Fernar hugrenningar

Í fyrsta lagi: Mikil þökk sé Færeyingum fyrir þeirra óbilandi vinarhug og hjálpsemi.

Í öðru lagi: Stelpurnar okkar eru miklu betri en strákarnir okkar í fótbolta.  Björk er með miklu betri hugmyndir og flottara frumkvæði í atvinnumálum en strákarnir, sem dettur ekkert annað í hug en fleiri álver.  Og konurnar eru búnar að taka yfir bankana (ókei, tvo af þremur, en kona hafnaði þeim þriðja).  Eigum við kallarnir ekki bara að taka okkur frí næstu árin? Whistling

Í þriðja lagi: Það verður að segjast, að íslensku bankastjórarnir og bankaeigendurnir voru rosalega vondir í að reka banka.  Það er með ólíkindum að menn hafi lánað svona svaðalega mikla peninga í spilaborgirnar, í löngum runum: Fons, Stoðir, Eimskip, Atorka, 365, Baugur, Nýsir...  Og ekki bara fyrirtækjunum, heldur eigendum þeirra líka, jafnvel heilu eignarhaldskeðjunum. Alvöru bankamenn sem kunna sitt fag taka bara ekki svona áhættur.  Bankastarfsemi gengur út á að dreifa áhættu.  Okkar bankamenn voru í því að þjappa saman áhættu uns úr varð krítískur massi og kjarnaklofnun hófst (sbr. kjarnorkusprengju).  Þeir hljóta að hafa verið sofandi í Bankarekstri 101.

Í fjórða og síðasta lagi: Fyrirtækjarekstur er sviti og púl, það borgar sig ekki að stytta sér leið, og góðir hlutir gerast á löngum tíma.  Við skulum hafa það í huga við uppbyggingu nýs, sjálfbærara og endingarbetra atvinnulífs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Vilhjálmur hefur þú leitt hugan að þvi að Færeyingar þurftu ekki nema eitt ár til að sjá að ísl. fiskveiðistjórnunarkerfið var ónothæft.  Kannski þessvegna eiga þeir 300 milljónir f.kr. á banka til að styða snillingana í N-vestri.  Væri ekki ráð að fá Landstjórnina í Færeyjum til að koma okkur á réttan kjöl?  Framlag þeirr er afar rausnarlegt, og hefði maður vænst að íslenskir Ráðherrar og Þingmenn hefðu séð sóma sinn í að vera her heim í stað þess að vera á flækingi erlendis,en það voru víst 7 Ráðherrar og 12 þingmenn í útlöndum, væntanlega hafa Færeyingar haldið að framlag þeirra væri ætlað til þessarar óráðsíu.

haraldurhar, 31.10.2008 kl. 00:54

2 identicon

Líklega sváfu þeir í Bankarekstri 101 en brilleruðu í Einkavinavæðingu 1, 2 og 3.
Svo voru þeir held ég allir líka í Vöku en ekki Röskvu .... (persónulega voru skemmtilegri stelpur alltaf í Röskvu)....

Árni (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:54

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

P.S. Ég gleymdi að nefna eina íslenska bankaeigandann sem með varfærni hefur komist í gegn um þetta allt saman: Margeir Pétursson.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 31.10.2008 kl. 11:20

4 identicon

Góðan og hnyttnar athugasemdir eins og alltaf.

Fimbull (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:43

5 identicon

Hvet þig til að halda áfram að blogga. Þessar færslur eru góðar.

Jökull (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband