Illskásti kosturinn

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar sýnast mér talsvert skárri en þær hefðu getað orðið.

  • Ríkið leggur bönkunum ekki til aukið hlutafé eða lánsfé með beinum hætti.  Það er gott að stjórnmálamenn setji hag komandi kynslóða ofar hag hluthafa og lánveitenda bankanna, sem þrátt fyrir allt tóku meðvitaða áhættu.
  • Áhersla er lögð á að vernda almenna sparifjáreigendur og eigendur innistæðna.
  • Framkvæmdin hvílir á Fjármálaeftirlitinu og þar er stjórnarformaður Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra og bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans (NIB).  Jóni treysti ég manna best til að fara með hið nýfengna vald FME af ábyrgð og gætni.

Það sem vantar er aðallega tvennt: að skýrt verði hvernig eigi að styðja við krónuna, og til lengri tíma, að undirbúa umsókn að ESB.  Umsókn myndi draga fjárfesta að íslenskum skuldabréfum og inn í krónuna, vegna þess að þeir sæju fram á skipti yfir í evru, og agaðri hagstjórn í framtíðinni.

Svo þarf að finna leið til að vinda ofan af hlutafjárframlaginu í Glitni, sem var vanhugsuð aðgerð.

En þetta er illskásta byrjunin sem völ var á, á flóknu og erfiðu ferli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er að tala um illskáRsta kostinn. Maður jafn vel lesinn og þú ættir að vita betur.

Er ekki betra að koma skútunni á réttan kjöl áður en neglan er tekin úr henni? Þ.e.a.s. að ná jafnvægi í viðskiptalífinu áður en farið er að hrópa „ÚLFUR ÚLFUR!!!“ eða var það „ESB ESB“??

Kristján (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Calvín

Sammála þessu mati þínu Vilhjálmur. Það veikir að vísu trú á Fjármálaeftirlitinu að engar bjöllur hafi hringt þar fyrr en skaðinn var skeður. Það þarf að fá skýringu á því sem allra fyrst ef það er einhver kerfisvandi til staðar.

Calvín, 7.10.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Jæja Vilhjálmur. Hvað með 500 milljarða króna veðlánið sem Ríkissjóður veitti Kaupþingi? Er það ekki að veita banka aukið lánsfé með beinum hætti?

Með því sýnist mér nú að stjórnmálamenn setji hag hluthafa og lánveitenda bankanna ofar hag "komandi kynslóða", hvað sem það síðastnefnda þýðir nú eiginlega.

Torfi Kristján Stefánsson, 7.10.2008 kl. 10:30

4 identicon

Það vekur athygli að í þessari krísu virðist ekki vera neitt til sem heitir "samstaða" í Evrópu í þessu umróti.  Þar er hver að bjarga sínu skinni. Væri lánamarkaður Seðlabankans skárri innan ESB?

Halldór (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:47

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sammála þér.

Anna Karlsdóttir, 7.10.2008 kl. 16:00

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Kristján, ég er ósammála þér um stafsetninguna.  Kemst ekki í Orðabók Menningarsjóðs sem stendur til að staðfesta.

500 milljarða veðlánið var veitt gegn veði í bréfum í FIH Erhvervsbank.  Seðlabankinn er væntanlega að fara að reglum um veðhæfi bréfa, og hvarvetna sinna seðlabankar nú því hlutverki sínu að veita lausafé í kerfið gegn tryggum veðum.

ECB er vissulega að dæla út lausafé í evrópska banka, gegn veðum.  Það væri ekki amalegt að hafa hann núna sem bakhjarl.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 7.10.2008 kl. 16:22

7 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Búinn að skoða skástur / ?skárstur í Orðabók Menningarsjóðs og skástur (illskástur) er rétt.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 7.10.2008 kl. 23:44

8 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

P.S. Rosalega er hægt að grafa hausinn djúpt í sand, eins og ESB-andstæðingar gera nú!  Hall-l-l-ó-óó!  Er einhver heima?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 7.10.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband