske til þess að allt sé tapað og þjóðin sitji uppi með því að greiða fyrir Icesave.  Eins og ég bendi á fyrir ofan, þarf að fá úr því skorið lagalega, hver er réttur hvers.  Og við verðum að virða þá samninga sem við höfum skrifað undir.  Álit heimsins á okkur hefur minnkað niður í prómill af því sem við höfðum og við verðum að bera þá siðferðilegu skyldu að standa við okkar.

Eins og Vilhjálmur bendir á, sem og ég líka, þarf tímabundið að greiða það út sem er lágmark sem kostar þjóðarbúið marga peninga.  Síðan verða menn að krefjast þess að við greiðum meira, sem verður þá farið í mál yfir og vonandi allra hluta vegna, kemur niðurstaða í það mjög fljótlega. 

Íslenska þjóðin þarf að bera ábyrgð á því sem fyrirtækið Landsbankinn gerði með leyfi eftirlitsskyldra aðila (Seðlabanki/FME/Ríkisstjórn) leyfði. 

Vonandi skilst þetta sem ég er að segja.

Árni (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:53

18 identicon

Árni.

Ef hlutirnir væru svona einfaldir þá væri löngu búið að semja.  Það sem þú ert að tala um, er það sem átti að gerast og hefði kanski gerst ef bretarnir hefðu ekki strax gripið til bolabragða og sett á okkur hryðjuverkalögin.  Færð hafa verið því rök að bara sú aðgerð hafi valdið eignabruna og síðan er það alltaf spurning hvað mikið af þessum lánum voru aðeins með veðum í bréfum, ekki solid eignum eins og fasteignum og framleiðslufyrirtækjum.  Síðan er það spurning hvort bretarnir hafi bættí kröfurnar.  

Allavega er það ljóst að ríkistjórn okkar vildi semja á þeim forsendum sem bæði þú og Vilhjálmur haa skýrt en samningar náðust ekki.  Afhverju????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:31

19 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Tjah, Ómar, umræðan hefur að minnsta kosti verið í allt öðrum farvegi innanlands, menn tala eins og þjóðin sé að taka á sig að greiða allar erlendu innistæðurnar upp í topp og svo ekki söguna meir.  (Samanber stríðsskaðabóta-stærðfræðina.)  Í reynd er málið ekki þannig vaxið.  Krafa innistæðueigenda er fyrst í þrotabú bankans og spurningin er til lengri tíma sú hver borgar tapið ef eignir þess duga ekki til.  Aðeins þá reynir loks á tryggingu Tryggingasjóðs eða eftir atvikum ríkissjóðs.

Skammtímavandinn snýr hins vegar að fjármögnun útgreiðsla og hver tekur áhættuna af tapinu.  Þetta eigum við að ræða, og skoða vel tilboð Breta, Hollendinga og IMF um að fjármagna greiðslurnar og taka hluta af áhættunni, en ekki láta umræðuna fara út í óþarfa æsing um rosalegar skuldatölur sem liggja engan veginn á borðinu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 10:46

20 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Sæll Vilhjálmur
Þetta er fróðlegur pistill og upplýsandi umræða sem hér á sér stað. Í upphafi deilunnar um Icesave reikningana þá var sterkri eignastöðu Landsbankans haldið mjög á lofti svo ekki sé nú minnst á það hvernig menn mátu stöðu Kaupþings. Aðgerðir breta með hryðjuverkalögin eru auðvitað ekki ásættanlegar og með einhverjum hætti verða íslensk stjórnvöld að ná að taka á því máli. Það breytir því hinsvegar ekki að íslendingar geta aldrei vikist undan ábyrgð sinni á þessum málum og það verður að semja um þessi mál og reyna gera sem mest úr eignum éssara banka.  Ég held einnig að íslensk stjórnvöld hafi leikið illa af sér þegar ákveðið var að ábtyrgjast í topp innistæður viðskiptavina þessara banka sem eru með íslensk vegabréf og höfðu lagt inn í íslensku útibúin. Ef litið er til jafnræðisregunnar á EES svæðinu þá er spuning hvort þessi aðgerð hefur skapa' aukna ábyrgð íslenskra stjórnvalda gagnvart erlendum viðskiptavinum þessara íslensku banka. Fyrir mér eru tveir valkostir í stöðunni. Að semja, sem þýðir einhverja skuldsetningu, hvað mikla er ekki vitað, eða sitja upp með að íslendinagr fá á sig það  orðspor  meðal evrópuþjóða, að við séum ótíndir glæpamenn sem öxlum ekki þá ábyrgð sem okkur ber, orðspor sem ekki þvæst svo auðveldlega af. Hvor arfleiðin skyldi vera betri fyrir börnin okkar og barnabörn? 

Kristinn Halldór Einarsson, 13.11.2008 kl. 11:53

21 identicon

Sæll aftur.

Takk fyrir svarið. Ég sem slíkur skil þetta alveg.  Ég er reyndar í þeim hópi sem vil ekki borga krónu því svona hrun eins og bankahrunið var okkur, ofaná alla skuldsetninguna, er nógu stór vandi sem slíkur að leysa.  Núverandi reglur ná ekki yfir svona allsherjar hrun og lagaleg hliðin er mjög í óvissu.  Skýringar annars aðilans  verða ekki réttar þó hann sé stærri, sterkari og ríkari en þú.  Lög eru bara lög og það er dómstóla að skera úr um.  Hins vegar eru ærurökin sterk og sérstaklega sveið mér fréttirnar af töpum líknarfélaga í Bretlandi.  Skelfilegt.  En við setningu hryðjuverkalaganna þá klipptu bretar á alla möguleika okkar til að standa í skilum og gerðu vont ástand verra.  Það er ekki hægt að semja um að greiða skuldir sem þú ert ekki borgunarmaður fyrir.  Og það er aðeins eitt svar við fjárkúgara og það er að neita að borga, annars vill hann alltaf meira.  Þú hefur t.d. enga tryggingu, að þegar lán koma á gjalddaga að þau verði framlengd, nema þá með frekari skilyrðum o.s.frv.  Sá sem byrjar leikinn með kúgun er ekki líklegur að breytast í góðmenni seinna meir.  Sorglegt en svona er þetta bara. Spáðu aðeins í þetta.  Hvernig verða t.d. skilyrðin eftir 5 ár, 10 ár.  Verðum við sjálfstæð þjóð þá?

En það skiptir engu máli hvað mér eða þér finnst.  Ég tel það öruggt að samningamenn okkar hafi stillt dæminu einhvern veginn eins og þú ert að gera.  En þeir voru hundsaðir.  Hvað hangir á spýtunni?

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:00

22 identicon

Sæll Vilhjálmur

Mjög svo fróðlegur pistill og gaman að lesa þær athugasemdir sem komið inn. Ég veit ekki hvort það hefur komið fram í fjölmiðlum eða frá einhverjum öðrum, hvað varð af Icesave peningunum  sem komu inn í bankann, hvað varð um hann veit það einhver?? eða er hann bara geymdur á bankareikningi í cayman eyjum...

Egill Þór (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 13:54

23 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Egill Þór, peningarnir sem komu inn í Icesave gufuðu ekki upp, heldur voru lánaðir út aftur, til innlendra og erlendra fyrirtækja, með kaupum á skuldabréfum banka o.s.frv.  Eitthvað af þessum útlánum þarf að afskrifa og annað ekki.  Sumt af þeim er hægt að innheimta strax en annað (sjálfsagt bróðurpartinn) er aðeins hægt að innheimta á löngum tíma, það er eðli bankastarfsemi að fá stutt innlán en lána út til langs tíma.

Umræður á bloggi nafna þíns Helgasonar snúast gjarnan um að peningarnir hafi horfið með dularfullum hætti inn á leynilega bankareikninga, en það eru engar vísbendingar um stórkostlegan fjárdrátt eða lögbrot (allavega ennþá).  Málið snýst um áhættusækni og misheppnaða stjórnun á bankarekstrinum, og alveg einstaklega slælegt eftirlit.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 14:07

24 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka bloggurum fyrir þessa umræðu, sem mér finnst einkar athyglisverð og upplýsandi. Gleymum ekki einu atriði - væri ekki rétt að fyrrum eigendur Landsbankans settu nokkrar krónur í púkkið, fótboltafélag og fleira skemmtilegt - eða eiga þeir kannski ekkert verðmætt lengur?

Björn Birgisson, 13.11.2008 kl. 15:06

25 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Eftir því sem ég kemst næst, Björn, voru eignir Björgólfs Guðmundssonar að mestu inni í Samson, og það félag er núna í gjaldþrotameðferð.  Það þýðir að kröfuhafar lýsa sínum kröfum í búið og eignir þess eru seldar - fótboltafélög, Moggahlutur og annað - upp í kröfurnar.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 18:07

26 identicon

Samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins 22.ágúst 2008 þá átti Samson einungis Landsbankann og Björgólfur 50% í Samson.

Hann á :

1. West Ham United Holding (metið á 120-150 þús pund)

2.

AG (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 18:58

27 identicon

Það vantaði megnið að svarinu þannig að ég sendi það aftur 

Samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins 22.ágúst 2008 þá átti Samson einungis Landsbankann og Björgólfur 50% í Samson. Björgólfur á samkv. þeirri úttekt í mun fleiri félögum - Það er hins vegar allt annað mál hversu stór hlutur hans er í hverju fyrir sig, hvort búið er að selja, búið er að kaupa eh. annað og hve stór hluti eigna var keyptur með lánsfé. 

Hann á :

1. West Ham United Holding (100% - metið á 120-150 þús pund)

2. Bronda Properties and Laura Properties (Finnland - gegnum Novator Prop.)

3. Landmark Properties (Gegnum Novator Prop.)

4. Property Group (Danmörk - gegnum Novator Prop.)

5. Icelandic Group (25%)

6. Eimskip (33% - Verður sennilega afskrifað)

7. Árvakur (36% - Hefur sennilega minnkað)

8. Landsprent í gegnum Árvakur

9. Hafnarbakki (100% - Pétursborg/Rússlandi)

10. Typographia MDM (50% - Rússlandi)

11. Samson Properties (37,5% Ísland - gegnum Novator Prop.)

Samson Properties á

1. Sjælso (15% - Danmörk)

2. WTCC (25% - Danmörk)

3. Copenhagen Towers (50% - Danmörk)

4. Vatn og land (100% - Ísland)

5. Rauðsvík (100% - Ísland)

AG (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 19:00

28 identicon

West Ham er auðvitað metið á 120-150 milljónir punda - ekki þúsundir punda.

AG (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 19:20

29 identicon

Ég get ekki séð að eignir Björgúlfs í öðrum félögum komi Samson við. Samson var sjálfstætt félag og engin tengsl milli þess og annarra eignarhaldsfélaga Björgúlfs s.s. Samson Global, Novator Properties, West Ham United Holding, Grettir eignarhaldsfélag, Ólafsfell og fleiri.

AG (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:13

30 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

AG: Þakka leiðréttinguna.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 23:02

31 Smámynd: Hinrik Már Ásgeirsson

Sæll Vilhjálmur,

Sá grunur læðist að manni að samningamenn Íslands séu nú ekki af háu caliberi. Hefðum betur ráðið hina Skosku Florence Kennedy sem ráðgjafa í samningamálum. Faðir hennar, Gavin Kennedy, hefur þróað svokallaða win-win nálgun á samningamál og deilur. 

Tæknin sem menn virðast vera beita hér fyrir hönd íslands er hin dæmigerði lose-win þar sem ísland ætlast til að sigra lönd sem eru með mun meiri aflsmuni (ef marka má fréttir af áætlun Íslands um að greiða einungis úr innistæðu sjóði trygginga og ekkert meir s.s. 3% af heildartjóni innistæðueiganda) 

Persónulega hefði ég einmitt talið það sjálfssagt, þar sem Bretar frystu eignir landsbankans og rýrðu verðmæti þeirri um leið, að byðum þeim að eiga "það sem útí frýs" so to speak. 

Hinrik Már Ásgeirsson, 14.11.2008 kl. 00:37

32 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Ábyrgð.

Nú fer banki í þrot, þá hljóta eignir bankans að koma á móti skuldum. Eignir bankans eru skuldir viðskiptavina hans og skuldir bankans eru innlán viðskiptavina. Þessir sömu viðskiptavinir fá innlánin sín greidd til baka eftir því sem eignir bankans hrökkva til. Ef ennþá vantar eitthvað upp á þá kemur að þessum margfræga tryggingasjóð að greiða upp í mismuninn.

Tiltölulega einfallt, og kemur ríki og þjóð ekkert við, þar sem sjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem ekki er á ábyrgð ríkisins.

Nú ákveður ríkisstjórn að  þjóðnýta banka og leysa til sín, og tryggir í framhaldi innlán viðskiptavina í sumum póstnúmerum en ekki öðrum. Hvernig getur það verið löglegt? Ef innlán í póstnúmeri IS110 hefðu verið tryggð en ekki í IS104. Hefði það verið löglegt? Icesave reikningar Landsbankans voru í útibúi Landsbankans í Englandi. Ekki ensku dótturfyrirtæki. Það var enginn munur á þessum innlánum og íslenskum innlánum Landsbankans fyrir neyðarlögin. 

Eða hvað?

Kjartan R Guðmundsson, 14.11.2008 kl. 02:12

33 identicon

Þetta er grunnur að lausn.  Það sem þarf að halda til haga er ábyrgð Breta.  Ábyrgð Breta er mikil og það væri óábyrgt að ábyrgjast Icesave í ljósi óábyrgrar aðgerða Breta.

Jón Helgi Egilsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:39

34 identicon

Sælir Vilhjálmur,

Þú mannst kannski eftir mér úr Maximal-inu.

Það var frétt i Mogganum í dag (Sunnudagur) um að erlendu kröfuhafarnir vildu taka algjörlega yfir gömlu bankana og reka þá áfram til ad tapa ekki verðmætum.  Ég fór að hugsa hvort þetta gæti ekki verið lausnin á meira og minna öllu vandamálinu.

Erlendu kröfuhafarnir (stórir erlendir bankar) hafa að mestu verið gleymdir í öllu fjaðrafokinu um hver eigi að borga erlendu sparifjáreigendunum, en eins og staðan er í dag munu þeir mögulega geta tapað mörg þúsund milljörðum ef gömlu bankarnir verða leystir upp.  Þeirra hlutur er mesti parturinn af mismuninum á milli eignanna og skulda í grafinu hérna að ofan frá Landsbankanum.

Í grundvallaratriðum yrði erlendi hluti bankana (og mögulega Íslenski hlutinn lika, semjanlegt atriði) afhentur erlendu kröfuhöfunum og þeir mundu síðan endurfjármagna og reka þá áfram.  Erlendum innistæðueigendum yrði tilkynnt að "fyrrverandi" Íslensku bankarnir væru núna evrópskir, tryggðir af erlendum tryggingasjóðum og erlendum seðlabönkum, þannig að þeir þurfi ekki lengur að óttast um sínar innistæður og taka þær út.  Ísland mundi sjálfkrafa verða leyst frá öllum ábyrgðum um innistæðurnar.

Við einfaldlega færum allt til baka á byrjunarpunktinn eins og það var í byrjun Október.  Auðvitað væru mörg vandamál sem enn þyrfti ad leysa, en þau ættu að vera mun einfaldari og betri en núverandi hnútur. Spurningin er hvort málið sé komið of langt í Brussel og að það sé orðið of seint að reyna að bjarga þessu a þennan hátt.

Bjarni Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 14:45

35 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Já, Bjarni (man vel eftir þér!), í raun er það þannig að kröfuhafarnir eiga núna (gömlu) bankana, alveg eins og gerist yfirleitt með gjaldþrota fyrirtæki.  Ef kröfuhafarnir geta hugsað sér að reisa þá úr rústunum og halda áfram starfsemi í einhverri mynd, eru það bara góðar fréttir, held ég.

Það er athyglisverður vinkill á umræðunni um að taka upp aðra mynt einhliða, að innlendir bankar yrðu að gera sig að útibúum eða dótturfélögum erlendra banka, til að fá aðgang að lánveitanda til þrautavara.  Annars hefður þeir engan slíkan, og það gengur ekki til lengdar - bankarnir myndu ekki þola næstu smákreppu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 23:55

36 identicon

Sælir

Efast nú um að þetta eignasafn sé 1/4 virði af því sem þarna er sýnt, verð bara að segja það. Skiptir í raun litlu máli, því þær eignir sem við Íslenddingar þurfum í stað greiðslu á IceSave skuldbindingunum, eru að sjálfsögðu ERLENDAR EIGNIR.

Ef þið getið grafið upp lista yfir erlendar eignir, þá getum við fyrst metið þessa stöðu, fyrr ekki. 

feu (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband