Bloggannáll 2010

Lesendum ţessa bloggs óska ég gleđilegs nýs árs og ţakka góđ skođanaskipti á liđnum árum.  Flettingar á blogginu frá upphafi eru nú 324.034 og fjölgađi talsvert á nýliđnu ári.

Hér er annáll markverđra bloggfćrslna ársins 2010:

5. janúar:  "Mér finnst ákvörđun forsetans [um Icesave] forkastanleg, óskiljanleg og illa ígrunduđ."

10. janúar: "En ţađ er of langt gengiđ ađ segja ađ ţađ sé 'enginn lagagrundvöllur' fyrir útgreiđslu innistćđutryggingar til allra innistćđueigenda Landsbankans, innlendra sem erlendra."

19. janúar:  "Skuldastađan hefur veriđ á svipuđu róli og jafnvel meiri allt frá árinu 2000 og var orđin mun neikvćđari fyrir hrun (yfir 120% árin 2006-7); hún hefur sem sagt batnađ talsvert viđ hruniđ - sem kemur sennilega mörgum á óvart."

20. janúar:  "Mikilvćgast er ađ tryggja gott samstarf viđ og fá hjálp frá AGS og nágrannalöndum til ađ komast í gegn um skaflana sem framundan eru."

25. janúar: Stöđ 2 gerđi sjónvarpsfrétt úr bloggfćrslu minni um erlendar skuldir og greiđslubyrđi nćstu ára.

21. febrúar:  "Framtíđin tilheyrir fyrirtćkjum sem vinna sér inn og verđskulda traust viđskiptavina, starfsfólks, hluthafa og samfélags.  Ţađ gera ţau međ ţví ađ vera siđleg, ábyrg, gegnsć, og tileinka sér hugsunarhátt sjálfbćrni; lifa í sátt viđ umhverfi sitt; skila ekki minna til baka en ţau taka til sín."

21. mars: "Útkoman úr [AGS-áćtluninni] er full fjármögnun gjaldeyrisstreymis 2009-2014, en eftir ţađ verđur ekki frekar gjaldeyrisvöntun samkvćmt líkaninu sem undir liggur."

24. mars: "Međan ţađ er ekki klárt ađ viđ ćtlum ađ standa viđ skuldbindingar vegna innistćđutrygginga, ţá fáum viđ engin lán frá Norđurlöndum og AGS-áćtlunin bíđur.  Og hagkerfiđ frýs á međan.  Svo einfalt er ţađ."

1. apríl: (Takiđ eftir dagsetningunni ;-) "Veik króna hjálpar okkur mikiđ ţessa dagana.  Hún minnkar innflutning og eykur útflutning, t.d. lćkna og hámenntađs fólks sem viđ getum vel komist af án enda liggur framtíđin í frumframleiđslugreinum."

19. apríl: "[Skýrsla Rannsóknarnefndar Alţingis] kemur ađ mörgu leyti á óvart.  Hún er efnismeiri, ţéttari og afdráttarlausari en ég bjóst viđ fyrirfram, og subbuskapurinn í bönkunum jafnvel meiri en ég óttađist. "

19. maí: "Ţađ er nánast kraftaverk ađ hafa náđ fram [annarri endurskođun AGS-áćtlunarinnar] án ţess ađ gengiđ hafi veriđ frá samningum um Icesave, en reyndar eru gefin fyrirheit um fullan vilja til slíkra samninga í minnisblađi stjórnvalda til sjóđsins."

2. júní: "Leiđin fram á viđ hlýtur fremur ađ vera sú ađ fara í róttćkar stjórnkerfisumbćtur, ţannig ađ kerfiđ sé betur í stakk búiđ til ađ eiga viđ flókiđ nútímaţjóđfélag, og ţví sé treystandi fyrir öryggi og velferđ almennings."

8. júní: "[Ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga] má ađeins veita á sérstökum atvinnuţróunarsvćđum, ívilinun má ađeins nema tilteknu hlutfalli af upphćđ fjárfestingar og eftirlitsstofnanir ESB/EES, í okkar tilviki Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), fylgist međ ferlinu og verđur ađ stađfesta endanlegan samning."

19. júlí: "Varđandi jarđhita og grunnvatn er skýrt í lögum ađ eignarhald á slíkum auđlindum er óframseljanlegt úr höndum ríkis og sveitarfélaga."

9. ágúst: "Fiskur í sjónum hefur hins vegar ţá sérstöđu ađ hann getur synt milli lögsaga [ađildarríkja ESB], og ţví er óhjákvćmilegt ađ stjórna nýtingu hans međ sjálfbćrum hćtti í samkomulagi milli ţjóđa.  Sá er tilgangur sjávarútvegsstefnu ESB, ekki sá ađ rćna ţjóđir auđlindum sínum."

12. ágúst: "Lissabon-sáttmálinn kveđur ekki á um stofnun Evrópuhers eđa um neins konar herskyldu [e: conscription to any military formation]."

29. ágúst: Skýringarmynd um eignarhald gömlu og nýju bankanna ásamt útskýringum á hlutverki skilanefnda og slitastjórna.

12. september: "Ein mikilvćgasta endurbót á íslensku stjórnkerfi sem gera ţarf er sú ađ velja ráđherra ríkisstjórnarinnar á grundvelli ţekkingar, reynslu og hćfileika á hverju stjórnsýslusviđi fyrir sig."

17. september: "Dómur Hćstaréttar frá í gćr er ađ mínu mati Salomónsdómur.  Höfđustóll flestra myntkörfulána lćkkar talsvert, skuldurum til hagsbóta, en ţó ekki svo mikiđ ađ bankakerfiđ - og hagkerfiđ almennt - bíđi verulegan skađa af."

29. september: "[Skýrt er] skv. ákvćđum stjórnarskrár ađ meirihluti Alţingis tekur ákvörđun um kćru til Landsdóms.  Slíkt gerist aldrei öđru vísi en međ atkvćđagreiđslu ţingmanna, sem kalla má pólitísk réttarhöld o.s.frv. ef menn vilja, en bókstafur stjórnarskrárinnar er eins og hann er. "

3. október: "Munurinn á ţessu og skuldum einstaklinga, t.d. vegna húsnćđis, er sá ađ hluthafar bera ekki ábyrgđ á skuldum félaga sem ţeir eiga hluti í [...].  Húsnćđislán eru hins vegar, auk veđs í húsnćđinu sjálfu, einnig međ fullnustuheimild í öđrum eignum skuldarans."

5. október: "Ţađ er firra og bábilja ađ AGS sé mótfallinn úrrćđum og ađgerđum fyrir skuldug heimili og fyrirtćki."

8. október (sem ég tel vera bestu bloggfćrsluna mína á árinu 2010): "Rauđu kúlurnar standa fyrir alls kyns ákvarđanir og ráđstafanir sem mönnum gćtu dottiđ í hug, og eru vissulega oft freistandi - sérstaklega á álagstímum.  En bitur reynsla og lćrdómar aldanna og árţúsundanna hafa sýnt ađ slíkar 'rauđar' ákvarđanir eru ekki góđar; ţćr á ekki ađ taka og ţćr má ekki taka."

19. október: Nýjasta portrettmálverkiđ.

21. október: "Međ ţví ađ greina betur milli ríkisstjórnar og ţings verđur ţingiđ sjálfstćđara.  Ţađ á ađ taka í auknum mćli ađ sér stefnumótun og ađhald."

31. október: "Eins og lesendur ţessa bloggs hafa eflaust áttađ sig á, ţá er ég í frambođi til stjórnlagaţings í kosningunum 27. nóvember nk."

8. nóvember: Úr sćnsku stjórnarskránni: "Persónuleg, hagrćn og menningarleg velferđ einstaklingsins skal vera grunnmarkmiđ opinberrar starfsemi.  Sérstaklega skal ţađ vera skylda hins opinbera ađ tryggja rétt til heilsu, atvinnu, húsnćđis og menntunar, og ađ vinna ađ félagslegri velferđ og öryggi."

9. nóvember: "Gangi ţér vel ađ kjósa í ţessum sögulegu kosningum, og vonandi uppskerum viđ öflugt stjórnlagaţing og glćsilega nýja stjórnarskrá lýđveldisins Íslands."

15. nóvember: "Íslenskur stjórnarmeirihluti telur gjarnan 33-35 ţingmenn eđa svo.  Ţađ er allt of lítill hópur til ađ velja úr 8-10 nćgilega hćfa ráđherra í krefjandi verkefni; sérstaklega ef dreifa ţarf ráđherratitlum á kjördćmi og jafnvel eftir öđrum ómálefnalegum sjónarmiđum."

21. nóvember: "En helsti lćrdómurinn af starfi stjórnarskrárnefndarinnar er sá, ađ ţađ ţýđir ekki ađ fela stjórnmálaflokkunum ađ endurskođa stjórnarskrána."

23. nóvember: Tengill á frambjóđandakynningu mína á RÚV vegna stjórnlagaţings, 5 mínútna hljóđskrá.

24. nóvember: "Ţó tel ég ađ til greina komi ađ sérstakur Auđlindasjóđur fari međ forsjá auđlindanna f.h. ţjóđarinnar og stjórnvalda og innheimti afnotagjöld og hlutdeild í auđlindarentu skv. sérstökum lögum ţar um."

Ég hlakka til lýđrćđislegrar og gagnrýninnar rökrćđu á nýju ári, 2011.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Bíđ spenntur eftir nýju 5. janúar bloggi sem tekst á viđ afleiđingar tilefnis 5. janúar 2010 bloggsins.

Jóhannes Birgir Jensson, 2.1.2011 kl. 03:17

2 Smámynd: Guđmundur Jónsson

 Gleđilegt ár Vilhjálmur og til hamingju međ kosninguna á SLŢ.

Nú hrundi evran í sumar eins margir höfđu gert ráđ fyrir og ljóst ađ framleiđslulönd evrunnar, Ţýskaland holland og fl. halda henni á floti međ eftirgjöf á kröfum til hinna skuldsettari landa sunnar í álfunni auk ţess er ECB er fariđ ađ kaupa ástarbréf  samkvćmt pólitískum  fyrirskipunum.  

Í ljósi ţessa, ert ţú enn ţeirrar skođunar ađ evran sé fýsilegur kostur međfram ađild ađ ESB, og ef svo er hvađ rök standa enn eftir, ţví í fljótu bragđi virđast mér flest eđa öll rök sem ţú hafđir áđur vera fokin út um gluggann.

Guđmundur Jónsson, 2.1.2011 kl. 12:24

3 identicon

Gleđilegt nýtt ár og gangi ţér vel á ţví nýja!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 2.1.2011 kl. 17:57

4 Smámynd: Vilhjálmur Ţorsteinsson

Jóhannes Birgir: Sem betur fer tókst ađ spila úr stöđunni sem skapađist í janúar međ tiltölulega farsćlum hćtti.  Ţar skipti mestu ađ unnt reyndist á endanum ađ sannfćra AGS og nágrannaţjóđir um ađ halda áfram áćtluninni og lánveitingum ţrátt fyrir ađ Icesave vćri ófrágengiđ.  Lykilatriđi hefur sjálfsagt veriđ ađ ítreka ađ Tryggingarsjóđur innstćđueigenda ćtlađi ađ standa viđ ađ greiđa lágmarkstrygginguna, ţótt deilt vćri um vexti og kjör ađ öđru leyti.  Nú er bara ađ vona ađ máliđ klárist endanlega í kjölfar nýs og betri samnings.

Guđmundur:  EUR/USD í byrjun árs 2010 var ca 1,44 (sem er innan viđ 10% frá hćsta gildi EUR/USD frá upphafi) en er núna 1,34.  Ţađ er ekki mikil breyting.  En vandi evru er mjög svipađur og vandi dollars, punds og jens: ţađ eru gríđarleg skuldafjöll í öllum ţessum myntum, og seđlabankar prenta peninga um ţessar mundir međ ţví ađ kaupa ríkisskuldabréf fyrir nýtt reiđufé.  Erfitt er ađ sjá hvert ţetta leiđir en vandinn er ekki vandi evrunnar sem slíkrar heldur skuldavandi allra helstu hagkerfa, í stóru samhengi.  Mig grunar ađ ef verulegir skellir verđa vegna ţessa í heiminum ţá sé ekkert sérstakt skjól í krónunni hvort eđ er, og jafnvel ţvert á móti.  En stađa heimsgjaldmiđlanna er vissulega álitaefni sem nauđsynlegt er ađ fylgjast vel međ á nýju ári.

Stefán: Ţakka kveđjuna!

Vilhjálmur Ţorsteinsson, 2.1.2011 kl. 18:30

5 Smámynd: Guđmundur Jónsson

Ţegar ţú skrifađir skjaliđ Sjálfstćđur eđa fjölţjóđlegur gjaldmiđill sem ég vísađi í var EUR öđruvísi gjaldmiđill en USD. EUR var til dćmis međ 3% hámarks afskriftum og ţćr ţjóđir sem tekiđ hafa upp EUR hingađ til (utan Eistland) hafa gert ţađ í trausti ţess.  Viđ vitum báđir ađ virđi EUR í viđskiptum međ USD skiptir litlu máli í ţessu samhengi. En sú stađreynd ađ evran er núna prentuđ eftir einhverjum óskrifuđum reglum sem Evrópuţingiđ sjálft hefur aldrei komiđ ađ hlýtur ađ vera áhyggjuefni fyrir ţćr ţjóđir sem hafa í hyggju ađ taka hana upp sem lögeyri, eđa hvađ ?

Guđmundur Jónsson, 2.1.2011 kl. 19:03

6 identicon

Guđmundur:  Ţađ er verslađ međ evruna á frjálsum markađi.  Hvađa áhyggjur eigum viđ ţá ađ hafa?

Evran er traustasti gjaldmiđillinn sem ég hef lifađ viđ.  Ég hef lifađ viđ hann frá ţví ađ evran var tekin upp!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 2.1.2011 kl. 19:36

7 Smámynd: Guđmundur Jónsson

"Traustan" gjaldmiđil er gott ađ eiga en vont ađ skulda Stefán. ţegar of mikiđ er af skuldum eins og nú er í EU er traustur gjaldmiđill ţá ekki ókostur eđa hvađ ? 

Guđmundur Jónsson, 2.1.2011 kl. 21:10

8 identicon

Nú skil ég ţig ekki?  Ég borga minar skuldir en óska ţess ekki ađ ţćr hverfi.  Traustur gjaldmiđill er ţví góđur fyrir mig.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 3.1.2011 kl. 05:32

9 Smámynd: Guđmundur Jónsson

Nei Stefán, ég átti eiginlega ekki von á ţví ađ ţú skildir mig,  ţér finnst líklega líka ađ metrar séu traustari en tommur er ţađ ekki ?

Guđmundur Jónsson, 3.1.2011 kl. 11:03

10 identicon

Já, ég skil ekki af hverju menn sem skuldaí metrum vilja frekar borga í tommum:)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 3.1.2011 kl. 20:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband