Greiðslubyrði af erlendum lánum - sjónvarpsútgáfa

Stöð 2 gerði í kvöld sjónvarpsfrétt úr bloggfærslu minni um erlendar skuldir opinberra aðila og greiðslubyrði næstu ára.  Fréttin er skýr og greinargóð og hjálpar vonandi einhverjum að átta sig á stóru myndinni.

Fréttina má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

P.S. Fyrir þá sem vilja sjá þingmann fara á kostum í samsæriskenningasmíð og vænisýki, er um að gera að lesa blogg Þórs Saari um þessa frétt.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 01:47

2 identicon

OK.  Núna þegar farið er að leyfa fréttir sem eru ekki ónákvæmt bull erlends fólks sem þekkir ekki málavöxtu, er nokkur von til að við getum hætt að tala um Icesave bráðum og farið að tala um hvernig er hægt að laga stjórnskipun landsins?  

Reikna með að fleirum en mér finnist það nokkur áfellisdómur yfir Lýðveldinu Íslandi að uþb. 65 árum eftir stofnun þá þurfti land sem er meðal þeirra með hæstar þjóðartekjur per einstakling að leyta á náðir alþjóðastofnana til að forðast greiðslufall ríkissjóðs.  Ekki mikið sjálfstæði í því. 

Er einhver von að þessi þjóð geti komið sér saman um grundvallarstjórnkerfi þar sem verðleikar og hæfni vega meira en kunningskapur og klíkuvald? Þór Saari virðist hafa svarað þessu neitandi fyrir sitt leyti, en hvað með aðra?

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 02:31

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Vilhjálmur, setti þessa athugasemd hjá Þór Saari

Færslur Vilhjálms Þorsteinssonar um skuldastöðu þjóðarbúsins hafa frá upphafi þess er ég fór að fylgjast með þeim eftir hrunið haustið 2008, verið afar málefnalegar, lausar við allan áróður (sem er fátítt um þessar mundir). Þær hafa verið settar fram á einfaldana hátt, útskýrðar afar vel og hafa verið afar trúverðugar. Hann er sá maður sem ég tek einna mest mark á af þeim sem ég blogga við.

Fagna því sérstaklega að Stöð2 hafi birt þessar niðurstöður hans í kvöld

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.1.2010 kl. 03:56

4 Smámynd: Billi bilaði

Vilhjálmur, eftirfarandi eru staðreyndir:

a) Þú ert formaður stýrihóps Iðnaðarráðuneytisins um "mótun heildstæðrar orkustefnu" (sjá http://www.idnadarraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/2751). (Þar ert þú titlaður "forritari og frumkvöðull".)

b) Þú hefur byrtst á a.m.k. 2 myndum í opinberum fjölmiðlum verandi skrifandi undir gagnaverssamninga með BTB standandi á bak við þig.

Er óeðlilegt að draga þær ályktanir af ofangreindu að þú sitjir báðum megin borðs varðandi orkumál?

Er óeðlilegt að álykta að þú tengist BTB fjárhagslegum böndum?

Er óeðlilegt að álykta að þú sért ekki hlutlægur þegar kemur að umfjöllun um mál sem tengjast BTB?

Fyrirgefðu, það þarf eitthvað annað en davíðskar smjörklípur á Þór Saari til að sannfæra mig.

Kristján Gaukur Kristjánsson, sópari.

ES: Rakst á gamalt blogg frá þér um að fá Eddu Rós sem Iðnaðarráðherra. Ertu enn sama sinnis?

Billi bilaði, 25.1.2010 kl. 04:52

5 identicon

Það er hið besta mál þegar fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar hjálpar flokksfélaga sínum að réttlæta nýjustu útgáfu  af Icesavesamingnum.

Ekki ónýtt að hafa aðgang að Stöð 2.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 09:18

6 identicon

Bjarni nokkur Kristjánsson setur fram eftirfarandi blogg og athugasemdir um deilu þeirra Vilhjálms og Jóns Daníelssonar:

http://bjarnimax.blog.is/blog/bjarnimax/#entry-1010045

Þá tek ég fram að athugasemdir Þórs Saari í garð Vilhjálms eru allrar athygli verðar, en þær má sjá hér, eins og aðrir hafa bent á:

http://thorsaari.blog.is/blog/thorsaari/

Það passar illa að vera með fyrrverandi framkvæmadastjóra þingflokks, eins og Heimi Má Pétursson, inni á fjölmiðli í nafni hlutleysis og hlutlægni.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 09:29

7 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Andri: Hjartanlega sammála.  Eitt af næstu lykilmálum hlýtur að vera stjórnlagaþing og aðrar ráðstafanir til að laga hér kerfið sem brást; það datt í frændhygli og flokkshesta og skotgrafir og ræður greinilega ekki við að reka flókið þjóðfélag nútímans.

Hólmfríður: Þakka góðan stuðning.

Billi: (a) Rétt.  (b) Ég er stjórnarformaður Verne Holdings sem reisir gagnaver við Ásbrú.  Ályktunin er hins vegar röng, stýrihópurinn um orkustefnuna (sem 7 manns sitja í, þ.á.m. framkvæmdastjóri þingflokks VG) hefur ekkert með verð á orku að gera enda er það ákveðið af orkufyrirtækjunum á frjálsum markaði.  Orkustefnan fjallar um allt annað eins og sjá má af skipunarbréfi stýrihópsins.

Þú mættir útskýra fyrir mér hvaða meintu hagsmuni BTB hefur af því hvort Tryggingarsjóður innstæðueigenda borgar Bretum og Hollendingum meira eða minna til baka.  Ég átta mig engan veginn á því hvað hann ætti að vilja í því sambandi, þ.e. hvern samsæriskenningin nákvæmlega er.

Og ég stakk á sínum tíma upp á Eddu Rós sem (utanþings) fjármálaráðherra, ekki iðnaðarráðherra.

Hrímfaxi: Ég mun svara Bjarna á blogginu hans.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 11:00

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem skiptir mestu máli - reyndar öllu - við uppsetninguna á hlutfalli icesaves af heidarskuldavandamáli  Íslands er að þarna kemur afskaplega skýrt fram og fólk getur séð svart á hvítu að icesave er aðeins einn partur af heildardæminu og alls ekki sá veigamesti. 

Þarna getur fólk séð það á myndrænan hátt.  Það virkar alltaf öðruvísi en þegar fólki er sagt það.  þ.e. að sjá myndræna framsetningu er oft miklu sterkara en orð.

Nú. hvað gerist ?  Jú, sumir verða mjööög reiðir !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.1.2010 kl. 11:43

9 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Já, Ómar, það munar reyndar engu stórkostlegu í heildarmyndinni þótt við gæfum okkur að Icesave væri 507 milljarðar í stað 290, greitt á 8 árum - súlurnar eru mjög svipaðar og segja sömu sögu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 11:46

10 identicon

Stór hluti af þessum lánum sem súlurnar eru að sýna eru lán sem voru fengin frá AGS og norðurlöndunum. Það er ekki búið að eyða þessum peningum.

Ef þessum lánum væri skilað mundi súluritið líta allt öðruvísi út.

Menn tala hér létt um að ekki muni svo miklu á tæplega 200 milljarða mun sem er á milli útreikninga Jóns Daníelssonar og Vilhjálms. Ótrúlegt að hlusta á þetta.

Stór hluti af skuldunum í súluritinu er vegna skulda orkufyrirtækja. Þessi fyrirtæki hafa að hluta eða miklu leiti tekjur í gjaldeyri og geta staðið við sínar skuldbindingar sjálf.

Það eru engar eignir á bak við IceSave skuldbindingarnar. Það er töluverður munur á þannig skuld eða skuld sem eignir eru til á móti samanber lán frá AGS

IceSave skuldin getur farið langt upp fyrir 500 milljarða og einnig langt niður fyrir það veit það engin.  Óvissar er það mikil að við getum ekki með nokkru móti samþykkt þann samning sem á að kjósa um í mars.

Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:07

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Vilhjálmur

"það munar reyndar engu stórkostlegu í heildarmyndinni þótt við gæfum okkur að Icesave væri 507 milljarðar í stað 290, greitt á átta árum." skrifar þú.

Þessi ummæli ber vott um þvílíka veruleikafyrringu að engu tali tekur. Þú virðist ekki skynja þessar tölur. Þetta eru 217 milljarðar. Þetta eru næstum hálf fjárlög Íslenska ríkisins sem þjóðin þyrfti þá að punga út til viðbótar á 8 átta árum. Eins og það skipti ekki máli?

Láttu hagfræðingum þessa lands eftir að reikna út greiðslubyrgði af Icesave og öðrum skuldum ríkissjóðs. Hættu að blekkja þjóðina með villandi og röngum upplýsingum.

Ég hvet alla til að lesa þessa grein hér eftir Jón Daníelsson um sama mál.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.1.2010 kl. 12:41

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég bendi á eigin færslu, um aðalatriði Icesave málsins:

Áhættan er öll okkar! Tvennt skiptir mestu máli, í tengslum við Icesave, Ísland er í "Depression" og greiðlsugeta er mjög lítil, á sama tíma er mikil hætta á auknum kostnaði við Icesave yfir samningstímann!

Ég bendi öllum á að lesa mjög ágæta grein, Jóns Daníelssonar hagfræðings, aðstoðarprófessors við "London School of Economics". En docent erlendis er kallað "assistant professor".

Sjá útreikninga Jóns Daníelssonar  hérna . Þá hleðst niður Ecxel skjal. Síðan er hlekkur á blaðagrein hans. 

Eins og þeir sem framkalla þetta á skjáinn sjá, þá er þetta vistað á vef Indefense.is - en, Jón Daníelsson er með útreikningana vistaða á : http://risk.lse.ac.uk/icesave. Þar má einnig fynna blaðagreinina, og að auki aðrar greinar um málið, sem hann hefur skrifað. Greinina sjálfa má síðan einnig nálgast á vef MBL.is fyrir þá sem hafa keypt sér aðgang að gagnageymslum MBL.is.

Síðan bendi ég á færslu Bjarna Kristjánssonar, þ.s. hann svarar Vilhjálmi Þorsteinssyni, með ítarlegum hætti:

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 13:02

13 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Friðrik, ekki snúa út úr.  Ég er að tala um heildarmyndina sem súlurnar sýna okkur, þ.e. að eftir sem áður þurfum við að kljást við endurfjármögnun og gjaldeyrisöflun næstu árin sem er upp á mun stærri tölur en Icesave.  Hvort er betra að takast á við þann vanda með aðstoð AGS og nágrannalanda, eða í stríði við alþjóðlega fjármálamarkaði?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 13:02

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ah, Vilhjálmur - þ.e. einmitt mergurinn málsins. Heildar byrðin af skuldum.

Þ.e. einmitt hún, sem gerir Icesave svo erfitt - því heildarbyrðin er orðin svo há, þá nánar tiltekið í ljósi alvarlegrar stöðu okkar hagkerfis er stórfellt dregur úr greiðslugetu þess.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 13:18

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nefnilega merkilegt í umræðunni  hve gjarnir menn eru oft á tíðum að stökkva á eitthvað til útursnúninga og orðhengilsháttar en forðast aðalatriði og grunnefni máls.

Þetta er alveg rétt sem Vilhjálmur bendir á, hvort það eru 200 m. eða 300 m skitir ekki meginmáli.

Þð eru aðalatriðin og heildarmyndin sem skipta máli.

Það að hafa þennan part heildardæmisins í lausu lofti þýðir að allt hitt er jafnframt í lausu lofti og verður jafnvel óbærileg.

Meina, afhverju ekki að taka N-landalánin svona fyrir.  Við skulum ekkert borga þautil baka neitt - allavega ekki þessa drápsvexti þeirra.  Við skulum borga icesave - en ekki N-landalánin.  N- lönd skulda okkur hvort sem er þetta.  Danir og sona síðan í gamla daga.

Það er engin skynsemi í að láta svona - og ég trúi ekki fyrr en ég tek á því að margir íslendingar séu svona þenkjandi eins og sjá má oft td. hér á moggbloggi.  Trúi því ekki fyrr en ég tek á því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.1.2010 kl. 13:54

16 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ok Vilhjálmur, það var ekki beint ætlunin að snúa út úr, ég tók athugasemdina þín aðeins of bókstaflega.

Þessi síðasta athugasemd þín hér og spurning er góð?

"Eftir sem áður þurfum við að kljást við endurfjármögnun og gjaldeyrisöflun næstu árin sem er upp á mun stærri tölur en Icesave.  Hvort er betra að takast á við þann vanda með aðstoð AGS og nágrannalanda, eða í stríði við alþjóðlega fjármálamarkaði?"

Þessari spurningu þurfum við Íslendingar að svara 6. mars næstkomandi. Henni hafa 60.000 manns þegar svarað. Það fólk vill taka þennan slag. Það fólk vill ekki gangast undir það ranglæti sem þessi Icesave nauðasamningur er.

Eðli alþjóðlegra fjármálamarkaða er að græða peninga, ekki að vera í stríði. Um leið og þetta mál er frá hvort heldur við ákveðum að borga eða borga ekki þá leitar féð þangað þar sem ávöxtunin er góð. Við skulum ekki hræðast eitthvert stríð við einhvern alþjóðlegan fjármálamarkað. Bandarískir og Japanskir bankar lána til verkefna á Íslandi óháð einhverri deilu Íslands og Bretlands um gjaldþrota banka.

En spurningin þín er góð Vilhjálmur. Ef við borgum ekki Icesave þá fellur á okkur aukin fjármagnskostnaðar á móti því sem við spörum. Ef við borgum Icesave þá spörum við okkur á móti einhvern fjármagnskostnað. Hvor leiðin kemur fjárhagslega betur út skal ég ekki segja. Líklega "munar engu stórkostlegu í heildarmyndinni" hvora leiðina sem þjóðin velur.

Á endanum verður þetta spurning um hvað menn telja rétt og sanngjarnt að gera. Er það skattgreiðenda á Íslandi að axla þessar Icesave skuldir? Ekki hjálpar hvað samningurinn er svívirðilegur og gengur nærri fullveldi landsins. Af hverju þurftu Bretar og Hollendingar endilega að sýna okkur þessa lítilsvirðingu með því að hafa samninginn eins og hann er. Af hverju gat þetta ekki verið eins og hver annar lánasamningur?

Þessar spurningar skipta miklu máli ekki síður en vangaveltur um endurfjármögnum á einhverjum lánum sem falla á gjaldaga eftir einhver ár.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.1.2010 kl. 00:11

17 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Friðrik, þarna nálguðumst við aðeins að vera sammála.  Fyrir rest verðum við að meta kosti og galla, bæði í krónum og aurum, og í óáþreifanlegum gildum á borð við siðferði og traust.  Það verður að horfa á málið heildstætt, annað er ekki skynsamlegt.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.1.2010 kl. 00:22

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tek undir heildstætt!

Það hefur verið ábending mín, allan tímann!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2010 kl. 01:36

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Friðrik - sú spurning sem skiptir lang mestu máli, er hvort við erum yfirleitt borgunarmenn fyrir þessari skuldasúpu?

Þ.e. sjálfsagt áhugavert, að deila um réttlæti. En, ef við getum ekki borgað, þá verður allt annað dálítið auka-atriði, ekki satt?

  • Vilhjálmur heldur fram, að við getum borgað Icesave - vegna þess að það sé einungis hluti af öðrum skuldaum. Í reynd svarar það því ekki hvort við getum borgað Icesave.

Þvert á móti, er rökrétt samhengi það, að aðrar skuldir rökrétt séð augljóslega skaða getu okkar til að borga Icesave, þ.s. eftir allt saman, þarf að borga þær líka og þá er minna borð fyrir báru, fyrir Icesave.

  • Síðan er það hin hliðin, þ.e. hinn helmingurinn á málinu, sem að okkur snýr, þ.e. nefnilega greiðslugeta okkar.

Vilhjálmur hefur eiginlega ekki svarað því, nema að vísa á að skuldir okkar séu að hans mati, ekki neitt verulega stærri, en skuldir margra annarra ríkja, sem taldar séu ráða við eigin skuldir.

En, þetta í reynd er ekkert svar við spurningunni, hvort við getum borgað. En, þó ein þjóð geti borgað, er það með engum hætti bein tenging við það sama ástand annarrar þkóðar, jafnvel þó það sé rétt að skuldahlutföll þeirra sem hlutfall af landsframleiðslu séu svipup.

  • Þ.s. Vilhjálmur enn þrjóskast við að takast á við, þ.e. mjög augljóst stór tjón sem afleiðingar hrunsins, hafa valdið á greiðslu getu okkar hagkerfist.

Þetta stjórtjón, er hefur orðið á okkar greiðslugetu, þíðir það einfaldlega að ábendingar um að skuldir annarra séu að einhverju leiti sambærilegar er ekkert svar við spurningunni, hvort við getum borgað?

Né, er súlurit hans þ.s. hann sýnir Icesave ásamt öðrum skuldum, svar við þeirri spurningu.

Hann hefur ekkert tekist á við þessa spurningu, sem er aðalspurningin, eftir því sem ég best fæ séð!

Spurningin er:

Hvernig á Ísland, með stórtjónaða greiðslugetu, að geta borgað?

Stjórtjónuð greiðslugeta þíðir á mannamáli, að við getum ekki staðið undir skuldum, sem við annars gætum staðið undir.

Greiðslugeta Breta, þó einnig tjónuð, er minna tjónuð, og því er það engin endileg vísbending um að við getum borgað, þó bent sé á að Bretar geti það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2010 kl. 01:52

20 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Einar

Ég skal viðurkenna að þeir útreikningar sem ég hef séð á því hvernig ætlast er til að þjóðin eigi að standa undir öllum þessum skuldbindingum sem Vilhjálmur vísar hér til, þá úrteikninga skil ég ekki. 

Ég skil þá ekki af því í þeim er gert ráð fyrir ævintýralegum afgangi af vöruskipta- og gjaldeyrisjöfnuði að slíkan afgang höfum við aldrei nokkurn tíma haft frá Lýðveldisstofnun. Að gera ráð fyrir að það verði slíkur ofsahagnaður næsta áratuginn af okkar gjaldeyrisviðskiptum, ég gert bara ekki séð hvernig það má verða.

Hverjir eiga að búa til allan þenna gjaldeyrir? Hvaða verkefni er verið að setja í gagng sem mun skapa nýjar gjaldeyristekjur á þessu ári?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.1.2010 kl. 13:28

21 identicon

Stórskemmtilegt er það að fólk skuli eyða svo miklum tíma og svo mikilli orku...

í að hvetja til þess að Ísland lýsi sig dautt.

Mér finnst nú að kynslóðin sem eyðilagði Ísland (þið, þ.e.a.s.) og helsærði framtíð alls ungs fólks á gervöllu landinu í fleiri áratugi framtíðarinnar, eigi að fókusera á eitthvað fokking annað.

Svo sem að enda kreppuna frekar en að lengja hana.

Ókei?

Þorsteinn (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 13:36

22 identicon

Vilhjálmur geturðu vinsamlegast sett inn tengil á skjalið þar sem þú reiknar út þessar skuldir svo við getum rýnt í þetta og staðfest að forsendur og reikningarnir séu réttir? Heppilegast væri að heimildir fylgdu líka. Sér í lagi þar sem þetta er orðið fréttaefni og fréttamaðurinn ómakaði sig eflaust ekki að staðreyna tölurnar.

Jón Daníels á hrós skilið fyrir að birta útreikninga með sínum greinum og mættu fleiri taka það sér til fyrirmyndar.

Með fyrirfram þökk

björn (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 18:42

23 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Þorsteinn

Þar stendur hnífurinn í kúnni. Menn greinir á um það hvað lengir kreppuna og hvað styttir hana.

  • Framlengjum við kreppuna ef þjóðin tekur meiri lán og auknar skuldbindingar?
  • Eða framlengjum við kreppuna með því að hafna frekari lántökum og segjum að við tökum ekki á okkur meiri skuldbindingar? 

Þessari spurningu velti ég m.a. fyrir mér í pistlinum, Icesave kosningin snýst um lífsýn bóndans og víkingsins.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.1.2010 kl. 19:39

24 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Björn: Það stendur til að birta skuldaskjalið, en ég er að vinna í að gera það auðlæsilegra og skiljanlegra; það inniheldur mun meiri upplýsingar en bara skuldir, heldur fjallar að auki um greiðslustöðu, gjaldeyrisforða og endurfjármögnunarþörf.  Einnig kom það upp á að mér sýnist ekki vanþörf á að leita samstöðu um Icesave-útreikninginn áður en mikið lengra er haldið.  Það mál er í gangi.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.1.2010 kl. 20:40

25 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki bólar enn á svari við spurningu minni, frá Vilhjálmi Þorsteinssyni.

 Kannski er þetta svona óþægileg spurning. Hann svarar bara út í hól, að sum önnur lönd skuldi ekki hlutfallslega mikið meira. En, þó er það ekkert svar, við þeirri spurningu.

Ef til vill er þetta ekki svo furðulegt, því þetta er algerlega í stíl við málflutning Samfylkingarinnar.

Það var það í reynd, sem honum var bent á, af Þor Sarí og öðrum, þ.e. að hann væri ekki með hlutlausar upplýsingar, heldur form af pólitískum áróðri, settum fram með hatt fræðimannsins/bloggarans á lofti.

Svo, ef til vill er það ástæðan, að hann vill ekki svara þessari spurningu. Það er einfaldlega ekkert svar við henni, sem hentar hans málflutningi og málflutningi þess flokks, sem hann nú aðhyllist.

Svo, ef til vill, er Þór Sarí ekki eins fjarri sannleikanum, og Vilhjálmur Þorsteinsson vill láta.

Hann hefur nú enn eitt tækifærið, til að afsanna þessar vangaveltur, og svar loks þessari spurningu, sem er sú mikilvægasta af þeim öllum, sem þarf að svara.

Spurningin er:

Hvernig á Ísland, með stórtjónaða greiðslugetu, að geta borgað?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2010 kl. 22:34

26 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Einar: Ég hef nú þolinmóður tekið við mörgum metrum af athugasemdum frá þér á bloggið mitt, og kemst enginn annar í hálfkvisti við þig í fjölda og lengd athugasemda.  Úr því ég sýni þér þessa kurteisi þá finnst mér sanngjarnt að þú sért kurteis á móti.  Mundu að mér ber engin skylda til að svara tilteknum spurningum frá þér innan einhvers tiltekins frests.  Og mér er vel ljós sú skoðun þín að við getum ekki borgað og eigum að leita til Parísarklúbbsins, það er alveg gild skoðun og þú hefur komið henni mjög rækilega á framfæri.

Eins og ég hef áður sagt þá er ég með í handraðanum reiknivang einn ágætan með yfirliti um afborganir og vexti af erlendum skuldum ríkisins og tengdra aðila.  Ég er að vinna í því að taka saman upplýsingar um gjaldeyrisforðann og hvernig hann muni breytast næstu árin miðað við þau lán sem fyrir liggja, og að gefnum forsendum um vöruskiptajöfnuð o.fl.  Það er vandaverk að stilla upp mynd sem tekur tillit til hinna ýmsu talna, og sérstaklega að finna framsetningu á þessu sem er skýr og skiljanleg.  Þegar ég er búinn að þessu og sáttur við niðurstöðuna, og vonandi búinn að fá einhverja til að lesa hana yfir og tékka af, þá mun ég fyrst birta hana á blogginu, og þá er hægt að ræða hvort mönnum líst á myndina eða ekki - eða gagnrýna forsendurnar, eins og gengur.

Þetta verk hefur reyndar einnig tafist vegna þess að nokkrir Icesave-nerðir eru að tala sig saman um hvort þeir geti náð samstöðu um einn samræmdan Icesave-reiknivang, sem væri mjög þarft innlegg í umræðuna.  Vonandi kemur eitthvað út úr því.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.1.2010 kl. 23:41

27 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, ítti aðeins við þér, og þá komu e-h viðbrögð.

Þetta er nú dálítið "crusial" atriði:

Spurningin er:

Hvernig á Ísland, með stórtjónaða greiðslugetu, að geta borgað?

Ég fæ ekki séð, að fram að þessu, hafir þú tekist á við hana. 

Þ.s. þú hefur útlistað er:

  • Hverjar eru skuldir Íslands.
  • Síðan hefur þú bent á, að sum önnur ríki skuldi ekki mikið meira sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.

En, hvorugt af þessu, er svar við þeirri spurningu.

Né eru frekari útreikningar - nema, að slegið sé mat á greiðslugetu.

-------------------------------------

Þá þarftu að hafa í huga:

  • Frestun er ekki lausn, en sú aðgerð að gefa 50% fyrirtækja timabundna lækkun greiðslubyrði, min hefna sín seinna - ef ekki reynist til fjármagn í því seinna, til að skera þau fyrirtæki úr snörunni.
  • Langlíklegast, er að hátt hlutfall þeirra sé á leið í þrot, og því sé einnig á leiðinni umtalsverður frekari samdráttur hagkerfisins og að auki, umtalsverð frekari aukning á atvinnuleysi.
  • Hugsanlegt væri, að tímasetja þá gjaldþrota hrinu þegar framkvæmdir á stórum álverum eru komnar í gang.
  • En, ekki er hægt að beita slíkum frestunum nema í takmarkaðann tíma, þ.s. þeir leiða einungis til þess að smá hækkar fyrir framan stífluna, og á endanum brestur hún ef ekki er hægt að hleypa úr henni.

Hagkerfið er í "depression" skv. öllum alþjóðlegum stöðlum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2010 kl. 00:20

28 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það þarf að sjálfsögðu einni, að hafa 3 spár:

  • Góða.
  • Mið.
  • Slæma.

Því þ.e. veruleg óvissa.

Síðan, er gott að sjá hvar mörkin liggja, þ.e. hvað leiðir óhjákvæmilega til þrots.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2010 kl. 00:25

29 identicon

...

þú hættir aldrei, er það nokkuð.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband